Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBIAÐIÐ Fimmtudagur 6. aprfl 1961 i. I.'«r. \i % -* >* Tvær máltíöir HVERNIG væri Reykja- vík án Tjarnarinnar? Já, við erum víst öll sam- mála: Reykjavík og Tjörnin kæmust ekki af án hvors annars. Höfuð- borgin missti „persónu- Ieika“ sinn, ef Tjörnin hyrfi. Hún gefur höfuð- staðnum þann hlýleiks- blæ, sem einkennir hann, hún er eitt af því, sem öllum Reykvíkingum finnst þeir eiga og það hvarflar ekki að þeim, að Reykjavík verði nokkru sinni "" 'r-Iaus, því að Tjö. aígast að vera borginni það, sem fjöllin eru dalnum. komiS við sögu allra, sem hér hafa búið, eða gist hafa stað- inn. Við gerum mikið til að fegra og prýða bæinn — og Tjörn- im fær vitanlega sinn skerf, bæði af fé og fyrirhöfn. Þeir dr. Finnur Guðmundsson og garðyrkjustjóri bæjarins, Haf- liði Jónsson, skipta þar með sér verkum. Gr. Finnur ann- ast fuglana, en Hafliði allan gróður, fegrun og snyrtingu. Fjöldi fuglanna á Tjörninni er mjög breytilegur, fer eftir tíðarfarinu, segir Dr. Finnur. ,,Ég treysti mér ekki til þess að gizka á fjöida þeirra með Þótt gamla Reykjavik hverfi smám saman, gömlu lágreistu húsin þoki fyrir nýtízkuleg- lun, hnarreistum háhýsum, þá er Tjörnin á sínum stað, hin sama og áður — og horfir þögul á allar breytingarnar eins og hún hefur gert frá því landnámsmaðurinn reisti bú sitt hér. Þess vegna tengir Tjörnin okkur fortíðinni, sögu höfuðborgarinnar, fremur en » flest annað. Og hún hefur neinni nákvæmni. Þegar mest er gæti ég ímyndað mér, að þeir væru töluvert yfir þús- und, jafnvel hátt í þrjú þús- und. f sannleika sagt, þá eru þeir orðnir of margir. Þeim fjölgar svo ört.“ Og það vita ekki allir, að fuglunum er gefið reglulega. Þeir fá tvær máltíðir á dag, finnst það alveg nóg — og kæra sig hvorki um morgun- né kvöldkaffi. Þeim er alltaf gefið á syðri Tjörninni og misjafnlega mikið, það fer eftir fjöldanum í hvert sinn. * * * Samkvæmt því sem Hafliði segir okkur er meðalskammt- ur í mál 2—3 fötur af fisk- hakki. Þar að auki fá fugl- amir einn sekk af brauðmuln ingi og hálfan sekk af korni á dag, að meðaltali. Þá fá þeir krækling einu sinni á dag og er hann sóttur upp í Hval- fjörð. Aiuk þess verður að hrúga möl og skeljasandi til fugianna öðru hvoru. Það er stundum erfitt að gæta fuglanna að vetrinum. Oft á tíðum standa menn Hafliða næturlangt yfir fugla hópnum til þess að halda vök- unum hreinum. í snjókomu og frosti myndast fljótlega krap í vökunum — og sé það ekki hreinsað jafnóðum ,,lokast“ ísinn, fuglar frjósa oft fastir — og svo yrði að brjóta þeim vakir. Þess vegna er talið öruggara að vaka, þegar veð- ur er einna verst. * * * Síðustu tvö árin hefur all- ur vestur-bakki Tjarnarinnar verið hlaðinn með fjörugrjóti og þar hafa verið gróðursett ýmis blóm. Mikiil vinna hefur og verið lögð í Hljómskála- garðinn, reyndar allt um- hverfis syðri Tjörnina. Tjarnarhólmanum hefur og verið sinnt. „Við erum að reyna að halda hvönninni og njólanum þar í skef jum“, sagði Hafliði. ,,Ekkert þýðir að reyna að gróðursetja tré þar, því skautafólkið mundi „klippa“ nýgræðinginn í sund ur með skautunum að vetr- - inum. í vetur höfum við hins vegar flutt mikinn jarveg út í Tjarnarhólmann og ætlum* að hlaða upp bakkann og enluirbyggja hólmann að nokkru leyti.