Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBl AÐ1Ð Föstudagur 7. apríl 1961 Stjórnarandstæðingar vita vel, hvað í húfi er ef ráðstafanirnar mistakasr Ræða IHagnúsar Jónssonar Herra forseti. Góðir hlustend- ur. Þótt menn hafi ekki í ræðum stjórnarandstæðinga í gærkvöldi eða í kvöld fengið miklar upp- lýsingar um það, hvernig bræðra band stjómarandstöðunnar ætli að leysa vandamál þjóðarinnar, þá var ýmislegt skemmtilegt í ræðum þeirra. Því var lýst á skáldlegan hátt, hvemig birt hefði yfir þjóðinni, þegar Fram- sóknarflokkurinn kom til sögunn ar. Ræðumanni láðist raunar að nefna ummæli fyrrverandi for- sætisráðherra Steingríms Stein- þórssonar um það að árin 1950— 1954 hefðu verið mesti framfara tími í sögu þjóðarirfnar og um sama leyti kvartaði Tímixm yfir því, að undanfarinn áratug hefði Sjálfstæðisflokkurinn haft öll lyklavöld um afgreiðslu mála. Háttv. 4. þm. Sunnlendinga Karli Guðj., sem átaldi mjög, að Rúss landsviðskiptum væri ekki sinnt sem skyldi, skal bent á að ganga inn með Suðurlandsbraut og skoða rússnesku bílana, sem ékki er hægt að selja þrátt fyrir marg vísleg fríðindi. Þá væri fróðlegt að heyra skýringar hv. þm. Sig- urv. Einarssonar á því hvernig á að lækka skatta meira en niður í ekki neitt. Það verður að hryggja þennan sama hv. þm. á því, að •tjórnarandstaðan hefir ekki haft aainnstu áhrif á ákvörðunina um vaxtalækkun. Loks ætti þm. að hlífa Ungmennasamb. Þingey- inga við að minna á hina furðu- legu samþykkt þess. Fæðingar- styrkir frá Bandaríkjunum eru óneitanlega æskilegri en etyrkir til að koma í veg fyrir að hugsjónamál sjái dagsins ljós, svo sem varð um framlagið úr öryggissjóði Bandaríkjanna á dögum vinstri stjórnarinnar, sem varð til þess, að vinstri stjórnin gleymdi að láta herinn fara. Skemmtilegast var þó að heyra um hina nýju stuðningsmenn stjómarandstöðunnar, Eirík sál- uga rauða og Cristopher Soames hixm brezka og loks sú kátlega fuliyrðing, að Kennedy sé á línu stjómarandstöðunnar. Það er næsta kaldhæðnislegt, hversu stjómarandstæðingar fagna hverju orði frá Bretum, sem er andstætt íslenzkum hagsmunum. Ghristopher Soames á áreiðan lega léngi eftir að vera óska bam Tíman og Þjóðviljans, en auðvitað sér hver heilvita maður, að hann veit engu betur en við hér á Alþingi hvemig aiþjóða- dómstóllinn muni úrskurða á- gréiningsmál um landhelgi á kom andi árum. Við vitum það eitt, að alþjóðadómstóllinn hefh bein línis rutt brautina fyrir okkur ís- lendinga í þessu lífhagsmunamáli okkar, og þótt stjórnarandstæð- ingar nú leggi sérstaka rækt við að gera lítið úr rétti okkar, þá er sem betur fer ekki ástæða til að halda, að þær fullyrðingar hafi áhrif á alþjóðadómstólinn, sem smáþjóðirnar öðrum fremur hljóta að setja traust sitt á. Þau orð, sem heyrðust hér í gær- kvöldi, að það væri heimsmet í réttindaafsali að leggja deilumál fyrir alþjóðadóm eru ekki sæm andi á þingi smáþjóðar, sem á alla tilveru sína undir því, að rétturinn en ekki valdið ráði í heiminum. Hóflaus og niðurrifskennd í gagnrýni Stjómarandstaða í lýðfrjálsum ríkjum gegnir ekki síður mikil- vægu hlutverki en stjórnarliðið. Hennar hlutverk er að veita rík isstjórninni aðhald og halda uppi raunsærri og hófsamlegri gagn- rýni á það, sem stjórnarandstað an telur miður fara. Það skal ját að, að allir íslenzkir stjórnmála- flokkar hafa í stjómarandstöðu meira og minna brotið gegn skyld um sínum í þessu efni, en ég efast þó mjög um, að stjórnarandstaða hafi nokkru sinni verið jafn hóf laus og niðurrifskennd - í gagn- rýni sinni og núverandi stjórnar andstöðuflokkar eða öllu heldur flokkur, því að svo er stjórnar- andstaðan einhuga, að þar er naumast lengur hægt að tala um tvo flokka. Því er nú blákalt haldið fram, að ríkisstjórnin og stuðningslið , hennar