Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. marz 1961 Sá óstýriláti FIDEL Castro, byltingarforingi á Kúba er enn óútreiknanleg per- sóna. Hann situr nú alráður við stýrið á þjóðvagni sínum og það er ekki nóg með að hann aki ekki sömu vegi og aðrir. Hann fylgir engum vegum og engum reglum og mönnum er ráðgáta hvar sú ferð endar, — vísast að hann hendist að lokum fram af háum hömrum. Bandarísk blöð úthrópa hann sem eldrauðan kommúnista. Þó er býsna ótrúlegt, að Moskvu- valdið geti nokkru sinni agað þennan óstýrláta bersek til hlýðni verka. Líklegast er hvergi hægt að skipa honum í flokk. Hann er bardagamaður sem öðlaðist frægð fyrir að lifa sem villimaður í frumskógi. Það er eins og Inge- mar Johannson setjist í ráðherra stól Erlanders, eða Brigitte Bar- dot verði forseti Frakklands. Þegar Castro var ungur laga- stúdent fylltist hann af vissum atvikum hatri gegn spilltu ein- ræðisstjórnarfari landsins og var nógu mikill hugsjónamaður, gal- gopi og ævintýramaður til að ger ast vlrkur í baráttunni gegn valdhöfunum. Hann lætur tilfinningarnar stjórna sér, hann er viðkvæmur Enn er unniff meff frumstæffum aðferffum á sykurekrum Kúbu. En nú er sykurinn seldur til Rússlands og byssurnar til taks. manna. — Kúba er orðið algert lögregluríki og ber öll verstu ein kenni þess, — húsrannsóknir án dómsúrskurðar, handtökur og fangelsanir án ákæru og stjórnin setur lög með reglugerðum. Á Kúbu eru allir orðnir hræddir við að tala upphátt". Þannig versnar ástandið stöð- ugt og mótspyrnan vex gegn Castro, en samhliða því verður hættan meiri á því að hann kom ist æ meira á vald og miskunn kommúnistanna, sem nú virðast vera einu raunverulegu stjórn- málasamtökin sem styðja hann. Jafnframt virðist Castro færast æ lengra inn í náðarfaðm Rússa, sem eru eina athvarf hans á al- þj óðavettvangi. Á Kú'bu er nú skortur á flest- um nauðsynjun, jafnvel einföld- ustu matvælum, eins og t. d. kjúklingum, svínaketi, grænmeti og kartöflum. Kúba hefur þurft að flytja þessi matvæli inn, en nú verður að spara gjaldeyrinn. Biðraðir myndast við búðir ef baunir koma á markaðinn. Það fyrirheit Castros, að ræktað skyldi nóg af hrísgrjónum í sjálfu landinu hefur einnig brugð izt og er nú skortur á þessari undirstöðufæðu. í lyfjabúðum vantar flest meðöl og ótal vörur, sem ekki geta kallazt nauðsynjar eru ófáanlegar. Svo aðeins sé nefnt eitt dæmi, er útlendir gest- ir hafa kvartað yfir, — ljósmynda filmur eru ófáanlegar. Mikill 'hörgull er á bifreiðavarahlutum og bílakostur landsins gengur úr sér. Áætlanir um nýbyggingar og efnahagslegar framfarir hafa koðnað niður. maður eins og komið sé við opna kviku, ótrúlega gersneyddur rök föstum hugsanagangi. Og alifc í einu sigraði bylting hans í hrifn ingarkasti og berserkurinn á að koma niður úr hringnum og fara að stjórna nútímaríki með ótal ráðuneytum ^g embættismönn- um. Hann mætir ekki stundvíslega á fundum eða stefnumótum. Hann flytur ræður og þær drag- ast á langinn upp í 7 klst. Hann krotar merkileg stjórnarmálefni kæruleysislega á minnisblöð og týnir svo blöðunum. Félagar hans i ríkisstjórn verða að sæta lagi að minnast á ný viðfangsefni, þegar Fidel er í góðu skapi. Hann kemur á skítugum boms- unum inn í viðhafnarstofur, kast ar logandi Havana-sígar á gólf- teppið, snýtir sér á gardínum og spýtir á bak við mublur, — allt með sigurbros á vör. Afleiðing af orsök Hann virðist ekki hafa sam- fellda stjórnarstefnu, er hvorki til vinstri né hægri. Og þó er hann greinilegt barn síns tíma, bylting hans og valdataka af- leiðing af undanfarandi ófremd- arástandi ,harðstjórn og almennri örbirgð. „Ég færi ykkur frelsi með dag- legu brauði" var kjörorð hans í baráttunni gegn Batista. Þess- vegna gerast allir þessir óeðlilegu atburðir á Kúbu, að á miðri 20. öldinni hafði fólkið ekki einu sinni nóg brauð til að borða. Síðan Castro komst til valda hefur hann ekki haft lag hins kæna stjórnmálamanns til að beina málunum með varfæmi og lipurð inn á rétta