Morgunblaðið - 30.03.1961, Page 12

Morgunblaðið - 30.03.1961, Page 12
12 MORGUlS3L7tÐlÐ Fimmfudagur 30. marz 1961 JRtwgmiirfðfrUt Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavik. FraTnkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Rítstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HEFUR VERIÐ STORMASAMT I STJÓRNMÁLUNUM í gær lauk ströngu þing- haldi. Það var að vísu styttra en verið hefur síð- ustu árin, en hins vegar voru þar afgreidd mörg meirihátt- ar mál og mikil átök urðu um sum þeirra, langir fundir og hart deilt. Má segja, að Alþingismenn séu vel komn- ir að frídögum þeim, sem nú eru framundan, en að þeim loknum mun stjórnmálalífið sjálfsagt taka á sig nokkuð annan svip en síðustu mán- uðina. Að baki eru nú átökin um tvö meginatriði íslenzkra stjórnmála, annars vegar landhelgismálið og hins veg- ar viðreisn efnahagslífsins. Lengst mun þessa þings sjálf sagt verða minnzt fyrir þá giftusamlegu lausn landhelg- ismálsins, sem það tryggði með ríkisstjórninni. Þar náðu íslendingar meiri og merki- legri árangri en nokkur hefði þorað að vona fyrir aðeins fáum mánuðum síðan. Við tryggðum okkur 12 mílna fiskveiðilandhelgi um alla framtíð, án þess að 12 mílna mörkin yrðu ákveðin sem al- þjóðalög, eins og við þó vild um stuðla að á tveimur Genf arráðstefnum. 1 Um viðreisnina aftur á móti er það að segja að hún hefur nú staðið í rúmt ár og mörkuðust deilurnar á Al- þingi nú af reynslu þeirri, sem fengin er, en í fyrra var deilt um hvert ráðstafanirnar mundu leiða. Þá spáðu stjórn arandstæðingar algjöru hruni, eymd og atvinnuleysi innan fárra mánaða, en nú voru árásir þeirra léttvægar fundnar, enda höfðu allir landsmenn kynnzt viðreisn- arráðstöfunum í reynd. Það var gæfa stjórnarinnar að dylja það ekki, að þessar ráð stafanir mundu þrengja hag manna um sinn, því að nú er það almælt, að sízt hafi erfið leikarnir orðið meiri en stjórnin boðaði, þrátt fyrir óvænt óhöpp. Viðreisnin hefur í öllum efnum staðizt eins og til var ætlazt og tjóar stjórnarand- stæðingum ekki lengur að halda því fram, að hún mundi leiða böl yfir landsmenn. Á sama hátt er léttvæg barátt- an gegn laussn landhelgis- málsins. Má því segja að þetta hvorttveggja sé liðin tíð í stjórnmálaátökunum. Þess vegna má líka gera ráð fyrir að deilurnar taki á sig nokkurn annan svip og ekki muni verða um stórátök að ræða á næstunni. LANGT FRÍ rftir skammdegismyrkrið njóta íslendingar hins langa páskafrís, hvílast og sækja útiíþróttir eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Það birtir yfir, því að vorið og sumarið fara í hönd. Sumum finnst frí þetta of langt og frídagar að öðru leyti of margir hérlendis og má til sanns vegar færa, að fátæk þjóð hafi ekki efni á slíkum munaði. En þess er þá að gæta að almennt munu íslendingar hafa lengri vinnu- dag en nágrannaþjóðirnar og hefur svo verið, vegna þess að hér hefur um langt skeið ríkt röng stjórnarstefna, sem skert hefur kjör landsmanna. •— Páskafríið er því mörgum kærkomið og nauðsynlegt til hvíldar og heilsubóta. En ein er sú stétt manna, sem ekki gleðst yfir hinum löngu fríum, og það eru dag- launamenn. Tekjur þeirra eru skertar og má sú stétt þó sízt við því. Morgunblað- ið hefur margsinnis bent á, að meðal þeirra raunhæfu kjarabóta, sem hægt væri að