Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 1
24 síðut 48. árgangur 75. tbl. — Miðvikudagur 5. apríl 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Vopnahlé í Laos næstu daga? 'AF fregnum úr ýmsum átt- um í gær mátti ráða, að bú- est mætti við vopnahléi í Hiaos alveg á næstunni — jafnvel innan tveggja sólar- liringa, sagði bandaríska út- varpsstöðin „Voice of Amer- íca“. Engin staðfesting ligg- ur þó fyrir frá neinum óbyrgum aðila um þetta. jfc Rússar samþykkir Bretum? í fréttastofufregnum í gær- Ikvöldi sagði, að sovétstjórnin tiafi óformlega gefið í skyn, að iiún samþykki að mestu þá tíma áætlun um aðgerðir í Laos-mál- tnu, sem sett var fram í brezku tillögunum á dögunum, en í svari BÍnu við þeim lagði sovétstjórnin megináherzlu á fund 14 ríkja um Laos, en gat þess ekki sérstak- Forsetinn heimsœkir Kanada RÍKISSTJÓRN Kanada hefur boð ið forseta Islands að koma til Kanada í opinbera heimsókn í september mánuði n.k., og hefur forseti þekkzt boðið. Hann mun gafnframt heimsækja Manitóba sem gestur fylkisstjórnarinnar þar. Að lokinni hinni opinberu heim sókn mun forsetinn heimsækja helztu íslendingabyggðir í Mani- toba og vestur-Kanada. Kínverjar sleppa banda- rískum fanga PBKING, 4. aprfl. (Reuter) — Sextugur Bandaríkjamaður Robert McCann, sem setið hef ir í fangelsi í Tientsin í Norð ur-Kína síðan 1951, var látinn laus í gær og er nú á leið heim til Bandaríkjanna, um Hong Kong. Árið 1951 var McCann dæmdur í 15 ára fangelsi, sakaður um njósnir. Hann er niú fársjúkur af lungnakrabba, og kom kona hans fyrir skömmu til Kína til þess að biðja yfirvöldin að leysa hann úr haldi. — í gær lýstu kínversk stjórnvöld því svo yfir, að orðið hefði verið við beiðni konunnar — „af mannúðarástæðum“. ★ Kona McCanns ræddi við fréttamenn í Peking í dag og átti tæpast orð til að lýsa gleði sinni yfir frelsi eiginmanns- ins — en hún hefir ekki feng- ið að sjá hann 1948. — Eru nú fjórir bandarískir borgarar enn í haldi í Kína, tveir dæmd ir til lífstíðarfangelsis og aðrir tveir til 20 ára fangavistar. I lega, hvort áður skyldi komið á vopnahléi í landinu, eins og Bret ar og Bandaríkjamenn hafa lagt áherzlu á. — Sagði í fréttum þessurn, að varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, Kuznetsov, hatfi geíið sendiherra Brela í Moskvu, Sir Frank Roberts, það í sk.yn á mánudag, að stjórn sín mundi fallast á það sjónarmið, að fyrst skyldi tryggja vopnahlé, áður en 14 ríkja ráðstefnan hæfist. ★ Bjartsýni Þá sagði og í fréttum í gær, að varaforsætisráðherra Kína hafi lýst yfir eindregnum stuðn- ingi Pekingstjórnarinnar við svar Rússa tl Breta — það sé í hin- um rétta anda, er nauðsynlegur sé til lausnar málinu. Einnig er sagt, að varaforsætisráðherra og varnarmálaráðherra Vientiane- stjónarinnar í Laos, hinn hægri sinnaði Nosavan hershöfðingi, hatfi lýst yfir ánægju með rúss- nesku tillögurnar í megindrátt- um. — Yfirleitt kom fram nokk ur bjartsýni í fréttunum í gær á það, að lausn Laosmálsins væri nú skammt undan. Fyrsta togarasalan í Bretlandi gekk vel — en yfirmönnum á brezkum tog- | urum er heiff i hamsi og hófa Iverkföllum. Togaraeigendur hyggjasf \ ' sfanda v/ð skuldbindingar sinar 1 I GÆR landaði íslenzkur togari afla í brezkri höfn í fyrsta sinn eftir að samkomulag náðist í