Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 4
4 BtOWGUNBL ifílh Föstudagur 7. aprfl 1961 r SjChví, T 24115 SENDIBÍLASTÖÐIN X Gc£« CX3t TRl GLE KIRJEVrHIMG fciuoiAOoru 1« 30 ferm. timburhús til sölu til flutnings eða niðurrifs. Uppl. Langholts- veg 8, sími 33269. Stúlka eða kona óskast í vist um þriggja mánaða tíma. Sér herbergi. Uppl. í síma 50957. 3ja—4ra herbergja íbúð óskast á hitaveitusvaeðinu sem allra fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld, merkt: „Ibúð — 1631“. Opinber starfsmaður óskar eftir 3—5 henb. íbúð til leigu 14. maí eða síðar. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 13768. Til sölu 20 innihurðir með körm- um, skrám og lömum, vél- sög, útvarpstæki og dívan. Uppl. í sima 33486 eftir kl. 7 í kvöld. Ungur maður óskast til að smyrja bíl. Uppl. í síma 13450. Athugið Flugfélagstaska tapáðist við komu Esju á þriðju- dagsmorgun. Vinsamlegast hringið í síma 11718. — Fundarlaun. Skrifstofuhúsnæði ca. 75 ferm. rétt við Mið- bæinn til leigu nú þegar. Uppl. í síma 10971. Ráðskona óskast í lítið þægilegt heimili. Tilb. sendist afgr. Mbl. í Keflavík, merkt: Keflavík 1541, Keflavík 3ja herb. íbúð til leigu. — Uppl. á Aðalgötu 10. Ráðskona óskar eftir ráðskonustöðu í Rvík eða nágrenni. Mætti vera í Keflavík. Tilboð merkt: „Ábyggileg 1542“ sendist Mbl. strax. Tapazt hefur lítil blá taska (útsaumuð) Uppl. í síma 10443. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Brauðgerð NI.F Tjamargötu 10. Sími 11575 t dag er föstudagurinn 7. apríl. 97. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 9:29 Síðdegisflæði kl. 22:01. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — l.æknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Síml 15030. Næturvörður vikuna 1.—8. april er i Laugavegsapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7. laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Ljósastofa Hvítabandsins er að Fom haga 8. Ljósböð fyrir börn og full- orðna. Uppiýsingar i sima: 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 1.—8. apríl er Kristján Jóhannesson, sími: 50056. □ Mímir 5961477 = 7 I.O.O.F. 1 S== 1424781/2 = Kvm. RMR Föstud. 7-4-20-VS- MT-A-HT. FREITIR Kaþólska kirkjan: — Kvöldmessa kl. 6:15 e.h. Bæjarbúar: — Munið; að aðstoð og samstarf yðar við hreinsunarmenn bæj arins, er það sem mestu máli skiptir um að unnt sé að halda götum, lóðum og óbyggðum svæðum í bænum hrein- um og snyrtilegum. Spilakvöld Borgfirðingafélagsins verð ur laugard. 8. þ.m. kl. 21 studvíslega í Skátaheimilinu. Minningarkort úr minningarsjóði Ama sáluga Jónssonar, kaupmanns, Laugaveg 37, eru seld á eftirtöldum stöðum: í verzl. Faco, Laugav. 37, Verzl. Mælifell, Austurstr. 4 og hjá Ingibjörgu Steingrímsdóttur, Vestur- götu 46A. Frá Guðspekifélaginu: — Fundur í Septimu í kvöld 1 Guðspekishúsinu. Fundur þessi er aðalfundur og hefst kl. 7,30, áríðandi að félagar mæti. Að loknum venjulegum aðalfundarstörf- um kl. 8,30 flytur séra Jakob Kristins- son erindi: „Arangur rækilegs guð- spekináms". Kaffi. Breiðfirðingafélagið hefur félagsvist í Breiðfirðingabúð í kvöld, föstud. og er það síðasta spilakvöldið á þessum vetri. Húsmæðraf élagið: — Saumanámskeið hefst á næstunni. Þær konur, sem ætla að sauma hjá okkur gefi sig fram í síma: 11810 og 14740. MFNN 06 = MAŒFNI= BLAÐINU hefur borizt bréf frá íslenzkri konu, Ólöfu Jóns dóttur, búsettri