Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNDL AÐlh Fösíudagur 7. aprfl 1961 SVÖR VIÐ FJÓRUM SPURNINGUM Ræða Birgis Kjaran tryggðir fyrir að vgra stjóm- spurningurmi: Hvernig hefði inni óhagstæðir, og því skulum þjóðinni vegnað, ef stefnu við leiða þá til vitnis. vinstri stjómarinnar hefði ver- ið haldið áfram og ekkert frek- ar aðhafzt? ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR em umræður fyrir opnum tjöldum, þar sem þingmenn kveðja dyra á sérhverju útvarpsheimili og setjast á stól meðal heimilis- fólksins. Þær eiga því ekki að vera sjónarspil, heldur rökræð- ur, þar sem hver og einn legg- ur sín kort á borðið, vitandi það, að almenningur í landinu er, þrátt fyrir áróður og flokks bönd, fús til að hafa jafnan það, er sannara reynist. Eldhúsumræður eru reiknings skil þings og stjórnar við þjóðina. í þeim er ætlunin að gera upp þjóðarbúið og þjóð- félagsástandið eins og það er talið liggja fyrir á líðandi stund. Við slík skil eru það stað- reyndir, en ekki stór orð, sem skipta máli. í umræðum sem þessum skulum við því gera okkur ljóst, að reiði og rök eru sitthvað og fara raunar sjaldnast saman. Fjórar spurningar Stjórnarandstaðan hefur í umræðum þessum gefið tilefni til ákveðins samanburðar, sam- anburðar á stefnu vinstri stjóm arinnar og núverandi stjórnar- stefnu. Þær staðreyndir, sem við verðum í því sambandi að gera okkur ljósar, felast í eftir farandi fjórum spurningum: 1. ) Hvemig var efnahags- ástandið hér á landi, þegar vinstri stjórnin lét af völdum? 2. ) Hvernig hefði þjóðinni vegnað, ef þeirri stjómarstefnu hefði verið fylgt áfram og ekkert nýtt aðha'fzt? 3. ) Hvað hefur núverandi ríkisstjórn gert á sviði löggjaf- ar, sem til úrbóta hefur miðað? 4. ) Hvem árangur hafa þess- ar aðgerðir núverandi ríkisstjórn ar borið? Þessum spumingum er ekki auðsvarað á fáum mínútum, en þess skal þó freistað. Við skul- um fyrst hyggja að spuming- unni: Hvemig var efnahags- ástandið, þegaí vinstri stjórnin lét af völdum í lok ársins 1958? Dómar okkar, sem vorum and stæðingar þeirrar stjómar, verða vafalaust taldir vilhallir og véfengdir. Dómar stjómar- sinna og þeirra, sem í stjóm sátu, verða hins vegar vart tor- „Helsjúkt“ atvinnulíf Sjálfur forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, lýsti því yfir um þessar mundir, að at- vinnulífið væri „helsjúkt“, að „ný verðbólguskriða væri skollin yfir“ þjóðina og „að ekkert samkomulag væri innan ríkisstjórnarinnar um nein úr- ræði til úrbóta?" Hannibal Valdimarsson fé- lagsmálaráðherra og forseti Al- þýðusambands íslands hafði þau orð um ástandið, að framund- an væri „leiðin til glötunar“. Torfi Ásgeirsson ráðunautur Alþýðusambandsins í efnahags málum sagði í skýrslu sinni til Alþýðusambandsþings: „Sé horft fram á við, er það augljóst mál, að þetta lántökuskeið er senn runnið á enda“. — Þá voru afborganir íslenzka ríkis- ins af erlendum lánum líka komnar upp í 12% af heildar- verðmæti alls útflutnings þjóð- arinnar. Samkvæmt sömu skýrslu Torfa Ásgeirssonar höfðu launa- kjör verkamanna rýrnað um 7% á fyrsta starfsári vinstri stjórnarinnar. Og samkvæmt áramótagrein Hermanns Jónas- sonar í Tímanum 31. des. 1958 hafði „kaupgjald verkamanna hækkað um 6% fram yfir það, sem þjóðarframleiðslan þoldi“, að hans dómi. Þannig var efnahagsástandið hér á landi, þegar vinstri stjóm in skildi við, að dómi hennar eigin forsvarsmanna: Helsjúkt atvinnulíf — ný verðbólgu- skriða skollin á — erlend skuldasöfnun fram yfir greiðslu getu — kauphækkanir fram yfir framleiðslugetu þjóðarinn- ar — og engin samstaða innan ríkisstjórnarinnar um nein úr- ræði. Nýjar álögur eina úrræði þeirra Þá komum við að annarri Því er auðsvarað. Það svar samdi Jónas Haralz efnahags- málaráðunautur Hermanns Jón- assonar. Það svar var í skjala- tösku Hermanns * Jónassonar Birgir Kjaran þegar hann gekk á þing Alþýðu sambands íslands veturinn 1958. Það svar hljóðar þannig. Vísitalan á því