“ * <= * Já, það er ýmsu að sinna við Tjörnina. Starfsmenn Reykjavíkurbæjar láta ekki sitt eftir liggja. Sama er að segja um Dr. Finn — og ekki ber á öðru en bæði endurnar og álftimar lifi góðu lífi. Gróðurblettirnir umhverfis Tjörnina eru bæjarbúum líka til yndis á góðviðrisdögum að sumarlagi svo ekki sé minnzt á ungu elskendurna, sem ganga hljóðlega um Hljóm- skálagarðinn í hálfrökkrinu. Sigurður Nsels Stelnsson IVfiinni/igarorð ÞANN 14. þ. m. fór fram frá Vatnsfirði jarðarför Sigurðar Steinssonar, að viðstöddu fjöl- menni sveitarmanna. Sigurður andaðist í Landsspítalanum í Beykjavík 6. marz og voru! jarðneskar leifar hans fluttar Vestur til heimasveitar hans, í •kauti heimahaganna þótti sjálf- sagt að búa honum síðustu hvíl- una. Þar hafði hann starfað alla aevi, og byggðarlagið í heima- •veitinni notið starfa hans, hann fylti þar jafnan með sæmd, fá- mennan, samstilltan hóp, fólks- ins, sem jafnan hafði efst í hug velferð sveitarinnar og samfé- lagsins. Mér duttu oft 1 hug í samskipt *un vð Sigurð, þessi orð: „alúð- is ein leiðir skilninginn á rétýa götu.“ Hann skoðaði jafnan hvert mál, út frá því, sem rétt- ast og bezt átti við hverju sinni en var fjarri öllum hleypidóm- um og litt athuguðum fram- setningum, þessir eiginleikar aköpuðu honum jafnan virðu- iegan sess meðal samferða- Hianna, og allir báru óskorað traust til hans, og vinsældir hans voru mjög almennar. Sigurður var fæddur á Hóls- húsum í Vatnsfjarðarsveit 9. febr. 1892, og ólst þar upp sín ungdómsár, með foreldrum sín- um; Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og Steini Bjarnasyni í fjölmenn «m systkina hóp, og naut þar hollra uppeldisáhrifa. Fljótlega, eftir að hann náði þroska, hóf hann sjálfstæðan latvinnurekstur, sem altaf var tengdur við landbúnað. Fljótt kom í ljós við störf hans sérstök alúð og vandvirkni að hverju, sem hann gekk, öll störf fóru fóru honum vel úr hendi sér- stök lagvirkni og snyrtimennska einkenndu allt er hann lagði hönd að. Hann átti jafnan gott og snoturt fjárbú. er hann gætti af sérstakri alúð, og uppskar af góðan arð og árvissan, sem eftir var jafnan tekið. Fjölmörg störf önnur lét hann sig jafnan nokk- uð skifta. Var hann jafnan einn áhugasamasti félagsmaður ung- mennafélags sveitarinnar og var í ára tugi í stjórn þess félags, og átti frumkvæði að ýmsum, þeim málum er til framfara horfðu, og í góðar þarfir komu oft, og sýndi sérstakan áhuga um framkvæmd þeirra, og fylgdi þar fast eftir. Skógræktarmál lét félagið til sín taka að fyrir lagi h-ans. Þá var hann lengi vel og um áratugi grenjaskytta sveitar- innar, og var jafnan heppinn og farsæll við þau störf, sem erfið eru oft og ill viðureignar. Kom þar jafnan fram skyldu- rækni hans og alúð. Þegar hann fór úr foreldra húsum var hann á ýmsu.n bæj- um í sveitinni fyrst á Eyri á ísafirði, síðar á Bjarnastöðum og um mörg ár í Reykjarfirði ræktaði þar upp fallegt tún og ! byggði góð fénaðarhús, en síð- ustu 2 árin, tæp dvaldist hann á Keldu hjá Ólafi bróður sínum og Guðrún Ólafsdóttur konu hans, en mörg síðari ár átti hann við mikið heilsuleysi og sjúk- dóma að búa, se.n sífellt ágerð- ist, síðari árin Sigurður, var prýðilega greind ur, og vel hagmæltur, og