Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. apríl 1961
MORGUNBLAÐIÐ
13
Með Norðurleið
yfir Öxnadalsheiði
V ÉG VAR háttaSur og rétt a»
festa bluird að kvöldi annars
páskadags, er síminn hringdi.
Þaff er alltaf ónotalegt aff láta
ónáða sig, þegar maffur er aff
sofna, og ég greip því símann
i mestu vonzku.
I '■ „hetta er Gunnar hjá Norffur-
leiff, mér datt í hug aff þú vildir
kannske verða með á morgun,
yiff ætlum aff reyna aff brjótast
yfir Öxnadalsheiði. Þú gætir þá
náff myndum og ferrgiff frétta-
efni“.
M Ég var gtaðvaknaffur um leið.
Fréttaefni, kannske stórfrétt!
Fyrirsögnin gæti veriff: „Frétta-
maöur liggur úti, stórhríð geisar
allt í kring“, eða eitthvaff þess
háttar. „Jú, jú, Gunnar ég er
meff“. — ,,Þú mætir þá kl. 1 á
morgun, góffa nótt“.
Óttast ekkl einu sinni
fréttamenir
í Á þriðjudag var bezta veður,
að vísu ekki sólskin, en mjög
Ibjart. Ég var mættur kl. 1 e. h.
t>á var Gunnar í óða önn að hlaða
farangri í geymsluna. Ég leit inn
S vagninn, og sýndist mér hann
fullskipaður.
^ „Gunnar ég er mættur, en
Ihvar á ég að vera, mér sýnist
vagninn fullur?“ Gunnar leit
upp með sjópoka í fanginu.
,,Þú, það er bezt að þú sért á
iþakinu, þar hefirðu bezt útsýni
tfyrir myndavélina", og hann
glottir eins og sá, sem óttast
(hvorki guð né menn, og þaðan
af síður fréttamenn.
„Á þakinu? Það er ekki hægt,
það er 8 gráða frost og verður
eflaust 12—15 uppi á heiði.“
,,Jæja farðu þá inn í bílinn,
og setztu í sætið fremst við hlið-
ina á mér, þar ætlaði ég þér
raunar alltaf að vera“.
Og ég var ekki seinn á mér,
snarast inn og hlamma mér í
‘bezta sætið.
Talstöð um borð.
Er við komum nokkuð út fyrir
'Akureyri fer ég að svipast um i
íbílnum. í næsta bekk aftan við
mig er örugglega nýtrúlofað par,
það ræð ég af því, hve þau
sofa sælt og innilega. Annað er
að segja um næsta bekk til
vinstri, þar er það æskan sem
ræður ríkjum, og hefði ég ekki
ímyndað mér, að eins og tveggja
ára fólk tæki sér far með bíl að
vetri 4il yfir fjallvegi. Þar eru
ærsl og hávaði, og kann ungviðið
auðsjáanlega vel við sig, enda
þótt á heiði sé lagt.
Við höfum verið að hlusta á
„Við vinnuna“ í útvarpinu, en
nú glymur allt í einu kall frá
„Vegamálum á Akureyri".
„R. 4727, hvar eruð þið stadd-
ir og hvernig gengur?“ Gunnar
grípur samstundis eitthvert á-
hald og galar inn í það. Síðan
heyrist í hátalaranum: „Rétt*
skilið, að koma að Fagranesi og
ferðin gengur sæmilega".
Þetta var þá talstöðin, við höfð
um sem sé talstöð um borð. Þeg-
ar við komum að Öxnadalshól-
um, er færðin orðin afleit. Nú
hefir Gunnar samband við starfs
menn vegagerðarinnar, sem
staddir eru á Öxnadalsheiði.
Þeir segjast vera búnir að ýta
vestur að Klifi, og þaðan sé
greiðfært vestur úr:
Bakkasel í eyði
Klukkan er fjögur, og nú sjá-
um við móta fyrir Bakkaseli,
þessari vin í eyðimörkinni. Þar
leituðu ferðamenn oft gistingar,
en nú er þar auðn og tóm, eng-
inn gestgjafi, enginn heitur kaffi
sopi eða önnur álíka fyrirgreiðsla
fyrir þreytta ferðamenn. Við
sleppum Bakkaseli og leggjum
á Öxnadalsheiði, þennan farar-
tálma, sem hefir verið þyrnir í
augum margra ferðamanna fyrr
og siðar. Ferðin sækist furðu vel,
enda hefir snjóýta farið hér um
og rutt veginn. Nú glymur í
talstöðinni: „R 4727, A 713 kall-
ar, við höfum nú rutt veginn
vestur að Klifi, og úr því er eng
in teljandi fyrirstaða; þér er því
óhætt að halda áfram vestur úr,
við tölum við þig, þegar þú ferð
fram hjá okkur á heiðinni;
skipti".