herrans ári var komin upp í 185 stig, og Jónas Haralz boðaði, að innan skamms tíma myndi hún verða komin upp í 217 stig og undir haustið 1959 sennilega hafa náð 270 stig- um. Einu úrræði vinstri stjórn- arinnar til þess að forða þjóð- inni frá þessari óðaverðbólgu voru nýir skattar, nýjar álögur um 250 milljónir króna, sem hefðu þýtt fyrir allan almenn- ing í landinu 6% kjararýrnun til viðbótar fyrri .kjararýmun- um, sem fylgt höfðu í kjölfar aðgerða vinstri stjórnarinnar. Við þessu ástandi tók núver- andi ríkisstjórn, enda þótt minni hlutastjóm Alþýðuflokksins hefðu um ársskeið spyrnt við fótum eftir getu. Hvað gerði núverandi ríkisstjórn? Og erum við þá komnir að þriðju spurningunni: Hvað gerði núverandi ríkisstjóm á sviði löggjafar til úrbóta? í fyrsta lagi ber*‘a'ð nefna efnahagsmálalöggjöf viðreisnar- stjórnarinnar, sem fól í sér eftirtalin, atriði: 1. ) Rétta gengisskráningu. 2. ) Afnám uppbóta- og styrk j akerf isins. 3. ) Sköpun heilbrigðs starfs- grundvallar fyrir fram- leiðsluna. 4. ) Frjálsa gjaldeyrisverzlun. 5. ) Frjálsa innflutningsverzl- un. 6. ) Aukið vöruval í verzlun- l um og bætt vörugæði. 7. ) Afnám fjárfestingarhafta. 8. ) Utanríkisverzlunin gerð óháðari vöruskiptamörkuð- um. 9. ) Stöðvun verðbólgunnar. í öðru lagi eru það skatta- málin. Með löggjöf sinni um tekjuskatt og útsvör afnam ríkisstjórnin tekjuskatt af þurfta launum og lækkaði útsvör veru lega. Þessar breytingar á skatta löggjöfinni miðuðu að auknu I jafnrétti á sviði skattamála og sniðu ýmsa agnúa af þeirri skattalöggjöf, sem fyrir var og beint hafði dregið úr athafnalöngun og vinnusemi borgaranna. í þriðja lagi má nefna banka málin. Þar hefur ríkisstjórnin átt frumkvæði að því, að stigið hefur verið mikið og farsælt spor með samningu heildarlög- gjafar um íslenzka banka. Þessi löggjöf er algerlega ópólitísk, lýðræðisleg og fullkomnari og nýtízkulegri en bankalöggjöf flestra annarra landa. Og efa ég ekki, að núverandi ríkis- stjóm mun hafa varanlegan heiðúr af því handarverki. í fjórða lagi em það lögin um stofnlánadeildina, sem breyta skjmdilánum útvegs- manna í föst fjárfastingarlán. Verður að telja þetta merka löggjöf, sem mun ekki valda deilum, þegar frá líður. Svipað er að segja um raforku- og jarðhitalöggjöfina, sem mun valda þáttaskiptum í sögu ís- lenzkra orkumála og vísinda- rannsókna, ef að líkum lætur. Margt fleira mætti tilnefna af gagnmerkri, róttækri og stefnumarkandi löggjöf stjórnar Ólafs Thors, en til þess vinnst ekki tími. Staðreynir um árangurinn En löggjöf og góður ásetning- ur segja ekki nema hálfa sög- una. Mestu máli skiptir: Hver hefur orðið árangur löggjafarr innar? Og komum við þar að fjórðu og síðustu spurningunni. Hvað segja staðreyndirnar um þau efni? Við skulum taka til- boði Framsóknárþingmannanna frá í gærkvöldi og gera saman- burð á afrekum vinstri stjóm- arinnar og viðreisnarstjórnar- innar. Við skulum aðeins líta á nokkrar óvéfengjanlegar tölur, sem hver og einn getur sann- prófað með því að líta í skýrsl- ur Hagstofu íslands og bank- anna. Gang efnahagsmálanna má lesa á nokkurskonar efnahags loftvog. Þau tölulegu atriði, sem þar skipta einna mestu máli, eru eftirfarandi: 1. ) Spariinnlán landsmanna. 2. ) Verzlunarjöfnuðurinn. 3. ) Vísitala framfærslukostn- aðar. 4. ) Gjaldeyrisstaða bankanna. 5. ) Innflutningur framleiðslu- tækja. 