hafði gaman af að bregða því fyrir sig. En lítt hélt hann því á lofti, en þó lifðu margar af vísum hans á meðal kunningja. Sveitar rímur orti hann og lét prenta. Hann ritaði prýðilega rithönd, og var allt þess háttar er hann lét frá sér fara, með sérstökum ágætum. Ríkt var í fari hans, hjálp- semi við nágranna og aðra ef ‘hann mátti því við koma, um ýms störf, sem leysa þurfti, og fjármunalegs aðstoð lét hann oft í té til skyldmenna, ef á lá, og hann sá þörf fyrir. í öllu er hann lét sig skipta og kom að var hann hinn mesti nytjamaður. Fyrir alla fram- komu sína naut hann trausts og vinsælda, allra er til þekktu. Við sveitarmenn og aðrir, er hann hafði kynni af þökkum Nýr báfur til Keflavíkur UM páskana kom nýr bátur, Árni Þorkelsson til Keflavíkur. Er það stálskip, 101 smálest að stærð, smíðað eftir teikningu Hjálmars Bárðarsonar í Þýzk-a- landi. Allt smíði og útbúnaður er mjög vandað. Fullkomnustu og nýj- ustu siglingatæki eru í bátnum og öll tæki til fiskileitar. Raf- kerfi er tvöfalt og eldvarnarkerfi um allan bát. Mannaílbúðir eru rúmgóðar, rafhitaðar og vandað- ar að frágangi, gerðar af eik og hörðum plastplötum. Aðalaflvél er 400 hestafla Mannheim-dísilvél. Reynslu-gang hraði var 11 og % míla en meðal ganghraði á heimsiglingu um 10 mílur. Á heimleið hreppti bát- urinn vont veður en reyndist í hvívetna hinn bezti. Lest er sér- staklega útbúin til flutnings á ísvörðum fiski en allur útbún- ■aður þó miðaður við, að hvers konar veiðar verði hægt að stunda, m. a. er báturinn útbúin kraftblökk til síldveiða, en mun nú hefja netaveiðar. Eigendur þessa báts eru bræð- urnir Helgi og Ketill Eyjólfs- synir, Eyjólfur Árnason og Ingv- ar Guðmundsson. Eyjólfur er skip stjóri bátsins, en hann er þekktur afla- og dugnaðarmaður. Bátur- inn er heitinn eftir föður hans, Árna Þorkelssyni, sem var á sín- um tíma þekktur sjósóknari og aflamaður á Suðurnesjum. Eigendur vildu lítið láta uppi um kostnaðarverð skipsins, en sögðu að svo vandað skip kostaði mikið — og þyrfti að fiska mikið. Árni Þorkelsson er eitt af glæsi- legustu skipum Keflavíkurflot- ans og er boðið velkomið til starfa og árnað heilla um alla i framtíð. — hsj. honum samfylgdina. Hann rerðl sér fagrar maiindygðir að lífs- stefnu, og lifði eftir þeirn, sem greiða mun honum götuna td. meiri starfa Guðs um geim. Blessuð veri minning hans. — Páll Pálsson. Fegurðarsam- keppnin Það er okkur til mikiHari anægju að hafa fengið einn< agætan fulltrúa fyrir Siglu- jörð og um leið Norðurland, < og vonandi eiga fleiri eftir að< >ætast í hópinn þaðan. Sigurrós er átján ára gömul< og á heima á Túngötu 10 á^ Siglufirði. Hún er fædd >ar< og uppalin, dóttir hjónanna< Stefaníu Guðmundsdóttur úrj Skagafirði og Arthúrs Sum- arliðasonar, verkstjóra ᣠSiglufirði. Þar á Siglufirði hefur Sig-< urrós unnið öll hugsanleg< störf, sem fyrir koma, en; mest að verzlunarstörfum. Hún tók gagnfræðapróf frá< Gagnfræðaskólanum á Siglu-< irði, og þar að auki nam hún} við Húsmæðraskóla Reykja- víkur og útskrifaðist þaðan. Hún er bláeyg og ljóshærð,< 52 kg að þyngd og 168 cm á< hæð. Önnur mál í cm.: brjóstl 91, mittf 55, mjaðmir 92, háls< 10, ökli 21 cm. — Úr nýjasta tbl. Vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.