Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBtAÐlÐ MiðviKudagur 5. apríl 1961 ankerspil. Þá er í skipinu vökva- knúinn sleí- eða togkrókur, mjög fullkominn. Er slíkt alger nýjung hér á landi. „Lóðsinn“ á siglingu við Vestmannaeyjar í gær. Nýr hafnsögubátur til Vestmannaeyja f GÆR kom til Vestmannaeyja nýr hafnar- og dráttarbátur af nýjustu og fullkomnustu gerð frá Norðanáhlaup við Djúp. PÚFUM, N.-ísaf,, 28. marz. — Laugardaginn 25. þ.m. um kl. 10 til 11 fyrir hádegi gerði eitt versta norðanáhlaup, sem hér hefur lengi komið. Margir bændur voru búnir að láta féð út á haga og lentu í hinum mestu erfiðleikum við að ná því í hús. Það tókst þó yfirleitt, en ekki fyrr en seint um daginn sums staðar. Verst fór hjá Rafni Vigfússyni, bónda á Hafnardal. Hann var úti hjá fé sínu í sex klst. til varnar því, að það færi í sjóinn. Stóð hann allan timann yfir því og átti fullt í fangi með að missa það ekki, því að stórviðri var og svartabylur, og ekkert afdrep, þar sem féð var. Þó tókst hon- um að bjarga meginhluta þess og koma því í hús um nóttina, en nokkrar kindur missti hann. — P. P. Vestur-Þýzkalandi. Hefur hafn- sögubátnum verið valið nafnið LÓÐSINN. Skipið reyndist í alla staði ágætlega á uppsiglingunni, þótt það hreppti hið versta veður. Skorti klukkustund upp á, að heimsiglingin tæki fimm sólar- hringa. Fyrir tæpu ári síðan, eða 21. apríl 1960, undirritaði Jón f. Sig- urðsson, hafnsögumaður, f. h. Hafnarsjóðs Vestmannaeyja, sem) um hafnsögu- og dráttarbát fyrir Vestmannaeyjahöfn við skipa- smíðastöð Ernst Menzer í Geest- haoht við Saxelfi. Teikningu og útboðslýsingu gerði Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri. Lýsing skipsins. Skipið er 70 brúttó-tonn. Það er 22,30 metra langt, 6,60 metra breitt og 2,90 á dýpt. Aðal aflvél skipsing er 500 ha. Deutz-dieselvél. Ljósavél er ein og vél til að knýja dælur, t.d. við slökkvistarf og við að dæla sjó úr skipum við björgun. Ein 6 tonna vökvadrifin tog- -K Skipið er búið sjálfstýringu, ratsjá, miðunarstöð og talstöð. Enn fremur eru ýmisskonar björg unartæki af nýjustu gerð þar um borð. Björgunarfélag Vestmannaeyja gaf í skipið ratsjá, miðunarstöð og talstöð. Slysavarnafélagið Eykyndill gaf ýmis björgunartæki. Gang- hraði s'kipsins í reynsluferð var 10,5 sjóm. Skipið er sérlega vand að að allri smíði og útbúnaði og hefir reynzt mjög vel á leiðinni heim. Skipstjóri á heimsiglingu var Tryggvi Blöndal, fyrsti vélstjóri Erlendur Friðrik Ólafsson, stýri maður Einar Sveinn Jóhannesson og 2. vélstjóri Jón í. Sigurðsson- Eigandi skipsins er HafnarsjóS ur Vestmannaeyja, eins og fyr» segir. er eigandi bátsins, smíðasamning vinda er í skipinu og vökvadrifið Þessir sigldu „Lóffsinum" upp til Islands (frá vinstrl): Jón 1. Sigurffsson, hafnsögumaffur, 2. vélstjóri, Erlendur Friffrik Ól- afsson, 1. vélstjóri, Tryggvi Blöndal, skipstjóri, og Einar Sveinn Jóhannesson, stýrimaður. Dufl á reki? LANDHELGISGÆZLAN sendi út aðvörun í fyrradag til skipa um að sézt hefði á reki stór hlutur, sem gæti verið dufl, djúpt út af Húnaflóa, austan við Strandagrunn. Mun hlutur þessi hafa sézt frá brezkum togara. í gær höfðu