Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 1
24 siður Skip með 700 manns í björtu báli á Persaflóa Egill í Hull HÉR birtist fyrsta mynd- in af togaranum Agli Skallagrímssyni er hann kom til Hull á dögunum og lagði á land fyrsta fisk- farminn sem íslendingar varð að bíða meðan verið var að afferma Othello, en síðan var brezki togarinn fluttur brott og Egill lagð- ist upp að bryggjunni og afferming hans hófst. — 4 . •'' !'/ 'frfr.fi Þó nálæg skip kæmu fljótt á vettvang er þetta I tólu stærstu sjóslysa . Bahrain í Persaflóa, 8. apríl. < — (Reuter) — BREZKT flutningaskip, sem hafði innanborðs um 700 far- |>ega, stendur nú í björtu báli á Persaflóa. — Mestur hluti farþeganna voru mú- hameðstrúarmenn, sem voru ú leið heim til sín úr píla- grímsferð til Mekka. Farþeg- ar þessir höfðust við á þil- farinu og virðist sem skipið hafi verið yfirfullt. Kviknaði út frá eldingum. | Skipið heitir Dara og er eign ,,Britisl» India Company“. Það er tim 5 þús. tonn að stærð. Það •igldi frá Kuwait á miðvikudag- tnn og átti eftir 100 mílur út í Fleiri togarar rjúlo verkfallið LONDON, 8. aprfl. (Reut- er) — Enn sigldu þrír tog arar úr höfn í Hull í morg un og hafa sex togarar þar með brotið verkfaliið. Togaraeigendur í borginni segjast vongóðir um að minnsta kosti 20 af þcim 30 togurum, sem nú liggja í liöfninni, fáist til að brjóta verkfallið. 1 dag átti að haida nýj- an fund með togaraeig- endum og fulltrúum sjó- manna í Grimsby, en hon- um var frestað tU morg- uns, sunnudags, að beiðnl togaraeigenda. Svo virðist sem einhver snurða sé aftur hlaupin á þráðin. mynni Persaflða, þegar það lenti í ægilegu eldingaveðri í nótt. Sló eldingum niður í skipið og innan skamms stóð það í Ijósum loga. Fiúði skipstjórinn? Svo er að sjá af fyrstu fréttum, að hörmungarástand hafi.rikt um borð. Björgunarbátar voru ekki nógir. Af fyrstu óljósu fréttunum virðist sem 400 manns hafi komizt í báta og hafi skipstjórinn, kapt. C. Elson verið meðal þeirra sem fóru í bátana, en þá er sagt að 150—200 manns hafi enn verið um borð, og hafst við á einhverj Frh. á bls. 2 hafa selt í Englandi síðan Mynd þessi var þá tekin. í maí á sl. ári. Egill Skallagrímsson ÞaS þótti kaldhæðnis- kom til Reykjavíkur f legt í Hull, að Egill Skalla gærdag og fékk blaðið grímsson lagðíst þar í þessa mynd þá hjá skips- fyrstu upp að hlið togar- mönnum. Engar flugferðir ans Othello, sem hlaut 200 hafa verið frá Englandi þúsund króna sekt fyrir síðustu daga og því hefur landhelgisbrot við Island engin mynd borizt fyrr en í síðasta mánuði. — Egill þetta. Hull-togari BREZKUR togari frá Hull kom í gærmorgun til Reykjavíkur til viðgerðar. Togarinn heitir St. Benevolil og er eign Hellyer-tog- arafélagsins. Bilimin mun hafa verið smávægileg, spilið skemmt. Engin skýring á tékkneska slysinu ' _ Prag, 7. ágúst (Reuter) TÉKKNESK mrmsóknarnefnd hefur nú gefið skýrslu um flug- slysið, sem varð nálægt Núrn- berg í Bæjaralandi í síðustu viku iþegar tékknesk farþegaþota af / rússnesku tegundinni Ilyushin 18 fórst með 52 manns innanborðs. Flugvélin var á leið til Afríku með starfsmenn til austur- evrópskra sendiráða í Afríku. ■ Rannsóknarnefndin segir að ó- mögulegt sé að vita af hvaða eökum slysið hafi orðið. Það er hinsvegar ljóst, að slysið varð mjög snögglega, þar sem flug- mönnum gafst ekki einu sinni tækifæri til að senda út neyðar- skeyti. Ekkert bendir þó til að um hafi verið að ræða skemmd- arverk. Slysið hefur borið að höndum í mikilli hæð, segir í skýrslunni og sést það af því að brakið úr flugvélinni hefur dreifzt um stórt svæði. í skýrslunni kvartar rannsókn- arnefndin yfir því að hernaðar- yfirvöld Bandaríkjanna í Bæj- aralandi hafi gert nefndinni erfitt fyrir með því að fara að skoða brakið og með takmörk- unum á ferðafrelsi Tékkanna, Risasprengjuþota skotin niöur fyrir mistök New York, 8. apríL ar HRAPALLEGT flugslys varð í vesturhluta Bandaríkjanna í morgun. Orustuflugvél úr flughernum skaut risastóra sprengjuþotu niður fyrir mis tök yfir fjallendi í Nýja- Mexikó-fylkL Þrír af átta manna áhöfn sprengjuflugvélarinnar björg uðust í fallhlíf. Björgunarlið er lagt af stað þangað sem flugvélarflakið féll til jarðar, en mjög erfitt er að komast þangað, því þarna eru mikl- óbyggðir, torfær háfjöll, sem eru þakin snjó. Slysið varð með þeim hætti, að þarna fóru fram flugæfingar of áttu orustuflugvélar að elta uppi sprengjuflugvélar og láta sem þær væru skotnar niður. Orustuþota sú, sem hér kom við sögu, var búin hiniun kraft- miklu Sidewinder-loftvamar- flugskeytum. Hún hafði fimm sinnum látið sem hún gerði árás á sprengjuþotuna, en í 6. atrennu varð alvara úr leiknum. Flugmaðurinn ýtti á hnappinn, sem kveikti í hleðslu flugskeyt- anna, og þau þutu af stað í átt- ina að marki. Engu máli skipti hér, þótt ekki hefði verið vand- lega miðað, þar sem flugskeyti þessi hafa vélheila til að leita uppi markið. Skeytið hitti f mark og er sagt að sprengju- þotan, sem er risastór B-52, hafi splundrazt. Sléttbakur á heimleið London,, 8. apríl — (Reuter) — ÍSLENZKI togarinn Slétt- bakur sigldi í gærkvöldi frá Grimsby. Fjölmenn lögregla stóð vörð á bryggjunni, með- an íslendingarnir voru að búa sig af stað og stugguðu enskum verkfallsvörðum í burtu. Annars kom ekki til neinna átaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.