Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 5. aprfl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Sigurður /V Magnússon já Gfirsel Tyrkjajarli ÆTLI byltingar sku ekki ævin- lega afstraksjónir þegar þær eru um garð gengnar? Lífið heldur áfram með sinni gömlu seiglu, þó nýir menn sitji í fínu stólunum við umfangs- mikil skrifborð í dularfullum Etórbyggingum höfuðborgarinn- ar. Kannski ala menn í brjósti óskilgreinda von eða veikan grun um eitthvað betra, en það er allt í þoku ennþá. — Menn bíða bara átekta, og svo gerist 'kannski ekki neitt. Það varð ekki séð á fólkinu í Ankara að þar hefðu átt sér stað sögulegir viðburðir fyrir 10 mánuðum. Hrynjandi lífsins virtist vera svipuð og annars staðar í þess- um hluta heimsins. 1 stjórnar- toyggingunum varð fyrir aug- um sami sægur af dyravörðum og öðrum hlaupapiltum eins og víðast annars staðar í löndum við austanvert Miðjarðarhaf. Þeir geisluðu frá sér stimamýkt og óttablandinni virðingu hve- nær sem einhver hinna nýju ráðamanna sýndi sig. 1 opin- fcerum byggingum var látlaus straumur fólks af öllum stig- um með umkvartanir, umsókn- ir og aðrar áhyggjur. Hermenn voru áberandi fjölmennir á göt- um úti og inni í öllum meiri háttar byggingum. En sennilega voru þeir jafnáberandi í tíð fyrri valdhafa. Þeir sem ég átti tal við voru hins vegar öruggir um að mikil tíðindi hefðu gerzt í Tyrklandi og að framundan væri nýtt blómaskeið svipað tímabili Atatúrks eftir fyrri heimsstyrjöld. Bylting hersins í Tyrklandi 27. maí í fyrra átti sér langan og flókinn aðdraganda, hún var eins konar framhald á rás við- tourða sem hófst fyrir miðja síðustu öld með Umbótum Ab- dulmejids árið 1839. Þær leiddu til fyrstu stjórnarskrár Tyrk- lands árið 1878, þegar landið varð þingbundið konungdæmi. En sú sæla varð skammvinn, því vondir menn fóru illa með völd, og urðu af þeim sökum tmargs konar skærur og „frelsis- stríð“. Loks árið 1908 tók her- inn völdin í sínar hendur og lét semja nýja stjórnarskrá. Enn fór allt á sama veg, og ofan á erfiðleikana bættust svo stríðið S Tripolis árið 1911 og fyrri heimsstyrjöldin sem lék Tyrki grátt, enda veðjuðu þeir á rang- Mustafa Kémal Atatúrk frjálslegra skipulagi í stjóm- málum, leyfði fleiri flokka og átti óbeinan þátt í stofnun Lýðræðisflokksins, sem komst til valda undir forustu Mend- eres árið 1950. Þannig var Tyrkland komið í tölu vest- rænna lýðræðisríkja. Menderes og flokkur hans sátu að völdum í tíu ár. Á þessu skeiði urðu miklar breyt- ingar til batnaðar, einkum í landbúnaði, enda hlutu Tyrkir gífurlega fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. En stjórnin fór mjög óviturlega með auðinn sem hún hafði handa á milli, þannig að stórkostleg dýrtíð skapáðist í landinu og kjör al- mennings bötnuðu sáralítið. — Hún var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni og þá fyrst og fremst af Lýðveldisflokkn- um undir forustu Inönús. Þessa gagnrýni þoldi stjórnin illa og brást við henni á næsta ger- ræðisfullan hátt. Kosningalögum var breytt, þvert ofan í stjórnar skrána, og því næst var rit- frelsi verulega takmarkað með þeim afleiðingum að margir af helztu blaðamönnum landsins voru fangelsaðir. Ástandið fór síversnandi ár frá ári, og í kosningunum 1957 var andstöðu- flokkunum gert því nær ókleift að heyja kosningabaráttuna. — Spillingin og gerræðið jókst hröðum skrefum unz þar var komið að stjórnin hafði uppi áætlanir um að þurrka and- an hest. Strax upp úr fyrri stöðuflokkana út og koma a heimsstyrjöld gerðu Grikkir innrás