Morgunblaðið - 23.03.1961, Side 22

Morgunblaðið - 23.03.1961, Side 22
22 MORGVyBL AÐIÐ Fimmtudagur 23. marz 1961 Svíar i heixnsókn Val meö 29:24 Keppa i kvöld á hraðkeppnismóti SÆNSKA LIÐIÐ Heim, gest- ir Vals í tilefni af 50 ára afmæli félagsins léku sinn fyrsta leik í gær og mættu handknattleiksmönnum Vals sem styrkt höfðu lið sitt Gunnlaugi Hjálmarssyni ÍR og Pétri Antonssyni FH. Svo fóru leikar að Svíarnir sigr- uðu með 29 mörkum gegn 24. ic Tvísýnn Ieikur Leikurinn var skemmtilegur og lengi vel tvísýnn. Svíarnir náðu, þrátt fyrir ókunnugleika á litla salnum í Hálogalandi, for- ystu þegar í fyrri hálfleik og við hlé skildu 3 mörk — 13:10. Leikur Svíanna var skemmtileg- ur og lifandi og betur við hæfi okkar en t.d. leikur Tékkanna fyrst í vetur. ÍC 1 kvöld I kvöld mæta Svíarnir á hraðkeppnismóti. Þá mæta þeir þeim liðum sem þeir ekki mæta í sérstökum Ieik- um. Má meðal annars nefa ÍR-Iiðið og er ekki að efa að það og hin önnur lið hafa fullan hug á að sækja sigur fast, en Svíarnir vilja ógjarnan bíða ósigur á ís- Iandi og vilja með því und- irstrika að tveir af mönn- um þeirra eiga heima í sænska A-landsliðinu — en þessir tveir voru ekki valdir í hcimsmeistaraliðið. Eftir breytingar á íþróttahöllinni: Keppnissalur verður 25 x 45 og sæti fyrir 2000 manns Landsleikur við England í haust ÍSLENZKA Iandsliðinu í knattspyrnu hefur verið boð- ið til Englands í haust og verður leikinn landsleikur milli íslands og áhugamanna liðs Englands. Auk þess á ísl. liðið að leika tvo aðra leiki í förinni gegn áhuga- mannaliðum. Landsleikur- inn verður í septembermán- uði en nánar er hann enn ekki ákveðinn. Verður þetta annar landsleikur íslendinga á árinu í knattspyrnu. Hinn fyrri verður í Reykjavík 19. júní gegn Hollendingum. ic England vann síðast Boðið til Englands stendur í sambandi við fyrri skipti ís- lendinga og Englendinga í knatt spyrnu. Enska áhugamannalands liðið kom hingað haustið 1956 og lék landsleik í Reykjavík. Þann leik unnu Englendingar með 3 mörkum gegn 2. Árið 1958 átti ísl. liðið heimboð til Englands, en af förinni varð ekk vegna landhelgsdeilunnar. Björgvin Schram form. KSÍ var á ferð í Englandi á dögun- um. Þá barst honum boð þetta og samþykkti hann það fyrir hönd KSÍ. ÍC Fleiri leikir? KSÍ -hefur einnig í athugun leik við Bandaríkjamenn. Hef- ur Bandaríkjámönnum verið boð ið hingað til lands í ágústmán- uði, en ennþá er ekki víst hvort af þeim leik verður. RÓÐUR er að mati þeirra, sem bezt þekkja, hressandi íþrótt og verðugt viðfangsefni fyrir knáa menn. Þó að víðast sé stutt í vatnið hér á landi, hefur þessi ágæta íþrótt ekki náð teljandi út- breiðslu á Fróni, og vita menn ekki gjörla, hvað veldur. Þó eru nokkrir sportræðarar á Akureyri og í Reykjavik, en í höfuðstaðnrum gefa tvö félög mönnum kost á að iðka róður. Eru það Róðrarfélag Reykja- víkur og Róðrardeild Ár- manns. Myndin, sem fylglr þessum línum, var tekin ekki alls fyrir löngu suður á Foss- vogi, en þar kljúfa hinir reyk- vísku ræðarar bárurnar. Ef til vill er róður íþróttin, sem þú ættir að stunda, lesari góður. Húsið verður fokhelt á næsta ári og sýning haldin Jbar NÝTT íþróttahús, stórt og glæsilegt er aðalmál íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík í dag. Slíkt hús er gamall draumur — draumur sem loks nú virðist ætla að ræt- ast á tiltölulega skömmum tíma. í sambandi við ársþing íþróttabandalags Reykjavík- ur voru þessi mál tekin til sérstakrar umræðu, og beð- ið var með ákvörðun um endanlega stærð hússins þar til eftir þær umræður. Þessi umræða var í fyrrakvöld og voru framsögumenn Gísli Halldórsson form. ÍBR, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri for- maður bygginganefndar húss ins og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. samtökin og iðnaðurinn ættu og notuðu sama hús. ic Breytingar á húsinu 1959 var grunnur hússins grafinn og teikningar gerðar, en síðan stöðvuðust framkvæmdir vegna fjárskorts. Kostnaðaráætl- un hijóðaði upp á 19 millj. kr. fyrir fokhelt húsið en 30 millj. kr. fyrir fullbúið hús. Síðan hefur verið rætt um að breyta leiksviði hússins og stytta það um 10 m. Það myndi spara 8—10 millj. kr. í fullgerðu húsi. Þessar breytingar hefðu það í för með sér að íþrótta- salurinn (keppnisgólf) yrði ic fþróttahöllin í Laugardal Gísli Halldórsson form. ÍBR rakti byggingarmál íþróttamann- virkja í höfuðstaðnum. Var ræða Gísla mjög ítarleg og alllöng. Verður hennar getið síðar. Jónas B. Jónssson form. bygg- inganefndar íþrótta- og sýning- arhússins sem rísa skal í Laug- ardal ræddi fyrst um samskipti íþróttafélaganna og bæjaryfir- valdanna um byggingu íþrótta- mannvirkja og notkun félags- heimila og íþróttasvæða. Kvað hann þá samvinnu hafa tekizt mjög vel og væri ástæða til að ætla að hún gæti enn aukizt m. a. færzt yfir á byggingu íþróttahúsa. ~ Síðan skýrði Jónas frá íþrótta húsinu í Laugardal. Kvað hann samning hafa verið gerðan 1957 um það að Reykjavíkurbær, sam tök iðnaðarmanna, ÍBR óg BÆR byggðu húsið sameiginlega, þar sem vel færi saman að æskulýðs 45x25 m og föstum sætum fækkað úr 2800 í 2000 við íþróttakeppni en þegar nota mætti salargólf fyrir áhorf- endasvæði og verið væri að sýna á leiksviði yrðu sæti í húsinu fyrir 3000 manns. Breytingarnar til minnkun- ar hússins hefðu og mjög verulega þýðingu varðandi rekstrarkostnað þess, einkum við upphitun. unnu Sænska liðið Heim við kom-i una til Reykjavíkur. Það er eitt af beztu handknattleiks- liðum heimsins og verður gaman að sjá viðureign þeirra við íslendinga ic Fokhelt hús næsta ár Jónas sagði að þar sem nú væri fengið mjög ákveðið vilyrði fyrir lánsfé til bygg- ingar hússins yrði hafizt handa strax í vor og gert væri ráð fyrir að húsið yrði fokhelt 1962. Það væri talað um að halda iðnsýningu í húsinu þá og allt kapp yrði lagt á að svo gæti orðið. ic Skautasvell Framtíðaráform — þó ekki ákveðin — væru að við húsið risu sýningarská-lar fyrir at- vinnuvegina og sýningar. Þeir yrðu ekki vandaðir sem aðal- húsið. En hugmyndin væri að reyna að sameina notkun þeirra fyrir sýningar á sumrin, fyrir skautasvell á veturna og koma þar fyrir frystivélum. Jónas kvaðst þess fullviss að íþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal yrði öllu menningar- og atvinnulífi landsmanna mikil lyftistöng. ---------------------------------® Svíarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.