Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 14

Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 14
14 MORCVNBL AÐ1Ð Fimmtudagur 30. marz 1961 v Úr Austur-Skagafiröi BÆ, Höfðaströnd, 24. man: — En þá er að mestu snjólaust og gott bílfæri um allar jarðir, en úti í Fljótum er þó mikil hálka á vegum. Er óvanalegt að þar skuli vera bilfært hvert sem fara skal. Veldur þar raunar nokkru að versti kaflinn, sem áður hefir verið frá Reykjarhóli að Haga- nesvík er nú orðinn vel vegaður Félagslíf er þar með mesta móti, Ungmennafélag sem lítið hefir starfað að undanförnu er nú risið upp og setur sinn svip á allt félagslíf sveitarinnar, enda veitir ekki af þar sem alltaf fæíkkar fólkinu. Fyrir 3 árum mun hafa verið þar búsett um 200 manns, en nú mun vera þar 178 og enn þá mun fækka, þar sem búizt er við að m. k. ein fjölskylda flytji burtu á næsta vorL • Skeiðafossvirkjun Skeiðafossvirkjun gefur Sigl- firðingum og Fljótamönnum ljós og hvers konar afl til heimilis- nota. I>að er ekki lítið atriði að þessar aflstöðvar geti svarað þeim kröftum, sem tii þeirra eru gerðar. Undanfarið hafa þeir á Slkeiðs fossi átt við mikla örðugleika að stríða vegna vatnsskorts. Hafa Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði hvað eftir annað þurft að hlaupa þar undir bagga, þegar orka hef ir ekki reynzt nægileg frá Skeiðs fossi. Nú undnfarið hafa þeir allt af verið að vonast eftir svo miklum hlákum að vatnið hsekk aði í Stífluvatni, en það hefur lækkað um 8 cxn á sólarhring nú undanfarið. • Lítið róið Eins og vanalegt er, er ekkert róið til fiskjar frá Haganesvík á þessum tíma og það má raunar eins segja um Hofsós að þar er efckert litið til sjávar niú nema lítillega átt við rauðmagaveiði, sem er stopul vegna sífelldra um- hleypinga, sem nú eru hér. Flest ir sjómenn eru líka á vertíð fyr ir sunnan, en þeir, sem heima eru, vinna að undirbúningi vor og sumarvertíðar, grásleppu- veiði, þorskanetaveiði, línuveiði, og skak. Fer nú vonandi eitthvað af þessum bjargráðum sjómann- anna hér að byrja. • Læknisleysi veldur áhyggjum Aðalumræðuefni og áhyggju- efni fólksins er læknisleysið. Fyrrverandi héraðslæknir okkar fór fyrirvaralaust héðan og sett ist að sem héraðslæknir á Stykk ishólmi. Erum við því læknis- laus nema ef leitað er til læknis á Sauðárkróki. Virðist það hálf ömurlegt á þessari framfaraöld að hafa aðeins einn héraðslækni í svona stóru héraði. En þessa sögu hafa víst fleiri að segja hér á landi þar sem mörg héruð eru víst læknislaus, en ósjálfrátt vekur það óhug hjá fólki, þegar dauðsfall vill til rétt eftir að læknirinn er farinn liéðan, en sem ef til vill hefði verið hægt að afstýra, ef til hns hefði náðst strax. Heilsufar er annars nokk- uð kvillasamt. • Nægar heybirgðir Það sem til er vitað er heilsu- far búpenings með bezta móti. Skoðun búpenings og heyja síðla vetrar eins og venja er, hefir enn ekki farið fram en eftir ásetningi í haust má búast við að heybirgðir séu á traustum grunni nú. Þó að sjálfsagt eigi eftir að koma hríðarskot þá verður þessi vetur talinn með ágætum góður og vonandj verð ur þetta áframhaldandi góðæri mönnum og málleysingjum til blessunar. — B. Árni Guð jónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæs tar éttarlögm en/j. Þórshamrj við Templarasund. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 Á annan í páskum verður íslenzki gamanleikurinn Allra meina urbæjarbíói. Hefst sýningin kl. 23,30. Meðfylgjandi mynd er af fram. — bót sýndur í þriðja sinn í Aust- leikurunum, sem þarna koma Áttræður á föstudag: Guðni Einarsson Landakoti á Vatnsleysuströnd HINN 31. þ.m. er Guðni Einars-1 son, Landakoti á Vatnsleysu- strönd, 80 ára. Guðni er Rang- æingur að ætt og uppruna og vandist snemma við öll störf til sjávar og sveita, eins og þau voru á þeim árum, sjósókn á opnum áraskipum í útverum í erfiðum lendingum og ferðalög um vegleysur og óbrúaðar ár. En við þessar aðstæður varð fólkið þrautseigt og duglegt og sigraðist ótrúlega á ýmsum erf- iðleikum. Guðni er einn þeirra sem það hafa gert í orði og verki. Guðni hóf búskap í Haga í Holtum og kvæntist þá Guð- finnu Loftsdóttur, myndar- og l dugnaðarkonu og höfðu þau all stórt bú. Þau eignuðust fjögur böm, Eyrúnu, Guðmundu, Lilju og Jón, sem öll eru búsett í Reykjavík. Guðfinna kona Guðna var heilsulítil og það mun hafa flýtt fyrir því að þau fluttu til Reykjavíkur og þar missti Guðni sína ágætu konu og voru börnin þá enn á æsku- skeiði. Ekki mun Guðna hafa líkað allskostar vel í Reykja- vík, því þá kaupir hann jörð suður á Vatnsleysuströnd, Landa kot og flytur þangað árið 1927 og hóf búskap til sjós og lands. Nokkru síðar kvæntist Guðni Guðríði Andrésdóttur, fósturdótt FÉLAGSGARÐUR K.K.-sextettinn leikur í Félagsgarði í Kjós á annan páskadag frá kl. 9. Söngvarar með hljómsveitinni DÍANA MAGNÚSDÓTTIR Og HARALD G. HARALDS. Sætaferðir frá B.S.Í. og Þ.Þ.Þ. á á Akranesi kl. 9. ir þeirra merku Þórustaða- hjóna Steinunnar Helgadóttur og Eyjólfs Jónssonar og fór, hjónavígslan fram á gullbrúð- kaupsdegi Steinunnar og Eyj- ólfs. Guðríður er góð kona og mikilhæf, þau eiga tvö börn, Margréti, lækni, er vinnur við tilrauna- og rannsóknastofuna ái Keldum, og Eyjólf bónda I Landakoti, sem kvæntur er Helgu Magnúsdóttur. Guðni var um mörg ár hrepp- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps og hafði einnig póstafgreiðslu o@ organisti var hann við Kálfa- tjarnarkirkju um nokkur ár. Öll störf hefur Guðni af hendi leyst með vandvirkni og trúmennsku. Mjög eru þau hjóni Guðríður og Guðni, gestrisin og góð heim að sækja, vinsæl og hjálpsöm. Guðni er starfsmaður mikill, bæði til sjávar og land- verka og vinnur ennþá svo, sem orka leyfir, en af búskap hafa þau hjón látið og sonur og tengdadóttir tekið við. Ég þakka Guðna fyrir langt og gott ssamstarf í þágu sveitar og sóknar og góðs nágranna. Ég óska honum til hamingju með afmælið og bið honum, konu hans og börnum allrar bless- unar. Erlendur Magnússon, Kálfatjörn. • • Ollu velt um í stjórn Rúmeníu VÍNARBORG, 21. marz. (Reut- er). — Útvarpið í Búkarest til- kynnir að í dag gangi skyndi- lega í gildi veigámiklar breyt- ingar á æðstu stjórn landsins. Eru að bæði stjómskipulegar breytingar og tilfærslur á mönni um í æðstu valdastöðum. Breyt ingamar virðast þýða aukin völd fyrir Gheorghe Cheorghiu Dej, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks landsins, — og virðist það verða á kostnað helzta keppi- nautar hans Chivu Stoica. Stjómlagabreytingarnar eru aðallega fólgnar í því að myncl að er nýtt ríkisráð með forseta, þremur varaforsetum og 13 meS limum öðrum. Ráðið virðist hafa alræðisvöld. Það getur t. d, sagt öðrum ríkjum stríð á hend- ur. Gheorghiu Dej var kosinn for seti ráðsins og mun þar með teljast þjóðhöfðingi, en jafn- framt vera valdamesti maður Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.