Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 24
Iþróttir Sjá bls. 22 Hjá Gtirsel Sjá bls. 13. 75. tbl. — Miðvikudagur 5. apríl 1961 (Jngur maður drukknar í rdðri UNCrUR SJÓMAÐUH, Haraldur Vignir Andrésson frá Drangs- nesi, drukknaði í róðri á skírdags morgun, af vélbátnum Ingólfi Skipverjar voru að byrja að leggja netin er slysið varð. Bátiurinn, sem er 30 tonna, rær frá Sandgerði og var hann kom inn á miðin vest norðvestur af Dreginn að landi HBLLISSANDI, 4. apríl. — í gærmorgun kl. um átta bilaði vél in í Sæborgu SÍH 7. sem er 50 lesta bátur, gerður út frá Rifi í vetur, þar sem hann var stadd ur í u.þ.b. 2ja tíma siglingu norð vestur frá Rifjum. Varðskipið Ægir var þarna nærstatt og dró bátinn í höfn í Rifi. Nýtt vélar- stykki var síðan pantað frá Reykjavík og flogið með það vest ur, svo að Sæborg gat farið út á veiðar aftur kl. 5 siðdegis. —R.Ó. Kœra til hœstaréttar UiM MHDJAN febrúar óskaði Ingi R. Helgason lögfr. eftir af- skiptum Lögmannafélags fslands af frétt, sem birtist í Mbl. Kærði hann Eyjólf Konráð Jónsson rit stjóra fyrir félaginu, jafnframt þvi að hann höfðaði meiðyrða- mál gegn ábyrgðarmanni Mbl. Eyjólfur krafðist þess, að mál- inu yrði vísað frá Lögmanna- félaginu, án þess að það yrði tek ið til efnislegrar meðferðar, þar sem ritstjórastarf hans væri félaginu óviðkomandi. Stjórn Lögmannafélagsins féllst hins vegar ekki á þessa kröfu. Þeirri niðurstöðu hefur Eyjólfur Konráð Jónsson vísað til hæstaréttar enda telur hann og Mbl. nauðsynlegt að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort lögmenn njóti sérstakrar lög- verndar, umfram aðra borgara, varðandi skrif blaðsins, vegna þess eins að einn ritstjóri þess er lögmaður. Lóan er j komin MÖRGUM finnst það sjálfsagt súrt í broti, að vetrarveðrátta skyldi skella á einmitt um þetta leyti árs. Öruggasti vor- boðinn, heiðlóan, hefur þó ekki látið hretin og hríðarnar á sig fá. Á annan dag páskn heyrðist til hennar vestur á Seltjarnarnesi, suður á Garð- skaga og uppi á Skipaskaga. f gærdag, þegar snjóaði all- an daginn svo að segja, voru lóur í hópum suður við Garð- skagavita, og þessi frétt barst frá Akranesi: AKRANESI, 4. apríl. Heiðlóan er komin, þótt jörð sé snævi þakin. Starfsmenn í Dráttar- brautinni hér hafa séð hana í dag, þar sem hún trítlaði létt fætt niðri í flæðarmálj vestur í Lambhúsasundi. Hún syng ur þar sitt dirrindí, sem út- leggst: Vorið er í nánd. —Oddur. Skaga, en þangað er um 2 klst. sigling frá landi. Skipsmenn voru búnir að kasta stjóranum út en honum fylgja jafnan 1-2 net. Net flæktist um fætur Haralds Vrgnis og fór hann fyrir borð með netatrossunni. Tveir bræður, sem eru á bátn um, Guðni og Björn Björnssynir vörpuðu sér til sunds til þess að reyna að bjarga félaga sínum. Tókst að ná honum upp í bátinn, en hann var þá lítt með lífs- marki, enda búinn að vera á kafi í sjónum um það bil fimm mín- útur. Lífgunartilraunir voru strax hafnar og þeim haldið hvíldarlaust áfram meðan bátur inn sigldi til hafnar í Sandgerði. Er þangað kom, var á bryggjunni sjúkrabíll og læknir frá Kefla- vík. Var ekki lífsmark með Har- aldi, er í land var komið. Haraldur Vignir var alvanur sjómaður aðeins 21 árs