Morgunblaðið - 28.03.1961, Side 6

Morgunblaðið - 28.03.1961, Side 6
6 MORGVIS VI A OTÐ Þriðjudagur 28. marz 1961 Enginn áhugi fyrir verk- falli á Dagsbrúnarfundi Úr ræðu Jóhanns Sigurðssonar FUNDUR var haldinn í Verka- mannafélaginu Dagsbrún s.1. sunnudag. Hófst hann kl. 2 í Iðnó og stóð í tæpa tvo klukkutíma Eina umræðuefni voru nýir samningar við atvinnurekendur. Samþykkt var ályktun, þar sem skiorað var á vinnuveitendur að verða við óskum félagsins um, breytingar á kjarasámningum. Eðvarð Sigurðsson skýrði frá því að þrír viðræðufundir hefðu verið haldnir með fulltrúum vinnuveitenda. f þeim umræðum hefði enn eklkert jákvætt gerzt. Að ftðru leyti kom ekkert nýtt fram í ræðu hans. Enginn áhugi kom fram á fund ínum fyrir því að stefnt yrði út í verkfall á næstunni. Ræða Jóhanns Sigurðssonar Jóhann Sigurðsson svaraði helztu atriðum úr ræðu Eðvarðs. Kvað hann Eðvarð ekki þurfa að furða sig á gagn- sröfum vinnu- veitenda. Það væri aðeins við tekin regla hvort heldur félög eða einstaklingar ættu í hlut að komnar væru fram gagntillög- xr og segði ekk- ert um viðkomandi deilu eða lausn hennar. Jóhann kváð þsð gleðja sig að Eðvarð væri orðinn þeirrar skoð unar, að verðlækkanir væru raunhæfar kjarabætur, þetta benti til þess að Eðvarð hefur nokkuð lært á síðustu mánuðum. Þegar kjaramálin eru rædd í dag þá er það algjör blekking að segja eins og Eðvarð sagði áðan, að kjaraskerðingin og fórnir sem verkamaðurinn hefur orðið að 'taka á sig, sé beinlínis og ein- göngu ríkisstjórninni og efnahags ráðstöfunum hennar að kenna. Staðreyndin er sú, sem hefur hvergi verið mótmælt, ekki einu sinni af fyrrverandi vinstri stjórn arleiðtogum sjálfum að ástandið 1 efnahagsmálunum haustið 1958 var, og það viðurkenndu þessir menn sjálfir við síðustu útvarps- umræður frá Alþingi að komið umræður frá Alþingi, að komið væri út í algert öngþveiti. Það ber því að hafa í huga í fyrsta lagi að breyta varð um stefnu í efnahagsmálunum. Hitt má svo deila endalaust um, hvort þessi eða hin leiðin sé sú rétta og Iík- legust til þess að rétta við það sem að falli var komið. í þessu sambandi er athyglisvert að þeir sem harðast deila á núverandi efnahagsaðgerðir hafa enn ekkert jákvætt lagt til málanna eða bent á aðrar leiðir nema þá heizt Þá, sem þeir sjálfir gáfust upp við að framkvæma í vinstri stjórn inni. Stjórnarandstæðingar óskap ast nú út af því, sem er, en þeir sjálfir réðu ekki við á sínum tíma, og tala nú um kjaraskerð- ingu, kaupkúgun og allt að því þjófnað, og á þessu öllu segja þeir núverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á. Þá fást þessir herrar aldrei til að svara þerri spurn ingu hvort þeir álíti að kjör verkamannsns væru betri eða verri en þau eru nú, ef áfram hefði verið haldið á þeirri braut, sem þeir mörkuðu árið 1956, en gáíust upp við að framfylgja. Úrelt stefna Eðvarð Sigurðsson sagði hér áðan, sagði Jóhann, að Morgun- blaðið áliti eðlilegt að kaup hækk aði um 35%. Ekki tókst Eðvarði •hér frekar en annars staðar að fara rétt með. Það sem Morgun- blaðið talaði um er einfaldlega þetta: í nágrannalöndum okkar hefur þróunin á undanförnum ár um verið sú, að framleiðsluaukn- ingin gefur 2—3% kauphækkun á ári, á sama tíma, sem við höfum staðið í stað og illa það. Þetta stafar einfaldlega af því, að þessi lönd hafa búið við allt aðra stefnu í efnahagsmálum en þá, sem Eðvarð Sigurðsson hefur bar izt fyrir hér heima undanfarna tvo áratugi og hefur nú augljós- lega gengið sér til húðar. Þetta er ein sönnunin fyrir því, sem ég hefi oftsinnis bent á, að við höfum á undanförnum árum ver- ið á skakkri leið í kjarabaráttu okkar. Hengingarvíxill Lúðviks Það væri óskandi að sú kaup- deila, sem nú stendur yfir leysist á sem friðsamlegastan og varan- legstan hátt. Sérstaklega er það mikilvægt að engin deila verði leyst framvegis á þann hátt, sem gert var 1958, þegar þáverandi viðskiptamálaráðherra Lúðvík Jósefsson uppáskrifaði hegning- arvíxil til handa atvinnurekend- um, sem þýddi einfaldlega það, SL. fftstudagskvöld frum- sýndi Sumarleikhúsið í Aust- urbæjarbíói nýjan íslenzkan gleðileik — Allra meina bót ---- eftir Patrek og Pál, með músík eftir Jón Múla Árnason. í leiknum koma fram ýms- ir af þekktustu gamanleikur- um Reykjavíkur og fara þau Brynjólfur Jóhannesson, Krist ín Anna Þórarinsdóttir, Stein- dór Hjftrleifsson, Árni Xryggvason, Gísli Halldórs- son og Karl Guðmundsson með aðalhlutverk. