Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 3
* Föstu'daguí 7. aprfl 1961 MORGUNBIAÐIÐ — Komdu með vorið í blað ið, sagði ritstjórinn. j|§| — Vorið, hváði ég, það vai eð renna sér á skíðum um páskana. — Já, það er komið í bæinn núna, sagði ritstjórinn. — Skógarþrestirnir eru j|S fiarnir að syngja í Hallarj ið- inum, sagði einn koliega j v minn. — Ekki skógarþresti, sagði ritstjórinn, fólk. Taktu meðjfjj þér ljósmyndara og finnduSS?! Það. fi| Þetta var útrætt mál. i iirtim ..r Við afneitum vorinu, hrópuðu krakkarnir á Tjörninni. SPURT UM VORID — Við skulum reyna að finna einhverjar léttklæddar skvísur, sagði Ijósmyndarinn og renndi augunum eftir Austurstræti — Lækjargötu og Tjarnargötu, en þær voru hvergi sjáanlegar. — Sjáðu krakkana þarna á Tjörninni, sagði ég, við skul- um vita, hvort þeir hafa frétt af vorinu, þótt þau séu að renna sér á skautum. — Er gaman, krakkar? — Já, já, sögðu þau og renndu sér í hringi eins og þau hefðu króað eitthvað inni. Kannski vorið? — Það er of mikill snjór á svellinu, sagði einn drengj- anna og nam staðar. — Sólin verður ekki lengi að bræða hann, sagði ég, og svellið líka. — Jú, hún skal verða lengi að því, sagði ljóshærð stúlka. — Eruð þið ekki orðin þreytt á vetrinum — Nei, það er svo agalega gaman á skautum. — Ég vildi að það væri allt af svell, sagði annar drengur. — Nai, sagði eln stelpn- anna, ég ætla í sveit í sumar. — Uss, og éta ber, sagði strákurinn. — Já, mér finnst þau ægi lega góð, sagði stelpan og varð langeyg. — Ógurlega ertu vitlaus, sagði stærsta stelpan og sneri sér að stráknum, hvað eiga skepnurnar að borða, ef það er alltaf snjór? — Mér er alveg sama, sagði strákur, mér finnst snjór betri en gras, og til áréttingar tók hann handfylli sína af snjó og sleikti út um. Ljósmyndarinn smellti af þeim mynd, um leið og snjó- strákurinn rétti upp höndina með snjóbolta og hrópaði af ölium lífs og sálarkröftum: — Ég afneita vorinu. Félagar hans tóku undir og ein stelpa, en hinar þögðu. Að lokum varð þetta eins og stríðsöskur. En hætt er við, að veturinn tapi þeirri orustu. ★ — Sjáðu þessa, sem situr á tröppunum fyrir framan Xðnó, sagði Ijósmyndarinn, hún er anzi líkleg. Ég ætla að reyna að mynda hana, án þess að hún vakni úr ieiðslunni. Hún hreyfði sig ekki og lygndi augum á móti sólinni. — Hvað ert þú að gera, kona góð? — Ég er að bíða eftir stræt isvagni, sagði hún brosandi. — Ég hélt, að þú værir að bíða eftir vorinu. — Ég þarf ekki að bíða eftir því, sagði hún, það er komið. — Hvar? þarna úti á Tjörn inni? — Hérna inni, sagði konan og benti á barm sinn, sem var vel varinn úlpu. —Ég held, að við sem erum orðin fullorðin, séum næmari en krakkarnir, bætti hún við, um leið og hún stóð upp og horfði út á Tjörnina. — Hvers vegna heldurðu að það sé? Hún hugsaði sig um andar- tak og sagði síðan: — Kennski vegna þess, að við höfum átt fleiri vor en þau, en eigum færri eftir. Hún varð að hraða sér til að ná í strætisvagninn. ★ — Eruð þið að taka myndir af fuglunum sagði ung kona, sem sat á Tjarnarbakkanum, ásamt dóttur sinni. — Nei, við vorum að taka mynd af ykkur og vorinu. — Já, ég fór hingað niður eftir með dóttur mína til þess að sýna henni vorið, ef það hefði góð áhrif á hana. Við erum nefnilega að koma frá tannlækni, og henni var ekkert um að láta draga úr sér. Annars var Viðar Péturs- son mjög góður við hana. Hann borgaði henni fyrir hverja tönn. Það er ekki sama, hvernig tannlæknar eru. Hann er alveg sérstakur, hann Viðar, svo barngóður og uppörfandi. — Varst þú líka að láta draga úr þér — Já, reyndar, sagði hún og brosti, þær hrynja úr okk ar á veturna. — En ekki á sumrin? — Nei. — Þá hlýtur þeirri litlu að þykja vænt um vorið. — Já, henni þykir vænt um vorið og tennurnar sínar. ★ Ljósmyndarinn vildi endi- lega ganga Austurstrætið aft- ur, til þess að leita að létt- klæddum skvísum, hvort sem hann hefur verið að hugsa um sjálfan sig eða ritstjórann. En þær létu auðvitað ekki sjá sig. Þá snerum við okkur að konu, sem var að selja happdrættis- miða í Volkswagenbifreið. — Hvernig gengur? — Vel, en betur, ef þið kaupið líka miða. — Við erum ekki Barð- strendingar. — Þið getið samt hlotið vinninginn. — Ég mundi kaupa miða ef vinningurinn væri vorið. — Vorið? Ja, það er dregið 5. maí. Það er ekki verra. Þá geturðu kannski ekið í eig- in bíl í sumarleyfinu. — Sjáið þið, þeir eru guli-r eins og sólin, kallaði hún á eftir okkur. En við vorum blankir. i.e.s STAKSTEINAR Ingibjörg Þórólfsdóttir, Elríksgötu 19, og dóttir hennar, Ágústa Halldórsdóttir. Þær urðu að láta draga úr sér tennur eftir veturinn. Kammermúsikkklúbburiiin