Morgunblaðið - 07.04.1961, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.1961, Page 1
28 siður (I og II)' Eru landanir íslenzku togaranna tylliastæða? 7a//ð að fogarasjómenn hyggist nú fá framgengt kröfum um bætt vinnuskilyrði Einkaskeyti til Mbl. frá Grimsby, 6. apríl. UM ÞAÐ BIL sextíu togurum hefur þegar verið lagt vegna verkfalls togaramanna í Grimsby. Segja verkfallsmenn, að samstaða þeirra hafi aldrei verið betri en nú og þeir bíði nú eftir tilmælum frá fulltrúum togaraeigenda um við- ræðufund til þess að ræða samkomulagsskilmála. Togaramenn munu krefjast algers banns við löndun- um úr íslenzkum togurum, undir öllum kringumstæðum. - Þeir láta ekki uppskátt hvers annars þeir muni krefjast, en talið að kröfur þeirra verði tengdar því, að togaraeig- endur hafa um skeið ekki viljað fallast á tilslakanir um vinnutíma togaramanna og ekki er gert ráð fyrir neinum slíkum í nýútkominni skýrslu Fleck-nefndarinnar, sem sett var á stofn til þess að athuga aðstæður brezka fiskiðnaðar- dns. Þetta gefur byr undir báða vængi þeim orðrómi, að 'landanir íslenzku togaranna séu notaðar sem átylla fyrir verkfalli, sem raunverulega sé gert í þeim tilgangi að fá framgengt kröfum um bætt vinnuskilyrði. Aðrar greinar brezka fiskiðnaðarins hafa ekki sýnt verkfallinu neinn stuðning. — • Bjóða fleiri togara veikomna Eftirspurn fiskkaupmanna eftir afla íslenzku togaranna var mikil. Sléttbakur seldi 154 lestir fyrir 10.348 sterlingspund. Kaupmenn létu í ljósi ánægju sína yfir fiskinum og kváðust bjóða fleiri íslenzka togara vel- komna. ★ Togaramenn í Hull hófu verk- fallið í dag. Ingólfur Arnarson landaði þar eftir þriggja klst. töf. Olivier, formaður yfirmanna á togurum í Hull sagðist bera meiri kvíðboga fyrir ástandinu í Hull en í Grimsby, þar sem verkfallið ætti þó verulegan stuðing. Raunverulega, sagði Olivier, hafa þeir ákveðið að rifta sam- komulaginu, sem gert var í Paris árið 1956. ★ Skipstjórinn á Sléttbak vildi ekkert um deiluna í Grimsby segja. Hann hafði allan hugann við aflann og löndunina. Pisk- inn kvaðst hann hafa veitt utan tólf mílna markanna við ísland. Skipverjar á Sléttbaki létu sig verkfallið engu skipta í dag. — Þeir vörðu deginum til innkaupa í verzlunum bæjarins. ingu aflans London, 6. apríl (Reuter-NTB) ALÞJ ÓÐA - hvalveiðinefnd- in, sem síðast kom saman til fundar í London 23. febrúar sl. mun koma saman til fundar á ný 19. apríl n.k. til að ræða skipt- ingu aflamagns sem veiðist í Suður-íshafinu. Fulltrúar á fund inum verða frá Noregi, Hollandi, Bretlandi og Japan. Ennfremur er sennilegt að Sovétríkin sendi þangað áheyrnarfuinr.'io Þetta er ein af borholun- ) um fjórum, sem opnaðar i voru í gær við Hvera- i gerði. Gufuorkan úr þeim 1 er á við Steingrímsstöð og Toppstöðina, og vatnið að hitagildi svipað og Reykja- vatnið. — Sjá frétt á bls. 19. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Nýtt „ríki“ í Kongó BRtíSSEL, 5. apríl — (Reuter) Frá því var skýrt í gær, að stofn að hefði verið í Kongó nýtt fylki eða ríki, sem hlotið hefur nafn ið Kwango. Hið nýja fylki ligg ur austur af Leopoldville og æðsti yfirmaður þess er Albert Delvaux, ráðherra í stjórninni í Leopoldville. Stofnun hins nýja fylkis var lýst yfir við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var í bænum Kenge sem er 150 mílur austur af Leopoldville. Var þar sagt, að stofnun þess værf í samræmi við ákvarðanir ráðstefnu kongósku stjórnmálaforingjanna, sem hald in var í Tananarive á dögunum. Samband flutninga- verkamanna ; lUóti verk- fallinu Einkaskeyti til Mbl. frá London, 6. apríl. TALSMAÐUR Sambands flutningaverkamanna og annarra verkamanna, — en til þeirra samtaka heyra þúsundir togara* sjómanna og hafnarverka manna — sagð í dag, að félagið mundi gera sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir að verkfallið breiddist út. Talsmaður- inn gagnrýndi forystu- menn sambands yfir- manna á togurum fyrir að draga félagsmenn út í verkfall og beita þeim í pólitískum tilgangi. — ís lenzki fiskurinn hafði engin áhrif á brezka mark aðinn, því að hans var þörf“, sagði hann. Dennis Welch, formaður félags yfirmanna á togurum í Grimsby sagði í gærkvöldi, að eitt af mark miðum verkfallsmanna væri að sýna öðrum löndum — einkum Dnmörku, með tilliti til Færeyja og Grænlands — fram á, að færðu þau út fiskveiðilögsögu sína með sama hætti og íslendingar hefðu gert, gætu þau átt á hættu að missa markað í Grimsby fyrir fisk sinn. • Þeir laga sig að stefnu samtakanna Fulltrúi Sambands flutninga verkamanna og annarra verka- mann, sem aðsetur hefur í Loh- don, en hefur á hendi ábyrgð með vinnu hafnarverkamanna í Grims by, sagði, áður en Sléttbakur hóf löndun: — Samkvæmt samkomu- lagi félagsmanna okkar við sam- tök togaraeigenda, féllust þeir á stefnu þeirra, sem er að hafa samkomulagið í heiðri,. Frh. á bls. 19 Landsfundur Sjálf- stæðisf lokksáns 8 júní MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að fjórt- ándi landsfundur Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman í Reykjavík fimmtudaginn 8. júní nk. Landsfundur er fulltrúasamkoma Sjálfstæðismanna af öllu landinu. Fer Iandsfundur með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, og skal hann að jafnaði haldinn annað hvert ár. Síðast var landsfundur haldinn árið 1959. Nánari tilhögun fundarins verður tilkynnt flokksfélög- unum bréflega. » i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.