Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Fimmtugur i dag: Jón Á. Bjarnason verkfr. FIMMTUGUR er í dag Jón A. Bjarnason, verkfræðingur. A slíku merkisafmæli er vissulega ástæða til þess að honum sé send ,,í heyranda hljóði“ kveðja úr hópi félaga sinna, verkfræð- inga og annara samferðamanna; og að vandlega athuguðu máli verður að efast um, að öðrum standi það nær, en undirrituðum, að senda honum slíka kveðju. Fundum okkar Jóns bar sam- an í fyrsta sinn með einkenni- legum hætti. Undirritaður var staddur í Vestmannaeyj um í ein- hverjum erindum eitt sinn á miðju sumri 1936. Daginn sem ég var þar staddur kom „Gull- foss“ (eldri) frá útlöndum og ikom við í Eyjum. Með skipinu voru allmargir farþegar, þ. á. m. mokkrir ungir menn og konur, sem voru að koma heim til ís- lands að loknu námi erlendis. Þetta var mér þó með öllu óvið- Ikomandi, því að ég hafði tryggt mér far til Stokkseyrar síðari hluta þessa dags með kugg, sem var í áætlunarferðum milli Stokkseyrar óg Vestmanmaeyja eitthvað tvisvar í viku (þegar veður leyfði). En farþegarnir á ,,Gullfossi“ fóru í land til þess að skoða sig um meðan skipið stóð við, eins og siður var í þá daga. En Gullfoss" var eitthvað að flýta sér, svo að hann gleymdi far- þtegunum sínum, sem yoru í landi og þegar eimflautan var þeytt í þriðja sinn, voru hinir ungu farþegar skipsins, svo voru að koma heim eftir áralanga dvöl erlendis, hugfangnir að skoða Helgafell og aðrar dásemdir Vest- mannaeyja, og þegar þeir komu niður á bryggju, var ,,GulIfoss“ að hverfa fyrir Heimáklett! Nú voru að sjálfsögðu góð ráð dýr, og er ekki að orðlengja það, að Gullfoss-farþegarnir, sem óviljandi urðu eftir í Eyj- um, urðu mér samferða á kuggn- um (sem ég man nú ekki hvað hét) til Stokkseyrar. Þetta ' var ekkert sérstaklega rómantískt ferðalag. Farþegar höfðust allir við á þilfari, stand- andi, sitjandi eða liggjandi, eftir því sem pláss (og heilsa) leyfði. Blindþoka var alla leiðina og ylgja í sjónum (og sumum far þeganna), en sama og engin égjöf, og bátverjar skiluðu sín- um dýrmæta farmi í land á Stokkseyri með mikilli prýði á tilsettum tíma, þ. á m. okkur Jóni. Jón Á. Bjarnason var semsé einn meðal þeirra sem þennan minnisstæða dag tók sér far með mótorbát frá Vestmannaeyjum til Stokkseyrar, þá nýbakaður verkfræðingur. Engin deili vissum við Jón hvor á öðrum í þessari skipsferð, en nokkrum dögum seinna réð- ist hann til starfa hjá merku fyrirtæki, sem undirritaður einn- ig starfaðí við, Raftækjaeinka- sölu ríkisins. Við vorum samstarfsmenn hjá þessu fyrirtæki í nokkur ár, en fyrirtækið naut misjafnra vin- sælda, og þegar stjórnarskipti "Urðu árið 1939, varð fyrirtækið ,,merkt“, og var lagt niður árið 1940. En einlæg vinátta okkar Jóns heiur haldíst æ síðan. Jón Á. Bjarnason er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, son- ur Ágústs H. Bjarnasonar pró- fessors og konu hans frú Sigríð- ar. Föðurafi Jóns var Hákon Bjarnason akupmaður á Bíldu- dal og móðurafi Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, en móðuramma Helga Eiriksdóttir frá Karls- skála við Reyðarfjörð. Að loknu stúdentsprófi sigldi Jón til Þýzkalands til náms og lagði stund á rafmagnsverkfræði við tækniháskólann í Darmstadt Þar lauk hann fyrri hluta prófi, en fór síðan til Danmerkur og lauk verkfræðiprófi við tækni- háskóla Danmerkur í Kaup- mannahöfn árið 1936, og hvarf að því loknu heim til íslands