stefni markvisst að því að innleiða örbyrgð og atvinnuleysi á íslandi. Skipulega sé að þvi unnið að draga úr framkvæmd- um og hindra uppbyggingu. Fram sóknarmenn hafa af sínu alkunna hyggjuviti fundið upp orðið sam dráttarstefna, sem í gærkvöldi vor orðið breytt í lömunarstefna, og við höfum heyrt í öllum þeirra ræðum í þessum umræðum hvem ig þeir hafa keppst um að mála á vegginn sem hrikalegastar myndir af því, hvemig þessi voða lega samdráttarstefna muni smám saman leggja byggðir lands ins í rúst og eyðileggja þá undra verðu uppbyggingu, sem vinstri stjómin hafi unnið að. Láist þá að geta þess, að meira var keypt af framleiðslutækjum á s.l. ári, en nokkru sinni áður á einu ári og er arþ hæsta upphæðin skip og flugvélar GOO millj. kr. Kjör laun þega sé lögð sérstök rækt við að rýra og jafnframt sé verið að koma öllum atvinnuvegum lands manna á kaldan klaka. Kjarnorð asta lýsingu á stefnu ríkisstjórn arinnar og afleiðingum hennar er að finna í einu nefndaráliti 1. þm. Nl.-eystra, Karls Kristjánssonar. Þar segir: „Sjávarútveigúrinn erá_ heljar þröm. Landbúnaðurinn keyrður í kreppu. Iðnrekstur í voðia. Verzlunin dregst saman. Fjárfest ingarframkvæmdir að detta nið ur. Hið almenna framtak fellt í fjötra. Atvinnuleysi að hefjast. Kaupmáttur launa stórlega skert ur“. Ekki þótti þó þessum virðu- lega þingmanni þessi kjarnyrta lýsing nægilega stórfengleg, því að hann sagði að ástandið minnti á móðuharðindin, þá skelfilegustu óáran, sem yfir ís- lenzku þjóðina hefir gengið frá upphafi vega. Síðustu einkunnirnar, sem stjórnarandstaðan hefir svo gefið ríkisstjórninni eru „landráð og þjóðsvik“ í sambandi við land- helgissamninginn við Breta. í því máli er þáttur Framsóknar flokksins ömurlegur. Ég veit ékki, hvort Framsókn armenn hafa nú lifað sig svo inn í baráttuaðferðir samherja sinna í Alþýðubandalaginu, að þeir telji það líklegustu aðferðina til að sannfæra fólk um ^inn mál- stað að Iýsa stjórnarliðinu og verkum þess með svo öfgafull- um fordæmingum, að jafnvel Þjóðviljinn verði algerlega und ir í stóryrðanotkun. Hitt er ég sannfærður um, að margir eru þeir í röðum óbijeyttra liðsmanna Framsóknar og einnig Alþýðu- bandalagsins um byggðir lands- ins, sem lítt geðjast að slíkum málflutningi. Menn geta gagnrýnt núverandi ríkisstjórn og stefnu hennar, en að halda því fram, að ríkis- stjórnin og þinglið hennar séu einhuga um að reyna að gera þjóðinni þann miska, er þeim sé auðið, er fullyrðing, sem ekki sæmir að bera á borð fyrir upp lýsta og menntaða þjóð. Samkomulag um það eitt að draga úr áhrifum Sjálfstæðismanna Framsóknarflokkurnn rauf stjórnarsamvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn 1956 með þeirri rök- semd, að taka yrði upp nýja stefnu í efnahagsmálum og gera róttækar ráðstafanir til viðreisn ar efnahagskerfinu, sem ekki væri auðið að gera nema með stuðningi verkalýðsflokkanna. Vinstri stjómin var mynduð með sterkum þingmeirihluta. Hennar stóra tækifæri var um áramótin Magnús Jónsson 1956—1957. Allir væntu þess, að nú yrði hin mikla stefnubrejrt- ing, en áræðið brast og samheldn ina vantaði. Samkomulag varð um það eitt að stefna inn á verð bólgubrautina með enn meiri hraða en áður. Alvarleg vinnu- deila hófst. Aftur brast bæði kjark og samheldni. Sú deila var að tilhlutan ríkisstjómarinnar sjálfrar leyst á þann veg, að óger- legt mátti teljast að stöðva aðrar kauphækkanir. Allt frá byrjun kepptust ráðherrar vinstri stjóm arinnar við að smíða naglana í eigin líkkistu, en fólkið, sem hafði treyst glæstum loforðum fyrir kosningar fylltist gremju og vonleysi. Ekki er að efa, að þeir, sem að v-stjórninni stóðu, hafi viljað vinna þjóð sinni gagn, en þeim láðist í upphafi að koma sér saman um það, sem hafði æði mikla þýðingu — stjórnarstefn- una. Samkomulag var gert um það eitt að mynda stjórn, draga með öllum ráðum sem mest úr áhrifum Sjálfstæðismanna og láta að öðru leyti hverjum degi nægja sína þjáningu. Auðvitað gerði vinstri stjórnin ýmislegt þjóðinni til hagsbóta, en í megin efnum varð starf hennar eða starfleysi samfelld raunasaga og endalokin í samræmi við það. Því er að vísu haldið fram af Framsóknarmönnum, að enda þótt Hermann Jónasson hafi lýst því yfir að ný verðbólguskriða væri skollin yfix þjóðina, er ’hann baðst lausnar, hafi raun- verulega efnahagsástand þjóðar- innar aldrei ,verið betra. Vinstri stjórnin fær þá væntanlega í sög unni þau eftirmæli, sem senni- lega engin önnur stjórn í ver- öldinni hefir fengið: Að velmeg un hafi orðið henni að bana. Það er tilgangslaust fyrir Fram sóknarmenn og Alþýðubanda- lagsmenn að neita því, að vinstri stjórnin gafst upp við að leysa þann vanda, sem hún fyrst og fremst var stofnuð til að leysa. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar þessir sömu menn þykja«t þess umkomnir að finna verkum núverandi stjórnar allt til foráttu. Það hefði verið æði miklu auðveldara og sársauka- minna að framkvæma viðreisnar aðgerðirnar 1956 heldur en 1959, og 1960. Sú staðreynd liggur í augum uppi. Fyrirfram mörkuð stefna Núverandi ríkisstjórn féll ekki í þá sömu gröf og vinstri stjórn in að semja um það eitt að setj ast í ráðherrastóla. Fyrirfram Var stefnan mörkuð og að fram kvæmd hennar hefir verið unn ið af meiri festu og samheldni en áður hefir þekkst hér á landi um samstjórnir. Við vissum það öll í stjórnarliðinu, að með hinni nýju efnahagsmálastefnu var ver ið að stíga örlagaríkt spor, sem fyrst um sinn var ekki líklegt að valda ánægju hjá neinum og því ylti allt á skilningi þjóðarinnar um það, hversu til tækist. Við höfðum ekki trú á, að auðið væri að stökkva yfir dýrtíðargjána í tveimur stökkum, heldur yrði það að gerast í einu stóru stökki, en til þess þurfti mikla einbeittni og kjark og ábyrgðarlaus stjórn arandstaða gat stundrað svo kröft unum, að þjóðinni tækist ekki að ná öruggri fótfestu á hinum bakk anum. Það var í upphafi og er enn í dag sannfæring okkar í stjórnar liðinu, að við höfum valið rétta stefnu og engin önnur stefna hafi verið fær til efnahagslegrar við-< reisnar. Og þeim fjölgar nú óðum sem viðurkenna það, að enda þótt skurðaðgerðin hafí verið sárs aukafull faafi hún verið óumflýj- anleg til að ná fullum bata. Sí- stækkandi skammtar deyfilyfja gátu aldrei læknað hina alvar- legu meinsemd í efnahagskerfinu. Uppgjafarliðið úr Framsókn og Alþýðubandalaginu hefir hins- vegar af enn meiri kostgæfni og samheldni unnið að því að hindra viðreisnarstarf núverandi stjórn ar en það vann að lausn vanda- málanna meðan það hélt um stjórnvölinn. Blásið í óánægjuglóðir Hvarvetna, þar sem vart varð við óánægjuglóð, hafa foringjar stjórnarandstöðunnar blásið að kolunum af öllum kröftum, og af svo miklu kappi hefur verið unnið við að kynda óánægjueld- ana, að láðst hefir að gæta nægr ar forsjár í þessu nytjastarfi. Þannig var samtímis á Alþýu- sambandsþingi og fundi L.Í.Ú. af 'hálfu tveggja foringja Alþýðu- bandalagsins haldið uppi árásum á ríkisstjórnina, á öðrum staðn um fyrir það að búa svo hrak- lega að útgerðinni, að hún hefði engan starfsgrundvöll og á hin- um staðnum fyrir að arðræna verkalýðinn í þágu atvinnurek- enda og ætla jafnvel að dirfast að veita útgerðinni stórfellda fjárhagsaðstoð. Samtímis og aðal blað Framsóknarflokksins birtir grein eftir sérfræðing flokks- ins í verðlagsmálum um að ekki sé hægt að starf- rækja verzlun vegna of lítillar álagningar og haldið er fram að sjávarútvegur og iðnaður sé fýr ir tilverknað ríkisstjórnarinnar í kreppuástandi, þá segir aðal- ritstjóri þessa áama blaðs í