Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. marz 1961 MORGUTVBLAfílÐ 17 — Útvarpsumræður Framh. af bls. 1 Benediktsson nokkuð rætt land- íhelgismálið og sagði þá m. a.: Möguleikarnir hagnýttir En hvernig stendur þá á hinum mikla sigri okkar? E. t. v. sannfærðust Bretar um, að kommúnistar ginntu þá eins og þursa, þegar þeir létu ögra sér til herhlaupsins að íslands strönd um. Þeir sáu sennilega, að engu stórveldi er til sæmdar að tak- ast svo bersýnilega á hendur hlutverk Goliats gegn hinum ís- lenzka Davíð. En úrslitum réði örugglega, að íslenzka stjórnin ákvað nú að nota til hins ítrasta það vinsam- lega samband, sem vist beggja ríkja í Atlantshafsbandalaginu á að hnýta og hlýtur að hnýta, ef rétt er á haldið. Með veru okkar þar opna æðstu valdamenn ís- lands sér beinan aðgang til æðstu valdamanna bandalagsþjóða okk- ar. Það hefur ætíð verið sannfær ing mín, að hinir ómetanlegu möguleikar til að gera landi okk- ar gagn, sem með þessu eru fyrir íhendi, hafi engan veginn verið nýttir til fulls 1958. Þess vegna fór þá eins o& fór. Nú voru þess- ir möguleikar hagnýttir. Það réði úrslitum um sigur okkar. Upplausnarstefna kommúnista 1 Matthías Á. Mathlesen sagði m. a.: Ein sá baráttuaðferð, sem kommúnistar víða um heim nota með góðum árangri fyrir upp- 'lausnarstefnu sína, er að skapa stjórnmálaþreytu og þar af leið- andi afskiptaleysi almennings af stjórnmálum. í þeim efnum hafa þeir m. a. notað málþófstækni sína, samfara vísindalegum sál- fræðibrögðum og hefur þeim orð Sð furðu ágengt, svo sem heims- Ikortjð ber sannarlega með sér 5 dag. Það er því i alla staði rétt og skylt, að aðvörun sé borin fram i áheyrn alþjóðar. > Vissulega er málfrelsi og prent ’frelsi einn af hyrningarsteinum lýðræðisins og ekki munum við, stuðningsmenn núverandi ríkis- stjórnar, biðjast undan gagn- rýni né óttast Þá gagnrýni, sem íháttvirt stjórnarandstaða hefur ffram að bera, svo burðug sem hún er. Eigi að síður skal þjóðin að- Vöruð. Barátta kommúnista, eðli þeirra og innræti er alls staðar hið sama. Aðferðirnar dá- lítið mismunandi eftir aðstæð- um. Ábyrg stjórnarandstaða Gísli Jónsson sagði m.a.: Þar sem þingræðið á dýpstar raetur, þykir það engu minni vandi né virðing að vera í stjórnarand- stöðu en hitt, að bera fulla á- ibyrgð á stjórnarathöfnum. Á- byrg stjórnarandstaða gegnir þeim vanda, að gagnrýna af sann igirni, vizku og fullu drenglyndi anisfellur í stjómarfari. Hún leit- ar jafnan samvinnu við þing- I meirihluta tun framgang mála, i sem varða heill þjóðarinnar. Þyk Sr það jafnan bera vott um ábyrgð artilfinningu, þegar stjórnarand- etaða sýnir fullan vilja í verki til samstöðu um lausn vanda, sem enerta utanríkismál og efnahags- mál. Enda ávallt mikið imdir þvl Ikomið fyrir þjóðina, hversu þess- um tveimur höfuðmálum er skip- að. Á því veltur oft traust hennar og virðing út á við og inn á við. Slík stjórnarandstaða er jákvæð og ræður ávallt nokkru um af- greiðslu mála. Neikvæð og ábyrg stjórnarand- etaða gagnrýnir allar stjórnarat- hafnir, góðar jafnt sem illar, tor- veldar framgang mála eftir mætti og sýnir meiri hluta í engu trún- að. Ríkisstjórnin leysir vanda .vinstri stjórnarinnar Jón Árnason sagði m.a.: Nú- verandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki, að hún er þessum vanda vain (þ.e. að greiða