og réðist til starfa hjá Raftækja- einkasölu ríkisins, eins og fyrr segir. Ekki starfaði hann þar þó eingöngu, heldur stundaði hann einnig störf hjá annari ríkisstofn un, Rafmagnseftirliti ríkisins, við áætlanir á raforkumannvirkjum o. fl. En þega,r Raftækjaeinkasalan var lögð niður árið 1940, keyptu nokkrir menn vörubirgðir þær sem til voru þegar hún hætti störfum, og mynduðu hlutafélag, Raftækjasöluna h.f. Jón Á. Bjarnason var ráðinn til þess að veita fyrirtækinu forstöðu og hefur það síðan verið aðalstarf hans. Raftækjasalan h. f. er ein helsta rafmagnsvöru-heildverzl- un landsins, og nýtur stöðugt óskoraðs trausts allra sem við- skipti eiga við hana. En Jóni nægir sem betur fer ekki að fást við kaupsýslu ein- göngu. Hann hefur jafnan feng- izt við verkfræðistörf öðrum þræði. Árin 1950—53 vann hann verkfræðistörf hjá Laxárvirkj- unninni meðan seinni virkjun Laxár stóð yfir. Hann hefur gert raflagnateikningar og verið ráðu nautur um raflagnir við margar stórar og smærri byggingar í Reykjavík. Kennslubók í eðlisfræði hefur hann samið, og ósjaldan flutt erindi um rafmagnstæknileg og skyld efni á fundum verkfræð inga og annara tæknimenntaðra manna. Síðastliðið ár var honum fal- in ritstjórn myndskreyttrar bók. ar, sem Samband íslenzkra raf- veitna gaf út til heiðurs Stein- grími Jónssyni rafmagnsstjóra á sjötugsafmæli hans. Bókinni var gefið heitið ,,Rafmagn — menn og mannvirki", og mun það ein- róma álit allra sem til þekkja, að það verk hafi Jón leyst af hendi mjög vel og smekkvíslega. Jón Á. Bjarnason var formað- ur Verkfræðingafélags íslands 1958—60, og kom því til leiðar í formannstíð sinni, að félagið eignaðist hús yfir höfuðtíð. Að vísu ekki heilt hús, en veru- legan hluta í stórri hæð. Að sjálfsögðu er það ekki hrein eign, en er á góðri leið með að verða það. Húsnæðismál félagsins hafði verið á dagskrá áratugum sam- an, og lítt miðað áfram, og það má fullyrða, að engum nema Jóni Á. Bjarnasyni hefði tekist að ráða þessu máli til lykta jafn- skjótt og vel og gert var. Af því sem hér hefur verið sagt má sjá, að Jón hefur oft haft mörg járn í eldinum og komið víða við, og er þó hér aðeins stiklað á stóru. En þrátt fyrir annríki verður þess aldrei vart í viðkynningu og viðtölum við Jón, að hann þurfi að flýta sér. Hann er allt- af jafn alúðlegur og rólegur, og hin ósvikna kímnigáfa hans bregst ekki. Á þessum merkisafmælisdegi Jóns Á. Bjarnasonar sendi ég honum og hans góðu konu, frú Elísabetu, og þremur börnum þeirra hjartanlegar kveðjur og haming j uóskir. — Guðmundur Marteinsson. ÞaráSur J. Lantje Minnincf BLESSUÐ frændkona mín Þuríð- ur Lange er látin í hárri elli. — Við höfum skrifazt á um það bil 80 ár, eða frá því að við fórum að pára á blað. Það þótti sjálf- sagt, að þessar einkadætur tví- burasystranna, Bjarganna í Hofi og Árbakka, hefðu sem nánust samskipti. Og þetta hefur haldizt án afláts, að heita má, með góðri frændsemi okkar á milli. Þó ekki værum við líkar í „sinn eða skinn“, sem kallað er. Þessi einkadóttir ríkra hjóna varð aðnjótandi allrar þeirrar menntunar, sem kostur var á, á þeim tímum, og þá fyrst og fremst á Ytrieyjarskólanum., sem var á næstu grösum, enda Jakob faðir hennar, skólans sverð og skjöldur á ýmsan hátt. Skóla- stúlkurnar áttu jafnan athvarf á Árbakka, bæði þegar þær komu, stundum hraktar með skipum langt að og biðu skólavistar og eins þegar þær fóru á vorin og biðu