hinni iangvinnu fiskveiðideilu Breta og íslendinga. — Það var Kveldúlfstogarinn Egill Skallagrímsson, sem landaði í Hull 199 tonnum af ágætum fiski, og seldist aflinn á 14.049 sterlingspund, sem er ágætisverð. -A Þar sem ýmsir brezkir togaramenn hafa haft í hótunum um að grípa til róttækra aðgerða, ef íslenzk skip tækju nú að Ianda í Bretlandi, rikti allmikil eftirvænting í sambandi við komu Egils til Hull, og reyndi Mbl. bví að afla sér sem gleggstra frétta af móttökunum. M.a. átti blaðið tal við Þórarin Olgeirsson, sem kvaðst ekki vita annað en löndunin hefði gengið vel og árekstralaust. Hins vegar væri mikill hiti í yfirmönnum á togur- um, og þó enn frekar í Grimsby, og teldi hann því nauðsynlegt að fara sem hægast í sakirnar um landanir í Bretlandi, meðan öldurnar sé að Iægja. Yfirmenn á togurum í Hull greiða nú atkvæði um það, hvort þeir skuli svara fisklönd- unum islendinga með verkfalli, en úrslit þeirrar atkvæða- greiðslu verða vart kunn í bili. — Hins vegar kvaðst Dennis Welch, formaður yfirmannafé- lagsins í Grimsby, í gær hafa tjáð togaraeigendum, að ef Ak- ureyrartogarinn Svalbakur landi þar á fimmtudag, eins og fyrir- hugað er, muni yfirmenn fara í verkfall og allir Grimsbytogarar verða stöðvaðir umsvifalaust. • „Fara ber gætilega" Þórarinn Olgeirsson sagði í símtalinu í gær, að hann teldi I Vetrarleg er hún þessi mynd, sem Ólafur K. Magnússon tók suður við Tjöm í gærdag. — Öndin kúrir á snjódyngjunni og mænir á bera hrísluna. E. t. v. man hún hana allaufg aða sl. sumar? ekki ráðlegt að láta fleiri en. einn eða tvo íslenzka togara landa á viku í hvorri höfninni, Grimsby og Hull, nú til að byrja með, — og að helzt þyrfti að stilla svo til, að ís- lenzku skipin væru á ferðinni, pegar ekki kæmu mjög margir heimatogarar til löndunar —- Framh. á bls. 23. Fréttir frá páskum HÉR Á EFTIR verður drepið örfáum orðum á þær fréttir af erlendum vettvangi, sem helztar má telja frá því blaðið kom síð- ast út, á skírdag (30. marz). ★ 30. marz. — Samþykkt á Alls- herjarþingi SÞ, að tillögum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, að fresta afvopnunarviðræðum á þinginu þar til næsta hausk Varnarmálaráðuneytið í Wash- ington tilkynnir, að áformað sé að leggja niður 21 bækistöð þess erlendis, í sparnaðarskyni. Er ráðstöfunin talin spara um 100 millj. dala útgjöld árlega, en um 19.000 manns starfa í umræddum stöðvum. Ekki hefir verið upp- lýst, í hvaða löndum þær eru — aðeins, að þær séu í 8 löndum. ★ 31. marz. — Camille Blanc, frönsk frelsishetja frá styrjald- arárunum, en siðustu árin borg- arstjóri í bænum Evian-les Bains, þar sem fyrirhugaðar eru „friðarviðræður“ alsírsku útlaga stjórnarinnar og Frakka, var myrtur í morgun. Tveim heima- gerðum sprengjum hafði verið Frh. á bls. 2 Fallhlífolið til Laos? Vientiane, Laos, 4. apríl. — (Reuter) — FORFMÆLENDUR stjórn- arhersins í Vientiane skýrðu svo frá í dag, að í gær hefðu fjórar rússriesk- ar flugvélar af Illjusín- gerð sett niður um 300 fallhlífahermenn frá N- Vietnam, 9—10 km norð- ur af Vang Vieng, sem er aðalvígi stjórnarhersins við þjóðveginn milli Vi- entiane* og konungsborgar- innar Luang Prabang. Ekki hefir reynzt unnt að fá þessar fréttir örugg- lega staðfestar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.