Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 1
28 síður (I og II)
í
m§mnhMMb
18. árgangur
77. tbl. — Föstudagur 7. apríl 1961
Prentsmiðja Morgunblaðslni
Eru landanir íslenzku
ogaranna tylliástæða?
Talið oð togarasjómenn hyggist
nú fá framgengt kröfum um
bætt vinnuskilyrbi
Einkaskeyti til Mbl. frá Grimsby, 6. apríl.
UM ÞAÐ BIL sextíu togurum hefur þegar verið lagt vegna
yerkíalls togaramanna í Grimsby. Segja verkfallsmenn, að
Eamstaða þeirra hafi aldrei verið betri en nú og þeir bíði
nú eftir tilmælum frá fulltrúum togaraeigenda um við-
ræðufund til þess að ræða samkomulagsskilmála.
Togaramenn munu krefjast algers banns við löndun-
um úr íslenzkum togurum, undir öllum kringumstæðum. —
Þeir láta ekki uppskátt hvers annars þeir muni krefjast,
en talið að kröfur þeirra verði tengdar því, að togaraeig-
endur hafa um skeið ekki viljað fallast á tilslakanir um
vinnutíma togaramanna og ekki er gert ráð fyrir neinum
6líkum í nýútkominni skýrslu Fleck-nefndarinnar, sem sett
var á stofn til þess að athuga aðstæður brezka fiskiðnaðar-
dns. Þetta gefur byr undir báða vængi þeim orðrómi, að
landanir íslenzku togaranna séu notaðar sem átylla fyrir
verkfalli, sem raunverulega sé gert í þeim tilgangi að fá
framgengt kröfum um bætt vinnuskilyrði. Aðrar greinar
brezka fiskiðnaðarins hafa ekki sýnt verkfallinu neinn
Btuðning. — . \
9 Bjóða fleiri togara velkomna
Eftirspurn fiskkaupmanna
eftir afla íslenzku togaranna
var mikil. Sléttbakur seldi 154
lestir fyrir 10.348 sterlingspund.
Kaupmenn létu í ljósi ánægju
sína yfir fiskinum og kváðust
bjóða fleiri íslenzka togara vel-
komna.
•
Togaramenn í Hull hófu verk-
fallið í dag. Ingólfur Arnarson
landaði þar eftir þriggja klst.
töf.
Olivier, formaður yfirmanna á
togurum í Hull sagðist bera
meiri kvíðboga fyrir ástandinu
í Hull en í Grimsby, þar sem
verkfallið ætti þó verulegan
stuðing.
Raunverulega, sagði Olivier,
hafa þeir ákveðið að rifta sam-
komulaginu, sem gert var í
París árið 1956.
•
Skipstjórinn á Sléttbak vildi
ekkert um deiluna í Grimsby
segja. Hann hafði allan hugann
við aflann og löndunina. Fisk-
inn kvaðst hann hafa veitt utan
tólf mílna markanna við ísland.
Skipverjar á Sléttbaki létu sig
verkfallið engu skipta í dag. —
Þeir vörðu deginum til innkaupa
í verzlunum bæjarins.
Rœða skipt-
ingu aflans
London, 6. apríl
(Reuter-NTB)
A L Þ J Ó Ð A - hvalveiðinefnd-
in, sem síðast kom saman til
fundar í London 23. febrúar sl.
mun koma saman til fundar á ný
19. apríl n.k. til að ræða skipt-
ingu aflamagns sem veiðist í
Suður-íshafinu. Fulltrúar á fund
inum verða frá Noregi, Hollandi,
Bretlandi og Japan. Ennfremur
er sennilegt að Sovétríkin sendi
þangað áheyrnarfulH™>°
Þetta er ein af borholun-
ura fjórum, sem opnaðar
voru í gær við Hvera-
gerði. Gufuorkan úr þeim
er á við Steingrímsstöð og
Toppstöðina, og vatnið að
hitagildi svipað og Reykja-
vatnið. — Sjá frétt á bls. 19.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Nýtt „ríki"
í Kongó
BRtJSSEL, 5. apríl — (Reuter)
Frá því var skýrt í gær, að stofn
að hefði verið í Kongó nýtt fylki
eða ríki, sem hlotið hefur nafn
ið Kwango. Hið nýja fylki ligg
ur austur af Leopoldville og
æðsti yfirmaður þess er Albert
Délvaux, ráðherra í stjórninni í
Leopoldville.
Stofnun hins nýja fylkis var
lýst yfir við hátíðlega athöfn á
sunnudaginn var í bænum Kenge
sem er 150 mílur austur af
Leopoldville. Var þar sagt, að
stofnun þess væri í samræmi við
ákvarðanir ráðstefnu kongósku
stjórnmálaforingjanna, sem hald
in var í Tananarive á dögunum.
Samband flutninga-
verkamanna :
Móti
verk-
fallinu
Einkaskeyti til Mbl.
frá London, 6. apríl.
TALSMAÐUK Sambands
flutningaverkamanna og
annarra verkamanna, —
en til þeirra samtaka
heyra þúsundir togara-
sjómanna og hafnarverka
manna — sagð í dag, að
félagið mundi gera sitt
ítrasta til þess að koma í
veg fyrir að verkfallið
breiddist út. Talsmaður-
inn gagnrýndi forystu-
menn sambands yfir-
manna á togurum fyrir
að draga félagsmenn út í
verkfall og beita þeim í
póhtískum tilgangi. — ís
lenzki fiskurinn hafði
engin áhrif á brezka mark
aðinn, því að hans var
þörf", sagði hann.
Dennis Welch, formaður félags
yfirmanna á togurum í Grimsby
sagði í gærkvöldi, að eitt af mark
miðum verkfallsmanna væri að
sýna öðrum löndum — einkum
Dnmörku, með tilliti til Færeyja
og Grænlands — f ram á, að f ærðu
þau út fiskveiðilögsögu sína með
sama hætti og fslendingar hefðu
gert, gætu þau átt á hættu að
missa markað í Grimsby fyrir
f isk sinn.
• Þeír Iaga sig að stefnu
samtakanna
Fulltrúi Sambands flutninga
verkamanna og annarra 'Cferka-
mann, sem aðsetur hefur í Lon-
don, en hefur á hendi ábyrgð með
vinnu hafnarverkamanna í Grims
by, sagði, áður en Sléttbakur hóf
löndun: — Samkvæmt samkomu-
lagi félagsmanna okkar við sam-
tök togaraeigenda, féllust þeir á
stefnu þeirra, sem er að hafa
samkomulagið í heiðri..
Frh. á bls. 19
Landsfundur Sjálf-
stæðisf Sokksáns 8 júní
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að fjórt-
ándi landsfundur Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman í
Reykjavík fimmtudaginn 8. júni nk.
Landsfundur er fulltrúasamkoma Sjálfstæðismanna af
öllu landinu. Fer landsfundur með æðsta vald í málefnum
Sjálfstæðisflokksins, og skal hann að jafnaði haldinn annað
hvert ár. Síðast var landsfundur haldinn árið 1959.
Nánari tilhögun fundarins verður tilkynnt flokksfélög-
nnum bréflega.