ferða. Skólinn var þannig jafnan í nánu sambandi við þetta góða heimili alla tíð og forstöðu- konan, Elín Briem, aldavinur hjónanna. Þuríður, heimasæta, fór líka fljótt að sækja skólann smámsaman allan sinn uppvöxt frá 12 ára aldri, og varð að síð- ustu kennari þar á tímabili. Já, það var leitað allrar þeirr- ar fræðslu, sem kostur var á, fyrst í höfuðstaðnum og síðar er- lendis. Hæfileikarnir voru góðir og ekki legið á lið sínu, svo margt var lært á þessum árum, en aðal- áherzlan lögð á hannyrðanám, enda var það svo, að Þuríður varð hannyrðakennari við Þuríður Jakobsdóttir og Halldóra Bjarnadóttir í æsku. Kvennaskóla Reykjavíkur yfir 30 ár við ágætan orðstír. I þessum árum eða nánar til- tekið 1899, giftist Þuríður Jens Lange, málarameistara, dönskum manni, gáfuðum og af ágætri ætt. Lange var mikill fræðimað- ur, merkur maður. — Fjölskyld- urnar, eldri og yngri, Björg og Jakob líka, bjuggu .í góðu gengi á Laugavegi 10 í Reykjavík, frændkona mín, til hárrar elli. Eina dóttur eignuðust þau Lange-hjónin, Thyru, sem hlaut alla þá menntun, er kostur var á. Foreldrarnir höfðu áhuga á allri menntun og ástæðurnar voru góðar. Thyra varð stúdent og stundaði síðan tannlæknanám í Dan- mörku. Eftir að hafa tekið próf í þeim fræðum, stundaði hún tannlækningar í Reykjavík og hefur gert það til þessa dags. Á sínum tíma giftist hún merkum og góðum manni,' Pálma Lofts- syni, forstjóra, og komu þau sér upp fallegu og góðu heimili við Sóleyjargötu 19 hér í bæ, og þar andaðist Þuríður 2. janúar 1961. Ég hef fyrir hitt fjölda marga af nemendum Þuríðar Jakobs- dóttur frá Kvennaskóla Reykja- víkur, víðsvegar um land, og var þeim öllum mjög hlýtt til henn- ar, það beinlínis glaðnaði yfir þeim, þegar minnst var. á Þur- íði og kennslu hennar í Kvenna- skólanum eða einkatímum, sem hún líka iðkaði talsvert. Þuríður var vinsæl, það var óhætt að segja. Ég minnist þess sérstaklega, þegar við vorum á gangi á götum Reykjavíkur 1911 (bærinn var þá ekki nema 10 þúsund, eða svo). Þá tóku allir ofan fyrir Þuríði, lærðir og leik- ir, háir og lágir, ungir og gaml- ir og mér sýndist allir brosa við henni. Ég spurði hver þessi og þessi væri. Hún þekkti ekki alla, en allir þekktu hana, það var auðséð. Þuríður var velviljuð og vinsæl, laus við tilgerð eða tildur, gerði sér ekki mannamun, var hagsýn og nærgætin, þekkti og skildi ástæður almennings. Oft kom mér til hugar, að þessa þekk ingu, þessa hæfileika, hefði átt að nota í almenningsþágu, í þágu fátækramála t. d. Nota sér vin- sældir hennar og þekkingu á hög um alþýðunnar. Og fjármálavit hafði frændkona mín í ríkum mæli og ráð undir hverju rifi til að koma sínu máli fram. Ekki vantaði ráðsnild og góða greind. En það er oft svo, að okkur not- ast ekki hæfileikar borgaranna sem skyldi. Þuríður líktist mest föður- ömmu sinni og nöfnu, Þuríði stórbóndakonu á Spákonufelli á Skagaströnd, bæði í sjón og raun. Þuríður á Felli fluttist á unga aldri austan úr Eyjafirði með kaupmannsfjölskyldu í Höfða- kaupstað, en giftist síðan Jósep bónda á Spákonufelli og bjó þar stórbúi um langan aldur, merk og vinsæl kona. Annars runnu margar sterkar rætur saman í skapgerð og hæfileikum Þuríðar þesáarar nokkuð sérkennilegu, ágætu merkiskonu. Guð blessi hana og dóttur hennar, þá góðu konu! Halldóra Bjarnadóttir Helga GuBmunds- dóttir — Minning F. 3. júlí, 1892. D. 21. marz 1961. HELGA Guðmundsdóttir frá Girænanesi við