Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 2

Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 1 Félag Isl. bifreiðaeigenda eflt og starfssvið aukið Aðalfundur F.I.B., var hald- inn miðvikudaginn 15. marz, var fundurinn fjölsóttur og ríkti mik ill áhugi um verkefni og fram- tíð félagsins. Stjórnin gaf skýrslu um störf- in frá síðasta aðalfundi í júlí 1960. Fjölda mörg mál varðandi bifreiðaeigendur og vegfarendur almennt höfðu verið tekin til at- hugunar, en megináherzla lögð á vegamál, bifreiðaþjónustu, um ferða- og öryggismál, trygginga- mál og breytingu á skipulagi fé- lagsins. Hafa sérstakar nefndir fjallað um þessi mál. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr skýrslu stjórnar F.I.B. ___ Vegaþjónusta o.fl. Félagið sá um viðgerðaþjón- ustu, fyrir bifreiðar á fjölförn- ustu leiðum um Verzlunarmanna helgina, og var hún innt af hendi ókeypis fyrir félagsmenn. Vist- fólki á Grund var hoðið í skemmtiferð. Haldin var almenn- ur umræðufundur um vegamál og sýnd kvikmynd um gerð ný- tázku vega. Undirbúnir voru sam ningar við ýms fyrirtaeki um baetta þjónustu og e.t.v. afslátt fyrir félagsmenn. . . Útgáfa Ökuþórs. "* Ætlunin var að hann kæmi út um áramótin, en því miður hef- ur það dregizt nokkuð. En nú er tímaritið komið í prentun og verð ur væntanlega sent félögum um næstu mánaðamót. Ritstjóri Ökuþórs er Guðmundur Karls- son. f>á hefur nefndin leitað eft- ir fræðslukvikmyndum um um- ferðarmál, bæði hjá Upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna og fé- lagi danskra bifreiðaeigenda. Umferðafræðsla. Upplýsingaþjónustan hefur boð ið tvær gagnlegar kvikmyndir að láni og var ætlunin að sýna þær sem aukamyndir í kvik- myndahúsunum, en til Þess að — Laos Framhald af bls. 1. sem varlega vildu fara og hinna, sem herskáari voru. ÁLYKTUNIN 1. Ráðst'efnan litur alvarlegum augum sókn uppreisnarmanna í Laos og áframhaldandi vopnaflutninga til þeirra frá kommúnistaríkjunum, sem á þennan hátt svívirða alþjóða- lög. 2. Ráðstefnan ítrekar það að SEATO er varnarbandalag, sem ekki er ætlað til árása. 3. Ráðstefnan vill stuðla að því að Laos verði sjálfstætt, óháð og sameinað ríki án þjónkun- ar við nokkra þjóð eða þjóða- samtök. 4. Ráðstefnan telur að þessu marki sé einungis unnt að ná með samningum og því aðeins að bardögum verði hætt í landinu. 5. Ráðstefnan fagnar þeim til- raunum, sem gerðar hafa ver- ið til að koma á vopnahléi og hefja friðsamlegar viðræður um framtíð Laos. 6. Ef allar tiiraunir verða ár- angurslausar og áframhald verður á hemaðaraðgerðum í því skyni að ná völdum í La- os, eru meðlimir SEATO hins vegar reiðubúnir að grípa til viðeigandi aðgerða. 7. Ráðstefnan lítur einnig alvar- legum augum tilraunir vopn- aðs minnihluta, sem eins og uppreisnarmanna í Laos nýt- ur erlendrar aðstoðar gegnt alþjóðalögum, til að steypa stjóm Vietnam af stóli. Lýsir ráðstefnan því eindregið yfir að hún mun ekki láta þessar tilraunir viðgangast. 8. Að lokum vill ráðstefnan taka það fram að hún telur að bandalaginu beri að fylgj- ast vel með atburðum í Laos og Vietnam með hliðsjón af þessari ályktun. þær komi að fullum notum þarf að semja við þær íslenzka. skýr- ingartexta, og hefur ekki unnist tími til þess. Danska bifreiðaeig endafélagið hefur látið gera for- kunnargóða kvikmynd um akst- ur í hálku, og getur F.I.B. feng- ið keypt eintak af þeirri mynd. Tjón af völdum hálku, eru hér æði mikil. Oft veldur vangá og vankunnátta í akstri. Kvikmynd sem þessi, gæti bætt úr þvi og stuðlað að minkuðum tjónum og þar með lækkuðum iðgjöldum bifreiðatrygginga. Vegamál. ",**1 Athuganir og útreikningar, sem félagið lét