Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 13
Fimmfudagur 30. marz 1961 MORGUNBLAÐI9 13 Framfarasinnuð hægri isiendingum farsæiust Almenn st)órnmálaályktun 1. þjóðmálaráðstefnu Voku VA K A , félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, hélt fyrstu þjóðmálaráðstefnu sína hér í bænum dagana 18. og 19. marz. — Voru þar ræddir nokkrir helztu þættir þjóð- málanna og málefni stúd- enta og Háskóla íslands. Tókst ráðstefnan að öllu leyti mjög vel, og ríkti mik- ill áhuga meðal Vökumanna um þau mál, sem þar voru rædd. Vegna mikilla um- ræðna reyndist jafnvel ekki unnt að ljúka ráðstefnunni á sunnudagskvöld eins og á- formað hafði verið, og var henni ekki slitið fyrr en föstudagskvöldið 24. marz. — rAUs voru þátttakendur ráð- stefnunnar 43. Ályktanir voru gerðar um málefni stúdenta og Háskóla fslands, utanríkismál, stjórn- arskrármálið, og út var gefin málamanna, sem of oft hafa til- hneigingu til þess að láta ann- arleg sjónarmiS ráða fjárfesting- unni. Reynslan hefur kennt okk ur íslendingum, að opinber rekst ur og bein afskipti stjórnmála- manna færir með sér minni af- köst og meiri tilkostnað, minni þjóðartekjur, verri lífskjör. Slik afskipti eru jarvegur fyrir öng- þveiti, spillingu og óréttlæti gagnvart skattgreiðendum, bæði fjármagnseigendum og launþeg- um. Atvinnu- og efnahagsmál Við teljum að setja beri lög- gjöf um ráðstafanir gegn ein- okun og hringamyndun, um leið og stóratvinnurekstri skal eftir föngum beint inn á þá braut, að opin almenningshlutafélög standi að slíkum rekstri og hafi starfsmenn forkaupsrétt hluta. Við teljum, að atvinnufyrirtæki, sem rekin eru á sama sviði eigi að njóta algers jafnréttis í skattamálum. Við teljum, að vinnulöggjöfin eigi að vera grundvöllur betra samstarfs fjármagns og vinnu, enda eiga þessir aðilar sameigin- Almannatryggingar Við teljum víðtækar almanna- tryggingar nauðsynlegar í nú- tíma lýðræðisríki, einkum á sviði elli-, örorku- og sjúkrabóta. A1 mannatryggingar ber þó ávallt að miða eingöngu við raunveruleg- ar þarfir bótaþega og þær mega aldrei verða til þess að draga úr sjálfsbjargarviðleitni og siðferð- iskennd þegnanna. Varast skal að stefna blint í hringrás hins svo- nefnda „velferðarríkis", þar sem tekið er með annarri hendinni, það sem gefið er með hinni. Menningarmál Við teljum, að hinu opinbera beri skylda til þess að styðja af alefli menntun, vísindi og listir, þar sem hér er um að ræða þrjá meginþætti nútíma menningar- þjóðfélags og lykilinn að menn- ingu þess og velmegun. Hið op- inbera má þó aldrei hlutast meira tii um málefni þessara stofnana en nauðsynlegt er, Stefna þeirra á eingöngu að markast af sann- leiksleit, samvizku og þekkingu starfsmanna þeirra og styrkþega. Nokkrir þátttakenda i þjóðmála ráðstefnu Vöku almenn stjórnmálaályktun, sem hér fer á eftir: |r'i VIÐ TELJUM farsælustu stefnu íslendinga vera leið framfara- sinnaðrar, viðsýnnar hægri stefnu, þar sem allir hafi sama rétt til þess að lifa og leita ’hamingjunnar, jafnan rétt til þess að afla sér viðurværis og 'hafa áhrif á stjórn sameiginlegra mála. Menningar og sögulegur bak- hjarl þessarar stefnu er hinn yestræni andi, arfur grísku heim Épekinganna, lífsskoðun krist- innar trúar, frelsishugsjón og húmanismi 18. og 19. aldarinnar. t iUndirstaða þessarar stefnu er Íslenzk menning, einstaklings- hyggja hennar og réttsýni, sú Bkoðun, að hver sé sinnar gæfu Bmiður, bæði þjóð og einstakl- ingar. Frjálst framtak ViS teljum hið frjálsa fram- tak einstaklingsins vera það afl, Bem eitt geti fært þjóð okkar varanlega uppbyggingu og vel- jncgun, réttlæti og