Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 12
12 r MORGVNBLAÐtÐ Miðvikudagur 5. apríl 1961 JlliomimM&foíifo Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sírai 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. „FJANDMAÐUR FÓLKSINS" að er gömul og ný saga að málgögn kommúnista, bæði hér á landi og annars staðar, leggja mikla áherzlu á að stimpla andstæðinga sína sem „fjandmenn fólks- ins“, „óvini verkalýðsins”, „verkalýðsböðla“ o. s. frv. Á þessu er síðan staglast ár eftir ár og áratug eftir ára- tug. Nú er svo komið að jafn- vel kommúnistar sjálfir við- urkenna að þessar nafngiftir hafi fyrst og fremst verið notaðar innan ríkja sovét- skipulagsins, sem skálkaskjól til þess að hefja grimmdar- legar ofsóknir og útrýming- arherferðir gegn hverjum þeim, sem ekki vildi lúta boði og banni flokksstjórnar- innar. Var Nikita Krúsjeff sérstaklega opinskár um þetta atriði er hann flutti hina frægu afhjúpunarræðu sína um Stalin á 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj anna í febrúarmánuði árið 1956. Komst Krúsjeff þar m. a. að orði á þessa leið: „Stalin var upphafsmaður hugtaksins „fjandmað<ur fólksins“. Sú nafngift gerði það fyrirfram óþarft að sanna nokkra fræðilega villu manns eða manna, sem við var deilt. Sú nafngift gerði það unnt, að beita grimmi- legustu kúgun og brjóta all- ar reglur hins byltingarsinn- aða réttarfars við hvern þann, sem á einn eða annan hátt greindi á við Stalin, var grunaður um fjandsamleg áform eða hafði fengið á sig miður gott orð. Þetta hug- tak, „fjandmaður fólksins“, útilokaði raunar alla fræði- lega baráttu, já, meira að segja alla möguleika á því að láta skoðanir sínar í Ijós á nokkru máli, jafnvel þótt það væri ekki nema hagnýts eðlis. Andstætt öllum gild- andi réttarreglum varð „játning" hins ákærða sjálfs í reynd svo til eina sönnunin um sekt hans, sem notuð varð. En eins og síðari rannsóknir hafa leitt í Ijós fékkst sú „játning“ með líkamlegri þvingun við hinn ákærða“. Það er rétt að íslenzkur almenningur hafi þess ský- lausu yfirlýsingu núverandi forsætisráðherra Sovétríkj- anna í huga, þegar komm- únistadeildin hér á Islandi hamrar nú sem ákafast á þeirri staðhæfingu að and- stæðingar hennar séu „óvin- ir verkalýðsins" og „fjand- menn fólksins“. Gamla sag- an er aðsins að endurtaka sig. FLÓTTINN FRÁ AUSTUR-ÞÝZKA- LANDI íðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk og leppstjórn Rússa tók við völdum í A-Þýzkalandi, hafa hvorki meira né minna en 4 milljón- ir manna flúið þaðan til Vestur-Þýzkalands. Nú í páskavikunni flúðu þaðan um 7 þúsund manns. Talið er að nokkuð hafi verið slakað á landamæraeftirlit- inu, sem að öllum jafnaði er mjög strangt og þessvegna hafi þessi mikli fjöldi fólks getað notað tækifærið til þess að flýja kúgunina og eymdarástandið, sem ríkir í Austur-Þýzkalandi undir stjórn kommúnista. Þessi gífurlegi flótti fólks- ins undan sovét-skipulaginu talar vissulega engu tæpi- tungumáli um ástandið þar. Hvers vegna skyldi fólkið vera að flýja heimili sín og eignir, oft ættingja sína, vini og venzlamenn, ef það byggi við allsnægtir og ör- yggi? Nei, sannleikurinn er sá, sem allur hinn frjálsi heimur gerir sér ljósan, að sovét-skipulagið hefur leitt kyrrstöðu og þrengingar yfir fólk þeirra landa, sem við það búa, á sama tíma og stór kostleg uppbygging, fram- farir og umbætur á lífskjör- um hafa orðið í löndum hins frjalsa heims. Hvergi ■ eru andstæðurnar sennilega þó eins greinilegar í þessum efnum og einmitt í Austur- og Vestur-Þýzkalandi. VÍXLSPOR DE GAULLE ^stæða er vissulega til þess að harma þá ákvörðun stjórnar de Gaulles, að neita að borga hluta Frakklands af kostnaðinum við aðgerðir