Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. marz 1961 Hagkvæm og sanngjörn lausn á mikiivægu réttindamáli Lr ræðu Ragnhildar Helga- dóttur um launajafnaðarfrv. FRUMVARPIÐ um launajöfnuð karla og kvenna var til 2. umræðu sl. laugardag. Urðu talsverðar umræður um málið þá, en nóttina áður höfðu þingfundir staðið til klukk- an rúmlega hálf þrjú, og hafði Hannibal Valdimarsson þá sett nýtt málþófsmet, 4% klst. — Þessir þingmenn tóku til máls á laugardag: Birgir Finnsson, frsm. heilbrigðis- og félagsmálanefndar, Jón Skaftason, Hannibal Valdimarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Gísli Jónsson, Gunnar Jóhannsson, Einar Olgeirsson, og að síðustu Hannibal Valdimarsson enn einu sinni. — Eins og áður segir flutti Ragnhildur Helgadóttir ræðu við umræðuna, og fara nokkur atriði úr ræðu hennar hér á eftir: Ferill Sjálfstæðismanna í upphafi ræðu sinnar gerði Ragnhildur Helgadóttir nokkra grein fyrir fyrri frv. um þetta má^ og sagði m. a.: „Við skulum nú athuga lítil- lega, hver hraðinn hefur verið á framkvæmdum í þessum mál- um á uríÖanförnum árum og halda okkur þá við tillögur, sem samþykktar hafa verið. Árið 1953 báru 7 þm. Sjálfstæð- isflokksins fram þáltill., sem hljó^ aði svo: „Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samþykktar alþjóða vinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna", og tillögugreinin hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að beita sér fyrir því, að samþykkt alþjóðavinnu- málastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna «verð; stað fest að því er varðar ísland. Jafnframt undirbúi ríkisstjórn- nauðsynlegar ráðstafanir, til þess að samþykktin komist í framkvæmd". í grg. þessarar þáltill. sagði m. a.: „Eins og kunnugt er, hef- ur ísland um skeið verið aðili að alþjóðavinnumálastofnuninni, en á þingum hennar hefur jafn- rétti karla og kvenna í launa- málum verið rætt og gerðar um það ályktanir. Með samþykkt, sem gerð var á þingi stofnunar- innar árið 1951 var lagt til við aðildarríkin, að þau tryggi það, að reglan um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafn verðmæt störf komi til framkvæmda hjá þeim og taki til alls starfsfólks". f meðförum þingsins var þess ari tillögu breytt nokkuð og sú breyting var byggð á skýrsiu, sem nefnd þeirri, sem um mál- ið fjallaði í þinginu hafði bor- izt frá félagsmálaráðuneytinu. f skýrslunni sagði svo: „Samkv. samþykktinni sjálfri er ekkert því til fyrirstöðu, að hún sé fullgilt án þess að ákvæðum hen.nar sé fullnægt á þeim tíma, er fullgilding fer fram, en þá er hlutaðeigandi skuldbundinn til að bæta úr því innan árs frá því að fullgildingin var skráð. Al- mennt fylgja þó menningarríki þeirri reglu að koma málum sín um fyrst í það horf, sem hlutað- eigandi samþykkt krefst og full- gilda síðan samþykktina, enda er það með þeim hætti öruggast, að farið verði eftir samþykkt- inni og ríkið geti staðið fyllilega við sínar skuldbindingar‘“. Samkv. þessu var þáltill. breytt í það horf, að Alþingi ályktaði, að gerðar skyldu ráð- stafanir til að undirbúa, að ákvæði þessarar alþjóðasam- þykktar gætu komið til fram- kvæmda hér á landi, en ekki eins og Hannibal Valdimarsson sagði í ræðu sinni í gær, að til- lagan hefði fjallað um, að Al- þingi skyldi láta athuga, hvað gera þyrfti til að ákvæði þess- arar samþykktar