Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐ1B Miðvik'udagur 5. apríl 1961 BLAÐINU hefur borizt þessi mynd frá Sovézka sendiráð- inu, og er hún af söngkór öld- unga í ríkinu Abkhazia í Suður-Rússlandi. Myndinni fylgdu þessar upplýsingar: í þessu ríki er sagt algengt að menn nái mjög háum aldri og finnast þar margir, sem eru meira en 100 ára. Einn þeirra, Kvikmynd úr Eyjafirði NYLEGA var haldinn aðalfundur hjá Eyfirðingafélaginu í Reykja- vík. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir auknum framgangi fé lagsins sem bezt mætti verða með framkvæmdum á hinum ýmsu á- hugamálum félagsins. Var í því sambandi samþykkt að hef ja und irbúning að töku kvikmyndar úr Eyjafirði, sem gæti verið til fróð- leiks og ánægju í nútíð og fram- tíð. I>á var og sú nýbreytni upp tekin, að kjörin var sjö manna nefnd, sem starfa á í samráði við stjórnina. Sjömenningar þessir eru kjörnir með hliðsjón af hin- um mörgu sveitum sýslunnar og er hver og einn kjörinn sem full- trúi sinnar sveitar. Oft hefur ver- ið um það rætt, hve nauðsynlegt væri að komið yrði á fót byggða- safni fyrir héraðið, og að félag- ið styddi þá framkvæmd eftir getu. Nýlega flutti Snorri Sigfús- son fyrrum námsstjóri erindi um Vngmennosamband A-Hún 50 óra Heldur Húnavöku 3-9 apríl Sovétöldungar samyrkjubóndinn Anton Pilia, grannur maður með fjaður- magnað göngulag, lítur út fyrir að vera miklu yngri, en hann er í raun og veru, en aldur hans er 122 ár. Hann býr í Likhni, dásamlegum stað við Svarta hafið, og hefur stál minni t. d. man hann greini- lega eftir bændauppreisninni í Abkhazia, sem gerð var 1866. Þessi 122 ára gamli maður er í félagi manna, sem hafa náð 100 ára aldri og formaður ráðs hinna elztu. Hinir 85 ára gömlu Higu Kamila og Sinat Jenia og Dugu Gumba og Skutu Saman zia, sem eru 90 ára, taka virk- an þátt í félagslífinu og eru framarlega í röðum þjóðsagna þula. Allir þessir öldruðu menn eiga stórar fjölskyldur, hópa af barna- og bamabarna börnum, og þegar litið er á þá svona sterkbyggða og ung- lega, er erfitt að trúa því hve aldur þeirra er hár. Yousif Tania og Higu Tark- ulu. sem búa i þorpinu Durips eru meira en 100 ára og formaður ráðs hinna elztu Darmi Tarba er rúmlega ní- ræður: elzt er þó Hamida Hachba, húsmóðir, sem er 155 ára. Hinn 122 ára gamli Anton Piiia, samyrkjubóndi í Likhni segir: „Við hljótum öll að lifa 100 ár, því að hið nýja líf, sem við urðum aðnjótandi fyrir 43 árum, þegar sovét- stjórnin komst á, lætur menn ekki eldast. Það færði þeim hamingju, góða ævidaga og langlífi". (!) BLÖNDUÓSI, 21. marz — Hér- aðsþing Ungmennasambands Austur- Húnvetninga var haldið á Blönduósi, sunnudaginn 18. marz. Sátu það 26 fulltrúar frá % 9 sambandsfélögum. Kosnir voru í stjóm sambandsins Ingvar Jóns son, Höfðakaupstað, formaður, Stefán Jónsson Kagaðarhóli, rit- ari og Pétur Sigurðsson, Skeggs- stöðum, gjaldkeri. Á næsta ári eru 50 ár liðin frá stofnun sambandsins og var ákveðið að minnast þess með því að rita sögu sambandsins. Þá var ákveðið að sambandið réði til sín íþróttakennara að vori, stæði fyr- ir íþrótta- og héraðsmóti á Blönduósi 17. júnj og tæki þátt í landsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Laugum í Reykjadal að sumri. Snorri Arnfinnsson fyrr- verandi formaður sambandsins, var gerður að heiðursfélaga þess. Guðlaugu Steingrknsdóttur á Móbergi í Langadal var veitt sérstök heiðursviðurkenning fyr ir mörg og mikil íþróttaafrek unnin á síðast liðnu ári. Mörg fleiri mál voru rædd og sam- þykktir gerðar. þetta á samkomu hjá félaginu, skýrði frá hvar málum væri kom- ið í því efni og hvatti félagið til liðveizlu. Fundurinn kaus tvo rnenn til athugunar á þessu merka máli, og skulu þeir gera tillögur á hvern hátt félagið gæti veitt því lið. Menn þessir eru Sofanías Jónsson og Kristján Karlsson. Á fundinum kom einnig fram áhugi um stofnun barna og ung- lingadeildar á vegum félagsins, sem starfa skyldi með líku sniði og unglingadeildir æskulýðsráðs. Stjórn félagsins var öll endurkjör in. Hana skipa: Sigurður H. Þórð arson, form.; Jóhann Kristjáns- son, gjaldk.; Bjöm Halldórsson, ritari og meðstjórnendur: Frið- rika Júlíusdóttir og Jónheiður Nielsdóttir. Fátt er svo með öllu illt „Fátt er svo með öllu illt, aM ekki boði nokkuð gott“, — og „Oft má víti til varnaðar verða". Margir