í Bandaríkj- unum. Segir hún frá þorrablóti íslendinga í Chicago: „Ég held þaS væri heillaráð að hætta nú að snæða“, var viðlagið við eitt af mörgum ís- Ienzkum söngvum, sem kváðu við á Þorrablóti íslendinga í Chicago þann 25. febrúar sl. 70 íslendingar sugu ættjarðar- ljóð og gamansöngva og röð- uðu í sig saltkjöti, hangikjöti, blóðmör og harðfiski, sem var vel þeginn matur hjá flestum, ekki sizt Vestur-íslendingun- um, sem margir hafa ekki Leiðrétting: — í afmælisgrein um kvenfélag Laugarnessóknar 1 blaðinu í gær misritaðist nafn núverandi for- manns, — á að vera Herþrúður Her- mannsdóttir og leiðréttist það hér með. Sóðaskapur og draslaraháttur ntan- húss ber áberandi vitni nm, að eitt- hvað sé áfátt með umgengnismenningu yðar. smakkað slíkt góðgæti síðan þeir voru börn hjá foreldrum sínum í íslenzku nýlendumun í Kanada. Matinn lét íslendingafélagið í Chicago senda flugleiðis beint frá íslandi og sáu félags- konur um framreiðslu hans á íslenzkan máta. Bakaðar voru kleinur og pönnukökur og flat brauð, sem alt var f jarska vin- sælt og settust margir að spil- um full-mettir. En næst á dag skránni var nefnilega félags- vist, sem er nú orðin allvinsæl á fundum okkar hér. Frú Kristbjörg Benson, ætt- uð frá íslendingafljóti í Nýja íslandi sagði okkur frá dag- lega lífinu hjá íslenzku frum- byggjunum í Kanada og æsku minningar sínar meðal unga fólksins þar. Frú Kristbjörg, sem hefur aldrei komið til ís- lands talar íslenzku mjög vel og talaði til okkar á móður- málinu. Ræða frúarinnar var lærdómsrík og þrungin kímni, sem fundarmenn létu óspart í ljós ánægju yfir með lófataki og skellihlátri. íslendingar hafa löngum get að lagt land undir fót til að koma saman og skemmta sér, enda sannaðist það þetta kvöld því mættir voru landar frá Minneapolis, Madison Wiscons in, Savanna Illinois, Ohio og Indiana. Sumir höfðu ekið í 9—10 tíma til að vera með okk ur og höfðu allir mikla ánægju af. Þess má geta að íslendinga- félagið í Chicago, sem nú starf- ar, var stofnað haustið 1959 og hefur Þráinn Sigurðsson verið formaður þess frá byrj- un. Aðrir í stjórn félagsins eru: Valur Egilsson, Magnús Ágústsson, Erna Thorarensen og Gissur Brynjólfsson. í júní verður haldin úti- skemmtun í tilefni lýðveldis- hátíðar Islands 17. júní, og er það von okkar að Iandarnir Ieggi þá aftur land undir fót til að minnast fóstur jarðarinn- ar og njóta sumarblíðunnar. JUMBO í KINA + + Teiknari J. Mora ^ IB"V'Coplwihagen 1) í slagnum um kortið höfðu þeir gert svo mikinn skarkala, að kínverska lög- reglan þusti á vettvang. — Sjáið, þarna flýja glæpa- mennirnir! hrópaði hr. Leó æstur. 2) — Þar til annað kemur í ljós, mun ég líta á ykkur alla sem afbrotamenn.... 3) .... sagði foringi lög- reglumannanna. — Þið eruð hér með teknir fastir! — Já-en, skiljið þér ekki.... byrjaði hr. Leó, en Júmbó greip fram í fyrir honum: — Við megum engan tíma missa! 4) Hann þreif í hr. Leó og dró hann með sér út úr hof- inu, eins hratt og komizt varð. — Lögreglumennirnir hlupu þegar á eftir þeim —< og tókst með harðneskju að handsama Ah-Tjú. Jakob blaðamaður Eítir Peter Hofíman Anp IN a few MINUTES... I ' — Nú er ég alveg hissa! Kid er heldur ekki í herberginu sínu! Nú jæja, Dabbi gamli er þjálfari, ekki blóðhundur! Ég bíð bara eftir hon- um .... Þar til hann kemurJ Og stuttu síðar....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.