Morgunblaðið - 30.03.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.03.1961, Qupperneq 20
' 20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 ■ DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 20 Mikið vatn var til sjávar runnið síðan ástarævintýrið þeirra átti sér stað — þetta sem hún hafði verið svo heimsk að láta að engu verða! — Hvað er þetta, sem er í ólagi, Janet? Nigel hefur ekki sagt mér neitt nánar frá því í smáatriðum, heldur aðeins það, að mamma þín væri andvíg gift- ingu ykkar. Er það af því að faenni þykf þú of ung? — Já, það lætur hún í veðri vaka, en það er bara alls ekki sú sanna ástæða. Janet hallaði sér í áttin til Cynthiu. — Eg skyldi kæra mig kollóttan, ef ekki væri annað í veginum. Þá skyldi ég bara segja, að það væri eins og hver önnur vitleysa, og giftast Nigel, eins og ekkert væri, hvað sem hún segð; — Já, en góða mín, þú verð- ur að giftast honum. Ég skil ekki, að nein ástæða geti verið til að hætta við það. Ég á við, engin ástæða, sem ekki er hægt að sigrast á. — Ég er hrædd um, að henn- ar ástæða sé ek’ki svo auðveld viðfangs. Það er í sambandi við paba. Janet hikaði. Hún var svo handgengin Cynthiu, að hún hefði geta sagt henni favaða leyndarmál sem vera skyldi — nema eitt. Hún faafði aldrei sagt henni, að foreldrum hennar kæmi illa saman. Það hafði 'henni fundizt vanþakklæti af sér, og auk þess hafði aldrei Stúlka óskast Veitingahús úti á landi óskar að ráða tstúlku til starfa nú þegar eða frá næstu mánaðamótum. Hátt kaup. Fríar ferðir. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Norður — 1347“. Lögfrœoingur óskast sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu, með möguleika á að verða meðeigandi. Laun eftir sam- komulagi. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 3. apríl n.k. merkt: „Lögmaður — 1616“. Keflvíkiiigar Keflvíkingar Verð stödd í bænum skírdag og föstudaginn langa. Til viðtals að Hafnargötu 64. INGIBJÖRG INGVARS frá Siglufirði. gefizt tilefni til þess að fara að opinbera það. Og auk þess hafði Cynthia aldrei verið neitt forvitin um foreldra hennar — meira að segja ha'fði henni beinlínis fund- izt hún enga löngun hafa til að tala um þau. En nú var Janet, áður en en sjálf vissi af, farin að segja henni alla söguna, eins og hún lagði sig, allt upp til gærkvölds- ins, þegar hún hafði gengið á pabba sinn að segja sér, hvort hann mundi yfirgefa mömmu hennar, ef til þess kæmi, að hún gifti sig. — Og ætlaði hann svo það, Janet? — Nei. Hann sagðist að minnsta kosti aldrei ætla að gera það. Annars dró hann það við sig að gefa mér beint svar og fór undan í flæmingi. Æ, góða mín, hvað á ég að gera? Nú hef ég orðið svo nauman tíma. Nigel er að fara vestur eftir nokkrar vikur. Segðu mér nú: Mundir þú giftast honum, ef þú værir á mín um aldri og í mínum sporum? Cynthia hikaði dálítið við svona ákveðna spurningu. Að hún skyldi lögð fyrir hana, og það af dóttur Philips! Árin liðu til baka og hún var komin á aldur Janets. Hún sá þau saman á þessum friðsæla stað á Con- nemaraströndinni, þar sem hann grátbað hana að giftast sér. Oft hafði hún á næstu árunum á eftir furðað sig á því, hvernig hún gat neitað honum, jafnheitt og hún hafði elskað hann. Og vitað, að hans tilfinningar voru engu síður heitar. En hitt vissi hún eins vel, að eins og þá stóð á, gat hún ekki annað en vísað honum á bug — þá gat hún ekki farið að gifta sig. Mamma henn- ar hafðj gert þær kröfur til henn ar. Kaupið hennar nægði handa þeim báðum. Og jafnvel þótt Philip hefði stungið upp á, að þau tækju móður hennar í heim- ilið, eftir að þau væru gift, var henni Ijóst, að það hefði aldrei getað blessazt. Sumar mæður gátu þegjandi og hljóðalaust komið inn í heimili nýgiftrar dóttur sinnar, án þess að það þyrfti að valda neinum árekstr- um, en bara ekki hennar móðir. Þess vegna faafði hún vísað hon- um á bug, með harm í fajarta, enda þótt hún hefði verið að því komin . á skilnaðarstund þeirra að hlaupa á eftir honum og kalla hann aftur og segja, að hún gæti aldreí afborið að þurfa að skilja við hann. En hún hafði stillt sig. Það var ekki fyrr en ári seinna, þegar móðir hennar var dáin, að hún hafði reynt að ná sambandi við hann. Hún fann nafnið hans í símaskránni, og konurödd svaraði í símann: — Hver er þar? Það er frú Wells, sem talar. Hún hafði flýtt sér að afsaka sig. Sagðist hafa fengið skakkt númer. Við sjálfa sig hafði hún sagt, að þetta væri ekkj annað eða meira en hún ætti skilið. Hún hafði átt sitt tækifæri og glatað því. Frá þeim degi reyndi hún að útrýma honum úr huga sínum, en það hafði bara aldrei tekizt. Og svo, fyrir nokkrum mán- uðum, hafði Lucille le Bayonne sagt við faana: „Þú verður að sjá litlu ensku stúlkuna, sem býr hjá mér. Hún er indæl og ég veit, að þér geðjast vel að henni. Þannig faafði hún hitt Janet og komizt að því, að hún hét Janet Wells. Og hún var ekki lengi að uppgötva, að Philip Wells var faðir hennar. Hún hafðj oft hugsað um það síðan, hvort það hafi nú verið þess vegna, að Janet vakti svo mjög áhuga hennar, þrátt fyrir miseldri þeirra. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að það gæti e'kki verið. Henni hafði farið að þykja vænt um Janet, eingöngu sjálfrar hennar vegna .... en þó hafði hún nú aldrei verið viss um, að þetta væri alls kostar satt. Hefði hún ekki verið dóttir Philips, hefði hún vafa- laust kunnað vel við hana á Skáldið og mamma litla 1) Nei, góða kvöldið, tengda- mamma . . . kemur þú í heimsókn á þessum tíma sólarhrings? 2) Mafflma litla. Hver heldurðu að sé komin til þess að vera okkur til skemmtunar . . . 3) ... síðustu þrjá stundar- fjórðungana áður en við förum að sofa. a r L ú ó — Allt 1 lagi Markús .... Hvað er það sem þú vilt tal um? Láttu okkur heyra! Þú samþykktir að læknir- inn yrði hér og hann er ekki kominn! — Þú ert með undanrögð! Ef þú ert ekki algjörlega huglaus, búðu þig þá ’indir að verja þig! sama hátt og svo margar aðrar ungar stúlkur, sem hún kynntist. En afstaðan til Janet varð dálít ið sérstök, vegna faðernis henn- ar. Hefðu þau nú gifzt, væri dótt ir þeirra líklega á sarna aldri og Janet. Henni leið oft illa við þá faugsun, er hún minnist þess, sem hún hafði misst af. Að minnsta kosti hafði Philip vegn að betur en henni. Hans líf hafði e'kki verið tómt og árangurs- laust. Allt þangað til í dag, að Janet hafði sagt henni af sam- komulagi þeirra hjóna, hafði hún haldið, að Philip væri allra manna hamingjusamastur. En hvernig orkaði þetta ósam komulag þeirra á hana sjálfa? Vitanlega varðaði hana ekkerí um það, eða ætti ekki að gera. Hún hafði hvort sem var ek'kert samband haft við Philip árum saman. Og engin ástæða til að halda, að á því yrði nein breyt- ing. En hún vildi bara ekki, að eins færi fyrir þessari dóttur Philips, sem henni var farið að þykja svo vænt um; að hún færi að gera sömu vitleysuna og hún sjálf hafði forðum gert. o — Segðu mér, favað þú myndir gera, Cynthia, endurtók Janet. — Ég held, að með núverandi lífsreynslu minni, mundi ég gif-t ast Nigel. • ú — Hvað getur gert þig svona vissa um það? — Ég tel það vera rangt að vera nokkuð að fórna sér. Bf þú lætur móðuT þína spilla þessu) hjónabandi þínu, getur það lagt allt þitt líf í rúst. Og Nigela líka, ef til vill. Þið eruð mjög ástfangin. Ég veit það náttúr- lega ekki eins um hann, en býsf við að honum sé eins farið og þér. Ef svo er, þá er þetta fyrsta ást ykkar beggja. Og ekkert er eins og fyrsta ástin, trúðu mér til, Janet, ég veit hvað ég er að segja. Nú kom Janet með spurning- una, sem hún hafði aldrei þorað að ympra á fyrr: — Þú hefuaf þá líka átt þína fyrstu ást? — Ja-á. A — Hvers vegna giftistu hon- um ekki? — Vegna hennar mömmit minnar. Það stóð öðruvísi á hjá mér en þér, en ef þú giftist ekki Nigel, verður útkoman sú sama hjá okkur báðum. Þú iðrast þess til dauðadags, væna mín. Janet sagði í örvæntingu sinni: — Ó, ég veit ekki, hvað ég á að gera. Ég var að vona, að þú segir mér það. En nú, þegar þú ert búin að því, hvers vegna er ég þá svona þver? Er það eintóm til'finningasemi? Ég faeld ekki. Ég er ekki viss um, nema það sé að nokkru leyti eig* ingirni. Eða hræðsla. Ég held ekki, að nokkur mánneskja geti ’keypt hamingju sína fyrir ann- ars manns hamingju. — Mér finnst aðalgallinn, að þú skulir ekki vita hvað þú vilt. Mér finnst þú eigir að gera eins og ég segi, hverjar sem af- leiðingamar verða. — Þú þekkir ekki pabba Eða mömmu. Stundum finnst mér ég gæti ekki neitt álasað honum þó að hann færi frá henni. — Nú, hvað þá .... ^ — En það er ek'ki að öllu leyti henni að kenna. Ég er al« veg hárviss um, að hún getur ekki verið öðruvísi en hún er, Ef hún bara væri hamingjusam- ari, væri allt öðruvísi. Og ég vill ekkj bera ábyrgðina á því, ef hann skyldi fara frá .... Hún hristi höfuðið. — Æ, bara að ekki væri sífellt þessi ófriður milli þeirra. — Hefur það alltaf verið svona? — Allan þann tíma, sem ég get munað. Og það er svo leiðin legt. Og það er ekki eins og nokkur annar sé í spilinu, held ég, að ég geti fullyrt. Ef annar maður væri með mömmu eða önnur kona með pabbia, vsará þetta strax skiljanlegra. Nei, ég held bara að þetta stafi af því,, hvað þau eru óskaplík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.