að aldri og hafði róið nokkrar vertíðir í Sandgerði. Bróðir hans er á bátnum Mumma, einnig frá Sand gerði. Foreldrar hins látna eru þau Andrés Magnússon og Guð- mundína Guðmundsdóttir á Drangs'nesi. Mikill afli á Akranesi Aðeins i Eyjum var afli lélegur FRÉTTAMENN blaðsins í ýmsum verstöðvum sendu í gær fregnir af aflabrögðum bátanna um páskana. Geysi- mikill afli barst á land á Akranesi. Annars staðar var góður eða sæmilegur afli, nema í Vestmannaeyjum. Aflabrögð í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 4. apríl. - Afli Stykkishólmsbáta, sem eru sex að tölu, varð til 1. apríl 1330 tonn í 197 sjóferðum og lögnum. Þess skal þó getið, að vertíð hófst ekki fyrr en rétt undir mánaðamót janúar og febrúar. Af þessum afla eru 620 tonh veidd á línu, hitt í net. Með mestan afla til þessa dags er mb Víðir, og hefur hann fengið 448 tonn í 47 róðr- um og lögnum. Af afla Víðis eru 204 tonn af fiski, slægðum með haus, sem hann aflaði í útilegu. Hitt er veitt á línu. — Fréttaritari. Góð aflabrögð hjá Ólsurum ÓLAFSVÍK, 4. apríl. — Hinn 31. marz var afli Ólafsvíkurbáta orð inn samtals 4486 tonn í 587 róðr- um. Á sama tíma í fyrra var ver- tíðaraflinn orðinn- 6977 tonn. Valafell er aflahæsti báturinn hér með 480 tonn, þá Steinunn með 466, Jón Jónsson 464, Bald- vin Þorvaldsson 451 og Bjarni Ólafsson með 447 tonn. Afli bátanna var mjög sæmileg- ur á laugardaginn fyrir páska og eins í gær, eða 10—28 tonn á bát. — Hjörtur. Sæmilegur afli hjá Rifsurum HELLISSANDI, 4. apríl. — Afli var í sæmilegu meðallagi um páskana, en ekkert kraftfiskirí. Á laugardag fyrir páska var með alafli um 15 lestir í róðri. 5 bát- ar eru gerðir út héðan, alir frá Rifi. Aflamagn 16.—31. marz var 711 tonn og 400 kg. í 63 róðrum. Mesti afladagurinn á vertíðinni var 23. marz. Þá kom á land af þessum fimm bátum 151 tonn. Aflahæst- ur þann dag var Skarðsvík með 46 tonn. Á þessu tímabili hefur Skarðsvík aflað 232 tonn og 310 kg. í 14 róðrum, eða 16,6 tonn að meðaltali í róðri. Heilday-aflinn af þessum 5 bát- um yfir vertíðina er 1812 tonn í 228 róðrum. Aflahæstur er Skarðsvík m,eð 581 tonn og 665 kg. í 58 róðrum. Mun hann senni- lega vera aflahæsti báturinn á landinu. Skarðsvík er nýr bátur, Framh. á bls. 2 Togarauppboð á Akranesi MIÐVIKUDAGINN fyrir páska var togarinn Bjarni Ólafsson, eign Bæjarútgerðar Akraness, seldur á uppboði á Akranesi. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem var einn kröfuhafa, keypti togarann fyrir 3.615.000 krónur. Faglœrðir þjótar ABFARANÓTT páskadaga var brotizt inn í verksmiðju- hús Péturs Snælands á horni Ánanausta og Vestur- götu. Er það í þriðja skipti frá áramótum, sem þar er, framið innbrot. 1 fyrri tvö skiptin var litlu sem engu stolið, en leitað víða og mun ir eyðilagðir. Var öll um- gengni þjófanna hin villi- mannlegasta. í þetta skipti var „faglegar" a<5 verki verið. Fyrst var brotizt inn í Héðin og stolið þar logsuðui tækjum. Síðan var brotizt inn tili Péturs Snælands, og farið inn umi glugga á 1. hæð. Þar fyrir innaru voru gaskútar, sem þjófarnir. hafa rogazt méð upp á 3. hæð, þar sem tveeir peningaskápar, freistuðu þeirra. Hurð var sparla að upp og dyraumbúnaður