gera, hafa leitt í Ijós, að hinir sérstöku skattar, sem bifreiðaeigendur greiða ár- lega til ríkissjóðs, af bílum og rekstrarvörum þeirra nema 250- 300 milljóna króna. Árið 1960 var fjárveiting til brúa og vega, aðeins 110 milljónir. Ríkissjóð- ur leggur því ekki fram til vega- mála nema % af þeim tekjum, sem hann hefur af landfarar- tækjum og rekstrarvörum þeirra. Hið lélega ástand vega á fjöl- förnum leiðum er einn frumstæð asti þáttur okkar þjóðfélags, sem kostar þjóðina stórfé í ótímabær og óþörf skilti og eyðileggingu ökutækja, jafnframt því, sem hindrar á margan hátt eðlilega og vísindalegra framfara. En á slíkum framförum byggjast allar kjarabætur þegnannæ Þjóðar- nauðsyn býður að breytt sé um stefnu í vegamálum og það er hlutverk F.Í.B., að stuðla að því að sú breyting verði gerð sem fyrst. Auknar framkvæmdir við Austurveg. Á þriðjudaginn í fyrri viku var kona af íslenzkum uppruna, sem gift hefur verið í Kaupmanna- höfn, handtekin vegna gruns um að hafa orðið tengdamóður sinni að bana, viljandi eða óviljandi. Kona þessi, sem hefur verið geð veil, er fyrir nokkru skilin að borði og sæng við mann sinn, og hefur hann síðan búið hjá móð- ur sinni í Hfóarskeldu. Á þriðjudaginn heimsótti kon an tengdamóður sína. Kom til orðahnippinga milli þeirra og að öllum líkindum til einhverra handalögmála. Þegar sonurinn kom heim, var móðir hans með- vitundarlitil og sagði tengdadótt- ur sína hafa slegið sig- Var hún flutt á sjúkrahús, þar sem hún andaðist 22 tímum seinna. Engin ytri merki um líkamsmeiðingar Þá samþykkti fundurinn að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að nota 15 ára gamla heimild til 20 millj. kr. lántöku vegna Austurvegar og yrði fé þetta notað í Þrengsla- veg á þessu ári, að svo miklu leyti sem kostur er á. Steyptur vegur áð Selfossi, eftir 80—90 ár. * 1 rökstuðningi fyrir tillögu þessari var upplýst að sam- kvæmt lauslegri kostnaðaráætl- un og þeim fjárveitingum, sem nú eru veittar til Austurvegar, myndi taka tæp 90 ár að byggja vandaðan og steyptan veg frá Reykjavík að Selfossi. Miðað við bifreiðaumferð og flutnings- magn hefur verið full þörf fyrir þennan veg í fimm ár eða meira. Að óbreyttum ástæðum er útlit fyrir að við verðum næstum heila öld á eftir tímanum í þess- um efnum. Breytingar á rekstri félagsins. Á aðalfundinum var lögum fé lagsins breytt og stefnt að því að auka starfssvið þess og efla fé- lagatölu. Nú er félagið opið öll- um bifreiðaeigendum og öðrum áhugamönnum um velferð um- ferðarmála, með þeirri takmörk- un að einkabifreiðaeigendur skuli ætíð skipa 3 sæti í stjórn þess. Úr stjóm gengur, samkvæmt félagslögum gjaldkeri og annar meðstjórnandi. Stjórn félagsins skipa nú: Arinbjörn Kolbeinsson for- maður, Björn Sveinbjömsson ritari, Valdimar Magnússon gjald keri, Haukur Pétursson og Magn ús Höskuldsson meðstjómendur. vom sjáanleg. Þegar málið var tekið fyrir á föstudag, fór ákæruvaldið fram á fangelsun konunnar, en dómar- inn neitaði að taka þá kröfu til greina, þar sem sönnunargögnin gegn henni væru of veik, enda neitaði hún eindregið að eiga á nokkum hátt sök á dauða hinn ar látnu. Krufning hefur leitt í ljós, að hin látna hafði æðakölkun á háu stigj og þjáðist af hjartasjúk- dómi, og að dauði hennar hefur getað orsakazt af hugaræsingi eða tiltölulega léttu höggi á brjóstið eða hálsæðina. Málið var aftur tekið fyrir í gær, og var þá ákveðið að svipta ákærðu frelsi í þrjár vikur, með an rannsókn færi fram á andlegu heilbrigði hennar. Hér er ein stúlkan, sem fór vestur með Esju í gær, að sýna lögregluþjóni við landgöngubrúna farmiðann sinn. Samanber mynd á forsíðu. Völd að dauða