öryggi. Því beri að hafna og vinna gegn opinberum afskiptum og þátt- töku í atvinnulífinu, utan nauð- synlegra og sameiginlegra þjón- ustustarfa. Fjármagn atvinnuveg anna á að vera í höndum þeirra, sem afla þess, en ejjki stjórn- legra hagsmuna að gæta i flest- um efnum. Hindra verður tíð verkföll og vinnudeilur smáhópa, en stefna að heildarsamningum um kaupgjald til langs tíma. Nú- verandi ástand þessara mála gref ur aðeins undan atvinnuvegun- um og stendur í vegi fyrir þróun þeirra, enda leikurinn oft til þess gerður. Við teljum, að víðtækar ráð- stafanir hins opinbera í efnahags málum séu aðeins réttlætanlegar, þegar óeðlilegt ástand ríkir eða hættá vofir yfir, og hljóti þær þá að miðast við að skapa eðli- legt ástand á ný og takmarkast við það eitt. Frjáls verzlun Við teljum að stefna beri að því, að verzlunin verði sem frjáls ust, bæði inn- og útflutningsverzl un og vörudreifing innanlands. Reynslan hefur sýnt, að frjáls verzlun veitir beztan og fjöl- breyttastan varning á sanngjörn- ustu verði. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru líklegri til þess að skapa heilbrigð viðskipti, en boð og bönn misviturra valds- manna á ýmsum tímum, enda eru sjónarmið þeirra oft og tíðum ekki hagsmunir neytenda. Seðla- og gjaldeyrisbankar skulu eins óháðir ríkisvaldinu og unnt er, og skulu þeir annast gengisskráningu og ákvarða vexti eftir viðskiptalögmálum en ekki pólitískum sjónarmiðum. Stjórnmál og fréttaþjónusta Við teljum, að virk þátt- taka og þekking þegnanna á stjórnmálum sé undirstaða lýðræðislegra kosninga. Því beri stjórnvöldum skylda til þess að gefa kjósendum kost á því að fylgjast reglulega með málum þeim, sem efst eru á baugi hverju sinni, t. d. í formi blaðamanna- funda, sem einnig væri útvarpað. Við verðum þó að láta í ljós nokk- urn efa á því, að dagblöðin muni hér gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað í lýðræðisríki og teljum, að þar þurfi bót á að verða. Við hörmum óheiðarleik og hlutdrægni íslenzkra blaða og teljum þau bera þunga ábyrgð á þeim blekkingum, æsingum og óbilgirni, sem oft verður um- hugsun og rólegri skoðanamynd- un yfirsterkari í hérlendum stjórnmálum. Við teljum, að frjáls blaðaútgáfa í höndum ein- staklinga og óháðra útgáfufélaga sé líklegust til þess að bæta úr þessu ófremdarástandi íslenzkr- ar blaðaútgáfu. Uppbygging atvinnuvcganna og erlent fjármagn íslendingar eru fámenn þjóð í lítt numdu landi. Á næstu ára tugum verður að verða stórátak í uppbyggingu fjölbreytts at- vinnulífs, ef við eigum að fylgj- ast með þróun og mannfjölgun og lifa áfram menningarlifi í land stefna inu. Þar sem við höfum orðið að byggja upp nútíma menningar þjóðfélag á síðustu þrem áratug um, er þess ekki að vænta, að við höfum aflögu eigið sparifé til þessara framkvæmda, né mun um eignast það í bráð. Við verð- um því að taka erlend lán, stór- lán, til alhliða uppbyggingar og veita erlendu einkafjármagni inn í landið með svipuðum kjörum og nágrannaþjóðir okkar, t. d. Norðmenn. Nauðsyn þessa er auðljós. Einar Benediktsson skýr- ir þetta bezt, þegar hann segir: En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé. Hér dugar ei minna. Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi tii fjalls. Framfarir í heiminum eru sv* stórstígar og um leið samkeppn- in um markaðina, að ef ekki er að gert, þá erum við orðnir á eftir nágrannaþjóðum okkar þeg ar á næstu fimm árum. Við verð- um því að gleyma gömlum for- dómum aldalangrar þrælkunar og vakna áður en það er um seinan. Efnahagslegt sjálfstæði er grundvöllur allra annarra rétt- inda, án þess er ekki um stjórn- málalegt sjálfstæði að ræða, nema að nafninu til. Skoðun þeirra, sem undir yfirskini þjóð- rækni mæla gegn skynsamlegri og nauðsynlegri erlendri fjárfest- ingu, er ekki aðeins úrelt og aft- urhaldssöm, heldur einmítt helzta hættan, sem að sjálfstæði okkar beinist. Við verðum því á þessu sviði sem öðrum að forð- ast hrokafullan, blindan þjóðern- isrembing og áróður í skjóli hans. Alþingi Við íslendingar höfum elzta löggjafarþing heimsins, Alþingi. Það og það eitt á að ráða lög- gjafarmálum okkar og þar eiga þingmenn samkvæmt stjórncu:- Framh. á bls. 23. & SÁLIN ÞAÐ SEM hver leiðtogi verður fyrst og fremst að kunna, er listin að stjórna sjálfum sér. Sá maður, sem vill vera leiðtogi, verður að bæla niður óþolinmæði sína og reiði. Hann hefur engan rétt til þess að krefj- ast hins ómögulega af undirmönnum sínum. Ef ritari inn segir: „Eg get ekki lokið þessu í dag“, þá reiðstu ekki. Spurðu sjálfan þig, hvort þú myndir hafa getað það. Ef ekki er hægt að breyta fyrirskipunum þínum, þá endurtaktu þær með góðvild. Reyndu að gera þér í hugarlund hugarástand þeirra, sem vinna hjá þér. Kannski gera þeir of mikið úr umkvörtunarefni sínu. En ef þeir álíta sig sæta ósanngjarnri meðferð, þá vinna þeir aldrei vel. Allir menn þarfnast réttlætis og hróss fyrir kostgæfni sína. Þú átt ekki aðeins að gefa sanngjarnar fyrirskip- anir, heldur verðurðu einnig að gefa þær skýrt og greinilega. Flestir menn skilja ekki það sem þeim er sagt. Eða, hafi þeir skilið það, þá gleyma þeir því undir eins. Þú munt segja að ég sé svartsýnn. Nei, ég er raunsýnn. Það er ekki nóg að gefa fyrirskipun. Maður verður að vera viss um að hún sé framkvæmd. Illgirni áhættunnar er takmarkalaus. Það er ávallt hið óvænta sem skeður. Þú sagðir elztu börnunum þínum að skilja það yngsta aldrei eftir í garðinum; g ef þú endurtekur það ekki á hverjum degi, verður J skipun þinni ekki framfylgt og hræðilegt óhapp getur '(£ komið fyrir. 3 Hlutverk þitt sem leiðtoga er að sjá allt fyrir. Þú ert samvizka og minni flokks þíns. Auðvitað verða v allir meðlimir flokksins með tímanum menn, sem þú « f getur treyst, vegna þess að þú hefur valið þá, einn v og einn. En myndun flokksins er þitt verk. Fullkom- z f inn flokkur, vanur háttum og siðum leiðtoga síns, er $ t ómetanlegur. S 3 Mikill leiðtogi þarf ekki að vera viðkunnanlegur (b maður. Hann hefur engan tíma til léttara hjals. — *)) 3 Þægilegir og viðkunnanlegir menn, sem hollorðir eru, g (C, hafa áhuga á öllu. Mikill leiðtogi hefur áhuga á starfi S) J sínu og mjög fáu öðru. Fastheldni hans og þrái getur “ ^ stundum verið ertandi. En vegna þess að hann heldur J áfram að reyna, nær hann árangri að lokum. Hann jf veit að hlutirnir eru erfiðir, en hann trúir því ekki v að þeir séu óframkvæmanlegir. Það er aðeins um f vinnu og hugrekki að ræða. Hinn mikli leiðtogi er mikill starfsmaður. Hann ^ 3 lætur ekki smámuni eða öfgafullar tilfinnngar snúa j ö athygli sinni frá höfuðstarfinu. Hann fórnar öllu til að ^ 3 ná því takmarki, sem er svo þýðingarmikið að það f t réttlæti hverja fórnfæringu. Yfirhershöfðingi á stríðs- *}) 3 tímum, .... maður á öðrum tímum, velur heldur hina (? ((, réttu menn til að vinna með sér, en nákomna vini 9) 3 sína. 1914 hækkaði Joffre marskálkur hershöfðingja (? ^ í tign, sem honum þótti innilega vænt um. Þeir sögðu o " að hann væri grimmur. Það var hann ekki, en strang- J leiki hans gerði sigurinn við Marne mögulegan. Á K erfiðum tímum þörfnumst við strangra leiðtoga. * ^Q^ö^Q=Kö^Q=^0^Q^ö^Q^ö^Q^ö^Q^ö^Qí=<6=“<Q==<ö=<Q=<ö=“«1=»<ö=<Q=<<í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.