Steingrímsfjörð er dáin. Hún var dóttir merkis- hjónanna Guðmundar Guðmunds sonar og Arndísar Björnsdóttur er þar bjuggu. Þegar Helga var 12 ára gömul veiktist móðir henn ar af heilablóðfalli með þeim af- leiðingum að hún lá örkumla sjúklingur í 13 ár. Þetta var mik- ið áfall fyrir 12 ára bam og olli straumhvörfum í lífi hennar. Þessi telpa vann það þrekvirki að taka að sér bústjórn með föður sínum og hjúkraði móður sinni með hjálp móðursystur sinnar og annarra vina og þar með var æskuleikum lokið og önn og alvara lífisins gengin í garð. Þegar Helga var 16 ára missti hún föður sinn. Bjó hún eftir það með Guðmundi bróður sínum og höfðu þau móður sína áfram hjá sér þar til hún and- aðist 1917 eftir 13 ára erfiða sjúkdómslegu. Eftir lát móður sinnar fór Helga að afla sér menntunar. 1918 fór hún á Kvennaskólann á Blönduósi og aftur haustið 1920 og lauk það ár námi við þann skóla. Á þeim tímum voru erfiðar samgönigur á fslandi. Helga lét það ekki á sig fá. Hún lagði land undir fót og fór fótgangandi alla leið frá Grænanesi við tSteingrímsfjörð til Blönduóss, en fékk sig flutta sjóveg yfir Hrútafjörð. Á þessu litla atviki sézt, að Helga var gædd mikilli orku. Hún var framúrskarandi kvenkostur, góð og siðprúð stúlka, vel gefin bæði til munns og handa. Eftir nám sitt stundaði hún heimiliskennslu tvo vetur, en varð svo fyrir því óhappi að fá slæmt handarmein, sem leiddi til þess, að hægri höndin varð að mestu óvirk til starfa. Hætti hún þá bústörfum og stúndaði saumaskap og varð mjög eftirsótt í því starfi. 10. marz 1945 heimsótti sorgin Helgu. Einkabróðir hennar, Guð- mundur, fórst þá af slysförum og tók hún það sér mjög nærri og það er skoðun mín að hún hafi aldrei náð sér að fullu eftir það áfall. Árið 1946 fluttist Helga alfarin til Reykjavíkur. Vetur- | inn 1947—48 stjórnaði hún sauma j námskeiði fyrir Heimilisiðnaðar- I félagið hér í Reykjavík. Annars stundaði hún aðallega afgreiðslu- störf eftir að hún fluttist hingað, en lét af þeim störfum 1. des. 1 s. 1. Var þá heilsu hennar svo farið, að hún gat ekki lenguv unnið. Hinn 21. des. var hún lögð sem sjúklingur inn á Lands spítalann og andaðist þar eftir 3ja mánaða legu. Vinkona mín Helga er horfin úr þessu.n heimi. Hugurinn hvarflar til æskustöðv- anna til þeirra ára, þegar Græna- nessystkinin komu að Stað í Slteingrímsfiirði í heimsókn til foreldra minna. Þau drógu okk- ur systumar að sér vegna sinnar góðu framkomu og við bundumst þeim innilegum vináttuböndum, sem aldrei bar skugga á. Helga frá Grænanesi var ein þeirra fáu kvenna, sem varðveitti hina sönnu gömlu dyggðir. Hún brást aldrei gefnum loforðum, vann öll sín störf með gleði og dyggð, hugsaði alltaf um hag annarra eins og það á að vera? Hefi ég Hún reiknaði aldrei timana sem hún vann í krónutali, heldur var hugurinn alltaf þessi: Er þetta eins og það á að vera. Hefi ég nú gengið frá öllu eins vel og hægt er? Helga var dul í skapi, bar mótlæti og vonbrigði þessa lífs með ró og þolinmæði. Vildi öllum hjálpa og gefa, en helzt ekkert af öðrum þiggja. En bæri svo við, að hennj væri greiði gerr gleymdi hún því ekki og fannst hún aldrei geta endur- goldið það sem skyldi. Við syst- urnar kveðjum nú Helgu með orðum föður okkar: Sofðu nú vært niðrí svalkaldri gröf, þar sorgirnar ná eigi að pína. Bárunum velta ekki veraldar höf, inná veikbyggðu ferjuna þína. Guðrún Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.