Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORCTJNP * * PIÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 Gísli og Guðrún í „Kennslustuiidinni“. lonesco í Iðnd Tveir einþdttungar eftir skdldið fmmsýndir aðalhlutverkin, gömlu konuna og gamla manninn, en Gísli Halldórsson, leikur hlutverk ræðumannsins. Helga og Þorsteinn komu nú inn á sviðið í gerfi hinna háöldruðu hjóna, Helgi Skúla- son tók sér sseti í salnum, tjaldið var dregið fyrir, en síð an frá strax aftur. Ljósin höfðu verið deyfð og birtan á sviðinu var mjög dauf. Hefst leikurinn á því að gömlu hjón in eru að ræða saman og rifja upp minningar frá fyrri tím- um og fylgir þeim ýmist hlát- ur eða grátur. Leikurinn gerist á heimili gömlu hjónanna, en þar lifa þau í sínum eigin hugarheimi, einangruð frá öðrum mönn- um. Hlutverk þeirra Helgu og Þorsteins eru afar erfið, en á- reiðanlegt er að með þessu verki munu þau sanna enn einu sinni hvílíkir afburða- leikarar þau eru. Þau tala þarna hvíldarlaust, fyrst sam an og síðan yfir auðum stól- unum, við ímyndaða gesti sína sem að lokum eru orðnir svo margir, að gömlu konunni finnst hún vera að hverfa í mannhafið. „Stólarnir" er athyglisvert verk og áreiðanlega eitt það sérkennilegasta, sem sézt hef- ur á leiksviði hér á landi. Auk æfinga á „Stólunum" standa einnig yfir hjá Leik- félaginu æfingar á öðrum ein- þáttungi eftir Ionesco „Kennslustundin“. Leikendur í þeim þætti eru einnig þrír, þau Gísli Halidórsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Árni Tryggvason. Ég fékk því miður ekki tækifæri til að sjá æfingar á honum, því að þær féllu niður þetta kvöld vegna veikinda Guðrúnar. Engum efa er bundið að þar er einnig athygl isvert verk á ferðinni og sagði Helgi Skúlason, að það væri gjörólíkt „Stólunum“. „Stól- arnir“ eru sorglegur skopleik- ur, en „Kennslustundin“ skop- legur sorgleikur. Þessir einþáttungar verða sýndir saman og verður frum sýning fimmtudaginn næsta eftir páska. Eins og áður er sagt hefir Helgi Skúlason leik stjórn á hendi, leiktjöldin eru gerð af Hafsteini Austmann, listmálara. Þýðinguna á „Stól- unum“ gerði Ásgeir Hjartar- son, en „Kennslustundina" þýddi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Einþáttungarnir voru fyrst frumsýndir í París, „Kennslu stundin" 1951 og „Stólarnir" ári síðar. Það má segja, að verk hins fræga leikritahöfundar Iones cos eigi ekki að fara fram hjá reykvískum leikhúsgestum, og er það vel, því að eins og kunnugt er hafa þau verið sýnd í leikhúsum víða um Evrópu og vakið gífurlega eft- irtekt og umtal. Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit hans „Nashyrningana“ annan páskadag og Leikfélag- ið fylgir í kjölfarið með upp- færslu á einþáttungunum tveimur. Er ekki að efa, að leikhús- gestir bíða í eftirvæntingu eft- ir að fá að kynnast verkum þessa umdeilda höfundar af eigin raun. Gamli maðurinn og gamla konan ná í stóla handa gestum sínum. ÞEGAR fréttamaður blaðsins brá sér niður í Iðnó sl. þriðju- dagskvöld, var þar ekki margt um manninn. Engu að síður var greinilegt að þarna var eitthvað um að vera. Ljós var á sviðinu, og birtan féll á sér- kennilegu leiktjöldin, sem þar hafði verið komið fyrir. Bak- sviðs úði og grúði af stóium og það var ekki undarlegt, því að æfing var um það bil að hefjast á leiknum „Stólarnir" eftir Eugéne Ionesco. Helgi Skúlason, leikstjóri, bauð fréttamanninum að taka sér sæti í salnum og fylgjast með æfingunni. Boðið var þegið með þökkum, því mér lék forvitni á að sjá verk eftir þennan umdeilda höfund. Leikendurnir í „Stólunum", sem er einþáttungur, eru þrír. Helga Valtýsdóttir og Þor- steinn ö. Stephensen fara með Sýning Jóhannesar Jóhannessonar JÓHANNES Jóhannesson hefur | efnt til sýningar á málverkum | í Listamannaskálanum nú um bænadagana. Á sýningunni eru 28 málverk, sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnu og ekki sýnt áður, og segja má með sanni, að bæði skemmtilegt og fróðlegt sé að kynnast því, er Jóhannes hefur nú til sýnis. All langt er einnig, frá því að Jó- hannes Jóhannesson hefur hald- ið jafn veigamikla sýningu og þessa. Um fjölda ára hefur Jóhannes Jóhannesson verið í flokki efni- legustu málara okkar af yngri kynslóðinni, og langt er síðan verk hans voru talin með því eftirtektarverðasta, er fram kom í myndlist hérlendis. Jóhannes er óvenjulegur listamaður, sem hefur verið í jafnri og stöðugri framför síðustu ár. Hann stendur nú á miðjum aldri, og verður ekki annað sagt, er maður lít- ur þau nýju verk, er hann nú sýnir, en að hann hafi ekki svik- ið þær vonir, er við hann voru tengdar, sem listamann. Honum tekst að gæða verk sín sterku og persónulegu svipmóti, sem einkennist jafnt af litameðferð sem formbyggingu. Verk hans eru mikið unnin, og hann nær jafnan þeim árangri, er hann hefur sett sér að markmiði. Á stundum getur maður greinilega séð, hvernig sú barátta hefur átt sér stað, ef vel er að gáð. Formum breytt fram og aftur, nýir litir settir inn hvor yfir annan, þar til verkið hefur feng- ið þann hljóm, er listamaðurinn leitar eftir. Efniskennd litanna fær að njóta sín og styrkir oft formin að mun. Heildarsvipur þessarar sýn- ingar er sterkur og hreinn og hvergi ofhlaðið á veggi. Hvert verk hefur nægilegt svigrúm til> að njóta sín, og það er róandi að eyða nokkrum tíma með þess um verkum. List Jóhannesar er fastmótuð í alla staði. Litameð- ferð örugg og sérkennileg, en samt nokkuð þröng. Það er eins og honum láti bezt viss litaskali, sem hann notar að vísu mikið, en samt tekst honum að brjóta þá hlekki við og við, og verða þá oft til mjög góð verk. Lítil mynd No. 15, „í hrauni“, er gott dæmi um það. Yfirleitt byggir Jóhannes verk sín meir á sjálf- um litnum en á formspili eða hrynjandi formsins. Það er nokk uð áberandi hvað honum tekst miklu betur að ná sannfærandi krafti í litaspennur sínar en ! sjálft formið. Samt er hann full- komlega gjaldgengur í bygginyu formsins og hefur þar mika reynslu, en ég fæ samt ekki bet- ur séð en að aðalkraftur flestra verka hans sé falin-n í litnum sjá'lfum fyrst og fremst. Jóhannes Jóhannesson á það til að gera verk sín þung og torráð- in í byggingu litar og forms. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.