út- varpsumræðum fyrir nokkrum kvöldum, að aldrei hafi stórat- vinnurekstur rakað að sér eins miklum gróða og í tíð núverandi ríkisstjómar. Og það er furðu- legt, þegar vandaðir menn eins og hv. 3. þm. Nrl. eystra G.G. afflytja svo staðreyndir eins og hann gerði í útvarpsumræðum fyxir nokkrum kvöldum. Þar faélt hann því m.a. fram, að verr væri nú séð fyrir lánamálum landbúnaðarins en áður. Sann- leikurinn er sá, að sízt hærri lán eru nú óafgreidd hjá sjóðum Búnaðarbankans en áður, og út- lán bæði úr Byggingasjóði og Ræktunarsjóði ufðu á s.l. áril mun hærri en þau hafa hæzt verið áður. Hitt er svo annað mál, að afla þarf mikils nýs fjármagns til stofnlána í landbúnaði og koma verður sjóðum Búnaðar- bankans á starfhæfan grund- völl, en þau atriði ættu Fram- sóknarmenn sjálfs sín vegna ekki að reyna að gera að árásarefni á aðra. Vanda- mál landbúnaðarins eru mörg, en ég efast mjög um það, að áður hafi af meiri ötulleik og mcð betri árangri verið unnið að mál um bændastéttarinnar en af nú- verandi hæstv. landbúnaðarráð- herra. Jafn óraunhæfar eru ásak: anir Framsóknarmanna á ríkis- stjórnina fyrir það, að með stefn, unni í bankamálum, svo sem meS bindingu fjármagnsins í Seðla- bankanum, sé sérstaklega verið aðveitast að atvinnuuppbyggingui út um land — og þá auðvitað fyrst og fremst vegið að sam- vinnufélögunum. Hér er ekki um/ neinn tilflutning fjármagns til1 Reykjavíkur að ræða til notkurt ar þar. Féð er eftir sem áður eigni viðkomandi stofnana, en binding in er ætluð til þess, að Seðlabank inn geti án verðbólguverkana veitt aftur rekstrarlán til at- vinnuveganna, að sjálfsögðu eft ir sömu reglum um land allt og tryggt aðstöðuna út á við. Hér er einn þáttur efnahagsaðgerð- anna, sem er nauðsynlegur, en sem ekki getur verið vinsæll og þá er sjálfsagt að blása í glóðir óánægjunnar. Þannig má lengil telja, en til þess vinnst ekki tími hér. Ég skal þó aðeins minnast á fjárframlög til samgöngiubóta, sem haldið er fram, að núverandi ríkisstjórn hafi mjög skert. Eru þá notaðar prósentutölur, semi gþfa alranga mynd, því að ríkis- sjóður hefur nú tekið á sig hundr uð millj. kr. útgjöld vegna auk inna trygginga og vegna niður- greiðslna á vöruverði. Er auðvit- að fásinna að halda.því fram, að önnur útgjöld ríkissjóðs hefðu átt að hækka til að halda sömu falutfallstölu og áður. Staðreynd málsins er sú. að fjárveitingar til verklegra framkvæmda hafa faækkað mjög verulega eftir geng isbreytinguna, alveg andstætt því sem var stefnan, undir for- ustu þáverandi fjármálaráðherra Eysteins Jónssonar, bæði við gengisbreytinguna 1950 og þegar yfirfærslugjaldið var lagt á 1958. Þá voru fjárveitingar til verk- 'legra framkvæmda ekkert hækk aðar og þá var ekki talað um á- rásir á strjálbýlið. Þannig er allt á sömu bókina lært. Háttv. þm. 'Halldór Sigurðsson fór með mik ið talnaflóð hér í gærkvöldi, sem því miður .gaf mjög villandi mynd af fjármálaþróuninni. 'Hann hefði í sambandi við for- dæmingu sína á hinni stórfelldu faækkim fjárlaga átt að gera grein fyrir þeim útgjöldum rifc issjóðs, sem hefði mátt fella nið ur að dómi Framsóknarmanna. 'Framsóknarmenn hafa yfirleitt verið á móti öllum sparnaðartil- lögum núverandi ríkisstjórnar. Eina úrræði þeirra til lækkunar er að sameina sendiráðin á Norð urlöndum. Meiri hluti fjárveit- inganefndar lagði einmitt nú til að það mál yrði tekið til sér- stakrar athugunar, en allan þann tíma, sem Framsóknarmenn hafa verið í ríkisstjórn hefir þeim aldrei hugkvæmst þessi sparnað ur. Hráskinnsleikur Framsóknar Verkamönnum og sjómönnum er sagt, að þeir eigi að fá stór íelldar launahækkanir, en þó er í hinu orðinu sagt að allur at- vinnurekstur sé að stöðvast vegna fjárskorts. Sagt er, að rík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.