í Tyrkland en voru sigr- aðir af Kemal Atatúrk árið 1922. Hann varð hinn sterki maður Tyrklands og stofnaði „nvtt ríki“ 29. október 1923. Atatúrk var mikill atgervis- maður og djarfur umbótasinni sem setti sér það mark að um- skapa Tyrkland og gera það að nútímaríki á evrópska vísu. Hann leitaðist við að skera á öll bönd við fortíðina, lagði megináherzlu á menntun þjóð- arinnar og afnám ýmissa siða sem stóðu framförum fyrir þrifum. Þannig bannaði hann t.d. andlitsbíæjur kvenna, tók unt) latneskt letur og lagði svo f’^rir að allar trúarathafnir skvldu fara fram á tyrknesku, en ekki arabísku eins og tíðkazt h-' pði. Umbætur hans mæltust illa fyrir víða í landinu, en hann var ósveigjanlegur, enda traustur í sessi. Af«ám lýðræðis Eftir lát Atatúrks 1938 tók fé- laei hans og vinur, Ismet Inönú, við forustu Lýðveldisflokksins og ríkisins. Honum lánaðist með ýmsum brögðum að stýra Tyrk- landi hjá síðari heimsstyrjöld- inni, og jafnframt kom hann á flokkseinræði í landinu. 1 þessu skyni var sett upp hin ill- ræmda rannsóknarnefnd sem var í senn saksóknari og dóm- ari, ekki óáþekkt „alþýðudóm- stólunum“ í heimi kommúnism- ans. Háskólastúdentar um ger- vallt landið héldu uppi mót- mælum gegn gerræðinu í nafni Atatúrks og umbóta hans. Sló oft í brýnu milli stúdenta og lögreglu og margir þeirra létu lífið. Atatúrk hafði eitt sinn sagt í ræðu: „Þeir sem með völdin fara kunna að vera kæru lausir, ranglátir eða jafnvel svikarar. Það er skylda ykkar að bjarga sjálfstæði Tyrklands og tilveru lýðveldisins. Styrk- urinn sem þið þarfnist til þess er í göfugu blóðinu sem rennur í æðum ykkar“. Þessi orð voru mælt til æskunnar í landinu, og stúdentarnir voru þeirra minnugir. ‘Þegar allt var komið í óefni tóku 38 herforingjar í tyrk- neska hernum saman ráð sín undir forustu Cemals Gúrsels, fyrrverandi yfirmanns herfor- ingjaráðsins. 27. maí 1960 lét herinn til skarar skríða og gerði byltingu án blóðsúthell- inga. Herforingjamir hafa farið með völd síðan og haft við hlið sér stjóm embættismanna. Þeir hafa heitið að leggja fram nýja stjórnarskrá á þessu ári. sem lögð verði undir þjóðar- atkvæði. Ef hún verður sam- þykkt á að kjósa nýtt þing og setja á stofn lýðræðisstjóm. Dæmi Napóleons Flestir þeirra sem ég ræddi við í Ankara voru vongóðir um að lýðræði yrði endurreist í landinu. Þeir bentu á yfirlýs- ingar Gúrsels og félaga hans, en kváðu tafirnar stafa af því mikla efnahagsöngþveiti sem stjórn Menderes hefði steypt landinu í. Bráðabirgðastjórnin hefði einsett sér að leysa þann vanda áður en endanlega væri gengið frá stjómarskránni. — Þessar viðbárur hafa sennilega við einhver rök að styðjast, því eftir byltinguna hefur allt efnahags- og framkvæmdalíf í Tyrklandi lamazt að því marki, að í öllum helztu borgum standa heil hverfi af hálfköruð- um stórbyggingum sem ekki hefur verið snert við í tíu mán- uði. En þó bjartsýni sé almenn í Tyrklandi má líka heyra raddir efasemda og jafnvel kvíða. — Ýmsir þeir sem voru hlynntir byltingunni og afleiðingum hennar bera kvíðboga fyrir því að sætleikur valdsins verði yf- irsterkari þeim lýðræðistilhneig- ingum sem herforingjarnir státa af. Gúrsel lætur ekkert tækifæri ónotað til að lýsa ó- beit hermanna á stjómmála- vafstri, en skæðar tungur segja að hann kunni að eiga erfitt með að yfirgefa völdin og þann dýrðarljóma sem af nafni hans stafar. Þann lærdóm má draga af dæmi Napóleons og fleiri góðra manna. Gúrsel sóttur heim Það var mikill fyrirgangur í hinni veglegu stjórnarráðsbygg- ingu í Ankara daginn