braut, heldur hefur hann sakir eigin öfugugga- háttar hrakizt undan viðfangs- efnunum og er nú kominn langt út af réttri braut og fjarri upp- runalegum hugsjónum sinum. Um Castro hefur verið komizt hnyttilega að orði: Hann er tæki færissinni sem oftast hefur ver- ið svo óheppinn að velja versta kostinn. Þegar Castro og félagar hans börðust gegn Batista einræðis- herra, áttu þeir vissulega mjög háleitar hugsjónir um frelsi og lýðræði. Hreyfing Castros reis upp með- al háskólastúdenta og hún sótti styrk sinn til millistéttanna. Menn með frjálslyndar skoðan- ir voru bakhjarlar hennar á stjórnmálasviðinu og við fjáröfl- un. Kaþólska kirkjan sem ann- ars er fremur máttlítil á Kúbu veitti hreyfingunni blessun sína. Öll þessi lýðræðissinnuðu öfl stóðu að stofnun 26. júlí hreyf- ingarinnar. Kommúnistar komu þar ekki nærri. Þeir voru á þeim tímum fremur á bandi Batista og höfðu gert undarlegan vopnahlés samning við hann, sem heimil- aði þeim starfsemi í verkalýðs- félögum. Hugsjónir og frjálsar kosningar Þegar Castro og félagar hans náðu skyndilega völdum voru þeir enn bjartsýnir. Hér voru komnir fulltrúar alþýðunnar, til að binda endi á harðstjórnina, koma á fót heiðarlegri ríkisstjórn og byggja landið með lögum. Að vísu hófst stjórnarferill þeirra með grimmdarlegum af- tökum á glæpamönnum harð- stjórnarinnar, en fangelsin voru þó opnuð og þeim breýtt í skóla. Þegar þeir óku inn í Havana strengdu þeir þess heit í hrifning arvímu, að nú loksins skyldi kúbanska þjóðin fá að sýna vilja sinn í frjálsum, lýðræðislegum kosningum. Já, innan þriggja mánaða sögðu þeir. Meira en tvö ár eru liðin síðan og engar kosningar nafa enn far ið fram. Það er sagt í spaugi, að Castro hafi týnt minnisseðlinum, sem hann hafði púnktað kosning- arnar á. Sjálfur segir hann í ræð- um: — Ég þarf engar kosningar til að sjá vilja þjóðarinnar, — ég þekki vilja hennar. Og það er eins og Lúðvík fjórtándi hafi tal- að. Það er einnig sagt í spaugi, sem geymir þó mikinn sannleika, að Castro og fylgismenn hans hafi breytt fangelsum í skóla, — og skólum í fangelsi!! Því að það er staðreynd, að pólitískar fangabúðir hafa enn einu sinni risið upp á Kúbu. Tala pólítískra fanga á eynni er nú álitin nálgast 5000 manns. Mtíiri- hluti þeirra eru gamlir samherj- ar Castros, — og þar eru einnig hópar háskólastúdenta. Eins og stúdentarnir í háskól- anum gerðu áður samsæri gegn Batista, eins gera þeir nú gagn- byltingar-samsæri gegn Castro. Fólkið flýr unnvörpum frá Kúbu. Á hverjum degi koma bátar með flóttafólki til Flórida-skaga í Bandarikjunum. Nýlega tilkynnti sendiherra Kúbu í Hollandi að hann og allt star'fslið hans hefði ákveðið að segja upp starfi og teldu sig pólitíska flóttamenn. Kúba orðið lögregluríki Þer sem nú yfirgefa Castro eru einmitt þeir sem bezt dugðu honum áður, hinir frjálslyndu og lýðræðissinnuðu stuðnings- menn, sem ekki hugnast að þeirri þróun sem nú hefur orðið. Tök- um t. d. forseta hæstaréttar Kúbu, dr. Emilio Menéndes sem flýði land um síðustu áramót og býr nú í útlegð í Flórida. Hann gerði nýlega eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni: „Ástandið á Kúbu er þannig, að v.erknaður sem er leyfilegur í dag verður glæpur á morgun, allt eftir duttlungum lögreglu- manna, herforingja og embættis- Bandaríkjunum kennt um Castro skellir allri skuldinni af þessu vandræðaástanda á Banda- ríkjamenn. Má það nokkuð til sanns vegar færa, en orsakanna til versnandi lífskjara er einnig að leita í óstjórn og í þeirri her- væðingu og hernaðarástand sem þar hefur ríkt. Vopnakaup Kúbu manna í Tékkóslóvakíu hafa ver- ið gífurleg. Er nú áætlað að þeir hafi fengið nálægt 40 þúsund tonn af allskyns vopnum frá járn- tjaldslöndum og þurfi að greiða fyrr þetta upphæð sem nemur um 300 milljónum dollara á nokkr- um árum. Vopnin hafa vissulega ekki verið ókeypis, heldur hafa Kúbumenn orðið að punga út fyr- ir þau upphæð sem er álíka og sykursala nam áður til Bandaríkj Ég hef einu sinni áður rætt um það