kæmust hér í framkvæmd, heldur var ríkisstj. Verz'unarhúsnœði ásamt skrifstofuhúsnæði við Laugaveg, Bankastræti eða Austurstræti óskast til leigu. Tilboð merkt: „Bimbo — 97“ sendist afgr. Mbl. fyrir miðviku- dagskvöld. } | $ l í } l } l i } l l } l } l i | Lög um launa' jafnrétti FRUMVARPIÐ um launa- jöfnuð karla og kvenna var afgreitt sem lög frá Alþingi á síðdegisfundi neðri deildar í gærdag. — Var frv. samþykkt með 21 atkvæði þingmanna Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu flokksins, en kommúnistar og framsóknarmenn, sem hafa barizt hart gegn frv. í þinginu undanfarna daga, treystust þó ekki til þess að greiða atkvæði gegn því, þegar til kast- anna kom, og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ragnhildur Helgadóttir beinlínis falið að undirbúa ráð- stafanir til þess. Stærsta skrefið Næsta skrefið, sem stigið var á Alþingi í þessu máli, var sam- þykkt lagafrv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það frv. var samið af núv. fjár- málaráðherra, Gunnar Thorodd- sen, og í því var ákvæði I lok 3. gr. frv., sem hljóðaði svo: ,,Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa *fyrir sömu störf“. Þetta má segja að hafi verið stærsti, raunverulegi áfangi, sem náð hafi verið með lagasetn ingu í þessum málum og í raun og veru allt fram á þennan dag. Árið 1957 gerðist það á Alþ., að ríkisstj. bar fram þáltill. um, að Alþ. heimilaði henni að stað- festa samþyk'kt alþjóðavinnu- málastofnunarinnar um jöfn laun (kvenn,a og karla. Vegna þess að í ljós kom, að ríkisstjórn- in hafði ekki framkvæmt þær undirbúningsráðstafanir, sem henni þó bar skv. þingsályktun- inni, sem samþykkt var að til- lögu sjálfstæðismannanna 7, leyfði ég mér að bera fram svo- hljóðandi viðbótartillögu, sem náði samþykki: Jafnframt ályktar Alþingi að skora á ríkisstjórnina að gera hið fyrsta ráðstafanir til þess að ákvæði alþjóðasamþykktarinnar komizt í framkvæmd. Ég hygg, að þetta ágrip af sögu málsins, þeirn þætti þess, sem hefur hlotið framgang hér á Alþ., geti sýnt, hver þáttur Sjálfstfl. hefur verið í þessum málum“. PÁSKABAKSTURINN Þær falla ekki kökumar, ef þér notið ILMA lyftiduftið Biðjið alltaf um ILMA bökunarvörur, þær fást í flestum verzl- Síðan sýndi Ragnhildur Helga dóttir fram á, hvernig Hannibal Valdimarsson og flok'ksbræður hans létu þau tækifæri, sem þeir óneitanlega höfðu á tímum vinstri stjórnarinnar til þess að sýna hug sinn til launajafnréttis baráttu kvenna. Þá hefðu þeir haft sterkasta aðstöðu til þess að koma fram stefnu sinni í þessu máli, en ekkert að gert, og gerðir þeirra þá sýndu ljóslega sýndar- mennsku þeirra og yfirboðstil- lögur þeirra nú. Mikið hagsmunamál kvenna f lok ræðu sinnar fórust Ragn hildi Helgadóttur orð á þessa leið: Ég vil láta þess getið almennt um þetta mál, sem lengi hefur verið baráttumál kvenna í öllum löndum, og þá ekki síður hér á landi, að konur telja vafalaust, að hér sé um mikið hagsmuna- þeirra að ræða. Kvennasamtök- in hafa haft þessi mál mjög á oddinum, og ekki sízt Kvenrétt- indafélag fslands, svo að óhætt er að fullyrða, að þau telji þýð- j ingarmiklu máli komið í höfn. Það getur vitanlega engum I sanngjörnum mönnum blandazt hugur um réttmætti þess, að kon um og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Deilan á undanförnum árum hefur að- eins staðið