oð heija starisemi sína KAMMERMUSIKKLUBBUHINN mun hefja fimmta starfsár sitt með hljómleikum í samkomusal Melaskólans í kvöld. Á efnisskránni eru: — Sónata í c moll eftir Beethoven op. 30 nr. 2, sónata eftir Debussy og sónata í c moll eftir E. Grieg op. 75. Flytjendur eru Árni Krist jánsson og Björn Ólafsson. Eins og fyrr greinir hefur Kammer- músikklúbburinn starfað um fjög urra ára skeið og jafnan efnt til sex hljómleika á hverju starfsári. Erlendir hljómlistarmenn hafa komið hér fram þrisvar á veg- um klúbbsins, þ.e.a.s. Fíladelfíu blásarakvintettinn, Armeníu strengjakvartettinn og Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari. Að öðru leyti hafa innlendir hljóð færaleikarar annazt tónleikana, að jafnaði fimm talsins. Félagar í klúbbnum eru nú hátt á annað hundrað og hafa þeir staðið straum af kostnaði við hljóm- leikahald með ársgjöldum sínum. Klúbburinn nýtur engra opin- berra styrkja, en honum hafa aft ur á móti verið veittar fjárupp- hæðir úr Músiksjóði Guðjóns heitins Sigurðssonar, þegar stærri tónverk, sem krefjast margra flytjenda, hafa verið valin til flutnings. Björn Ólafsson fiðlu- leikari hefur stjórnað strengja- sveitinni og valið efni til flutn- ings. Forráðamenn klúbbsins telja það mjög athyglisvert og ánægjulegt, að ungt fólk sækir hljómleikana af miklum áhuga og undirtektir músikunnenda í bæn- um hafa verið mjög góðar. Kamm ermúsikklúbburinn stendur öll- um opinn og geta þeir, sem áhuga hafa á að gerast félagar, gefið sig fram í síma 13030 og 19628. Tónleikarnir í kvöld hefj- ast kl. 21 í samkomusal Mela- skólans Greinn hans Einars Menn geta haft það til markfl um að eitthvað sé ástandið bág- borið í Kommúnistaflokknum, þegar Einar Olgeirsson birtir „greinina sína“ i Þjóðviljanum. Ekki þarf að útskýra hvað átt er við með greininni hans Ein- ars, það vita þeir, sem cinhvern tima hafa lesið Þjóðviljann að staðaldri. Það er gamaldags stór yrðaglamur um auðvaldið, sem nútímamaður les naumast öðru- vísi en skelllhlæjandit Smá- vægileg tilbrigði eru þó í „grein- inni hans Einars“. Hún mun vera umsamin i hvert skipti sem hún britist. Verst og bezt 1 „greininni hans Einars" i gær lýsir röksnillin sér einna bezt í þessum tveimur málsgrein um: „Með öðrum orðum: 12 árum eftir 1942 var kaupgeta tíma- kaupsins 10% lægri en 1945 en næstum 20% lægri en hæst var í júlí 1947, þrátt fyrri mörg og hörð verkföll“. Siðar í greininni segir: „Það er timi til kominn að auðvald landsins sýni það taf- arlaust, hvort það fæst til kaup. hækkunar, sem um munar án verkfalls eða hvort verka- lýðssamtökin verða enn einu sinni að grípa til þess vopns, sem dugað hefur þeim bezt þessi 20 ár sem fyrr: verkfallsins." Með öðrum orðum, að verk- fallastefnan, sem ríkt hefur undanfarna tvo tugi ára hefur rýrt kjörin, en samt sem áður eru það verkföllin, sem dugað hafa verkalýðnum! (Þrátt fyrir allt fær þetta staðizt, ef menn aðeins hafa það hugfast að á máli kommúnista heita leið- togar flokktsins verkalýður, en um þá, sem við almennt köllum verkamenn, varðar kommúnista ekki nokkurn hlut). Vafasamur heiður f greininni hans Einars segir líka á þessa leið: „Auðmannastéttin beitir verk- færum sínum Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokknum og öllum áróðurs tækjum til hins ítrasta, auk síns þjóðfélagslega valds“. Menn taki eftir því, að þegar Einars Olgeirsson nú er að tala um auðvaldsflokka, þá nefnSr hann aðeins Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. Hann telur sem sagt Framsóknarflokkinn ekki lengur auðvaldsflokk. AU- ir sem lesið hafa eitthvað í ritum kommúnista vita þó, að á þeirra máli eru allir flokkar auðvalds- flokkar, sem ekki eru beinlínis kommúnistískir, eða undir beinu áhrifavaldi kommúnista. Þannig staðfestir þessi leiðtogi íslenzkra kommúnista það, að Framsóknar flokkurinn sé á þeirra bandi Getur varla hjá því farið að sum um Framsóknarmanninum finn- ist þessi yfirlýsing vafasamur heiður. Hinsvegar verður að telja líklegt að ritstjóra Tímans og leiðtogum Framsóknarflokks. ins finnist þetta einmitt hin á- kjósanlegasta yfirlýsing. Þeir hugsi sér hvort sem er beinan samruna flokkanna síöar meir og sé þá ágætt að vera búinn að undirbúa menn undir það, að þar eigi ekkert á milli að bera. En hvað er það, sem þjáir kommúnista svo þessa dagana, að Einari Oigeirssyni finnst nauð syn til bera að birta nú grein- ina sína og taka upp rúmið í Þjóðviljanum, sem Magnús Kjartansson er vanur að nota fyrir fréttir af símavændinu og öðru slíku suður í Frakklandi, i Ítalíu eða annarsstaðo-"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.