eru þeir íslenzku mála hættirnir, sem styrka stoð eiga í veruleikanum og við geta átt í viðburðum daglegs lifs. Því komu mér þessir málshætl ir í hug, er umferða-slysið varS nýlega á vegamótum Suðurlanda brautar og Langholtsvegar, — er maður á bifhjóli barg nauðu- lega lífinu, er hann skauzt milll tveggja bifreiða og snart báðar harkalega, — nær samtimis. Skal ég nú gera grein fyrir, hvernig ég tel að við, sem vél- knúnum farartækjum stjórnum, eigum að láta „víti“ þetta til varnaðar verða: Við ættum all- ir sem einn, að taka upp þá reglu að hægja tímanlega á „reiðskjót- anum“, þegar við komum að að- albraut, það tefur okkur ekkert, en kemur í veg fyrir truflun og óþægindi hjá þeim, sem mega og eiga að fylgja umferðar- straumnum áfram, óhindraðir. Hljóta flestir ökumenn að hafa fundið til óþæginda af svona hugsunarleysi, en þó varla þeir, sem jafnan halda nær óskert- um hraða, þar til þeir koma al- veg að aðalbrautinni sjálfrri, svo þeir rétthærri geta aldrei treyst því, að hinir stanzi. Ég hef svo lengi verið að von ast eftir áminningu í þessa átt, frá Slysavarnarfélagi eða lö?- reglu (sem getur vitanl. hafa farið fram hjá mér), að ég vil ekki sleppa þessu tækifæri til að mirma á, hver voði getur staf að af óaðgæðzlu, þegar stanzað er við aðalbraut. Við ættum ekki að bjóða þriðia slysinu heim, af þessum sökum áður en veturinn er úti. Þótt sjálfsagt megi rekja þetta síðara slys — Langholtsv. — til fleirri orsaka, en einnar, þá virð ist eftir fréttum að dæma, að allt hefði gengið slysalaust hjá þess- um þrem ökumönnum, hefði hjól reiðamaðurinn getað treyst nógu tímanlegum stanzi 'á hliðargöt- unni, Langholtsveginum. Guðmundur Ágústsson. Einþátfungar lonescos frumsýndir annað kvöld Um margra ára skeið hefur ungmennasambandið staðið fyrir svonefndri Húnavöku og verður hún að þessu sinni haldin dagana 3.—9. apríl. Auk sambandsins standa að Húnavökunni mörg önnur félög. Leikfélag Blönduóss sýnir sjónleikinn „Pétur kemur heim“ alla daga nema einn, en auk þess skemmta á Húnavök- unni Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps, karlakórinn Vökumenn, skátafélögin á Blönduósi og í Höfðakaupstað kvenfélagið Vaka á Blönduósi, unglingaskólinn á Blönduósi og Lionsklúbbur Blönduóss. Kvikmyndasýningar verða alla daga og dans öll kvöld. — Björn Bergmann. LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum sýnir á morgun, fimmtudaginn 6. apríl, í Iðnó, einþáttungana tvo, „Kennslustundina" og „Stólana", eftir Eugéne Ionesco. Sýningin hefst kl. 8.30 og er lokið um kl. 11.15. Þýðingu á „Kennslustund- inni“ gerði Bjami Benediktsson frá Hofteigi. — Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Gísla Hall- dórssonar, sem leikur prófessor- inn, og Guðrúnar Ásmundsdótt- ur, sem leikur nemandann, en þriðja hlutverkið, ráðskonu prófessorsins, leikur Árni Tryggvason. í „Stólunum" eru aðalhlutverkin einnig tvö, gamla konan og gamli maðurinn, og eru þau leikin af Helgu Val- týsdóttur og Þorsteini Ö. Step- hensen, en með þriðja hlutverk- ið fer Gísli Halldórsson. Þýð- ingu á „Stólunum" gerði Ásgeir Hjartarson. Helgi Skúlason stjórnar báðum leikunum og leiktjöld eru gerð af Hafsteini Austmann. Einþáttungar þessir eru með fyrstu leikritum, er Ionesco samdi og hafa þeir verið mest og víðast leiknir af einþáttung- um hans. Voru þeir fyrst frum- sýndir í París 1951 og ’52. í París er lítið leikhús, „Theatre de la Huchette", sem má segja að sé leikhús Ionescos, hefur það nú samfleytt í fimm ár sýnt tvo einþáttunga hans, „Kennslustundina" og „Sköll- óttu söngkonuna“. Leikhús þetta fór í leikför til Norðurlanda nú í vetur og sýndi m. a. í Kaup- mannahöfn og var það fyrsta sýning á verkum Ionescos þar. Nú hafa þrjú leikhús þar í borg tekið verk hans til meðferðar. Auk æfinga á einþáttungum Ionescos hafa staðið yfir að undanförnu hjá Leikfélaginu æf- ingar á gamanleik, eftir brezku skáldkonuna Leslie Storm og er gert ráð fyrir, að hann verði frumsýndur um næstu mánaðamót. Leikur þessi gerðist á óðalssetri í Skotlandi og eru persónur 8. Með aðal- hlutverkin fara Helga Valtýs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson og Regína Þórðardóttir; leikstjóri er Hildur Kalmann. Þýðingu á leikritinu hefur Ingibjörg Step- hensen gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.