Bakkasel er að baki, brekk-
urnar upp á heiðina einnig, og
nú erum við stödd á háheiðinni.
Við ökum í djúpum, niðurgröfn
um vegi, því að hér hefir ýtan
farið um, en við það hefir mynd-
azt djúp geil í snjóinn, um metri
á dýpt, og í alls konar hlykkjum
og krókum.
Við Tjaldból hittum við ýtuna;
hún er þá á heimleið, hefir ýtt
vestur að klifi og er snúin við.
Gunnar fer út og ræðir við ýtu-
stjórann. En þegar stanzað er,
fara einnig fleiri út, einkum ber
mikið á ungum stúlkum, og ég
tek þær tali. „Hvert eruð þið að
fara?“ „Að Löngumýri", er svar
ið, við erum á skólanum þar,
vorum heima í páskafríi. Og
aðrar segja: „Við erum á kvenna
skólanum á Blönduósi og ætlum
þangað“. Sumar ætla að Reykja
skóla í Hrútafirði. Þetta eru allt
ungar dömur, sem eiga 'all-t lífið
framundan. En nú hafa þeir
ræðzt við Gunnar og ýtustjór-
inn, og því hraða allir sér inn í
bílinn. Enn er haldið áíram.
Vestar á heiðinni beið okkar
dráttarbíll, sem vegagerðin not-
ar, draga þarf bíl yfir ófærur,
auk þess að hafa alls konar
vindur og víra, er hann einnig
búinn nokkurs konar snjóplógi
og talstöð.
Við nálgumst nú háhedðina,
og hér eru snjógöngin mjög
djúp, nokkuð á annan metra,
og þó virðist vera langt niður
á fastan grunn. Allt þetta hafa
mennirnir frá vegagerðinni rutt,
og er það ótalið, allt sem þeir
hafa lagt á sig á imdangengn-
um vetrum, til að koma ferða-
mönnum yfir heiðar.
Nú heyrist enn í talstöðinni,
það er vegamálaskrifstofan á
Akureyri, sem er að tala við
dráttarbílinn. Þeir á skrifstof-
unni tilkynna, að nú séu lagðir
af stað frá Akureyri fjórir, stór
ir flutningabílar, og er A 713
Framh. af bls. 6.
finna mörg skemmtileg tilsvör
og atburði, en ég skal geta hér
eins sem sfeeði er ég byggði
hundruðustu og síðustu brúna.
Það var 1942 við brúna á Köldu-
kvísl í Mosfellssveit. Við höfð-
um lokið við að reisa sjálfan
bogann. Hann var mikið mann-
virþi, um 20 metra hár. Strák-
arnir höfðu orð á því að þeir
ættu nú skilið smávegis reisu-
gilli, og fannst mér það ekki
óviðeigandi. Vandinn var bara
sá, að vökvinn, sem við slík
tækifæri er talinn nauðsynlegur,
var m.iög vandfenginn. Þá giltu
hinar margumræddu áfengisbæk
ur, en skammturinn sem út á
þær fékkst var ekki stór. Hetzt
þurftu menn að eiga merkisaf-
mæli, brúðkaup eða eitthvað því
umlikt. Hinsvegar fannst mér ég
eiga merkisafmæli með 100 brýr
að baki. Ég arkaði því til Reykja
víkur, hitti að máli skrifstofu-
stjórann hjá vegamálaskrifstof-
unni, fékk hjá honum bevís um
að ég væri að byggja mína hundr
'iðustu brú. Síðan lagði ég leið
mína til forstjóra Áfengisverzl-
unarinnar, hitti hanp að máli,
sýndi honum bevísið, og kvaðst
kondnn til að fá mikið bretni-
vin. Forstjórinn athugaði papp-
írana, síðan mig og að því búnu
sagði hann, að ég gæti fengið
eins mikið áfengi og ég vildi.
Ekki lét ég standa á mér, en bað
um 50 flöskur að ákavíti. Maður-
inn horfði öldungis hissa á mig,
en gaf síðan skipun «m, að ég
skyldi fá umbeðið magn. Með
það fór ég heim til strákanna og
þótti þeim ferð mín ekki til
einskis farinn. Að endaðri þess-
ari sögu er gaman að geta þess,
að hér á Akureyri 1952 var síð-
asta flaskan af þessum 50 flösk-
um tej<>in upp, eða 10 árum
seinna".
„Og svo tókst þú til við vega-
málin?“
„Já, í millitíðinni var ég tvö
ár yfirverkstjóri hjá Reykjavík-
urbæ. Síðan fór ég til Akureyr-
ar, og tók við störfum hér, sem
beðinn að hjálpa þeim, ef með
þarf, yfir verstu farartálmana.