6. ) Vinnufriðurinn. Skal nú farið fáeinum orðum um hvert þessara atriða fyrir sig. 1. ) Spariinnlánin: Það þykir jafnan góðs viti, þegar sparifjármyndun eykst í landinu. Það er talið bera vott um vaxandi traust almennings. á því þjóðfélagi, sem hann býr í, og auka möguleika þjóðar- búsins til vaxtar og þróunar. Hér hef ég nokkrar tölur, sem sína þróun þessara mála á tíma bili vinstri stjómarinnar og við- reisnarstjórnarinnar. Árið 1956 ukust spariinnlánin um 144 millj. kr. árið 1957 um 174 millj. og árið 1958 um 212 millj. — En árið 1960 á ári viðreisnar- stjómarinnar ukust þau um 357 millj. kr., eða helmingi meira en árleg meðalaukning nam á ári á tímabili vinstri stjórnar- innar. Hagstæðari verzlunarjöfnuður 2. ) Verzlunarjöfnuðurinn: Verzlunarjöfnuðurinn hefur verið okkur Islendingum nokk- urt áhyggjuefni um langt skeið. Hann hefur yfirleitt verið óhag- stæður og leitt til óhæfilega mikillar skuldasöfnunar erlend- is. Þó er atriði, sem gefa verður gaum, þegar gerður er saman- burður á verzlunarjöfnuði ein- stakra ára. Og það er, hvort hallinn á verzlunarjöfnuðinum stafar af eyðslu, auknum neyzlu vöruinnflutningi, eða af inn- flutningi framleiðslutækja, sem síðar mun auka framleiðsluna, auka útflutning og þjóðartekj- ur, og þannig rétta verzlunar- jöfnuðinn við, þótt síðar verði. Ef við skoðum verzlunarjöfn- uðinn frá þessu sjónarmiði, það er að segja, drögum innflutning skipa frá verzlunarjöfnuðinum og berum hann þannig saman. frá ári til árs, þá blasa við eftirfarandi staðreyndir: Árið 1957 er verzlunarjöfnuð- urinn óhagstæður um 780 millj., árið 1958 óhagstæður um 410 millj., árið 1960 aðeins óhag- stæður um 218 millj. kr. Þá er það og staðreynd, sem vert er að undirstrika í þessu sambandi, að á tímabili við- reisnarstjórnarinnar hefur verið fluttur til landsins skipastóll, sem nemur 16,6 þúsund smá- lestum, en á öllu tímabili vinstri stjórnarinnar voru flutt inn skip, sem samtals voru að- eins 8,3 þúsund smálestir, eða helmingi minni skipainnflutn- ur en á tímabili viðreisnar- stjórnarnnar, sem þó hefur set- ið mun skemur. Gjaldeyrisstaða bankanna batnar um 360 millj. kr. 3. Gjaldeyrisstaða bankanna: Nátengd verzlunarjöfnuði er gjaldeyrisstaða bankanna gagn- vart útlöndum. í lok ársins 1956 var staða bankanna gagnvart útlöndum þannig, að þeir skuld uðu 108 millj. kr., en í lok ársins 1960 er hún sú, að bank- arnir áttu 250 millj. kr. inni í erlendis, og hafði staða bank- anna þannig batnað um tæpar 360 millj. á þessu tímabili. Um vísitölu framfærslukostn- aðar og vinnufriðinn í landinu er þetta að segja: Ef Teiknrð er með núverandi vísitölu fyrir bæði tímabilin, kemur 1 Ijós, að á tímabili vins^ri stjómar- innar hækkaði hún' um 14 stig, en á tímabili viðreisnarstjórn- arinnar hefur hún aðeins hækk- að um 4 stig. Þessi verðlags- þróun á tímabili vinstri stjóm- arinnar leíddi eðlilega af sér mikinn óróa meðal launþega, sem meðal annars kom fram í því, að 14 launþegasamtök áttu í langvararyli vinnudeilum á þessu tímabili, en á tímabili viðreisnarstjómarinnar hefur að eins komið til tveggja vinnu- stöðvana. Góðir hlustendur! Ég hef í þessum samanburði reynt að halda mér aðeins við óvéfengj- anlegar, tölulegar staðreyndir, En kjarni þessa máls er með almennu morðum sagt, að i lok vinstri stjórnartímabilsins horfði til algers öngþveitis í efnahags- málum þjóðarinnar, og stjórnin sá engin ný úrræði. Enda vil ég spyrja þingmenn og lands- menn! Hver vill snúa við? Hver vill snúa við til vinstri stjómar tímabilsins? Hver vill snúa til hinnar stöðugu kjatraskerðinga? Hver vill snúa við til úrræða- leysisins? Hver vill snúa við til uppbóta — og styrkjakerfis- ins? Hver vill snúa til fjár- festingarhaftanna? Hver vill snúa við til verzlunarófrelsins? Ég held, að enginn vilji snúa við til þessa ástands, enda verð- ur ebki snúið við héðan af. Við höfum lagt inn á nýja braut. Við höfum gert rétt, en ekki rangt. Það tekur tíma að ná settu marki, en ef þjóðin hefur festu til þess að ganga hina nýju braut mun markinu fyrr eða síðar náð og lífskjör þjóðarinnar batna varanlega. Ódýr húsgögn til fermingargjaía Svefnsófar frá kr. 2,300.— Stakir stólar frá kr. 1,100.— Sófasett frá kr. 6,700.— — Góðir greiðsluskilmálar — Vönduð vinna. — Hagstætt verð Áklæði eftir eigin vali. — Allar nánari upplýsingar í síma 24644. -- ;! WD Jafnvel þeir sem lifa í sínum „fílabeinsturni“ — verða að viðurkenna ágæti fegrunar- varanna frá LANCÖME " le parfumeur Je Parin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.