Morgunblaðið - 07.04.1961, Síða 18

Morgunblaðið - 07.04.1961, Síða 18
18 r MORGVKBLAÐIÐ ■ Föstudagur 7. apríl 1961 ”1 Hörð keppni á skölamöti Hafnfirðingar i karla- og SKÓLAMÓTINU í hand- knattleik Iauk í gær og voru úrslitaleikirnir hörkuspenn- andi, enda skipa skólaliðin margir a£ beztu handknatt- leiksmönnum landsins. Svo fór að Hafnfirðingar sigruðu bæði í kvenna- og karla- flokki og sýnir það enn hina miklu yfirburði Hafnfirð- inga í þessari íþrótt. Til úrslita í 1. fl. karla kepptu lið Menntaskólans í Reykjavík og H8 Iðnskóla Hafnarfjarðar. í hvoru Uði var einn landsliðs- sigruðu bæði kvennaflokki maður en aðrar stöður voru hjá báðum skipaðar mörgum þekkt- um leikmönnum. Leikurinn varð hörkuspennandi, jafn og tvísýnn en svo fór að Iðnskólamenn sigr uðu með 14 mörkum gegn 13. í kvennaflakki tefldi Flens- borgarskólinn fram nær óbreyttu meistaraflokksliði FH — nýbak aðir íslandsmeistarar — og þurfti ekki að úrslitum að spyrja. Þær unnu Hagaskólann með 8 gegn 0. I öðrum leikum urðu þessi úrslit. í 3. fl. karla b sigraði Réttarholtsskólinn Hagaskólann með 10—6. í 3. fl. karla A vann Flensborg Gagnfr.sk. Vesturbæj- ar með 8—7 í 2. fl. karla vann Öm Hallsteinsson var bezti maður Iðnskóla Hafnarfjarð- ar. Hér sést hann í dálítið ein- kennilegri stöðu. V l Menntaskólinn Verzlunarskól- ann með 10—8 eftir framlengdan leik. Var þar atgangur harður og spenningur mikill. Víðavangshlaup ÍR. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer að venju fram á sumardaginn fyrsta eða 20. apríl n.k. Verður hú sem fyrr keppt í 3 og 5 manna sveit um. Er keppt um fallega silfur- gripi í báðum flokkunum, hand- hafi 3 manna sveitarbikarsins er Skarphéðinn en Samvinnuskól- inn í Bifröst vann í fyrra bik- arinn fyrir 5 manna sveitir. Þann bikar gáfu starfsmenn íþrótta- vallanna í Reykjavík en hinn H. Ben. & Co. Bf Skarphéðinn vinnur enn í 3 manna sveita- keppninni hljóta þeir bikarinn til eignar. Hlaupin verður nú svipuð og áður — vegalengdin um 3 km. byrjað og endað hjá Hljómskál- anum. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 16. apríl. Danskir j körfuknatt- leiksmenn hingað ? ÍSL. körfuknattleiksmenn- irnir fengu tilboð um tvo leiki til viðbótar þeim sem þeir hafa þegar leikið. Þess um tilboðum var hafnað, því leikmenn eru þreyttir eftir 3 leiki á noklcrum dögum. Það var lið háskólans og Efterslægten sem vildu gjarna leika við islendinga. islenzka liðið heldur heim á sunnudaginn. Forráða- menn fararinnar hafa látið í Ijós óskir um að danskir körfuknattleiksmenn heim- sæki ísland á næsta ári, að því er segir í frétt frá fréttamanni Mbl. í Dan- mörku. Þetta er mynd af einu skemmtilegasta atriðinu á hljóleikum hijómsveitar Svavars Gests, þar sem þeir Ragnar, örn og Magnús skopstæla þáttinn „Gettu betur“. Sjöunda kvöldskemmrun hljómsveitar Svavars EINS og kunnugt er þá hefur hljómsveit Svavars Gests efnt til hljómleika undanfarin kvöld í Austurbæjarbíói. Sjöundu hljómleikarnir eru í kvöld og verða prentarar Morgunblaðsins meðal gesta á hljómleikunum, og það meira að segja boðsgestir. Þetta boð er þannig til komið, að þegar Svavar kom í prent- smiðjuna með auglýsinguna á þriðju hljómleikana þá slógu prentararnir því fram í glensi hvort Svavar ætlaði ekki að bjóða þeim. Svavar hugðist slá þá af laginu með því að heita á þá tveimur miðum hverjum ef hljómleikarnir yrðu sex, því hvorki hafði það hvarflað að Svavari eða öðrum að til þess kæmi, að hljómsveitinni tækist að halda sex hljómleika. En sjöttu hljómleikarnir fóru fram s.l. miðvikudagskvöld og enn einu sinni fyrir fullu húsi svo Svavar varð að standa við heit sitt og prentararnir og eiginkon- ur þeirra verða því á sjöundu hljómleikunum, sem verða i kvöld. Þessi mikla aðsókn að hljóm- leikunum hefur komið mönnum nokkuð á óvart, þar sem tals- verður samdráttur hefur verið i skemmtanalífinu síðustu mán- uði. En hitt er svo annað mál, að Svavar og hljómsveitin njóta fádæma vinsælda og hefur þeirn tekist að setja saman einstak- lega fjölbreytta skemmtiskrá, sem hefur fengið frábæra dóma. Og þessvegna er ekkert lát á aðsókn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.