tengdamóður sinnar? Sýning á frönskum málverkaprentunum eftir nútímamálara í Bogasalnum Forseti íslands og nokkrir alþingismenn við þinglausnir í gær. , A LAUGARDAGINN verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safnsins á vegum Frakklands- vinafélagsins Allianee Francaise sýning á endurprentunum málverka eftir franska nútíma- málara. Verða þar til sýnis 93 málverkaprentanir eftir 30 mál- ara, og hafa myndimar verið valdar meðal frægustu mál- verka Frakka allt frá síðustu aldamótum. — Aðgangur er ó- keypis. Á þessu ári á Alliance Francaise 50 ára afmæli, og er ráðist í þessa kynningarsýningu á verkum franskra málara af því tilefni. Meðal málverka, sem þarna verða sýnd, eru mannamyndir eftir Picasso, blómamyndir eftir Dufy, lands- lagsmyndir eftir Derain, upp- stillingarmyrtdir eftir Braque, Matisse, Juan Gris, nokkrar dýramyndir eftir Jean Lurcat og trúðamyndir, borgarmyndir og fiðrildi eftir Buffet. Mynd- imar eru til sölu, kosta frá 225 kr. upp í 1200 kr. Alliance FraFncaise hefur einu sinni áður efnt til sýning- ar á málverkaendurprentunum. Þá voru sýndar myndir frá tím- um impressionistanna og fram á þennan dag. Nú eru myndir eft- ir nútímamálara. Myndirnar af fyrri sýningunni gáfu frönsk stjómarvöld íslenzka mennta- málaráðuneytinu að herini lok- inni og hafa þær verið sýndar hér í skólum. Alliance 50 ára Frakklandsvinafélagið Alli- ance Francaise var stofnað 1911 og hefur starfað síðan, nema á styrjaldarárunum fyrri. Félagið heldur uppi tveimur námskeið- um í frönskukennslu og er hér sendikennari á þess vegum, Mlle Gagnaire. Er þetta fimmta árið hennar héma, og vinnur hún félaginu mikið gagn. I fyrra fékk félagið bækistöð í tveimur herbergjum í húsi franska sendiráðsins undir bókasafn sitt og einnig liggja þar frammi blöð og tímarit fyrir félags- menn. I stjórn félagsins eru nú: formaður Magnús Jochumsson, póstmeistari, Björn L. Jónsson, læknir, Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari, Jón Helga- son, kaupmaður, og J.óhann Ágústsson, bankafulltrúi. Sýningin á málVerkaprentun- unum verður opnuð boðsgest- um kl. 2 á laugardag og kl. 4 almenningi, og síðan verður hún opin kl. 2—10 e. h., til 10. apríl, nema hvað lokað verður á páskadag. Páskaungar í sýningarglugga Málarans f DAG hefst sýning á vegum Sameinuðu verksmiðj uafgreiðsl- unnar, SAVA, í sýningarglugga Málarans í Bankastræti. Eru þar sýndar nokkrar vörur, sem SAVA hefur söluumboð fyrir. Fyrst eru til sýnis herravörur s. s. skytur, skór, sokkar, bindi, o. fl. Síðar koma svo vörur fyrir kvenfólk og börn. SAVA hefur með höndum sölu á fjölbreyti. legu úrvali iðnaðarvara. Þeim sýnishornum sem komið er fyrir í Málaraglugganum, er ætlað að gefa nokkra hugmynd um það vöruva'l. Yfir hátíðisdagana verða nokkrir hænuungar frá Jóni Guðmundssyni á Reykjum i glugganum til augnayndis böm- um í höfuðborginni. Páskavaka Kirkju- kórs Langholts- safnaðar UM nokkurt árabil hefur kirkju- kór Langholtssafnaðar gengizt fyrir fjölþættri samkomu í Laug arneskirkju á skírdagskvöld, Hafa samkomur þessar orðið vin sælar og fjölsóttar. Sjötta páska- vaka kórsins verður í kvöld og hefst kl. 8,30. Sóknarpresturinn, sr. Árelíus Níelsson, flytur á- varp, Grétar Fells, rithöf., flytur erindi, er hann nefnir Að finna sál sína, og tvö væntanleg ferm- ingarbörn þessa árs lesa ljóð eftir Davíð Stefánsson. Þá leikur Árni Arinbjarnarson organleikari. — Kórinn syngur 12 lög, þar af þrjú eftir íslenzka höfunda. ölium er heimill ókeypis aðgangur, en hins vegar eru þakksamlega þeg- in framlög til orgelsióðs Lang- holtskirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.