Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 24
íþróttir Sjá bls. 22 ftlu *í0 mmíMafo iíí 76. tbl. — Fimmtudagur 6. apríl 1961 K Ú B A Sjá bls. 13. 400 TOGA STuDVAST Þúsundir sjómanna atvinnulausar „Engin skip sigla fyrr en landanir íslenzkra togara hafa verið bannaðar" segir Dennis Welch Einkaskeyti til Mbl. frá London, 5. apríl. BREZKIR fiskimenn í Grimsby og Hull ákváðu í dag á róstusömum fundum að hefja verkfall í mótmælaskyni við landanir íslenzkra togara í brezkum böfnum. Togaramenn í Grimsby hófu verkfallið þegar í stað, en íslenzki togarinn Sléttbakur er væntanlegur þangað í kvöld. Togaramenn í Hull munu hins vegar ekki hefja verk fall fyrr en á morgun, en þangað er togarinn Ingólfur Arnarson væntanlegur í nótt. banns við löndunum ís- Fregnirnar um komu togar- anna urðu til þess að upp úr sauð í hinni langvinnu mótmæla ólgu meðal togaramanna í Grims by og Hull. í>eir segja, að sam- komulagið frá því í febrúar um fiskveiðilögsöguna sé svik við brezkan fiskiðnað og krefjast al gers lenzkra togara í Bretlandi. Samkvæmt núgildandi sam- komulagi hafa íslendingar rétt til þess að landa 1,800,000 sterl- ingspunda virði af fiski árlega þar til 1906. Seldi fyrir tæp 200 þús. mörk HAFNARFIRÐI — Togarinn Maí seldi j Þýzkalandi (Bremer- haven) í gær og fyrradag 235 lestir af sild fyrir 134 þús. mörk og 103 lestir af fiski fyrir 64 þús. eða samtals 198 þús. mörk. — Er þetta með beztu sölum, a.m.k. bvað síld snertir. Þessa síl-d, sem Maí sigldi með, fékk Eldborgin og bátar úr Rvík á Selvogsgrunninu. Var þarna um allmikla síld að ræða fyrir páska tjd. lóðaði þá Eldborgin allt frá kjöl og niður á tæpa 60 faðma. Og núna síðustu daga hafa nokkr ir bátar enn verið að fá þama síld eða allt upf> í 1200 tunnur í Hvar er vorið? VII) hringdum i veðurfræð- ingana í gær og spurðum, hvort ekki færi senn að vora. — Fallegt er sólskinið! var svarað. Við játuðum því, en sögð- um, að okkur fyndist of kalt em. Við værum orðin svo góðu vön, að okkur þætti hart að fá vetrarveður um þetta leyti. Okkur var svarað, að þetta fallega og hreina veður gæti varað eitthvað enn. Kaldi loftstraumurinn að norðan næði suður á móts við Frakk land, og því væri enn svalt í Skotlandi og á Norðurlönd- um. Annars væri veðrið heldur að mildast, og þótt gert væri| ráð fyrir næturfrosti í nótt, þá skyldu menn ylja sér við tilhugsunina um það, að í dag væru ekki nema tvær vikur til sumarkomu. — Annars geta meim lesið nánar um veðrið undir veðurkortinu í dag. einu. í gærkvöldj fréttist af Eld borginni með einar 900 tunnur. Hefir síldin verið iremur smá og mögur. Enn sem fyrr er treg veiði hjá netabátunum, en þó kemur fyrir að einstaka þeirra fái góð an afla. Togarinn Röðull kom af veið um í gær og var hann með í kringum 150 tonn af fiski, sem skipað var hér á land. — Sur- prisé fór á veiðar í gær. —G.E. Bókamarkaður í Listamanna- skálanum Bezta togarasala dagsins Togarinn Egill Skallagrímsson landaði í Hull í gær, fyrstur ís- lenzkra togara eftir að samkomu lagið var gert. Hafði hann bezta sölu togara yfir daginn, bæði um vigt og verð. Varð það mjög til að styrkja andstöðu brezku tog aramannanna. Talið er að skipin sem koma í kvöld séu bæði með fyrsta flokks fisk. Komi þeir báðir getur það haft í för með sér stöðvun 400 brezkra togara. Engin skip sigla Dennis Welch, formaður félags yfirmanna á togurum sagði við fréttamenn í dag: „Engin skip sigla fyrr en landanir íslenzkra togara hafa verið bannaðar". Verði verkfallið algert mun það ná til um það bil þrjú þúsund skipstjóra, stýrimanna, véla- manna og háseta og taka vinnu frá hundruðum hafnarverka- Einar Einarsson, flugumferðarstjóri, við hinn nýja firðrita á Reykjavikurflugvelli og Jóhann Guðmundsson, varðstjóri. Stórbætt samband flug- þjónustunnar við Græn- land og Ameriku 1 GÆR kl. 16 var tekið upp þráðlaust, „tropoferiskt", sam