Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 6
6 MORGVIS BLAÐJÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 Ráðstafanir vegna læknaskorts Starfandi læknar 231 — Ekki almennur læknaskortur SAMEINAÐ ÞING samþykkti á fundi sínum í gær þings- ályktunartillögu 5 þingmanna Sjálfstæðisflokksins um ráð- stafanir vegna læknaskorts. — Flutningsmenn tillögunnar voru: Sigurður Bjarnason, Gísli Jónsson, Sigurður Ágústs- son, Gunnar Gíslason og Bjartmar Guðmundsson. — Gísli Jónsson, framsögumaður allsherjarnefndar, gerði grein fyr- ir breytingu, sem nefndin lagði til, að gerð yrði á tillög- nnni, og var tillagan samþykkt með þeirri breytingu og viðaukatillögu frá Ingvari Gíslasyni. Með áorðnum breyt- ingum hljóðar ályktunin svo: I „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að gera í samráði við landlækni hverjar þær ráð- stafanir sem mögulegar eru til jþess að útvega lækna í þau lækn ishéruð landsins, sem nú eru læknislaus, og stuðla að því með öðrum hætti að þæta úr því ör- yggisleysi, sem fólk þessara hér- aða á við að búa í heilbrigðis- jnálum. í því sambandi sé athugað, hvort tiltækilegt sé eða líklegt til árangurs: 1. Að koma upp elli- og ör- orkuheimilum á hentugum stöð- um í strjálbýlinu með fastráðn- um læknum, er gegni jafnframt Störfum héraðslæknis. 2. að greiða staðaruppbót á laun í fámennum héruðum; 3. að hraða byggingu eða end- urnýjun læknabústaða; 4. að hið opinbera eigi nauð- synlegustu lækningatæki og lyfjaforða í fámennum héruðum; 5. að breyta skipun læknishér- «ða. Úthlutun Iistu- munnuluunu 1961 Á FIJNDI sameinaðs þings í gær var samþykkt þingsályktunartil- laga frái Benedikt Gröndal um út- hlutiun listamannalauna 1961. — Þingsáiyktunin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til að skipta fjárveitingu í fjárlögum fyrir ár- ið 1961 til skálda, rithöfunda og listamanna". Skv. þessari samþykkt var svo 6 2. fundi sameinaðs þings í gær kosiíi’ fimm manna nefnd til út- hlutunar listamannalauna. Þess- ir hlut i kosningu í nefndina: Af rv-lista: Bjartmar Guð- mundsso.a, Sigurður Bjarnason Og Helgi Savmundsson. Af B-lista: Halldór Kristjánsson. Af C-lista: Sigurður Guðmundsson. Jafnframt verði athugaðir mögulekar á að fá sérfræðinga í hinum ýmsu greinum læknis- fræðinnar til þess að setjast að á stöðum utan Reykjavíkur og nágrennis eða starfa í sambandi við fjórðungssjúkrahúsin, eftir því sem framast. eru tök á og bezt þykir henta.“ Allsherjarnefnd, sem hafði til- löguna til meðferðar sendi hana til umsagnar landlæknis, lækna- deildar Háskóla íslands og Læknafélags íslands. Mæltu þess ir aðilar allir með því að tillag- an yrði samþykkt, og birtast um sagnir þeirra með áliti nefndar- innar sem fylgiskjöl. í umsögn læknadeildar Há- skóla íslands kemur m.a. fram að um þessar mundir eru alls 76 íslenzkir læknar og kandídatar við nám eða bráðabirgðastörf er lendis. Þá segir þar ennfremur, að við því megi búast, að lækna- deild H. í. muni útskrifa a.m.k. 20 kandídata að meðaltali árin 1960-1966. Síðan segir: Þegar þess er gætt, að starf- andi læknar hér á landi eru 231, þá bendir það eindregið til þess, að ekki sé um almennan lækna- skort að ræða. í greinargerð með fyrrgreindri þingsályktunartil- lögu er einungis rætt um vöntun á héraðslæknum og þess getið, að 6 héruð séu læknislaus og önn ur 4 óveitt, af því að enginn hafi um þau sótt. Óveitt eru þá 10 héraðslæknisembætti, á sama tíma og 76 íslenzkir læknar og læknakandidatar eru við bráða- birgðastörf og nám erlendis. Læknaskortur í héruðum getur vart stafað af því, að ekki ljúki nógu margir prófi 1 læknisfræði við háskólann. Fari svo að 20 læknakandídat- ar útskrifist árlega á næstu 6 árum, mun ekki í náinni framtið þurfa að óttast fámenni 1 lækna- stétt, svo framarlega sem flestir íslendingar, sem nú dveljast er- lendis og framvegis kunna að fara þangað til framhaldsnáms í læknisfræði, hverfa aftur heim til starfa. Skortur á héraðslækn um stafar því fyrst og fremst af tregðu ungra lækna til þess að sinna þesssum störfum. Stjórn sements- verksmiðj- unnor Á FIJNDI sameinaðs þings í gær fór fram kosning 5 manna í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins til 4 ára, frá 6. febr. 1961 að telja til jafnlengdar 1965. Þessir hlutu kosningu: Af A-lista, Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna: Ásgeir Pét- ursson, Pétur Ottesen og Guð- mundur Sveinbjörnsson. Af B- lista, framsóknarmanna: Helgi Þorsteinsson. Af C-lista, Alþýðu- bandalagsmanna: Ingi R. Helga- son. Kvöldvaka HAFNARFIRÐI: — Síðasta kvöldvaka Stefnis á vetrinum verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl 8,30. Spilað verður bingó. — Eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. riÍ i:S, ' V „Hvað er um að vera fyrir framan Gamla Bíó?