hér í þessum þáttum mínum að misráðin stefna Bandaríkja- manna og þá sérstaklega stjórnar Eisenhowers hin síðustu ár eigi mikinn þátt í því, hvernig nú er komið á Kúbu. Castro hefur hrakizt undan þröngsýni banda- rískra stjórnarvalda yfir í faðm Krúsjeffs. Hér hefur hvað leitt af öðru. Þegar Castro komst til valda átti Kúba vð ægileg efnahagsleg og þjóðfélagsleg vandamál að stríða. Eitt allra versta vanda- málið var að bandarískir auð- hringar áttu mikinn hluta af framleiðslu og samgöngutækjum. Þau áttu 80% af öllum almenn- ings samgöngutækjum, önnuðust símaþjónustu og raforkufram- leiðslu. Þeir áttu 90% af öllum námum og nautgripabúgörðum, næstum allan olíuiðnað og dreif- ingarkerfi á olíu. 40% af öllum sykurverksmiðjum. Um 75% af allri verzlun Kúba var við Banda ríkin. Arður Bandaríkj-amanna af öllum þessum eignum var ósann- sýnlega hár, eða allt upp í 23% og það sem var kannski verst við þetta allt var að sjálfur Bat- ista hafði gerzt hluthafi í sum- um stærstu félaganna. Ástandið á Kúbu var orðið slíkt, að það var ekki hægt að sjá að nein leið væri út úr þessu nema eignamámsleiðin. Er það gömul regla viðskiptalífsins, að þjóðir sem verða öðrum mjög háð ar efnahagslega fá á endanum þann sjúkdóm sem er oft kallað- ur eignarnámssjúkdómurinn. Margt bendir þó til þess að Castro og fylgismenn hans hafi í fyrstu ætlað sér að leysa þetta vandmál í ró og næði og í sam- lyndi við Bandaríkjastjórn. En einhvernveginn fór þetta allt á aðra leið. Castro er að vísu svo skapi farinn að það er enginn barnaleikur að gera samninga við hann. En ég hef álitið að þetta hefði allt mátt liðka betur en raun varð á og þá ekki aðal- atriðið hvort viðsemjandinn klæddist í kjól og hvítt. Viðskiptabannið mesta áfallið Það fór svo að Bandaríkjamenn svöruðu eignarnámi jarðeign- anna með stöðvun sykurkaupa frá Kúbu. Nú kaupa þeir ekki einn sykurmola þaðan. Við- skiptabannið hefur orðið stórkost legt áfall fyrir efnahagslíf Kúbu og það versta við það var, að með því tók Bandaríkjastjórn endanlega afstöðu með auðfélög- unum. Það atriði hefur svo haft mjög mikil og ófyrirsjáanleg áhrif um alla Suður Ameríku og er þannig í sjálfu sér eitt versta áfall Bandaríkjanna meðal þess- ara nagrannaþjóða sinna. Það varð Kúbu-mönnum til hjálpar að Rússar hlupu undir bagga með þeim og hafa keypt all ar óseldar sykurbirgðir. Þetta hef ur aflað þeim vinsælda, en kjör þau sem Rússar bjóða í viðskipi- um er þó ekkert sem vekur neina ofurást á þeim. Hins vegar sýndi Krúsjeff það á Allshefjarþinginu, að hann kunni betur en Eisen- hower að meðhöndla svona karla eins og Castro. Hann fór til hans og kyssti hann beint á munninn að gömlum og góðum sveitasið. Loks ákveð stjórn Eisenhowers í vetur að slíta stjórnmálasam- bandinu við Kúbu. Hún gerði það rétt áður en Kennedy tók við völdum og algerlega án samráðs við hann. í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum taldi Kennedy Kúbumálið meðal þess sem Eisen hower hefði farið mest úrhenais og hann mun hafa verið ósam- þykkur því að stjórnmálasam- bandinu var slitið. Kennedy hefði vafalaust tekið þessi mál öðrum tökum, en hitt er annað mál, að það er nú örðugra fyrir hann að taka málið upp að nýju, hnýta að nýju stjórnmálasambandið eða hefja sykurkaup m. a. vegna þess að nú eru hinir frjálslyndu menn sem áður studdu Castro búnir að mynda samtök gegn honum. Castro er nú líka orðinn það langt leiddur, að hætt er við að fara verði að líta á hann sem hvern annan einræðisherra. Þetta er ávörðun sem Kennedy á e.t.v, eftir að taka á næstunni. Kennedy: þolir enga bið Á meðan vofir hættan yfir öðr- um Suður Ameríkuríkjum, að sömu atburðir gerist þar sem á Kúbu, að misrétti og örbrigð fæði af sér fleiri byltingar, fleiri líka Castros. Suður Ameríka er stundum kölluð álfan sem Truman forseti gleymdi. Það var Truman sem átti drýgstan þátt í að stöðva framrás kommúnismans í Evrópu með stofnun Marshall-hjálpar og Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.