Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. apríl 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Steinunn H. Bjarnason Fædd 19. marz 1869 Dáin 25. marz 1961 VART mun góð kona fara svo af þessum heimi að ekki verði hí- býlabrestur við lát hennar, en ekki að jafnaði héraðsbrestur, og þaðan af síður stærri brestur. Um gjörvallt land mun þó hafa heyrzt sá brestur er varð við fráfall frú Bteinunnar Hjartardóttur Bjarna son, því að æfistarfs hennar hafði gætt með allri þjóðinni, og nær og fjær 'hafði það orðið til heilla. Mun mikið á skorta að ég fái minnst hennar með þessum fáu minningarorðum svo sem vert væri. Frú Steinunn var fædd í Aust- urhlíð í Biskupstungum, dóttir Hjartar hreppstjóra og sýslu- nefndarmanns, er þar bjó þá, Eyvindssonar, er áður hafði bú- ið á Syðri-Brú í Grímsnesi. Hann var hinn mesti afbragðs- og mann kostamaður, eins og var bróðir Ihans, Björn á Vatnshorni í Skorradal faðir Þórunnar, sem lengi var Ijósmóðir hér í Reykja vík við mikinn orðstír allt frá 1896, og allir hinir eldri Reykvík ingar munu glögglega minnast. Það var Steinunni mikið lán eð hún átti þess kost í æsku að afla sér meiri menntunar en þá væri títt um bændadætur. Frá náttúrunnar hendi hafði hún líka ©lla hæfileika til þess að njóta jþeirrar menntunar er henni bauðst. Þá var hún átján ára er !hún fór í kvennaskóla *frú Þóru Melsted, en síðan lá leið hennar til Skotlands og Englands til frekara náms. Sjálfsagt hefir |>að verið henni 'hvatning til þess að kynnast öðru en heimalandinu og nema tungur annarra þjóða að í Austurhlíð höfðu löngum dvalist erlendir gestir á sumrum, líklega mest fyrir það að Jón landlæknir Hjaltalí,n hafði sent þá þangað, en hann hafði alþjóð- legri vinahóp en flestir íslend- ingar aðrir á þeim tímum. Kona Hjartar, en móðir Steinunnar, var Guðrún dóttir Magnúsor í Eráðræði Jónssonar, en móðir bennar, kona Magnúsar, var Guð rún systir Jóns Hjaltalíns. Eftir að hafa aflað sér þeirrar . menntunar, sem þegar var frá sagt, gerðist Steinunn kennari iheima í sveit sinrii, en var síðan C þrjú ár heimiliskennari hjá Sig urði sýslumanni Ólafssyni í Kald- aðarnesi. Upp úr aldamótum varð bún enskukennari við Kvenna- skólann í Reykjavík og lagði ekki með öllu niður þá kennslu fyrr en á fjórða áratugi aldarinn ar. Mun það efalaust að góður kennari væri hún, því að hvorki skorti hana til þess þekkingu né áhugann, og ekki hikaði hún við að taka í notkun nýjar kennslu- bækur þegar henni þótti þær taka hinum eldri fram. Má segja að hún væri sífellt að kenna, því alitaf var hún að miðla af sínum mikla og margþætta fróðleik. Með þessum eðliskostum var hún sí og æ reiðubúin að leggja hönd á plóginn og vinna að hverju því máli er henni þótti horfa til, þj óðarheilla. Árið 1906 giftist Steinunn Brýnjólfi H. Bjarnasori kauþ- manni, en hann lézt 1934. Er mér sagt að mjög hafi farið vel á með þeim hjónum, því enda þótt Brynjólfur væri skapmikill mað- ur og af sumum talinn nokkuð ráðríkur, kunni hann vel að meta konu sína og tók í engu ráðin af henni. Barnlaust var hjónaiband þeirra, en þau ólu upp tvö fóst- urbörn, frændbörn frú Steinunn- ar, þau Steinunni konu Halldórs kaupmanns Gunnarssonar, og Hjört Guðmundsson, sem starf- ar í lögreglunni. Reyndust þau (eins óg líka öll fjölskyldan) fóst- urmóður sinni ágæta-vel. Mun eeint verða ofsögum af því sagt hve Steinunn yngri fórnaði sér fyrir nöfnu sína í hennar löngu banalegu (nær þrem misserum) og af hve mikilli hlýju hún anti, aðist hana dag og nótt. Sagði gamla konan stundum að hún ótt- aðist að það yrði einni konu of- raun að leggja svo mikið á sig og að hún kynni með þessu að of- bjóða kröftum sínum. Mun og mega segja að þarna væri teflt á tvær hættur. Það yrði löng lest ef telja skyldi upp öll þau menningar- mál og mannúðar, sem frú Stein- unn lét til sín taka, og stóð þá enda oft í fylkingarbrjósti því allir báru traust til vitsmuna hennar, stefnufestu og lagni. Til þeirrar upptalningar