Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 23. marz 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 — Nærri samhljóða Frh. af bls. 1 því að tilraunabanninu verði hlýtt. Bandaríkjamenn lögðu í gær til að eftirlitsnefndin yerði skipuð ellefu þjóðum og eigi í henni sæti fjórir fulltrúar Vest- urveldanna, fjórir frá kommún- istaríkjunum og þrír frá hlut- lausum þjóðum. Tsarapkin hafði áður flutt tillögu um þriggja manna stjórn skipaða einum manni frá Vesturveldunum, ein- um kommúnista og einum frá hlutlausu ríkjunum. Sagði Tsa- rapkin að Rússar héldu fast við þá tillögu. Aðspurður hvort Rússar gerðu það að skilyrði fyrir tilrauna- toanni að þessi tillaga þeirra fengist samþykkt, svaraði Tsa- rapkin: Við erum hérna að ræða um samning. Ég vona að fulltrú- ar Bandaríkjanna og Bretlands leggi spurninguna aldrei fyrir mig á þenna hátt. . .. • Skýrði tillögurnar Bandaríski fulltrúinn Arthur Dean skýrði í dag ítarlega til- lögur Bandaríkjanna, sem flutt- ar eru með stuðningi Breta. End- urtók hann tilboð stjórnar sinnar um að veita rússneskum vísinda- mönnum tækifæri til að fylgj- ast með kjarnorkurannsóknum í Bandaríkjunum ef bandarískir vísindamenn fengju sömu að- stöðu í Sovétríkjunum. Hann kvað Bandaríkjamenn reiðubúna að fresta tilraunum með kjarn- orkusprengingar neðanjarðar í þrjú ár en áður en sá tími rynni út ættu að fara fram viðræður Rússa, Breta og Bandaríkja- manna um framtíðina. Dean kvaðst álita að Bandaríkjamenn tækju ekki upp aftur tilraunir að þrem árunum liðnum „án mjög náinnar og alvarlegrar íhugun- Ormstoy-Gore sagði að Vestur- veldin óskuðu eftir samkomulagi hið allra fyrsta og vonuðust til að Rússar kæmu til móts við tilboð þeirra frá í gær. En hann benti á að dráttur gæti orðið á svari frá Rússum því Krúsjeff forsætisráðherra væri enn á ferð um Sovétríkin og Andrei Gromyko væri í New York. — Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 12. „Nordisk Medicin". Byggir hann niðurstöður sínar á skýrslum, sem hann hefir gert eftir samtöl við 104 menn, und ir 70 ára aldri, sem verið hafa sjúklingar í Ullevál-sjúkrahús inu, með hjartasjúkdóma, auk þess sem hann hefir haft 436 aðra, sem þjáðst hafa af öðrum sjúkdómum, til samanburðar. -— Hin norski læknir komst að sv ipaðri niðurstöðu og hinir ensku starfsbræður hans — sem sé, að hættan á hjartasjúk dómum sé allverulega miklu meiri hjá þeim, sem reyktu mikið, en hinum. — Hann tel- ur, að miklir reykingamenn (eingöngu miðað við sígarett- ur) séu í 1,4 sinnum meiri hættu að þessu leyti en þeir, sem ekki reykja. Dr. Ustvedt tekur það skýrt fram, að sígarettan sé engan veginn meginskaðvaldurinn á þessu sviði. Vitað sé um margt annað, sem stuðli að hjarta- sjúkdómum — svo sem mikil fituefni í fæðunni, andleg of- reynsla og lítil líkamleg hreyf ing. Skýrslur frá styrjaldar- árunum styðja þetta allt. Þá lækkaði dánartala af völdum hjartasjúkdóma talsvert — og á sama tíma varð vart breyt- ingar á þessum fjórum atrið- um: Fituneyzlan minnkaði verulega, sömuleiðis sigarettu reykingar, — líkamleg á- reynsla hefir áreiðanlega al- mennt verið með mesta móti á þeim árum, og þá komu færri nýir geðveikisjúklingar í sjúkrahúsin en áður. Mufólk Kópavogi A vegum Læikfélags Kópa- vogs mun verða haldið 4—6 vikna námskeið f leik. Fólk á aldrinum 18—25 ára, sem áhuga hefur á leikstarfsemi er beðið að gefa sig fram við stjóm Leikfélags Kópavogs föstudaginn 24. marz kl. 8 í Fólagsheimilinu í Kópavogi. Hópferðir Höfum allar stærðir af hóp- ferðabílum f lengri og skemmri ferðir. Kjartan Inglmarsson Sími 32716 Ingimar Ingimarsson Sími 34307 — Laos Framh. af bls. 2. Keut og borgarinnar Vinh í norðurhluta landsins . Phoumi Nosavan herforingi, sem er jafnframt hermálaráð- herra og aðstoðar forsætisráð- herra, sagði, að tvö herfylki, sem aðallega væru skipuð her- mönnum frá Norður-Vietnam, gerðu árás á borgina. Kam Keut er um 65 kílómetrum frá landa- mærum Thailands, og hefur ekki fyrr verið um bardaga að ræða svo sunnarlega frá því borgara- styrjöldin hófst. Ef vinstri sinnum tekst að sækja þarna fram til landamær- anna, skera þeir landsvæði hægri stjórnarinnar í tvennt. Phoumi Nosavan sagði að sókn arherinn hafi notið stuðnings stórskotalðs, en að árásinni hafi verið hrundið. — Alþingi Framh. af bls. 8 vissulega væri ekki ný en hefði alltaf átt miklu fylgi að fagna, þ.e., að Alþingi verði að nýju háð á Þingvelli. , Halldór E Sigurðsson sagði, að ef sá háttur væni hafður á við skipun