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en hljómsveitarstjóri Jón Sig- urðsson. Meðfylgjandi mynd er af þeim Gísla Halldórssyni og Brynjólfi Jóhannessyni í hlut verkum Svendsens skurð- læknis og Andrésar sjúklings margskorna. Frumsýningunni var mjög vel tekið og verður næsta sýning annað kvöld kl. 9. að sú kauphækkun, sem þá fékkst skyldi strax tekin aftur með hærra vöruverði, sagði Jó- hánn Sigurðsson að lokum. .t. .t V^V T^V V^V "^V T^T V^V V^ ELLEFTA íslandsmótið í bridge hófst hér í Reykjavík sl. sunnu- dag. Að þessu sinni taka 12 sveitir þátt í keppninni og eru 9 þeirra úr Reykjavík, auk þess sveitir frá Hafnarfirði, Akur- eyri og Selfossi. Keppnin fer fram í Tjarnarcafé og er nú i fyrsta sinn notað hið svonefnda bridge-rama þar sem spilin eru sýnd og skýrð ’ út og hefur þetta vakið mikla athygli, enda er mun betra að fylgjast með á þennan hátt. Sl. sunnudag fóru fram tvær umferðir og urðu úr- slit þeirra þessi: -. umferð Sveit Sigurhjartar Péturssonar vann sveit Einars Þorfinnsson- ar, 56:46 4—0. Sveit Guðríðar Guðmundsdóttur vann sveit Halldórs Helgason- ar, Akureyri, 54:34 4—0. Sveit Ragnars Þorsteinssonar vann sveit Stefáns J. Guðjoha sen, 59:40 4—0. Sveit Halls Símonarsonar vann sveit Bernharðs Guðmunds- sonar, 77:52 4—0. Sveit Jóns Magnússonar vann sveit Einars Bjamasonar, Sel- fossi, 54:33 4—0* Sveit Ólafs Guðmundssonar, Hafnarfirði, vann sveit Jakobs Bjarnasonar, 54:51 3—1. 2. umferð Sveit Sigurhjartar vann sveit Halls, 52:41 4—0. Sveit Guðríðar vann sveit Ólafs, 65:59 4—0. Sveit Einars vann sveit Hall- dórs, 55:35 4—0. Sveit Jóns vann sveit Ragnars, 49:41 4—0. Sveit Einars vann sveit Jakobs, 53:45 4—0. Sveit Stefáns vann sveit Bern- harðs, 59:43 4—0. Þriðja umferð fór fram í gær- kvöldi, og í kvöld verður spiluð fjórða umferð, og fer hún fram í Tjarnarcafé, í BRÉFI frá Ara Gíslasyni. sem birtist hér í dálkunum í sl. viku, var minnst á ölstein í landi Hjarðardals í Dýra- firði. Nú hefur Dýrfirðingur komið að máli .við Velvak- anda af þessu tilefni. Segist hann ekki muna eftir ölsteini á þessum slóðum. Aftur á móti sé slíkur steinn á Rafnseyrar- heiði, á leiðinn milli Þingeyr- ar og Rafnseyrar, þar sem hallar niður Arnarfjarðarmeg- á hestum, var steinninn í veg- arbrúninni og ferðalangar stönzuðu við hann. En síðan nýi bílvegurinn kom, er öl- steinn þessi svolítið frá veg- inum. Er Dýrfirðingurinn að velta því fyrir sér hvort Ari hafi ekki átt við þennan stein. • Spýtuflísar í brauði Kona nokkur úr Keflavík hafði keypt í brauðbúð í Keflavík. í brauðinu var tals- vert stór spýtuflís. Sagði kon- an að þetta væri í þriðja sinn á hálfum mánuði, sem það kæmi fyrir, að spýtur fynd- ust í brauðinu hennar. Hafði hún farið með brauðið í búð- ina aftur, en stúlkurnar að- eins hlegið að henni og sagt að það væri velkomið að fá annað brauð. Nú er konan ekki ánægð með það að eiga FERDIN AIMH von á þessum ófögnuði í brauð inu, ekki sízt, þar sem ein flisin fannst ekki fyrr en ungt barn hennar var að japla á henni, eftir að því hafði ver- ið gefin brauðsneið. Hún kvaðst vera búin að leita sér upplýsinga um að brauð þessi kæmu frá brauð- gerð í Reykjavík, og því kom hún með brauðið til okkar, og hún vonaði að þeir sem þar ráða húsum átti sig á því, að einhvers staðar frá koma tréflísar í deigið. • Bílastæði og gangstéttir Þá hringdi hingað bílstjórt fyrir nokkrum dögum. Er hann ekki ánægður með fyr- irkomulagið, þar sem bí *- stæði eru þannig staðsett að aka verður yfir gangstétt til að komast á þau, og nefndi sem dæmi bílastæðið undir Sundhallarveggnum. Bæði færi það illa með hjólbarð- ana, þegar ekið væri upp á gangstéttarbrún og auk þess væri fótgangandi fólk etkki eins öruggt á gangstéttinni og það teldi sig eiga að vera, ef búasit mætti við bílum upp á hana hvenær sem væri. Miklu betra væri að hafa bílastæðin út við akbrautina og gangstéttina meðfram hús- unum. Það er að sjálfsögðu smiklu eðlilegra fyrirkomulag, enda þannig víðast erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.