úr vandamál- Minnispeningur ( Jóns Sigurðssonar FRUMVARP ríkisstjórnarinnr ar um minnispening Jóns Sigurðssonar var afgreitt sem lög frá Alþingi sl. laugardag. í hinum nýju lögum er rík- isstjórninni heimilað að láta gera gullpening í tilefni af 150 ára afmæli 17. júní nr.k. Gerir frv. ráð fyrir því, að ■MMltfliUhMa MMkMa gullpeningurinn geti skv. for setaúrskurði verið gjaldgeng mynt, og ennfremur, að heimilað verði að selja hann með allt að 50% álagi. Ágóðanum af sölu penings- ins er ætlað að verja til um bóta á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Rafnseyri við Arnarfjörð. um útflutningsframleiðslunnar). Með efnahagslöggjöfinni var á- kveðið, að gengi íslenzku krón- unnar skyldi skráð skv. því, sem eðlilegur tilkostnaður útflutnings framleiðslunnar segði til um, og hún hefur ennfremur beitt sér fyrir ýmsum öðrum aðgerðum, er stuðlað gætu að því, að atvinnu- vegirnir gætu staðið á eigin fót- um. Einna veigamesti þátturinn í þeim aðgerðum eru lögin um Stofnlánadeild sjávarútvegsins, þar sem ákveðið er að koma á nýjum lánaflokki við Stofnlá,na- deildina. Með þessum nýja lána- flokki er ákveðið að breyta bráða birgðalánum og ýmsum skuldum, sem hlaðist hafa á sjávarútveg- inn á undanförnum árum í löng lán með hagkvæmum vöxtum. Og nokkru síðar: Lánsfjárskortur útvegsins er ekki nýtt mál, sem orðið hefur tii á einu ári, heldur er það vanda mál, eða öllu heldur vandræða- éstand, sem á mörgum árum hef- ur verið að þróast þar til nú, að svo er komið, að því varð eig'i lengur á frest skotið. Er þetta einn hlutinn af arfleifð vinscri stjórnarinnar, sem hún skildi eft- ií sig og, sem nú kemur í hlut núverandi ríkisstjórnar að leysa og ráða bót á. Engin samstaða í vinstri stjórninni Ingvar Gíslason ræddi í upp- hafi ræðu sinnar um áhrif Fram sóknarflokksins á undanförnum áratugum, og sagði m. a., að eng- inn stjórnmálaflokkur hefði haft ríkari tök á landsstjórninni á uppgangstímabili þjóðarinnar en einmitt Framsóknarflokkurinn, hann hefði leitt sóknina. Þá gerði Ingvar nokkurn sam- anburð á stefnu núverandi ríkis- stjórnar og vinstri stjórnarinnar, sem hann kvað gerólíka í öllum höfuðmálum, þar sem allt hefði snúizt öfugt í höndum núverandi valdamanna. Halldór E. Sigurðsson ræddi í upphafi um efnahagsmálin og slit vinstri stjórnarinnar, sem stafað hefðu af því, að ekki hefði náðzt samstaða um úrlausn vandamál- anna, er þá lágu fyrir, en hins vegar hefði efnahagsástandið í landinu ekki verið svo slæmt, að það hefði valdið stjórnarslit- unum. Taldi hann stefnu núv. rík isstjórnar í efnahagsmálum mjög slæma. Greiðsluhalli væri stór- legur á viðskiptum við útlönd og greiðsluþröng ríkisins aldrei meiri en nú. Þá sagði hann að nú væri minnkandi þjóðarfram- leiðsla og minnkandi þjóðartekj- ur. Samdráttur í landbúnaðarmálum Jón Skaftason taldi, að fram- kvæmdir í landinu hefði goldið mikið afhroð af efnahagsráð- Stöfunum og þá einkum vaxta- hækkuninni, er hefði þýtt sam- drátt í atvinnulífinu. Um land'helgismálið sagði hann, að fiskimálaráðherra Breta vitnaði til þess í samræð- um sínium við breaka togara- menn, að samkvæmt samningum gætu íslendingar ekki fært ein- hliða út landhelgi sína án sam- ráðs við Breta og með því að. Ieggja málið undir alþjóðadóm- stól, en aðeins 3 þjóðir af 60—70 innan Sameinuðu þjóðanna hefðu fallizt á að leggja lífs- hagsmunamál sín undir þann dómstól. Þá kvað hann að síðustu stjórn arflokkana hafa stráfellt allar til- lögur til stuðnings við húsbygg- endur. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði framkvæmdir í landbúnaðarmál- um hafa á undanförnum árum verið stórstígar, en nú væri kom inn í þær mikill samdráttur, er sýndi sig m.a. í minnkandi skurð- greftri. Sagði hann að lömunar- stefnan legðist eins og mara á ísl. landbúnað. í landhelgismál- inu kvað hann stjórnina hafa svikið öll gefin loforð og nú væri svo komið, að bátar væru hrakt- ir af miðum sínum. Sagði hann, að yrði sama stjórn við lýði eftir þrjú ár, myndi samningurinn um undanþágu um veiðar innan 12 mílna, verða framlengdur. Karl Guðjónsson sagði, að það hefði svo sem ekki vantað, að viðreisnin hefði verið mikill boð skapur í upphafi, en nú hefði þjóðin búið við hana í 1 ár, og þá væri mesti glæsibragurinn farinn af henni. Dómur þjóðar- innar yfir viðreisninni væri kaldur og miskunnarlaus. Við- reisnarstefnan væri vasaútgáfa af stefnu Eisenhowerstjórnarinn ar, sem jafnvel Bandaríkjamenn legðu nú allt kapp á að losa sig við. Samdráttur í byggingarframkvæmdum Gunnar Jóhannsson sagði, að efnahagsmálaráðstafanir ríkis- UM 9 leytið á sunnudags- kvöld kom Garrant sendibif- reið niður Skólavörðustíginn Niður undir gatnamótunum við Laugaveg steig bílstjór- inn á hemlana, en bíllinn rann áfram í hálkunni, lenti fyrst á umferðarskilti og lagði það stjórnarinnar á sl. ári hefðu mik- il og alvarleg samdráttaráhrif í byggingarframkvæmdum og mundu þannig valda mikilli hækkun á húsaleigu vegna skorts á húsnæði. Þá sagði Gunnar, að allt tal um, að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar vildu aðeins verkföll, en létu sig engu skipta raunhæfar kjarabætur án verk- falla, væri hreinn uppspuni. Hins vegar sannaði saga verkalýðs- hreyfingarinnar, að atvinnurek- endur létu ekki í té kjarabætur fyrr en í fulla hnefana og verka- lýðurinn hefði alltaf orðið að berjast fyrir þeim harðri baráttu. Geir Gunnarsson ræddi nokk- uð áhrif efnahagsráðstafananna á húsbyggingar. Sagði hann, að beinar kauplækkanir, 135% gengislækkun, gífurlegar verð- hækkanir á byggingarefni og stórhækkaðir vextir og styttur lánstími gerði alþýðu manna nú ókleift að eignast eigið hús- næði. Verst væru þeir þó sett- ir, sem hefðu hafið byggingu áður en ráðstafanirnar dundu yfir, því að þeir gætu í raun og veru hvorki haldið áfram né hætt. Kommúnistar skipa Framsókn Guðmundur f. Guðmundsson kvað efnahagsmálin og landhelg ismálið þýðingarmestu málin, er núverandi rikisstjórn hefði feng- ið til úrlausnar. Hann sagði enga samstöðu hafa verið innan vinstri stjórnarinnar um vanda efnahags málanna, váð hefði blesað 17 stiga vísitöluhækkun, er hún fór frá, og stórhækkun hennar inn- an skamms. Nú væri svo komið að Framsókn léti Alþýðubanda lagið segja sér fyrir verkum, enda hefði Framsóknarflokkur- inn ekki viljað taka til greina tillögur Alþýðuflokksins í þeim málum, er m. a. áttu þátt í slit- um vinstri stjórnarinnar. Um landhelgismálið sagðí Guð mundur, að landsmenn almennt myndu ekki gera sér ljóst, hve þýðingarmikil lausn þeirra væri. Hi-ns vegar sagði hann, að innlendar vinnuaðferðir í því máli hefðu verið vel á veg komn ar með að valda því, að við næð um þar engum