skortir mig líka kunnleik, og fáir ætla ég að þar mundu kunna frá öllu að segja. En alveg sérstök ástæða er til þess að minnast starfs henn ar í þágu slysavarna. Til hennar leitaði Jón E. Bergsveinsson fyrstrar kvenna er hann vildi fá kvenþjóðina til starfa í Slysa- varnarfélaginu. Og hún ætla ég að það væri öðrum fremur er beitti sér fyrir stofnun kvenna- deildarinnar í Reykjavík 1930. En á eftir fylgdu svo kvennadeild- unar víðsvegar um landið. Fulltrúi íslenzkra kvenna var hún á þingum alþjóðlegra sam- taka kvenna í London 1919 og í Osló 1920. Erindi flutti hún stöku sinnum í útvarp og blaðagreinar ritaði hún um ýmisleg efnL Eins og ráða má af því, er þeg- ar var sagt, var æskuheimili frú Steinunnar mikið menningar- heimili, og allt líf hennar bar þess vott, þar á meðal vinnubrögð öll. Komu hvarvetna fram bæði lagvirkni hennar og vandvirkni, gilti emu hvort um var að ræða hin margvíslegu störf húsmóð- urinnar eða hverskonar handa- vinnu, jafnt tóskap sem annað, en slíku sinti hún allmjög hin síð ustu árin sér tii dægradvalar. Alltaf las hún mikið, en aldrei nema góðar bækur, íslenzkar og erlendar, og minnug var hún á það er hún las, eins og raunar á allt, því hún hafði stálminni, sem entist henni allvel til æfi- loka. Fróðleikur hennar á is- lenzka sögu var geysimikill, og Tilboð óskast í bílkrana með glussa (Wrecker) og International beltakrana með snúning-bómu. Kranar þessir verða sýndir í dag, miðvikudag 5. þ.m. ki. 1—3 e.h. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri fimmtu- daginn 6. þ.m. kL 11 f.h. Sölunefnd varnarliðseigna VACUMMÆLAR ÞJÖPPUMÆLAR Fyrir benzín og diesel- vélar „REDEX“ OLÍA Verzlun Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 Lett rennur Gte&Oó ..afato, hún sagði svo vel frá að tmun var á að hlýða. Heimili 'hennar sjálfrar var al- þekkt fyrir gestrisni og rausn, og erlendir gestir dvöldu þar stund um langtímum saman, enda hafði hún æfilangt mikil bréfaskipti við erlenda vini. Mikla vinnu lagði hún í blóm skrýddan trjágarðinn umhverfis hús sitt svo lengi sem kraftarn- ir leyfðu, og af allri ræktun hafði hún mikið yndi. Nú hafa yngri hendur tekið við því starfi, er hún vann þar, og halda því áfram af hinni sömu alúð. Það var sem hjá henni héldust í hendur jarðræktin og mannrækt- in. Hún laðaði mjög að sér börn og æskufólk, enda var það ÖU- um ungmennum gróði að kynn— ast henni til þess að njóta hennar hollu ráða og læra af góðu for- dæmi. Ungum stúlkum, sem hjá henni dvöldu, þótti sem þar væru þær í móðurhúsum. Það var gott að eignast vináttu hennar, en ekki mun sú vinátta hafa verið öllum föl, þó að alla umgengist hún með prúðmennsku. Þessi góða og mikiÖíæfa kona hefir nú lokið hér dagsverki sínu, óvenjulega miklu dagsverki; en við sem áttum því lani að fagna að njóta vináttu hennar og sam- vista, hugsum til hennar með hlýrri þökk og blessum minn- ingu hennar. Lára Á. Jónsson Höfum fyrirliggjandi vörulyitur rafmagnsdrifnar HJF. HAMAR Sími 22123 Vf/ taka á leigu 4—5 herbergja íbúð frá 14. maí. — Einhver fyrir- framgreiðsla ef óskað er. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt; „Ibúð — 1858“. Vil taka á leigu verzlunarhúsnæði frá 1. maí. Kaup á litlum vöru- lager kemur til greina. — Tilboð merkt: „Verzlun- arhúsnæði — 1624“, Sendist afgr. Mbl. fyrir 10. apríl. Vornámskeið fyrir fullorðna hefst 17. apríl og stendur yfir til 31. maí. 1 nájnskeiðinu verða 20 tímar, og verður kennt þrisvar í viku. Nemendur verða innritaðir þessa viku og næstu viku til föstudags (14. apríl). Þeir nemendur, sem nú stunda nám við skólann og hyggjast taka þátt í vornámskeiði, eru vinsam- legast beðnir að láta kennara sinn vita. — Skrifstof- an er opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Enska, danska, þýzka, spænska, franska. íslenzka fyrir útlendinga. lifiálaskólinn I\l í fcf IR Hafnarstræti 15 — Sími 22865 (kl. 5—7) fUJORlO* QCeimiIzalia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.