Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 19
F5stu3agur 7. april 1961
MORCVNBLAÐIÐ
19
Fjórar holur opnaðar í
einu í Hveragerði
Umfangsmiklar rannsóknir
á gufumagninu
f GÆR var mikið um að vera á
gufusvæðinu við Hveragerði, þar
sem boraðar hafa vcrið með stóra
bornum 8 borholur með tilliti til
hugsanlegra gufiurafstöðvarfram-
kvæmda. Þar voru staddir raf-
orkumálastjóri og flestir verk-
; fræðingar jarðhitadieildar Raf-
; orkumálaskrifstofunnar, því í
| gær voru þarna í fyrsta sinn opn-
; aðar fjórar borholur í einu og
, iáínar standa opnar, til að rann-
saka hvaða áhrif þær hefðu hver
á aðra, og einnig var vakt við
allar holur, sem gufa er notuð frá,
j toæði á vegnim hreppsins og ein-
staklinga, til að ganga úr skugga
um hvort opnun á nýju stóru
holunum hefði einhver áhrif á
þær.
| Síðan um miðjan febrúar höf-
um við undirbúið þessa rannsókn,
til að vita hvað er eðlilegt á-
stand hér alls staðar, sagði Sveinn
Einarsson, verkfræðingur, er
fréttamaður hitti að máli austur
I í Menntaskólaseli í gær, en hann
og Guðlaugur Hjörleifsson, verk-
fræðingur, stjórna þessum athug-
unum. — Við höfum menn á vakt
við holurnar 8 og á 20 öðrum,
stöðum, og þeir mæla allar breyt-
jngar á þrýstingi við holurnar á
6 mínútna fresti. í kvöld og nótt
skiptast svo á tveir hópar, annar
Lefévre falin
sefur en hinn dreifir sér á vakt-
staðina.
TVÖFÖLD ORKA
FVRIR 15 ÞÚS. KW. STÖÐ
Gufumagnið, sem fer út um
þessar f jórar holur er 300 tonn á
klst., en hún gefur álíka mikla
orku og Steingrímsstöð og Topp-
stöðin í Reykjavík. Og auk þess
gefa þessar holur um 230 sek.
lítra af 100 stiga heitw vatni á
klst., en það er líklega að hita-
gildi svipað og vatnið frá Reykj-
um.
Þetta er tvöfalt meiri orka en
þörf er fyrir í þá 15 þús. kw.
stöð, sem áætlanir hafa verið gerð
ar um þarna. En Svein telur að
öruggara kunni að vera að bora
1—2 holur í viðbót, ekki síst ef nú
kemur í ljós að holurnar draga
hver frá annarri. — En það breyt
ir í rauninni engu varðandi gufu-
rafstöð þarna, segir hann, því
við teljum að við séum ekki
nærri því búnir að fá það gufu-
magn, sem svæðið getur skilað.
ÁÆTLANIR TILBÚNAR
Áætlun um þessa 15 þús. kw.
gufurafstöð neðan við mót Sauð-
ár og Varmár er nú tilbúin, og
einnig áætlanir um 38 þús. kw.
vatnsorkurafstöð við Hestvatn, að
því er Jakob Gíslason, raforku-
málastjóri tjáði okkur. Sagði
hann að á næstu vikum ætti því
að vera hægt að bera þær sam-
an og taka ákvörðun um hvor
væri heppilegri. Síðan mætti
hefja endanlegan undirbúning
undir framkvæmdirnar. — En
það er svo margt í kringum þetta,
bætti hann við. í>að þarf að fá
fjármagn, bjóða út verkið o. s.
frv.
Margs konar mælingar voru
gerðar í sambandi við opnun hol-
anna fjögurra í gær. T.d. var einn
verkfræðingurinn á ferð og flugi
um nágrennið, til að mæla hvort
hávaðinn yrði íbúunum til óþæg-
inda, en hann reyndist minni
niðri við Hveragerði en af um-
ferðagötu. Þá var mælt með 5
mm. nákvæmni hvort jarðvegur-
inn breyttist nokkuð á 1300 m
langri línu, sem dregin var þvert
yfir dalinn og ýmislegt fleira.
Þarna var líka urmull af verk-
fræðingum á ferðinni. Við sáum
Þorbjörn Karlsson, Gunnar Böðv
arsson, Guðmund Pálmason, ís-
leif Jónsson, Sigurður Rúnar Guð
mundsson og Jón Jónsson, jarð-
fræðing Raforkumálaskrifstof-
unnar.