afla þessari stétt, væru viku- launagreiðslur. Því miður hafa verkamenn ekki borið gæfu til að velja til forystu í félögum sínum menn, sem viljað hafa unnið að kjara- bótum þeirra, heldur menn, sem notað hafa samtökin í pólitískum tilgangi. Allt útlit er nú fyrir það að vinnufriður muni hér haldast, því að launþegar eru ekki lengur reiðubúnir til að ganga með kommúnistum leið pólitískra kjaraskerðing- ar, sem ætíð hlýtur að leiða af því að kollvarpa heilbrigð um efnahag. Nú ber að nota tímann til þess að finna heilbrigðar leiðir til bættra kjara og vissulega ber að óska þesss, að þessi páska- helgi verði sú síðasta sem daglaunamenn einir eru kauplausir. Aðalatriðið er að hafa tíma til að hugsa Sjónarmið Dean Rus'ís U M tveir mánuðir eru liðnir síðan ríkisstjórn Kennedys tók við völdum í Bandaríkjunum. Flestir telja hana sterka stjórn og ráðherrana ein- valalið dugmikilla og úr- ræðagóðra manna. Samt er eins og þeir fari sér rólega til að byrja með og dragi það að taka stórmál- in til meðferðar. Nú hefur þó liðið svo lang ur tími, að mörg stóru viðfangs- efnin þola ekki lengri bið. — Einkanlega á þetta þó við um utanríkismálin. Þau láta vissu- lega ekki bíða eftir sér. Afríku- málin hafa mjög verið á dag- skrá og nú hefur Laos-vanda- málið knúið að dyrum. • Tranar sér ekki fram En hinn nýi utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna hefur enn ekki haft sig opinberlega mikið í frammi. Deán Rusk er einn af þeim fáu mönnum, meira að segja einn af þeim fáu Bandaríkja- mönnum, sem eru af hjarta lítil látir og ekki fyrir að trana sér fram. Það er ekkert leyndarmál, að Dean Rusk var ekki efstur á blaði hjá Kennedy er hann valdi sér utanríkisráðherra. Þeir Kennedy og hann þekkt- ust ekki einu sinni persónulega áður en hann kom í embættið. ÓFRIÐARBLlKUR ERLENDIS F’n þó að friðsamlegra virð- ist ætla að verða í ís- lenzkum stjórnmálum og þjóðmálum almennt á næst- unni, þá eru annarsstaðar blikur á lofti. Hið alvarlega ástand austur í Laos veldur hvarvetna miklum ugg. Við íslendingar ráðum að vísu litlu um það, hvernig mál þróazt þar austur frá, en þó væri rangt að segja að við hefðum engin áhrif á það. Sannleikurinn er sá, að þátttakaa okkar í varnarsam- starfi lýðræðisþjóðanna styrk ir vissulega aðstöðu þeirra, en þeirra styrkur er aftur það eina, sem stöðvað getur útþennslu og ofbeldisstefnu kommúnismans. Við þurfum af þeim sökUm að standa vel á verði gegn þeim öflum, sem vilja veikja þessi samtök til þess að ryðja braut hinum alþjóðlega kommúnisma. • Móti toppfundum Skoðanir Rusks á starfi utan- ríkisráðherra og starfsskiptingu í utanríkismálum eru mjög frá- brugðnar skoðunum fyrirrenn- ara hans í embættinu. Rusk leggur megináherzlu á það, að öll endanleg ábyrgð í utanríkismálum hvíli á sjálfum forsetanum, því eigi utanríkis- ráðherrann að starfa undir handleiðslu forsetans. Til sam- anburðar má minna á það, að Dean Rusk, utanríkisháðherra Dulles var mjög sjálfráður í ut- anríkismálum og Herter langaði alltaf til að auka sjálfræði sitt á þessu sviði, þó hann ætti við sérstaka erfiðleika að stríða, þar sem toppfunda-hreyfingin gekk eins og tízkufaraldur yfir heim- inn. Þá var það einmitt Rusk, sem mest barðist á móti toppfunda- tízkunni og sýndi fram á það í rökfastri grein, að