Sameinuð'u þjóðanna í Kongó. Enda þótt de Gaulle greini nokkuð á við forystu- menn Sameinuðu þjóðanna um það, hvernig hagkvæm- ast hefði verið að haga frið- UTAN UR HEIMI Kissinger ráðunautur Kennedys í land- varnarmálum unaraðgerðum samtakanna, þá réttlætir það ekki þessa ákvörðun hans. Hinn lýð- ræðissinnaði heimur hefur slegið skjaldborg um samtök Sameinuðu þjóðanna og freistar þess eftir meg«i að gera þær færar um að gegna hinu þýðingarmikla hlut- verki sínu. Rússar og lepp- ríki þeirra hafa hins vegar gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að rífa Sameinuðu þjóðirnar niður og láta þær vonir bresta, sem byggðar voru á mögu- leikum þeirra til þess að tryggja frið og öryggi í heiminum. I samræmi við þessa viðleitni sína, hafa Rússar að sjálfsögðu neitað að taka þátt í greiðslu kostn- aðar við aðgerðirnar í Kongó. En það sæmir Frökk- um illa að fylgja fordæmi sovétstj órnarinnar. ÚRSLIT BELGISKU KOSNINGANNA 17" osningarnar í Belgíu höfðu ekki í för með sér mikl- ar breytingar á skipan þings- ins. — Kaþólski flokkurinn, sem haft hafði stjórnarfor- ystuna, tapaði þó 8 þingsæt- um í fulltrúadeildinni og 6 í efri deildinni. Jafnaðarmenn, sem haft höfðu forystu um hina ofsalegu andstöðu gegn sparnaðartillögum ríkisstjórn arinnar, stóðu í stað. — Kaþólski flokkurinn er áfram langsamlega stærsti stjórnmálaflokkurinn í land- inu og Frjálslyndi flokkur- inn, sem studdi stjórn Ka- óólska flokksins, heldur svo til óbreyttu fylgi. Það eru aðeins smáflokkar til hægri og vinstri sem unnið hafa lítillega á. Stjórn Gastons Eyskens hefur nú sagt af sér og allar líkur eru til að framundan séu miklir stjórnmálaerfið- leikar í Belgíu. Margir telja að. óhiákvæmileg sé sam- stjóm Kaþólska flokksins og jafnaðarmanna. Paul Henry Soaak hefur nú að nýju tek- ið við forystu Jafnaðar- mannaflokks Belgíu. — En hann er viðurkenndur mikil- hæfur og dugandi stjórn- málamaður. Forysta hans nægði þó ekki til þess að tryggja flokki hans aukið fyigi- ’ÞAÐ ER sagt, að utanríkisstefna Kennedys hins nýja Bandaríkja forseta sé í deiglunni. Aðstaða Kennedys á bessu sviði virðist mjög ólík því sem var þegar Eisenhower tók við stjórnartaumunum 1952. Þá hafði Eisenhower einn mann, John Foster Dulles, sem hann lagði allt sitt traust á í utanríkismál- unum. — Dulles virtist mjög sterkur á þessu sviði, hann gnæfði upp yfir alla aðra flokksmenn sína í þekkingu á utanríkismálum og hann virtist hafa svo að segja fullkomið alræði á sviði utan- ríkismálanna. Eisenhower bar takmarkalaust traust til hans. Þrátt fyrir þetta var Dulles ekki svo sterkur á svellinu eins og menn halda. Hann hafði beyg af þinginu, þar sem republikanar höfðu heldur ekki alltof mikinn styrk, og reyndin varð sú, að hann varð ekki fær um að koma á sterkri stjórnarstefnu. Þegar Kennedy nú kemur til ríkis, hafa ýmsar hreyfingar og skoðanir verið uppi í flokki hans og ekki gott að segja hver þeirra er sterkust. Kennedy skipar sem utanríkisráðherra, Dean Rusk, mann sem hann þekkti ekki per sónulega áður. Sá stjórnmála- maður, sem e.t.v. var áhrifamest ur, Adli Stevenson, verður að láta sér nægja að fá stöðu aðal- fulltrúa Bandaríkjanna við SÞ. Flóttamaður frá Þýzkalandi Loks kemur þriðji maðurinn hér við sögu, sem skipaður hefur verið sérstakur ráðunautur for- setans í öryggismálum þjóðarinn ar. Hann heitir Henry A. Kissing er og er að ætterni þýzkur Gyð- ingur. Hann hefur mjög ákveðn ar skoðanir í utanríkis- og land varnarmálum, sem mörgum finn ast sérkennilegar. Það er ekki fjarri lagi, að litið sé á hann sem háifgerðan öfgamann og óvíst er að Kennedy fari mjög mikið eft- ir hans ábendingum. Telja sumir að forsetinn hafi skipað Kissing er í