Lamaður maður
Frh. af bls. 20.
ekkert um það atriði að segja.
Ég er búinn að liggja í sjúkra
húsum, Bæjarspítalanum og
Landspítalanum síðan slysið
varð og hefi verið hér þrisv-
ar sinnum í böðum og öðru.
Ég hefði alltaf haft verki og
hefi þá enn. En ég get gengið
hækjulaus og það er Hiest
um vert.
stjómarmyndun
BALDVIN Belgíukonungur fór
þess á leit í dag við Theo
Lefévre, formann kristilega
demokrataflokkisins, að hann
reyndi að mynda nýja stjórn.
— Sátlafundur
Framh. af bls. 2.
Iiann vona, að Frakkar færu
brátt að hætta undanbrögðum í
máli þessu og að Útlagastjórnin
lærði að gera greinarmun á aðal
atriðum og aukaatriðum.
Þrátt fyrir það, hvernig mál-
um væri nú komið, kvaðst Bour
iguiba vongóður um að lausn
Alsírmálsins væri ekki langt und
an.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Túnis að talsmenn
ibandaríska sendiráðsins í Tún-
is muni innan skamms eiga frek
ari viðræður við Alsírsku útlaga
stjórnina. Síðastliðinn sunnudag
étti bandaríski sendiherrann,
Walter Walmsley tveggja klst.
fund með tveim ráðherrum úr
útlagastj órninn.i
— Móti verkfalli
Framh. af bls. 1
— Persónulega virðist mér,
sagði talsmaðurinn, að þeir eigi
Ihól skilið fyrr skynsamlega af-
stöðu þeirra bæði áður en sam-
Ikomulagið við íslendinga var gert
og nú á eftir, með því að vinna
verk sitt, þrátt fyrir þá samúð,
sem þeir kunna að hafa með verk
fallinu.
í ritstjórnargrein f Guardian
í dag segir, að verkfall yfirmanna
á togurunum sé algerlega and-
stætt allri skynsemi. En — segir
blaðið — tilfinningaaflið, sem
stendur að baki því er skiljanlegt.
Yorkshire Post lætur í ljós
þá skoðun, að verkfallið kunni
að hjálpa togaraáhöfnunum til
að veita tilfinningum sínum út-
rás, en heldur því fram að það
muni hafa skaðlegri áhrif fyrir
'brezkar húsmæður og brezkan
fiskiðnað en fyrir íslendingana,
sem því sé beitt gegn.
—■ LIV stefnir
Framh. af bls. 2
Iands staðfestir þá samþykkt mið
stjórnar sambandsins að synja
um sinn inntökubeiðni Lands-
sambands íslenzkra verzlunar-
manna meðan skipulagsmál Al-
þýðusambandsins eru í deigl-
unni.
Jafnframt vill þingið lýsa því
yfir, að Alþýðusambandið er
reiðubúið til að veita LÍV alla að
stoð í hagsmunabaráttu verzlun-
arfólks, sem það getur í té látið,
og felur miðstjórn að gera um
það efni bindandi samning við
LÍV ef það óskar þess“.
Með þessari afgreiðslu máls-
ins hefur alþýðusambandsþing,
sem fer með æðsta vald verka-
lýðssamtakanna, synjað Lands-
sambandi verzlunarmanna um
inntöku meðal annars af því, að
skipulagsmál samtakanna séu í
deiglunni, en jafnframt lýst yfir
eindregnum vilja til stuðnings
við hagsmunabaráttu verzlunar-
fólks.
Má furðu gegna, ef það er al-
mennur vilji launþeganna í sam
tökum verzlunarfólksins að láta
dæma sig inn í verkalýðssamtök-
in gegn meirihlutavilja þeirra,
eins og sakir standa.
Enda er vandséð hvað orðið
sé um félagsfrelsið í landinu ef
dómstólar geta ákveðið um að-
ild félagssamtaka að Alþýðu-
sambandi íslands.
Málið kemur í dag fyrir Fé-
lagsdóm, og mun lögfræðingur
sambandsins, Egill Sigurgeirsson
mæta þar fyrir hönd stefnda, Ai-
þýðusambands íslands**.
Vafalaust hreytir slíkt öllum
— Hvað heldur þú sjálfur
að hafi læknað þig? Ertu trú-
aður maður?
— Ég hef ekki verið trú-
aðri en svona rétt í meðal-
lagi. En það breytast vafa-
laust allir, sem slíkt kerhur
fyrir. Margir trúa alls ekki
á lækningu annars staðar frá.
