Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 SA. A^A A^A a4 T^y y^r Pdskakrossgdtan 4^A 4^4 A^A A^A 4^A A* ^ ~^~ "^~ ~^~ ~^~ ~^~ ~^~ ~^~ ~^~ T^ Úrslit í fjórðu umferð sveita- keppni íslandsmótsins urðu þessi Sveit Sigurhjartar Pétursson- ar vann sveit Guðríðar Guð mundsdóttur &5:37 4—0. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen vann sveit Einars Þorfinnsson- ar 71:37 4—0. Sveit Jakobs Bjarnasonar vann sveit Ragnars Þorsteinssonar 89:30 4—0. Sveit Halls Símonarsonar vann sveit Jóns Magnússonár 70:20 4—0. Sveit Berhards Guðmundsson- vann sveit Einars Bjarnasonar 67:45 4—0. Sveit Halldórs Helgasonar vann sveit Ólafs Guðmundssonar 62: 50 4—0. í þessari umferð var leikur Stefáns og Einars sýndur á hinu nýja sýningartæki og fylgdist mikill fjöldi áhorfenda með leikn um og skemmtu sér hið bezta. Að fjórum umferður loknum er sveit Sigurhjartar efst með 16 stig, í öðru og þriðja sseti eru sveitir Stefáns og Halls með 12 stig hvor og í fjórða sæti er sveit Jakobs með 9 stig. Pimmta umferð var spiluð í gærkvöldi, en keppninni lýkur í dag, Skírdag. Fara þá fram tvær tunferðir, og hefst sú fyrri kl. 2 en sú síðari kl. 8. Næstkomandi laugardag hefst tvímenningskeppni íslandsmóts- ins (Barometerkeppni) og taka 52 pör þátt í keppninni. Spilaðar verða fjórar umferðir og fara tvær þeira fram á laugardag, sú fyrrri hefst kl. 1,30 en sú síðari kl. 8 um kvöldið. Á páskadag fer fram ein umferð, sem hefst kl. 8 um kvöldið og á annan Páskadag lýkur keppninni með umferð, sem hefst kl. 1,30. Þá um kvöld- ið verður lokahóf og fer þá fram verðlaunaafhending. Allar keppn irnar, svo og lokahófið fara fram í Tjarnacafé. Núverandi íslandsmeistari í sveitakeppni er sveit Halls Sím- onarsonar, en íslandsmeistarar í tvímenningskeppninni eru þeir Þorgeir Sigurðsson og Símon Símonarson. — Sýning Framh. af bls. 8 Hann kann einnig þá list að byggja á léttum og leikandi lit- um og formum. Hann teflir oft saman mi'klum andstæðum og inær á þann hátt hressilegum hreyfingum í verk sin. Einnig verður stundum fundið draum- lyndi og angurværð í verkum Jóhannesar. Hann er einn þeirra tfáu listamana, sem tjáir sig all- an í sínum beztu verkum, og hann er ekki bundinn neinni kreddukenningu, sem verður honum fjötur um fót. Mér dettur ekki í hug að halda því fram hér, að allt, er Jó- hannes sýnir að sinni, sé jafn vel unnið. Það er ýmislegt að þessari sýningu sem mér geðjast naiður að, en ég nenni ekki að fará út í þá sálma nú. Mikill meirihluti verka Jóhannesar, eru það góð listaverk, að það lélegra má kyrrt liggja. Ég vil heldur ekki fullyrða, að Jóhannes hafi með þessari sýningu náð full- komnun í list sinin. En ég gleðst sannarlega yfir þeim árangri, er hann hefur þegar náð, og fram- lag hans til islenzkrar myndlist- ar í heild er ekki lítið. Jóhannes kann vel að notfæra sér þá reynslu, er hann öðlast við myndsköpun sína, og þekking hans fer sívaxandi með hverju ári. Það er spá mín, að það megi enn við miklu búast frá hendi Jóhr esar ef hann fær tækifæri til að helga sig myndlist. Hann hefur af miklum hæfileikum að taka, og hann kann vel með þá að fara. Ekki verður um það deilt, að þessi sýning Jóhannesar Jóhan- nessonar, er það bezta, er hann hefur enn látið frá sér fara. Þróun hans er eðlileg og örugg. Hcr er á ferð listamaður, sem á skilið mikla athygli. Sýning Jó- hannesar er sigur íyrir íslenzka myndlist og listamanninn sjálfan. VaHýr Pétursson. QLkL í’fjn pásLa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.