eyði- lagður til að komast á ákvörðurt arstað. Virðast kunnugir menni hafa verið þarna að verki. Síðani skáru þeir með logsuðutækjumi læsingarnar úr skápnum. Vorui götin 20x20 cm í þvermál. HurS imar eru úr 15 mm stáli Tæplega höfðu þjófamir erindi sem erfiði, því að í öðrum skápnum var ekls ert en í hinum 3—4 þús. kr. Adlai Stevenson og Thor ThorsJ hittust nýlega á þingi Sam- einuöu þjóðanna í New York.l Er myndin hér að ofan tekinj við það tækifæri. Slys á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 4. apríl. — Það slys vildi til hér á laugardaginn, að vörubíll bakkaði yfir dreng- hnokka, sem verður þrigigja ára á morgun, 5. apríl. Drengurinn litli lentj alveg undir öðm aftur hjóli vörubílsins, og fór það yfip hann um mjöðm. Er bíllin á tvöföldum afturhjólum og með keðjur á. Drengurinn var- þegar fluttur í sjúkrEihús. Við læknis- skoðun virðist drengurinn sem heitir Gunnlaugur Úlfar Gunn- laugsson, hafa sloppið ótrúlega frá þessu. Sprunga er í mjaðmar, grindinni. —Stefán. Spilakvöld HAFNARFIRÐI: — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Verða nú veitt heild- arverðlaun. Pósbuhelgin á flkureyri MÁLFUNDUR Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og málfunda félagsins Óðins verður haldinn í Valhöll við Suðurgötu í kvöld kl. 8,30. Fundarmenn eru beðnir um að mæta stundvíslega. r Atta sækja um T.Á.R. ÁTTA MENN höfðu sótt um em- bætti forstjóra við TÁR (Tóbaks- og áfengisverzlun ríkisins), þeg ar umsóknarfrestur rann út 1. apríl. Þessir sóttu: Haraldur Jóhanns son, hagfr., Hinrik Guðmundsson, verkfr., Jón Kjartansson, forstj. Á.V.R., Kjartan Gunnarsson, lyfjafr., Pétur Maack Jónsson, Sigurður Jónasson, forstj. Tóbaks einkasölu ríkisins, Steinar Bjöms son, lyfjafr. og Steingrímur Kristjánsson, lyfjafr. Leit að mönnum Akureyri, 4. apríl. HÉR á Akureyri var nýfall- inn snjór um páskana og hið ákjósanlegasta skiðafæri. — Veður var stillt og sólskin, en allmikið frost. Á páskadag og annan páskadag var hér allt að 15 stiga frost. Helgidagana notaði fólk mikið til skíðaferða hér uppi í Hlíðarfjallinu, og hafði Ferðamálafélagið kaffisölu í Skíðahótelinu. Snjóbíll var á staðnum, sem dró fólk upp eítir fjallinu. • Leit að mönntum Á páskadagskvöld var hafin leit að tveimur Akureyringum, Krist- jáni Hallgrímssyni, Ijósmyndara, sem er vanur fjallamaður, og Einari Pálssyni, rafvirkja. Gengu þeir vestur yfir Vindheimajökul1 frá Þelamörk á páskadag.en lögðu ekki af stað fyxr en kl. 3 um dag- inn. Fengu þeir þungt færi og lentu í hrímþoku. Varð þetta allt til þess, að þeir urðu seinna ál ferðinni, en við hafði verið búizt. Kl. upp úr tíu um kvöldið voru gerðir út tveir leitarleiðangrar frá Akureyri. Átti annar að rekja slóðina frá Krossastöðum á Þela- mörk, en hinn að ganga á jökul- inn frá hótelinu. Alls voru um 20 manns í leitinni. Þegar hinn síðarnefndi var nýlagður upp fra hótelinu, kl. um eitt um nóttina, komu þeir Kristján og Einar að hótelinu. Höfðu þeir komið sunn arlega ofan af jöklinum. Ekki mun nein hætta hafa verið á ferð um, svo að orð sé á gerandi, en Einar var lítils háttar að byrja að kala á fingurgómum. — M.B,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.