Morgunblaðið - 07.04.1961, Side 1

Morgunblaðið - 07.04.1961, Side 1
 Ræour Sjálfstæðismanna í útvarpsumræðunum á Alþingi | Ræða BJarna Benedlktssonar, dómsmalaráðlierra blrtist 29. marz s.l. Þjdðin hefur fengið athafnamikla og framfarasinnaða rikisstiúm Herra forsetl. t*að hefur mjög þótt loða við fiina svokölluðu vinstri flokka, að þeim og þeirra mönnum vaeri tarnt að teygja lopann við um- ræður mála með stóryrðum, eleggjudómuim og offorsi í mál- flutningi. Mörg eru þar dæmin á hinum ýmsu málþingum. Ekki hefur Alþingi það, sem nú situr, farið varhluta af þess- um séreinkenmum kommúnista ©g fylgifiska þeirra. Hafa ikommúnistar og félagar þeirra svo sem alþjóð er kunnugt, hald- ið hér á þingi uppi einu því tferlegasta málþófi, sem um get- ur. I>eir hafa keppt hver við annan og slegið met, jatfnvel hafa þeir keppt við sín eigin met, eins og háttv. 4. landskj. þing- maður, Hannibal Valdemarsson, gerði hér aðfararnótt s. 1. laug- ardags, og honum tókst að slá sitt fyrra met. Hann talaði í fjórar og há.lfa klukkustund. Er nú svo komið, að ekki ein ungis þeir, sem fyrirfram vegna þekkingar siranar og reynslu af þessum og þvílíkum vinnubrögð- um kommúnista, hafa haft á þeim skömm og fyrirliitningu, Iheldur fjölda þeirra eigin fylg- ismanna er farið að blöskra ó- isvífnin' og lítilsvirðingin fyrir tfjármunum almennings, sem þinghaldið verður að greiða. Engan skal þó undra þessar málþófsaðgerðir háttv. stjómar- andstæðinga. begar betur er að gáð má öllum vera Ijóst og auð sætt, hver ti'lgangurinn er. Kommúnistadekur framsóknarmanna Ein sú baráttuaðferð, sem kommúnistar víða um heim nota með góðum árangri fyrir upp- lausnarstefnu sína er, . að skapa stjórnmálaþreytu og þar atf leið- endi afskiptaleysi almennings af stjórnmáten. í þeim efnum hafa þeir m. a. notað málþófstækni sína, samfara vísindalegxun sál- fræðibrögðarh og hefur þeim orð ið furðu ágengt, svo sem heims (kortið ber sannarlega með sér í dag. Það er því alla staði rétt ©g s'kylt, að aðvörun sé borin tfram í áheyrn alþjóSar. Vissulega er mál'frelsi og prentfrelsi einn af hyrningar- steinum lýðræðisins og ekki 1000010 við, stuðningsmenn nú- verandi ríkisstjórnar, biðjast undan gagrarýni né óttast þá gagnrýni, sem háttv. stjórnar- andstaða hefur fram að bera, svo burðug, sem hún er. Eigi að síður skal þjóðin að- vöruð. Barátta kommúnista, eðli þeirra og innræti er alls staðar !hið sama. Aðferðirnar aðeins dálítið mismunandi eftir aðstæð um. Þjóð ofekaæ er því nauðsyn að halda vöku sinni. Andvaraleysi ©g áhugaleysi um framvindu þjóðmála, stjórnmálaþreyta allt er þetta vatn á myllu hins al- þjóðlega kommúnisma. Lengi hafði því verið trúað og verið von margra, að Fram- sóknarmenn og flok'kur þeirra gæfist ekki upp fyrir hinni and- legu kúgunaröldu að austan, enda þótt þeir lentu utan ríkis- stjórnar. Raunin hefur nú orðið önnur og mun það mörgum Framsókn armönnum raunarefni. Víst er um það, að heillum horfnir eru þeir forystumenn Framsóknar hér á Alþingi, ef þeir láta sér efeki segjast við hinar sívaxandi óánægjuraddir flökksmanna þeirra víðsvegar um landið yfir kommúnistadekri þeirra og þjónustulund. Dýrkeypt ævintýri Það hefur vakið furðu allra landsmanna á hvern hátt háttv. stjórnarandstaða hefur hagað sínum málflutningi hér á Al- þingi eftir fall vinstri stjómar- innar, og þeir sýnast ætla að halda í horfinu hér í kvöld. Vissuiega var það ævintýri mikil vonbrigði fyrir alla vinstri flokkana, en það sem verra var, það var dýrkeypt fyrir þjóðina og þjóðarbúið. Þegar núverandi ríkisstjóm var setzt að völdum og takin að leysa þau miklu vandræði, sem steðjuðu að eftir setu