Skyndilega stöðvar Gunnar bil>
inn, hvað er nú að?
Holtavörffuheiffi ófær
Framundan hefir vegurinn
bólgnað upp af jarðvatni, en síð
an hefir allt frosið. Nú eru hér
djúpar holur og skvompur. En
Gunnar kemst klakklaust yfir
þær. Við komumst vestur að
Klifi, og hér stönzum við hjá
Jóni, sem stjórnar A 713. Nú
kemur enn ný frétt um talstöð-
ina. Holtavörðuheiði, sem opnuð
var í nótt, er nú aftur orðin
ófær. Þar hefir rennt í allar slóð
ir. Ég sé mitt óvænna og bið
því Jón á A 713 um far til baka.
Jú það er velkomið. Og nú kveð
ég Gunnar bílstjóra og mína
góðu samferðamenn. Þeir halda
áfram til suðurs, en ég sný við
til Akureyrar. Eftir er að koma
stóru flutningabílunum yfir
heiðina, ef með þarf. Einn þeirra
hefir talstöð, svo að við getum
eiiniig verið í sambandi við þá,
en þetta eru mjög öflugir vagn-
ar knúnir dísil-vélum, og þeim
virðast allir vegkr færir í slóð
okkar.
Þá er haldið á móti þeim að
Þverá, og síðan farið fyrir þeim
að Bakkaseli. Hér snúum við enn
við, en hin stóru farartæki halda
út í dimmuna og óvissuna. Já,
það er ekki alltaf leikur að vera
bílstjóri og þuxfa yfir fjallvegi
að vetri til. Ég er ekki viss um,
að allir geri sér það ljóst. Á
heimleiðinni verðum við þess
varir, að einnig hér hefir rennt
í slóðina, og verður Jón að nota
sína ágætu tönn svo til alla leið-
ina til Akureyrar, en í talstöð-
inni fréttum við, að Gunnar
muni setjast að á Blönduósi með
alla sína ungu og öldnu farþega.
Já það er sannarlega enginn leik
ur að ferðast á íslandi, þegar
snjókoma er og stormar geisa.
St. E. Sig.
yfirverkstjóri hjá vegagerðinni
og var umdæmi mitt Eyjarfjarð-
ar- og Þingeyjarsýslur. Síðar tók
starfssvið mitt aðeins yfir Eyjar-
fjarðarsýslu og Suður-Þingeyjar
sýslu. Þá tók við mestmegnis
skrifstofuvinna og hefir það ver-
ið aðalstarf mitt seinni árin, svo
eftirlit á vegum umræddra
sýslna'.
„Hvað var einkum fólgið í því
starfi?"
„Fyrst og fremst yfirumsjón
með allri starfsemi vegagerðar-
innar á umræddu svæði. Þar und
ir allmargir vinnuflokkar áhalda
hús, með tilheyrandi verkstæði1-.
,Hvað viltu segja merkast um
vegamál hér nyðra?“
„Ja þessu er mjög vandsvarað.
Hér er mikið búið að gera en
einnig er mikið ógert. Á sl. sumri
var einkum auk venjulegs við-
halds unnið í Þingeyjarsýslu. Þá
var og talsvert unnið í hinum
svo nefnda Múlavegi, sem liggur
til Ólafsfjarðar. Annars mun
eftirmaður minn hér geta gefið
nánari upplýsingar um væntan-
legar framkvæmdir. Nú er ég
hættur þessum störfum, og get
því ekkert sagt um framtíðina.“
„Er nokkuð að lokum, sem þú
vildir segja í sambandi við
þetta spjall okkar“. ,
„Ekki annað en það, að ég vil
þakka öllum þeim sem með mér
•hafa unnið á undanförnum ár-
um, bæði mínum ágætu verk-
stjórum, svo og hinum mörgu,
sem greitt hafa götu vegagerðar
innar á ýmsan hátt. Ég er nú
hættur þeim störfum, sem hafa
verið mitt aðalstarf undanfarin
32 ár. Þeir eru margir, sem ég
hef haft ýmis viðskipti við á
þessu árabili, og kann ég þeim
öllum beztu þakkir. Við fslend-
ingar þurfum að gera mikið átak
í okkar vegamálum til að stand-
ast samanburð við aðrar þjóðir,
og ég er þess fullviss að forráða-
menn vegamálanna eru starfi
sínu fullkomlega vaxnir, og að
fsland mun í næstu framtíð vera
sambærilegt við nágrannalöndin
hvað vega- og brúarmál snert-
ir“.
Nú er Bakkasel í eyði. Þar hefur mörgum köldum ferðalangi
hlýnað.
Afmælisrabb