þetta byggð- ist allt á tómum misskilningi. Hann kallaði toppfundinn „fjárhættuspil“. Hann sagði að Krúsjeff væri ofsafenginn í fram komu, haldinn þótta og sjálfs- trausti, lokaður persónuleiki full ur af sjálfum sér og gjarn á að notfæra sér leikræn áhrif. Á móti þessu sagði hann að Eisenhower væri bráður og hjart Ingo fer heim Miami Florida, 29. marz (Reuter) BANDARÍSKI dómarinn, sem fer með skattamál sænska hnefaleik- arans Ingemar Johansson, úr- skurðaði í dag að Ingemar skyldi heimilt að hverfa úr landi með- an verið er að ganga frá málinu. Veitti dómarinn Johansson burt- fararleyfi er hann hafði heitið því að snúa aftur til Bandaríkj- anna ef óskiað væri eftir frekari upplýsingum af hans hálfu eða eftir greiðslu útistandandi skatta. Lögfræðingur Ingos, sagði að hnefaleikarinn óskaði eftir að fara til Svíþjóðar og heimsækja bróður sinn, sem nýlega gekk undir heilaskurð. Bandaríkjastjórn heldur því veikur. Sagði Rusk, að þessir tveir æðstu menn stórveldanna væru með svo ólíku skaplyndi, að þeir mættu umfram allt ekki hittast fyrr en allir undirmenn þeirra væru búnir að sættast heil um sáttum. • Bezt að sitja heima. Rusk hefur einnig gagnrýnt hinar löngu og tímafreku ferðir bandarískra utanríkisráðherra síðustu ár. Hann varð að fara og sitja fund Seato-bandalagsins I Bangkok, en var ekkert hrifinn af því. Rusk telur það þýðingar- mest af öllu, að fá ró og næði til) að hugsa, og því telur hann að utanríkisráðherrann eigi að sitja sem lengst um kyrrt heima i Washington, en senda aðra hæfa menn, sem hann treystir til við ræðna. Þannig er hann mótfall- inn því sem kallað hefur verið persónuleg utanríkismál. Rusk er gerólíkur undanmannl sínum Herter, sem virtist bera það með sér að honum fyndist að hann ætti ekki heima í þessu embætti. Þegar Herter var svo loksina leystur frá starfi, er republikan- ar fóru frá segir saga, að honum hafi létt svo mikið, að andvarpið heyrðist út um alla Washington- borg. • Viljasterkmr. Það væri rangt að ætla að Rusk sé eitthvert lítilmenni, þótt hann vilji ekki hafa sig mikið í frammi opnberlega og þótt hann kjósi heldur að sitja við skrif- borðið sitt en að halda á sér sýningu eins og filmstjarna. Hann er vissulega mjög vilja- sterkur og ákveðihn maður og allar líkur benda til að hann muni una sér vel í þessu starfj eins og öðru, sem hann hefur tek- ið sér fyrir hendur um ævidag- ana. Rusk mun ekki beita sér fyrir „persónulegri utanríkisstarfsemi“ heldur „diplómatískri". Hann hefur látið í Ijós aðdáun á starfi Philips Jessups í sambandi við aðflutningsbannið til Berlin, starfi Dullesar í sambandi við japönsku friðarsamningana og Llewelyns Thompsons í sambandi við austurrísku friðarsamning. ana. Hann mun vafaíaust reyna að fara sömu leiðir við lausn ann- arra heimsvandamála. j fram að Johansson skuldi um eina milljón dollara í skatta af tekjum sínum af þrem bardögum um heimsmeistaratitilinn við Floyd Patterson. Aflabrögð á Akranesi AKRANESI, 29. marz. — Bátarn. ir eru nú á sjó eins og fyrri dag- inn. í gær var heildarafli þeirra hér 200 lestir. Aflahæstur var Höfrungur II. með 39 lestir eftir 4ra daga útilegu. Annar var Reyn ir með 16.5 og þriðji Sigurður AK með 12 lestir. í kvöld verður unn ið fram á nótt. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.