Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 17
Miðvilóidagur 5. april 1961 MORGVNBLAÐ1D 17 Ólafur Magnússon skipstjóri - „Fyrr var stóra furan keik, fjörg við erjur harðar, í baki lotin barrlaus ei'k beygist nú til jarðar". EK SPURÐIST fráfall Ólafs Magnússonar skipstjóra, sem ekki kom á óvart þeim er til fþekktu, komu mér í hug þessi orð Bólu-Hjálmars. Ólafur var rnikið glæsimenni og gjörfulegur svo að eftir honum var tekið íhvar sem hann fór. HonUm fylgdi íhvarvetna gleði og lífsþróttur og alf honum lagði frjálsmannlegan gust. En þeir sterkustu verða eins og hinir að beýgja sig fyrir Shörðum sjúkdómum, sem hart tlífsstrit hefir ef til vill orðið orsök að, og fór Ólafur ekki var- Ihluta af þeim skapadómi síðustu árin. Ólafur Magnússon var fædd sur að Sellátrum í Tálknafirði 23. eept. 1893 og var því rúmlega 67 ára er hann andaðist, þann 24. imarz sl. Foreldrar hans voru Sig- irún Ólafsdóttir, Ijósmóðir, frá 'Auðkúlu í Amarfirði og Magnús Kristjánsson, skipstjóri. Var Ól- afur yngstur 5 barna þeirra. |» Ólafur Magnússon lauk hinu minna fiskimannaprófi á Patreks Sirði árið 1915 og settist næsta Ihaust í Stýrimannaskólann í Keykjavik og lauk þaðafl. burt- íararprófi vorið 1917. 8 Níu ára gamall fór Ólafur fyrst á sjóinn með föður sínum, er þá ivar skipstjóri á „Rúnu“ frá Bíldu ídal. Stundaði hann sjó uppfrá !því á ýmsum skipum frá Bíldu- dal fram til 23 ára aldurs, eða Minning þar til hann hafði lokið námi í Sjómannaskólanum. Eftir það varð hann stýrimaður og síðan skipstjóri á ýmsum bátum og skipum frá Akranesi, Sandgerði og Reykjavík þar til árið 1934 að hann réðist skipstjóri á m.s. „Eldborg", sem Borgnesingar keyptu það ár frá Noregi. Fluttist hann til Borgarness árið eftir með fjölskyldu sína og var skip- stjóri á ,,Eldborg“ óslitið í 13 ár eða til ársins 1947, er hann tók við skipstjórn á nýsköpunartog- ara frá Seyðisfirði. Þegar hér var komið sýndi það sig, að þótt hug urinn og kappið væri það sama og áður, að þá var þrekið farið að bila og þoldi heilsa hans ekki þessi umskipti á starfsháttum. Var hann upp frá því að hætta sjómennsku og var löngum mjög vanheill síðan. Fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykja vikur alfarinn 1948 og átti þar heima síðan. Dvaldist hann síð- ustu mánuðina að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, og þar lézt hann. Ólafur Magnússon var mikill sjómaður. Ekki aðeins hæfur skip stjómarmaður og góður aflamað- ur, heldur og eigi síður, að hann elskaði sjóinn og þau störf, sem við hann eru bundin, trúði á sjávarútveg og siglingar sem at- vinnuveg sem einn væri fær um að lyfta þjóðinni á hærra menn- ingarstig og framfarabraut og mikil var gleði 'hans, 'þegar and- blær nýsköpunar og vorhugs fór HÁR YÐAR ER í ÞÖRF FYRIR EGG..J AUÐVITAÐ! Það er BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið töfrandi fagurt. Það er hið lecitín-ríka og nærandi BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið silkimjúkt og lifandi. BLACK-HEAD-þvegið hár er prýði hverrar konu. Heildsölu- birgðir STERLING HF Sími 11977. um þjóðina eftir heimsstyrjöld- ina síðari og ráðamenn þjóðar- innar ákváðu að leggja stóran hlut af ágóða þeirra erfiðu ára til að byggja að nýju upp þenn- an atvinnuveg. Eins og fyrr segir var Ólafur skipstjóri á Eldborginni öll stríðs árin og sigldi með bátafisk trl Englands öll þau ár, nema yfir sídartímann, er hann stundaði síldveiðar við Norðurland og var einn ágætasti „síldarmaður“ ,,flotans“ og oftar en einu sinni „síldarkóngur“. Ég minnist margra atvika frá ófriðarárun- um þegar við borð lá, að íslenzk skip hættu að sigla með fisk vegna margra og stórra