band mili flugvallanna í Kefla vík og Reykjavík annars vegar og nýju flugstjórnarmiðstöðv- arinnar í botni Syðri-Straum- fjarðar á Veslur-Grænlandi hins vegar. Þetta nýja samband er afar mikilsvert fyrir alla flugþjón- ustu á Norður-Atlantshafs- svæðinu, og má raunar segja, að það marki tímamót í flug sögu okkar. Jóhann Guðmunds son, varðstjóri á Reykjavíkur- flugvelli, sagði blaðinu í gær, að hér væri um geysimikla framför að ræða. Nú fengist einnig beint samband við flug- völlinn við Goose Bay í Labra dor um stöðina á flugvellin- um í Syðra-Straumfirði. Áður var samband milli þessara staða alls ekki nógu öruggt, enda brást það oft. Kom það ósjaldan fyrir, að flugvélar væru komnar upp að strönd- inni, áður en flugumferðar- stjórnin hér vissi um ferðir þeirra. Nú mætti hins vegar gera ftaigáætlanir með miklu öryggi, því að beint samband yrði á milli þessara flughafna, svo að flugumferðarstjórar þeirra geta lesið orðsendingar hver annars jafnharðan af firð ritum. Talið er, að skiiyrði til góðs sambands eigi að vera fyrir hendi í 9 af hverjum 10 tilvikum. f DAG'kl. 9 f. h. verður opnað- ur í Listamannaskálanum, stærsti bókamarkaður, sem haldinn hef- ir verið á vegum Bóksalafélags fslands. Hér er um að ræða fjöjda af ágætum og eftirsóknarverðum bókum. Hafa margar þeirra pkki sézt á bókamarkaðnum í fjölda ára. Mikið af bókum mun vera á niðursettu verði og auk þess verður gefinn 10% afsláttur af öllum bókum, sem þarna er að finna. Verðlag bókanna er því ótrú- lega lágt samanborið við núgild andi bókaverð. Þessi bókamarkaður Bóksala- félags íslands stendur í rúma viku. Aflabrögð AKRANESI, 5. apríl. ALLIR bátarnir héðan eru á sjó í dag utan tveiir. Heildarafli bátanna í gser varð 130 lestir. Aflahæstir voru Sveinn Guð- mundsson með 13 lestir og Skipa skagi með 12. Síðustu 5 róðrar- daga hafa Akurnesingar aflað samtals tæpar 1000 lestir. — Ungur togarasjómaður drukknar á ytri höfninni ÞRÍR togarasjómenn settu sig í beina lífshættu í gær- dag á ytri höfninni, er þeir freistuðu þess að bjarga skips félaga sínum, sem fallið hafði fyrir borð. Þeim manni tókst ekki að bjarga, og drukknaði hann. — Hann hét Skúli Ingason, 19 ára piltur úr Reykjavík. Skúli var háseti á togaranum Jóni forseta, sem lét úr höfn i Reykjaví'k kl. rúmlega tvö í gærdag. Þegar togarinn var kom inn út að fyrstu ljósbauju milli eyja, Efferseyjar (Örfiriseyjar) og Engeyjar, féll Skúli heitinn í sjóinn ofan af hvalbak, þar sem hann hafði verið staddur. At- burður þessi sást úr stýrishúsi, og var togaranum jafnskjótt snúið við. Skipsmenn sáu, að Skúli greip sundtökin. Þegar togarinn nálgaðist Skúla, var hann 'kominn fast að ljósduflinu. Ók á sleða fyrir bíl KLUKKAN að ganga tíu í gær- kvöldi varð átta ára gömul telpa undir bíl á móts við Sogaveg 88. Þótt klukkan væri orðin þetta margt, hafði telpan verið úti að renna sér á sleða. Kom hún brun andi fram úr sundi, út á götuna og fyrir bifreið, sem kom ak- andi eftir götunni. Mun bílstjór inn ekki hafa getað komið í veg fyrir slysið. Litla telpan fót- brotnaði á hægra fæti og marð- ist á hinum vinstra. Hún var flutt í Slysavarðstofuna. Tveir hásetar reyna að bjarga. Stakk Sigurbjörn Pálsson.. háseti, sér þá til sunds og rétt á eftir Einar Vigfússon, háseti. Hugðust þeir bjarga hinum nauðstadda manni, og hafði Ein- ar línu um sig. Þegar hér var komið sögu, tók Skúla að fatast sundið, og rétt á eftir 'hætti hann alveg að synda. Þeir Sigurbjörn og Einar náðu ekki tökum á Skúla, enda áttu þeir fullt í' fangi með sjálfa sig, því að kalt og vont var í sjóinn og þungur straumur. Stýrimaður gerir björgunartilraun Nú stakk 1. stýrimaður togar- ans, Eiður Jóhannesson, Meðal- holti 3, sér til sunds. Tókst hon- um að ná taki á Skúla, en varð að sieppa honum sökum þess, Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.