vinstri stjómarinnar, virtist eins og háttv. stjómariandstteðingar ætluðu algjörlega að ærast. Stór- yrðin voru ekki spöruð. Menn, sem skildu við völdin samkvæmt þeirra eigin orðum þannig, að óðaverðbólga væri framundan og engin samstaða um úrræði innan vinstri stjóm- ariranar, kalla nú raunhæfar að- gerðir í efnahags og peninga- málunum „ósvífnustu árás á lífs kjör aknennings“. Mexmimir, sem á 2M> árs valda tímabili lögðu yfir 1100 millj. nýjar álögur á almenning, auk stóreignaskattsins eða fer. 2.200 hverja mínútu, sem vinstri stjórn in sat að völdum, katla nú — stórlaaikkun tekjuskatts og al- gjöra niðurfellingu tekjuskatts á almennum launatekjum ,,ægi- legustu lífökjaraskerðingu, sem átt hafi sér stað“. Ég nefni hér örfá dæmi, en ótal margt fleira væri hægt að tína til, ef tíminn leyfði, til þess að sýna fram á, 'hversu gjörsam- lega hv. stjórnarandstæðingar hafa misst fótanna. Reyna að stofna til illinda Óskammfeilni stjórnarandstæð- inga náði þó hámarki sínu, þeg ar hæstv. ríkisstjórn tókst að fá lausn á þeirri mjög svo við- kvæmu deilu, sem við höfum átt Ræða Matthíasar Á. IHathlesen í við Breta, vegna útfærslu á landhelginni. Það var öllum Ijóst, sem til þekktu, að vinnubrögð þau, sem viðhöfð voru af hálfu fyrrv. sjávarútvegsmálaráðherxa, Lúð- víks Jósefssonar, við útfærslu landhelginnar 1958, voru ná- 'kvæmlega eftir þeim kokkabók um, sem kommúnistar starfa eft ir, — að reka á einhvern hátt fleyg í samstarf vestrænna þjóða. Þegar þeir ráðherrar Alþýðu- bandalagsins í vinstri stjórninni sáu, að seta þeirra í ríkisstjórn- Matthías Á. Mathieseu inni dugði ekki til þess að-reka varnarlið NATO úr landi, þá var sjálfsagt að nota það mál, sem lífshagsmunir íslenzku þjóðarinn ar eru hvað mest tengdir við, landhelgismálið, til þess að koma af stað deilum meðal vestrænna þjóða. Landhelgismálið hafði áður verið undir forystu manna, sem kunnu skil á þeim starfsaðferð- um, sem nota þurfti, þeim hæstv. forsætisráðherra og hæstv. dóms málaráðherra, enda hafði þeim tekizt að ryðja úr vegi þeim tálm unum, sem þessu mikla hags- munamáli gátu orðið til skaða. Þegar svo málið á ný er komið í hendur þeirra manna, sem bezt til þekkja, og raynsluna hafa og setja hagsmuni íslenzku þjóðar- innar öllu ofar, og þeim hefur tekizt að leysa vandann, þannig að hagsmunum okkar er nú enn betur borgið en áður, m.a. með stækkun landhelginnar um 5065 ferkm., þar af 3060 fyrir Faxa- flóa og suður á Selvogsbanka sunnan Reykjaness og að í fram tíðinni verði ekki beitt vopna- valdi gegn okkur, þá tryllast þeir algjörlega og lýsa því yfir, eins og háttv. 4. þm. Austurlands, Lúðvík Jósefsson, að hann hafi helzt kosið að semja við Breta um framhaldandi valdbeitingu. Þær fjarstæður, sem heyrðust hér í sölum Alþingis, er landhelg ismálið var til umræðu, voru slíkar, að furðu gegnir. Afstaða kommúnista var og er skiljanleg, en afstaða Framsókn- arflokksins óskiljanleg, nema ef vera skyldi að þeir væru orðnir umboðsmenn kommúnista. Furðulegar fullyrðingar Fullyrðingar eins og þær, að alþjóðadómstóllinn sé algjörlega máttlaus stofnun og ekkert skjól fyrir smáþjóðirnar, eins og hátt- virtur 2. þm. Vestfjarða, Her- mann Jónasson, og háttv. 