En ég hef leitað til Mar-
grétar á Öxnafelli og fleiri og
alltaf trúað og vonað að úr
rættist.
— Og hvað nú? Hvað starf-
aðirðu áður?
—Ég vann alls konar verka
mannavinnu. En ég þarf að
vera hér áfram í æfingum um
sinn. Ég þarf að ná upp svo
miklu. Og svo hef ég enn-
þá þessa verki.
Vorlaukar
(hnýði)
Anemónur
Begoníur
Dahlíur
Gladíólur
Liljur
Bóndarósir
Ranúnclur
Fjölbreytt litaúrval
Gróðrastöðin við Miklatorg.
Símar 22-8-22 og 1-&7-75
Hjartanlegustu þakkir flyt ég öílum ættingjum og
vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og
heillaskeytum á, áttræðis afmæli mínu 3. apríl.
Guð blessi ykkur öll.
María Guðnadóttir, Laugateig 8.
Þakka innilega vinum og vandamönnum ,sem glöddu
mig með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á áttræðis
afmæli mínu 25. marz sl.
Guð Mðssi ykkur öll.
Jarðþrúður Tíiitulásdóttir
— Hvað segja læknamir?
— Ég er búinn að fá osf-
næmi fyrir læknum — í bili,
svarar Friðbjörn. En herberg
isfélagi hans og aðrir vist-
menn í Náttúrulækningaheim
ilinu, sem eru þarna með
honum 1 lauginni, hafa það
eftir lækni heimilisins, að
ekki sé ástæða til að óttast
að batinn verði ekki lang-
varandi.
— Nú vilja allir komast i
herbergið hans, segir einhver.
Hann býr í Minningarher-
bergi Guðspekifélags íslands.
Og svo gengur Friðbjöm
hiklaust inn 1 herbergi sitt
og s*kir hækjurnar sínar, til
að sýna okkux. — Ég kann
niú ekki otrðið að halda á
þessu, segir hann, og hand-
leikur þær. Og Ijósmyndarmn
smellti af honum mynd.
E.Pá.
Lokað
frá kl. 12 í dag vegna jarðarfarar.
Offsetsprentsmiðjan LITBBA
Móðir okkar og tengdamóðir ÞÖRDlS BJARNADÓTTIR frá Stokkseyri andaðist að heimili sínu, Túngötu 24. 5. þ.m Böm og tengdabörn
Bróðir okkar JÓN GUNNARSSON frá Reyðarfirði f lézt í Landakotsspítala 5. þ.m.. Fyrir hönd systkina hins látna. Sólborg Gunnarsdóttir
Faðir okkar og tengdafaðir 8 ÞÓRÐUR ÁRNASON , Brúarhrau»i verður jarðsunginn laugardaginn 8. apríl. — Jarðsett verður að Kolbeinsstöðum kl. 2 e.h. Börn og tengdaböm
Jarðarför mannsins míns JÖNS GlSLASONAR frá Stóru-Fellsöxl l fer fram laugardaginn 8. apríl og hefst með húskveðju að heimili hans Háholti 10, Akranesi kl. 2 e.h. — Þeim sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Guðríður Stefánsdóttir
Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, bróður okkar og frænda, . NARFA HALLSTEINSSONAR húsasmíðameistara Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunar- liði sjúkrahúss Akraness fyrir framúrskarandi umönnun í veikindum hans svo og þeim er heimsóttu hann í hans löngu legu. — Guð blessi ykkur ölL Aðstandendur
Hugheilar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför EINARS BJÖRNSSONAR Hamri, Breiðdalsvík. Aðalheiður Pálsdóttir, sonur, fósturbörn og aðrir vandamenn.
Þökkum af alhug ölium þeim, fjær og nær, fyrir auðsýndan kærleika í okkar sáru sorg við fráfall elsku- legrar eiginkonu, móður, dóttur og systur okkar, ODDRUNAR p. ÓLAFSDÓTTUR Hallgrímur Tómasson og synir Oddrún, Ólafur og systkini.
Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlá,t og jarðarför KARLS KRISTJÁNSSONAR Sérstaklega viljum við þakka rektor, kennurum og nemendum Menntaskólans í Reykjavík, söngstjóra og kór Laugarnesskirkju og öllum ,sem vottuðu hinum látnu virðingu sína á einn eða annan hátt. Hulda Karlsdóttir, Benedikt Valgeirsson og aðrir aðstandendur ,