árangri. Þá rakti hann viðbrögð kommúnista við öllum aðgerðum í landhelgismál inu og benti á, að nú væri svo komið, að Framsókn væri undir niður og síðan á umferðarljósa staur, „sem tók ofan“, eins og sést á myndinni. Bifreiðastjór inn ók niður á lögreglustöð og sagði sínar farir ekki slcttar. Lögregluþjónar brugðu skjótt við og komu og sóttu „ljósa- kolIinn“. Ljósm. Sv. Þorm. gefin kommúnistum í þessM máli og kæmi þar fram gjör- breyting á afstöðu þeirri, er þeir hefðu áður haft. Merk löggjöf Birgir Finnsson var síðasti ræðumaður í umræðunum. — Hann gerði í upph:.fi málþóf stjórnarandstæðinga að um- ræðuefni, sem hann taldi til þess- eins að tefja þingstörf og stjórnarsinnar vildu ekki taka þátt í. Hann fagnaði þó einni tillögu stjórnarandstæðinga, er væri um bætt húsakynni Al- þingis. Þetta þing hefði til dagsins í dag afgreitt 65 lög og meðal þeirra merkustu væru lögin um launajöfnuð karla og kvenna. Landhelgismálið væri stórsigur fyrir íslendinga, en í því sam- bandi vildi hann benda á þjónk un Framsóknar við kommúnista svo og þjónkun þeirra við þá í verkalýðsfélögunum, sem fram hefði komið við kosningar í þeim. Þá ræddi hann um af- greiðslu fjárlaga og auknar framkvæmdir samkvæmt þeim og auknar bætur almenningi til handa samkvæmt tryggingar- löggjöfinni. - SEATO... Frh. af bls. 1 ríki eru ekki fær um að verjast utanaðkomandi ágangi eða íhlutun í málefni sín. Þar til ríkin á þessu svæði geta verið þess fullviss, að þau þurfi ekki að óttast ógnanir erlendra afla, munum við halda áfram að að- stoða þau við að verja hendur sínar. — Aðrir fulltrúar lýstu svipaðri eindreginni afstöðu í ræðum sínum. - ★ — Á fundinum í dag var sam- þykkt að halda tvo lokaða fundi með hernaðarsérfræðing- um til þess að skipuleggja hern aðaraðgerðir bandalagsins í La- os, ef talið verður, að til slíks þurfi að grípa. ★ VONIR KENNEDVS OG GROMYKOS Eins og fyrr segir, ræddust þeir Kennedy og Gromyko við í Washington í dag, að viðstödd um ýmsum ráðgjöfum sínum. Báðir lýstu því yfir eftii^ fund- inn, að þeir vonuðust til, að hið fyrsta mætti nást friðsamleg lausn á Laosmálinu, svo að land ið geti framvegis verið alger- lega sjálfstætt og hlutlaust. — Talið er, að Gromyko hafi flutt Kennedy persónuleg skilaboð frá Krúsjeff um Laos. ★ GÓÐS VITI Sovétstjórnin hefur annars ekki opinberlega svarað orð- sendingu brezku stjórnarinnar á dögunum, þar sem hún bar fram tillögur, er miðuðu að vopnahléi í Laos og alþjóðleg- um fundarhöldum um framtíð landsins. — Hins vegar var tals vert ritað um málið í dag í „Pravda“, málgagn rússneska kommúnistaflokksins. Lét blaðið í ljós þá skoðun, að unnt ætti að vera að leysa Laosmálið á grundvelli fyrrgreindra tillagna Breta og fyrri tillagna Sovét- ríkjanna, sem ekki greindi svo mjög á. Blaðið taldi einnig góðs vita þau ummæli Kennedys, að leysa bæri málið við samninga- borð en ekki á vígvelli — en varaði hann jafnframt við því, svo og SEATO-bandalagið í heild, að gera nokkuð, sem spillt gæti ástandinu í Laos og samkomulagshorfum um það. — ★ —• I Við umræður í brezka þing- inu í dag, lét Edward Heath, að- stoðarutanríkisráðherra, svo um mælt, að hann vonaðist til þess, að umrædd grein í Pravda merkti það, að „vænta mætti hagstæðs svars“ við tillögum brezku stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.