um það, hvernig fram r kvæma mætti þetta með s'kyn- j samlegum hætti. Ég tel hiklaust, að í þessu frv. sé borin fram til laga um hagkvæma og sann- | gjarna lausn á þessu mikilvæga réttlætismáli. Þeir, sem vilja halda sér við raunveruleikann í þessu máli, og óska þess, að hagur þeirra laun- þega, sem það fjallar um, kvenn anna, batni raunverulega hljóta að sjá að sú lausn, sem felst í þessu frv., hefur mikl yfirburði fram yfir þá leið, sem stjófnar- andstæðingar benda á. Auðvitað vijlum við öll að allt það rang- læti, sem ríkir í dag, verði af- numið strax á morgun, ef við sjáum að það sér raunverulega framkvæmanlegt. Það sem upp- fyllir ósk okkar á einu sviði, get ur dregið úr uppfyllingu annarr- ar óskar okkar. Ég á við, að lög, sem kveða mundu á um skyndi- lega breytingu á atvinnulífinu til launajafnaðar, gætu skapað •hættu á, að konum yrði bægt frá vinnumarkaðinum að ein- hverju leyti. Þetta eru hlutir, sem verður að horfast í augu við, og af þessum ástæðum eru tillögur stjórnarandstæðinga mjög óhyggilegar. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að þessi breyting er mjög kostnað- arsöm og atvinnuvegir ökkar hafa takmarkað greiðsluþol. Þetta er öllum réttsýnum mönn- um ljóst og þá ekki síst konum, sem þarna eiga hagsmuna að Efni hinna nýju laga er þríþætt: 1) Laun kvenna skulu hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi starfsgreinum: almennri verkakvenna- vinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrif- stofuvinnu. 2) Fullum Iaunajöfnuði skal náð í áföngum á 6 ár- um. 3) Greiða skal sömu laun fyrir sömu störf, en ekki miðað við mat á því, hvað séu jafnverðmæt störf. gæta. Réttur þeirra er betu-r tryggður með því, að atvinnu- vegunum sé gefið ráðrúm til að aðlagast þessari breytingu, svo sem fyrir er lagt í þessu frv. f næstu ræðu hér á undan féllu þau orð, að þetta frv. væri bæðí háðung og svívirða (HV). Mér finnst satt að segja, að þeir, sem láta sér slík orð um munn fara, væru menn að meiri, ef þeir styddu nú þær tillögur, sem hér eru fram bornar um fram- kvæmanlega, hagkvæma og sann gjarna lausn á þessu máli og hættu því öllu hjali um óheil- indi annarra, sem fram hefur komið í þessu máli. Ég legg ein. dregið til, að þetta írv. nái fram að ganga í þeirrl mynd, sem það er fram borið og hygg, að þetta sé einn stærsti áfangi, sem náð hefur verið í þessum málum á siðari árum ef þetta frv. verður samþykkt, og okkur beri hik- laust að stuðla að því, að svo verði“. Hannibal slœr mál- þófsmet ÍÁ FUNDI neðrl dcildar aðf |faranótt laugardags vm blaunajafnréttið sló Hanni- Ibal Valdimarsson málþófs- ?met flokksbróður síns Lúð; o |víks Jósepssonar (3V2 |klst.) frá því í umræðun- lum um landhelgismálið á Idögunum. Talaði Hannibal; \í 4V2 klst. samfleytt þá; |um nóttina, eg á laugar >dag talaði hann svo í lí^f fklst. í tveim ræðum um! >ma mál, svo að alls hef íur hann talað í 6 klst. |um málið, eða sennilegaf ílengur en allir aðrir þing- |menn samanlagt. í ræðu, sem Gísli Jóns- !>son hélt um málið a laug-l> lardag vakti hann athygli á|| |því, að Hannibal Valdi-f hnarsson hefði á þessuf |þingi slegið tvö met. Hannf Ihefði í fyrsta lagi haldiðS llengstu ræðu þingsins, og| ísvo í öðru lagi staðið lengf |ur þegjandi í ræðustólif Iþingsins en nokkur annar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.