sem við heimsóttum Gúrsel. Við vorum 13 blaðamenn frá jafnmörgum ríkjum auk fararstjórans, Óttars Þorgilssonar, sem starfar í upp- lýsingadeild Atlantshafsbanda- lagsins og hefur að jafnaði á hendi stjórn slíkra hópferða á vegum bandalagsins. Áður en við gegnum fyrir Gúrsel áttum við tal við utanríkisráðherrann, Sel- im Sarper, sem var um árabil fulltrúi Tyrkja hjá Sameinuðu þjóðunum og síðar hjá Atlants- hafsbandalaginu. Rakti hann í stuttu máli sögu tyrkneskrar utan ríkisstefnu eftir síðari heims- styrjöld og áréttaði ásetning Tyrkja að hvarfla í engu frá fullri samstöðu við vestræn ríki, enda væri sú afstaða algerlega í anda Atatúrks. Hann bað okkur að lokum að tefja ekki lengi hjá Gúrsel og leggja ekki fyrir hann margar spurningar. Staf- ar betta af því að hershöfðinginn fékk hjartaslag í fyrra vegna of- reynslu og er undir strangri gæzlu lækna. Þegar við gengum fyrir hann sat hann við smágert fallegt skrifborð fyrir endanum á mjög stórri skrifstofu, en á veggnum fyrir aftan hann hékk risastór ljósmynd af Atatúrk í kjólföt- um. — Svipaðar myndir eru á hverri skrifstofu um ger- vallt landið. Gúrsel tók á móti okkur brosandi, en reis ekki úr sæti. Hann var klæddur á borgaravísu, fínn í tauinu og all- ur mjög settlegur. Hann talaði lágum rómi og það var 'eir.s og talfærin væru hálfmáttlaus, en augun voru skörp og kvik, á sí'felldu iði frá einum til annars. Hann var broshýr og gamansam- ur. Það sem hann sagði var jafnóð um þýtt á ensku og frönsku. Hann virtist hafa tilhneigingu til skrúð mælgi og hástemmdra yfrlýsinga, en var varkár ef spurningar okk- ar hjuggu of nærri honum. Þeg ar hann var spurður um hinn nýja Réttarflokk og misklíð hans við stjómina, kvaðst hann ekki vita um neina misklíð milli stjórnarnnar og þessa flokks, en hins vegar væri meira en líklegt að innan flokksins ríkti misklíð. Nokkrir af leiðtogum Réttar- flokksins voru handteknir ekki alls fyrir löngu á þeim forsend- um að þeir voru meðlimir Lýðræðisflokks Menderes og hugðust nota hinn nýja flokk til að koma leifum Lýðveldisflokks- ins inn í pólitíkina aftur. Gúrsel kvaðst ekki geta látið neitt uppi um hvenær vænta mætti þjóðaratkvæðis um hina nýju stjórnarskrá. Það væru Cemal Gúrsel mörg vandamál sem leysa þyrfti áður en hægt væri að ganga endanlega frá henni. Það væri sömuleiðis óákveðið hvort réttar höldunum yfir fyrri valdhöfum yrði lokið fyrir þjóðaratkvæðið. Hann var spurður hvort ,;hreinsunin“ sem kom í kjölfar byltingarinnar væri um garð gengin eða hvort meira yrði að gert. Kvað hann „hreinsuninni" lokið, enda hefði byltingarstjórn in einungis ætlað sér að útrýma hættulegustu öflunum í þjóð félaginu, önnur mál yrðu leyst af væntanlegri þingkjörinni stjóm Sagði hann að byltingarstjórnin hefði farið mjög varlega í sak- irnar af ótta við mistök eða óréttlæti. „Við tókum í taumana til að koma aftur á réttlæti og ja'fnræði í landinu", sagði hann. ,,Hreinsunin“ tæki ekki til hers ins, því innan hans hefði verið fullkominn þegnskapur. Hins vegar hefði liðsforingjum í hern um verið fsekkað að mun vegna þess að þeir hefðu verið hlut- fallslega alltof margir. Þessi yfirlýsing Gúrsels varð söguleg, því eitt blaðanna í Ankara rangfærði hana og gaf í skyn að fyrir dyr- um stæði hreinsun í hern- um og í háskólum landsins. — Sama dag var umrætt dagblað bannað um óákveðinn tíma og Gúrsel birti skrúðmálga yfirlýs ingu í öðrum blöðum þar sem hann hældi hernum á hvert reipi. Aðspurður hvort hann hyggðist gefa kost á sér til forsetakjörs, svaraði hann að það