forseta þingsins, að minni hlutirm fengi þar ein- hverju um ráðið, mætti segja, að eðlilegast væri, að máHð væri í þeirra höndum. Tillögu þeirra Þórarins bæri ekki að skoða sem vantraust á forseta, heldur væri hún borin fram í þeim tilgangi að hrinda málinu í framkvæmd og til þess að tryggja Alþingi öllu áhrif á framkvæmd málsins. Þórarinn Þórarinsson kvað það álit sitt, að bezt færi á því, að fulltrúar þingsins alls fjölluðu um þetta mál, en ekki aðeins fulltrúar meiri hlutans. Virðing þingsins rýið Gísli Jónsson kvaðst ekki líta á forseta þingsins sem pólitísk verkfæri í höndum flokka þeirra sem meiri hluta skipa hverju sinni, eins og flutningsmenn til lögunnar virtust gera. Hann hefði heldur ekki orðið var við, að ástæða væri til sliks, ekki einu sinni, þegar framsóknar- menn hefðu verið í forsetastóld. Það væru takmörk fyrir því, hve langt mætti ganga í því að rýra virðingu Alþingis, en þessi til- laga miðaði óneitanlega að því. Halldór E. Sigurðsson mót- mælti því, að hann stæði að til- lögu, sem rýrði veg þingsins. Hitt væri staðreynd, að forsetar þess væru kosnir pólitískri kosn ingu og þeir störfuðu sem slíkir. Eftir þessar umræður var at- kvæðagreiðslu um málið frestað. HPINGUNUM. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- arhug á 70 ára afmæli mínu þann 10. marz sl. og gerðu mér það ógleymanlegt. Salome Kristjánsdóttir, Laugavegi 65 Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austuistræti 10 A — Sími 11043 Notaleg nýjung fyrir V olkswageneigend ur Nýtt hraðvirkt hitakerfi í Volkswagen, sem gefur þægilegan hita þegar í stað STEELT^^ er framleitt úr ryðfrýu stáli og er því varið fyrir hverskonar áhrifum veðrunar. Kerfið er full- komlega loftþétt og er byggt inn í Útblásurskerfi bifreiðarinnar á sama hátt og hið venjulega hitakerfi í VW og tekur því ekkert auka-rúm. — Meiri hiti, afköst vélar og öryggi ef þér fáið yður STEELY-Rapid í bifreiðina. EGILL ARNASON Klapparstíg 26 — Sími 14310 Sonur okkar GUÐMUNDUR andaðist af slysförum þriðjudaginn 21. þ.m. Erla Guðinundsdóttir, Gunnar Mekkinósson Bróðir okkar NARFI HALLSTEINSSON frá Skorholti andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 21. þ.m. Systkinin Faðir okkar JÚLlUS jóhannsson, klæðskeri andaðist 18. þ.m. — Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 24. marz kl. 1,30 e.h. Blóm afþökkuð. Gunnar Júlíusson Ingibjörg Júlíusdóttir, Hulda Júlíusdóttir Bróðir okkar SlRA SIGURÐUR ÓLAFSSON lézt að heimili sínu, 71 Walnut Street, Winnipeg 10, Canada, að morgni 21. marz. > Þórunn Ólafsdóttir, Erlendur ólafsson. Jarðarför litlu dóttur minnar, ELlSABETU JÓNSDÓTTUR hefur farið fram. — Þökkum af alhug okkur sýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför hennar. Fyrir hönd aðstandenda. Brynhildur G. Björnsson Jarðarför KRISTBJARGAR ÞORBERGSDÓTTUR fyrrv. matráðskonu Landspítalans fer fram föstudaginn 24. marz kl. 10,30 f.h. frá Foss- vogskirkju. — Athöfninni verður útvarpað. — Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Aðstandendur Jarðarför mannsins míns SIGURÐAR MARINÓ JÓHANNSSONAR Stykkishólmi sem andaðist 17. þ.m. fer fram laugardaginn 25. marz og hefst með húskveðju að heimili hans kl. 2. — Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vilja minnast hans er bent á á Björgunarskútusjóð Breiðafjarðar. Hansína Jóhannesdóttir Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa I GUÐJÓNS BJÖRNSSONAR trésmiðs frá Réttarholti Garði, er andaðist 16 þ.m. fer fram frá Útskálakirkju laugar- daginn 25. marz og hefst með bæn að heimili hans kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minn- ast hans er bent á Slysavarnarfélag íslands. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og systur. Guðrún Guðmundsdóttir Minningarathöfn um eiginmann minn, EINAR SIGURJÓNSSON vélstjóra, er lézt af slysförum 7. þ.m. fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 24. þ.m. og hefst kl. 13,30. Magnea Hallmundsdóttir Hjartanlega þökkum við öllum, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför STEFANlU MARlU SIGURÐARDÓTTUR Eiginmaður, börn og tengdabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar Agústu guðrúnar jónsdóttur Lækjargötu 5, Hafnarfirði Kristbjörg Guðmundsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Friðmey Guðmundsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Friðberg Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Bjartur Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.