áfalla á mönnum og skipum, sem stríðið olli. Aldrei dró Ólafur úr því að m.s. „Eldborg" væri látin sigla, heldur hvatti til þess og gerði lítið úr þeim hættum, er því fylgdu. Varð mér og öðrum, sem með honum unnu, mikill styrkur að 'þreki hans og óbilandi kjarki á hverju sem gekk. Ólaf- ur var mikill trúmaður og setti traust sitt á, að voldug hönd leiddi 'hann og bægði öllum hætt-, um frá honum og farkosti hans. Öll þau ár, sem Ólafur var skip stjóri á m.s. „Eldborg", voru að mestu sömu mennirnir með hon- um bæði yfirmenn og hásetar. Minnast þeir hans, svo og aðrir sem með honum unnu, með þakk læti og virðingu fyrir glaðværð hans á góðri stund, æðruleysi hans þegar syrti í álinn og dreng- skapar hans í öllum samskiptum. Ólafur Magnússon var tví- kvæntur. Fyrri kona hans, Guð- rún Halldórsdóttir frá Bíldudal, andaðist eftir stutta sambúð árið 1921. Áttu þau saman tvo syni, Gunnar, stýrimann á m.s. Akra- borg og Svavar klæðskerameist- ara í Reykjavík. Seinni kona Ólafs, var Hlíf Matthíasdóttir, Ólafssonar alþing ismanns, sem lifir mann sinn. Gift ust þau árið 1926 og áttu 5 börn, sem öll eru á lífi og uppkomin: Matthías, málarameistari í Reykjavík, Marsibil, Sigrún og Ólöf, húsfreyjur í Reykjavik og Roy stýrimaður hjá Eimskipafé- lagi íslands. Ég vona að mér sé óhætt að taka mér umboð til þess fyrir Nazistar bíða dóms Stuttgart, V-Þýzkalandi UM 1000 „útrýmingarsérfræð- ingar“ nazista verða á næstu mán uffum ákærðir fyrir morð og mannvíg, eftir að yfirstandandi rannsóknum lýkur. » Sérstök nefnd hefur undanfar ið xmnið að því að rannsaka glæpi nazista í Þýzkalandi í valdatíð Hitlers, og sagði formaður henn- ar, Erwin Schiile á blaðamanna- fundi í dag að um 150 menn væru nú í fangelsi og biðu dóms. Hann sagði að lögreglan í V-Þýzkalandi og Vestur-Berlín ynni að rann- sókn á málum mörg þúsund manna. hönd okkar Borgnesinga til að flytja Ólafi Magnússyni hinnztu þakkir fyrir störf hans í okkar þágu. Urðu þau og farsæl forusta hans sem skipstjóra, til þess að flytja hingað rnikla björg í bú, sem óbeint hefir orðið til þess á ýmsan hátt að kom;. fótum undir margs konar framkvæmdir sem urðu hér á næstu áru.n eftir ófrið arlokin. Með Ólafi Magnússyni er fall- inn frá traustur og dyggur full- trúi íslenzkrar sj’ómannastéttar, sem vegna glæsimennsku og mannkosta verður' minnisstæður öllum þeim er þekktu hann og með honum unnu. Eftirlifandi konu hans og böm um og öllu venzlafólki, vil ég tjá innilegustu samúð mína. Friðrik Þórðarson. Samkomur Kristniboðssambandið Samkoman fellur niður í kvöld. Skógarmenn, eldri deild Fundur í kvöld kl. 8,30. — Kvikmynd o.fl. Munið skálasjóð. Stjórnin Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Rvíik í kvöld miðvikudag kl. 8 e.h. Fíladelfía UnglingasaThkoma kl. 8. Reykjavík, Ytri-, og Innri NjarS vík, Keflavík „Kristur er hinn fyrsti, hinn síðasti, hinn lifandi". Fagnaðar- erindið flutt á ensku (þýtt) og íslenzku í Rvík, — Betaníu, Lauf ásvegi, annað kvöld 6. apríl, — Ytri-Njarðvík, mánudagskvöld, Innri-Njarðvík, þriðjudagskv., — Keflavík, miðvikudagskvöld kl. 8,30. Verið velkomin. — Calviö Casselman, Rasmus Biering P. IJTGERÐARiyEIMIM nú er tíminn til að tryggja sér vél í bátinn fyrir haustið. eru byggðar sérstaklega fyrir fiskibáta og smærri flutningaskip. Þær eru: GANGVISSAR SPARNEYTNAR AUÐVELDAR í MEÐFÖRUM Lögð er sérstök áherzla á einfalda og trausta byggingu véla. Eru byggðar með eða án vökvaskiptingar. Afgreiðslutími mjög stuttur. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum Alpha Diesel A.s. Frederikshavn. H. Benediktsson hf. Sími 38300 — Tryggvagötu 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.