væri óútkljáð mál. en ef þjóðin ósk- aði þess kynni hann að gefa kost á sér. Hann kvaðst vera meðmæltur forsetakjöri með þjóðaratkvæði en ekki þingkosn ingu, a. m. k. þegar fyrsti for- seti hins nýja lýðveldis yrði kjör inn. Um afstöðu Tyrkja til Sovét- ríkjanna sagði Gúrsel: „Við höf- | um tekið upp nýja stefnu gagn- vart nágrönnum okkar í norðri. Fyrri valdhafar áttu fulla sök á misklíðinni sem ríkti milli Tyrklands og Sovétríkjanna, því þeir voru með ástæðulausar ögranir og einstrengingshátt. Ég hef nú komið á eðlilegum sam- skiptum við Sovétríkin". Meðan á samtalinu stóð var læknir Gúrsels sífellt að gefa okkur merki um að draga okkur í hlé, en Gúrsel hastaði á hann og bað um fleiri spurningar. Hann hafði sýnilega ánægju af að uppfræða okkur, enda ku hann hafa hreina ástriðu á blaða- viðtölum og opinberum yfirlýs- ingum. Þegar spurningunum linnti hóf hann einræður um vandamál Tyrklands, þörfina á endurbótum og nauðsynina á sífellt nánari tengslum Tyrkja við samherja sína i Atlantshafs- bandalaginu. Þegar því var lokið veifaði hann til okkar brosandi og við tíndumst út úr skrifstof- unni, lækninum til sjáanlegs létt- is. Framan við dyrnar stóðu einir átta dyraverðir sem fylgdu okk- ur út úr byggingunni, en gangar allir voru jaðraðir hermönnum með brugðin vopn. Hvert stefnir? Byltingin í Tyrklandi er um margt ekki óáþekk valdatöku hersins í löndum eins og Egypta landi, Súdan, frak og Pakistan, en í þessum löndum fara her- foringjar með einræðisvald. — Verði lýðræðið ofan á í Tyrklandi, þá er það merki- legur hlutur, þvi það virð- ist eiga mjög erfitt upp- dráttar i löndum þar sem sterkir menn, studdir atf hern- um, ná völdum. En það kann að verða Tyrkjum giftudrjúgt að þeir eru komnir lengra á þróun arbrautinni en ofannefnd ríki, og þá fyrst og fremst fyrir at- beina Atatúrks. Byltingarstjórnin hefur á prjónunum ýmsar umbætur sem stjómmálaflokkarnir hafa aldrei þorað að beita sér fyrir af ótta við hugsanlegt fylgistap. Ein þeirra er skattlagning jarðeig- enda sem hafa verið skattfrjálsir í rúmlega hundnað ár. Þessir jarðeigendur eru kringum 15.000 talsins, en hafa látið mikið að sér kveða vegna þeirra áhrifa sem þeir hafa á leiguliða sína og vinnuhjú. Nú kvað bylting- arstjómin ætla að ganga þannig frá stjórnarskránni, að þeir verði aldrei framar gerði skattfrjálsir. Gúrsel og félagar hans hafa sem sagt mikla möguleika á að skila Tyrklandi langt áleiðis í áttina til vestræns lýðræðis, en fram- tíðin ein sker úr um hvort verður hlutskarpara, umbótaviljinn eða ástin á völdum. — Utan úr heimí Framh. af bls. 12. stað takmörkuðum styrjöldum á litlum svæðum með venjulegum vopnum. En þar standa Bandarík in og Vesturveldin yfirhöfuð mjög höllum fætL Yfirburðir Rússa á sviði venjulegs vopnbún- aðar eru mjög miklir. Þar sem Vesturveldin eru þeirrar skoðunar að kjanorku- styrjaldir séu útilokaðar og þau munu að minnsta kosti aldrei verða firrri til að beita þeim, gefst Rússum ágætt tækifæri til að pressa þau og koma af stað litlum en kostnaðarsömum styrj- öldum með venjulegum vopnum. Rússum er óhætt að gera þetta, því að samkvæmt þeim hugsana gangi sem nú ríkir, er engin hætta á því að Vesturveldin svari með atómvopnum. En allt er betta sem sagt enn i deiglunni og það verður að leggja áherzlu á það, að ekki er víst, að Kennedy fylgi alger- lega skoðunum Kissingers, þótt hann vilji hafa hann til ráðu- neytist og heyra rödd hans eins og annarra á þessum þýðingar- miklu málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.