þetta embætti til þess fyrst og fremst að vera hinn vakandi gagnrýnir, meðan rólegri og var kárari menn eins og Rusk og McNamara hafa verið skipaðir í embætti utanríkisráðherra og landvarnarráðherra. í kosningabaráttunni studdist Kennedy að vísu allmikið við Kissinger, en vel má vera að að- staðan sé önnur núna og Kennedy láti hina óánægðu gagnrýnisrödd ekki lengur ráða stefnu sinni. Henry A. Kissinger er sem fyrr segir af þýzkum Gyðinga- ættum. Hann er fæddur árið 1923 í bænum Fúrth í Bæjaralandi. Þegar hann var ungur drengur flúði hann Þýzkaland, er Gyðinga ofsóknirnar tóku að aukazt á hinni svonefndu Krystalsnótt. Komst hann til Bandaríkjanna. Hann reyndist þar frábær náms maður, en gekk í bandaríska her inn á stríðsárunum, barðist m.a. í Þýzkalandi og var í þeim her- sveitum, sem fyrst mættu Rúss um við Saxelfi vorið 1945. Hann sannfærðist þá þegar um það, að vináttan við Rússa myndi fljót- lega kólna, því að einræði og öfgar rússnesku kommúnistanna virtist honum lítið skárra en stjómarfar nazistanna. Við Harvard-háskóla Að stríðinu loknu hélt Kissing er áfram námi og rannsóknum í þjóðfélagsfræðum og vann sér Henry A. Kissinger brátt álit sem góður fræðimaður á því sviði. Síðustu árin hefur hann starfað sem prófessor í þj öð félagsfræðum við Harvard-há- skóla, en það er áberandi hva Kennedy hefur leitað mikils liðsi hjá prófessorum og öðrum fræðl mönnum við þennan fræga há- skóla. Kissinger hefur langmest snú ið sér að rannsóknum á sam- skiptum Austurs og Vesturs og ritað um það nokkrar bækur, sem þykja ágætar í sinni röð. Mesta athygli vakti bók sem hann gaf út árið 1957 og nefnd- ist: „Nuclear Weapons and For- eign Policy“, sem þýðir Kjarn- orkusprengjur og utanríkisstefna. Bók þessi hefur haft mikil áhrif á skoðanir Bandaríkja- manna í utanríkis- og landvarna- málum upp á síðkastið, þótt sum ir telji að Kissinger gangi víða of langt í henni. Bókin er vægð arlaus gagnrýni á þá landvarnar stefnu Eisenhowerstjórnarinnar, sem byggðist fyrst og fremst á atómvopnum. Mótsagnakennd stefna Þá kom ný bók út eftir Kiss- inger fyrir skömmu sem nefndist „The Necessity of Choiee“ — Nauðsyn að taka ákvörðun. Þar heldur hann áfram harðri gagn- rýni á þá landvarnarstefnu sem ríkt hefur og sýnir fram á ósam- ræmi, já, algerar mótsagnir i henni. Meðal athugana Kissingers má benda á þessar: — BandaríHn hafa byggt landvarnarstefnu sína á atómvopnum, en þeir reikna þó ekki enn með því að Banda ríkin myndu verðá fyrir neinu tjóni í atómstyrjöld, og þeir eru ekki í nokkrum vafa um að sprengjuflugsv. Bandaríkjanna myndu gereyða Rússlandi á skömmum tíma ef til atómstyrj- aldar kæmi. Þetta telur Kissing er alrangt og hættulegt. Hanri segir, að Rússar séu öflugri en Bandaríkin á sviði atómvopna og telur að Rússar myndu sigra i slíkri styrjöld, jafnvel þótt Banda ríkin gerðu fyrstu árásina. Ástæðuna fyrir því að Banda- ríkin og Vesturveldin eru veik ari en Rússar á þessu sviði telur Kissinger, að þau hafi í raun- inni aldrei reiknað með því að til atómstyrjaldar komi, sá mögu- leiki er alls ekki kominn inn I pólitískt hugmyndakerfi Vestur- landabúa, meðan rússnesku vald- hafamir hafa markvisst stefnt að því að gera Rússland að kjarn- orkustórveldi. Rússar reyna takmarkaðar styrj- aldir. Þá tekur Kissinger til með- ferðar þær hugmyndir í Harr’- varnastefnu Bandaríkjanna, að kjarnorkuvopnin séu svo hr^!'-- leg, að aldrei muni koma til kjamorkustyrjaldar. En ]—n segir að ef þessari skoðun sé ekki dregin fullkomin ályktun í land- vamastefnunni. Sé það rétt að aldrei komi til kjarnorkusHrj- alda, þá segir Kissinger, að Rúss- um gefist færi á að koma af Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.