Landhelgis- gæzlunni ekki borizt neinar nán ari upplýsingar um rekald þetta. * Fjórir aldursflokkar „bíó barna“ í miðvikudagsblaðinu í síð- ustu viku var ofurlítið rætt um ung börn og bíóferðir. í skýrslu um þetta efni í „Courier", blaði sem UNESCO Menningar- og fræðslustofn- un Sameinuðu þjóðanna gefur út, er fjallað um rannsóknir, sem gerðar hafa verið á áhrif um kvikmynda á börn. „Bíó börnunum“ er skipt í fjóra aldursflokka. Upp að sjö ára aldri eru börn talin nei- kvæðir bíógestir: flestir þeir sem rannsakað hafa þessi mál teija að börn eigi alls ekki að sjá kvikmyndir fyrr en þau eru sjö ára gömul — að minnsta kosti ekki nema í fylgd með ábyrgum fullorðn- um aðilum. Sambandið milli hugarburðar og raunveruleika er blátt áfram alltof losara- legt til þess ennþá. • Hrseða lítil börn T. d. hefur dönsk kona, Ellen Siersted rannsakað áhrif kvikmynda á börn á barnaheimilum, með hjálp Ijósmyndara. Voru viðbrögð barnanna mynduð, án þess að þau vissu af, meðan þau horfðu á ákveðnar myndir. Það kom í ljós, að margar teiknimyndir og Tarzanmynd- ir hræða lítil börn. Sum grétu og reyndu að komast út (þ.e.a.s. þau sem voru frjáls- legast uppalin þorðu að gefa tilfinningum sínum lausan tauminn), önnur fengu maga- pínu, náðu varla andanum og fengu hitasóttareinkenni, og í þriðja lagi skýrðu foreldrar frá því, að allt upp í hálft ár á eftir hafi börnin verið myrkfælin og „séð myndir úr kvikmyndinni", þegar þau áttu að fara að sofa. Þetta voru sömu börnin, sem lýstu því yfir að myndin hefði verið skemmtileg og vildu alls ekki viðurkenna að þau hefðu orðið hrædd. Aftur á móti sýndu myndir, sem teknar voru af FERDINAIMP Copyright P. I. B,, Bo* 6 Copenhagen börnum meðan þau höfðu dýramyndina „Barnaheimili rándýranna“ og tékknesku brúðumyndina „Jóladraumur“ aðeins glaðleg og róleg börn, sem ekki sáust á nein hræðslu merki. k • Fara að skilja máliS Næsti aldursflokkur er tal- inn 7—12 ára. Það er „Robin- son-aldurinn“, þegar „þykjast- leikirnir“ verða meira og meira að víkja fyrir spenn- andi atburðum í lífinu. Börn- in kynnast veröldinni eins og hún er og geta tekið hlutlausa afstöðu til myndarinnar og fylgt efnisþræðinum. Kvikmyndahúsin hafa þó fyrst höfuðþýðingu á unglings árunum þegar fer saman hrað- ur þroski og mikil spenna milli barnsins og umhverfis- ins. T.il eru sálfræðingar, sem vilja telja áhrif kvikmyndanna á þessum aldri á borð við áhrif heimilanna og skólanna. Ekki aðeins af því að á þeim aldri verða krakkarnir svo æstir í kvikmyndir, heldur af því að þá fyrst „skilja þau málið“, eins og það er orðað. Fjórði og seinasti aldurs- flokkurinn á að byrja við 16—17 ára aldurinn, þegar áhuginn fyrir kvikmyndum stendur í nánu samibandi við löngunina til að þrengja sér inn í hinn dularfulla heim full orðna fólksins. Ekki verður farið hér lengra út í hinar mörgu skýrslur um þetta efni, sem UNESCO hefur safnað. En í lokin er látin í ljós ósk um að tilsögn í „kvikmyndamáli“ verði í ríkara mæli gerð að kennslugrein í skólunum en hingað til. Nú þegar er það gert í nokkrum löndum, með Bandaríkin og Sovétríkin í broddi fylkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.