“ hugsuðu margir vegfarendwr sl. sunnu dag. Skýringin var sú, að ver- ið var að selja aðgöngumiða að 12. sýningu á litkvikmyndum Ósvaldar Knudsen, frá íslandi og Grænlandi. Nú hafa rúm 6000 Reykvík- ingar séð þessa skemmtilegu og fjölbreyttu myndir og vegna sífelldrar eftirspurnar hefir verið ákveðið að sýna þær enn einu sinni kl. 3 á ann- an páskadag. Jofnvægi í byggð landsins SAMEINAÐ þing sam- þykkti á fundi sínum í gær þingsályktunartillögu . 7 Sjálfstæðismanna um, ráðstafanir til framleiðslu- aukningar og jafnvægi í | byggð landsins. Flutnings-1 menn tillögunnar voru: ( Sigurður Bjarnason, Magn | ús Jónsson, Sigurður | Ágústsson, Bjartmar Guð-1 mundsson, Jónas Péturs- son, Jónas G. Rafnar ogj Einar Ingimundarson. — \ Meiri hluti allsherjarnefnd J ar gerði nokkra breytingu' lá tillögunni, og hljóðar1 hún svo eftir þá breyt-1 ingu: Alþingi ályktar að skora á I ríkisstjórnina að undirúa og | leggja fyrir næsta Alþingii frv. til laga um ráðstafanir" til framleiðsluaukningar og jafnvægi í byggð landsins, m. a. með stofnun ja'fnvægis- sjóðs ásamt ákvæðum um framlög í því skyni og út- hlutun þess fjár. Skal til- gangur þessarar löggjafar fyrst og fremst vera sá að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og að hagnýtingu góða framleiðsluskilyrða í landinu. Flestir vegir færir FLESTAR höfuðleiðir voru fær- ar í gær, en hins vegar voru margir innansveitavegir torfærir. Þingvallaleiðin var fær, svo og Holtavörðuheiði, öxnadalsheiði og Kerlingarskarð. Talið var aft- ur á móti, að ekki mætti hvessa neitt, til þess að ekki yrði ófært. • Ekki af miklu að taka Ég sé að samstarfsmenn mín ir í hinum hlutum blaðsins hafa í dag all nýstárlegan hátt á skrifum sínum. í stað þess að hafa eftir alls kyns spekingum merkilegar upp- lýsingar eða lýsa atburðum, eru þeir allt í einu famir að segja sögur af sjálfum sér. Ekki gaf ritstjórinn Vel- vakanda nein fyrirmæli um að fara að dæmi þeirra. Enda væri úr vöndu að ráða þar sem hið viðburðarsnauða starf Velvakanda er. Ekki streyma til hans á frétfcabönd um æsifregnir um uppreisnir úti í heimi eða ummæli stór- karla, sem ýmist segja ástand ið í veröldinni heldur frið- vænlegra eða ákaflega alvar- legt. Og ekki getur Velvak- andi lýst fyrir lesendum sín- um spennandi sendiferð út í bæ eða upp í sveit. Nei, það er ekki af miklu að taka. • Erfitt líf Helzt væri það að segja frá einhverjum „kunningja" Vel- vakanda, sem kemur askvað andi inn í skrifstofu hans rauður af reiði yfir móðgun, er hann hefur orðið fyrir af hendi starfsmanns í einka- fyrirtæki eða opinberri stofn un. Velvakandi sér auðvitað að við svo búið má ekki standa. Það gengur ekki að sárasakalaust fólk eigi það á hættu að verða fyrir móðg imum. Þið sjáið það sjálf! Og svo skrifar hann einn pistil um þetta í vandlæt- ingartón. Daginn eftir mæta hátíðiegir menn og strangir á svipinn á ritstjórnarskrif- stofunni: Það eru fyrirsvars menn viðkomandi stofmmar og þeir bera Velvakanda það á brýn að hann fari með hinn mesta óhróður og geri árás á heila stétt manna. Þetta sé hróplegasta rang- læti .... FERDINAIMR ☆ N/- / p Nú eða þegar Velvakandi fer í lok fréttavaktar um miðnættið að leita í örvænt- ingu að aðsendu bréfi, til að skilja eftir í prentsmiðjunni til setningar morguninn eft- ir og finnur ekkert nema fulla skúffu af nafnlausum 'kvörtunarbréfum, óskiljan- legum kvörtunarbréfum og á anna hátt ónothæfum kvört- unarbréfum. Og verður svo að halda augunum opnum meðan hann fyllir tvö vél- rituð blöð. Eða frá þeim skiptum, sem eru tiltölulega fá, þegar bréfritararnir hringja og eru æfir yfir að ekki skuli hafa verið þirt nafnlaust béf með persónulegum svívirðingum um ákveðið fól’k eða óhófs- legu hrósi um kunningjana. En stundum koma líka sólargeislar í mæðulíf Vel- vakanda. Jafnvel kemur fyr- ir að fólk kemur til hans í góðu skapi og er ánægt meS lífið. Að vísu ékki oft, en það er til. Nei, Velvakandi hefur ekki frá neinu að segja úr starfi sínu, sem er nofchæft í greinarstúf. • Gleðilega páska Jæja, svo óska ég öllum lesendum gleðilegra páska og vona að þeir njóti frídag- anna, hvort sem þeir halda út á land og reyna að kom- ast í sem nánasta snertingu við móður jörð, jafnvel með því að reka í hana andlitið gegnum snjóskafl, eða þeir 'halla sér aftur á bak í hæg- indastól, háma í sig súkku* laði eða páskaegg og láta sér nægja að horfa á páskaliljur í blómavasa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.