7. þm. Reykjavíkur, Þórarinn Þórarins son, lýsfu ytfir eru furðulegar. Það var annað hljóð í Fram- sóknarmönnum, þegar byrjunar aðgerðirnar í lahdhelgismálinu voru hafnar. Þá sagði Tíminn í leiðara 20. desember 1951, með leyfi hæstv. forseta: „Þegar að um þessi mál — land helgismálin — var rætt síðast- liðið haust, var meðal annars minnst á það í þessu blaði — Tímanum — hve mikilvægt það væri fyrir smáþjóð, að til væri alþjóðadómstóll, þar sem smá- þjóðimar gætu leitað réttar síns. Annars væru þær oðurseld- ar yfirdrottnun stórvelda". Síðar segir: „Á þetta var bent vegna þess tilefnis, að málgagn kommúnista hafði farið svívirðilegum orðum um dómstólinn í Haag og hald- ið því fram, að smáþjóðir ættu að einskisvirða hann“. Svo segir og í Tímanum, og bið ég hlustendur að taka vel eftir: „Úrskurður hans þ. e. alþjóða dómstólsins í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta hefur nú sýnt hver ávinningur það er fyr- ir smáþjóð, að slíkur dómstóll er til“. Þetta var sannarlega rétt 1951 og þetta er eins rétt í dag, 1961. En nú hefur bara forysta Fram sóknar, með ritstjóra Tímans í fararbroddi, snúið dæminu við. í dag er Alþjóðadómstóllinn, að áliti forystu Framsóknar, ég und irstrika aðeins forystu Fram- sóknar, ekki hins almenna flokks manns, óalandi og óferjandi. Það er málflutningur að tarna. Ég hetfi nú reynt í stórum dráttum að draga upp mynd af háttv. stjórnarandstöðu hér á Al- þingi og myndin er ófögur. Ég hefi dregið upp þessa mynd, til þess að mönnum geti verið full- komlega Ijós þau vinnubrögð, sem hér eru viðhöfg og sá tilgang ur, sem hér liggur að baki. Erfið vandamál leyst Síðan núverandi hæstv. rikis- stjórn tók við völdum, er aðeins liðið eitt ár og fjórir mánuðir. Á þessum stutta tíma hefur ríkisstjórninni og stuðningsflokk um hennar tekizt að leysa ótrú- lega erfið vandamál, sem vIC blöstu, eftir valdafíma vinstri stjórnarinnar. Stöðvun verðbólgunnar var að sjálfsögðu fyrsta verkefnið. j Lögfest var hér á Alþingi íyp- ir rúmu ári síðan umfangsmika efnahagslöggjöf, sem fól í sér at- gjöra kerfisbreytingu frá því sem áður hafði verið um langan tím'a. Samhliða samþykkti Alþingi hliðarráðstafanir, m.a. tál þess að láta þær byrðar, sem óumflýj- anlega borgararnir urðu að bera. ‘koma sem léttast niður á þeim, sem sízt voru aflögufærir, eins og barnafjölskyldum, öldnum og sjúkum, m.a. með lagfæringu tekjuskatts og auknum almanna tryggingum. Þá voru fjárlög fyrir bæði ár- in 1960 og 1961 afgreidd greiðslu hallalaus. Fjölmargar breytingar á stjóm einstakra þátta hins opinbera hafa verið gerðfir, til þess að tryggja einfaldari og auðveldari starfs- og stjómarháttu en áður var. Þá vil ég mega benda á, a5 ríkisstjórnin hefur í undirbún- ingi mjög mikilvæga fram- kvæmdaáætlun. Lögfest hefur verið á þessu þingi, ný skipan jarðborana og jarðhita leitun. Stofnaður jarð- hitasjóður. Þá hefur rrkisstjórnin eftir þingsályktun frá 1958 látið hefj- ast handa um, að steinsteypa fjölförnustu vegi landsins. Hef- ur undirbúningsvinna verið haf- in til þess að steinsteypa veginn suður með sjó. Hér er ekki að- eins um mikið hagsmunamál byggðarlaganna suður á Reykja- nesskaga að ræða, heldur þjóðar- innar allrar, enda eru þar stað- settar margar beztu verstöðvar landsins. Og minna má á, að Keflavíkurhöfn er ein stærsta út- flutnimgshöfn sjávarafurða á landinu. Með bráðabirgðalögum frá I janúar var sjávarútveginum gert kleift að breyta stuttum lánum í löng. Var það höfuðnauðsyn fyrir sjávarútveginn. Á sama hátt hefur því verið lýst að ríkisstjórnin muni beifa sér fyrir því, að hluta víxil- skulda bænda verði breytt í föst lán. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum Hvernig hafa svo öll þessi úr- ræði reynzt, sem ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar hafa beitt sér fyrir, sér í lagi í efna- hagsmálum? Jú, þróun efnahags- og fjár- mólanna hefur verið hagstæð ár- ið 1960. Ef innflutningur skipa og flug- véla er dreginn frá, er vöruskipta jöfnuðurinn óhagstæður 1960 að- Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.