Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUWBL AÐIÐ Sunnudagur 9. aprQ 1961 Þrír á móti einum /'NAISbnútar SV 50 hnútor H Snjókomo t úóivm V Skúrir K Þrumur 'W%, Kulrlaskil H Hat I Hitaski/ L'^laat \ Skrifaði 8 ára dóttir Kajs Munks á munnþurrku UNG stúlka, Solveig Munk, hef- ur dvalið hér á landi í þrjá daga og fer í fyrramáliff hejm til Dan- merkur. Sólveig er blaðamaffur hjá B. T. í Danmörku og er dótt- ir danska skáldsins fræga og kennimannsins, Kajs Munks. Viff hittum Sólveigu aff máli á heim- ilj Jónasar Sveinssonar læknis og frú Ragnheiffar Hafstein, en þar dvelur hún þessa þrjá daga. Talið barzt fljótlega að föður hennar. Sólveig er fsedd 1936 og var því tæplega 8 ára gömul, er hann lézt árið 1944. Þau bjuggu þá á prestssetrinu í Vedersö á vesturströnd Jótlands. Hún seg- ist muna vel eftir því þegar faðir hennar var sóttur og tekinn af lífj. Fjölskyldan sat öll í stof- unni, systkinin fimm. og foreldr- arnir, og voru að spila vist. Þrir Þjóðverjar komu inn, en sögðust vera frá dönsku lögreglunni. Og er móðir hennar fór að pakka niður í tösku einhverjum far- angrj, sögðu þeir að pabbi henn- ar þyfti ekki á svo miklu að halda. Þeir hefðu skotið hann þarna á staðnum, ef öll þessi litlu böm hans hefðu ekki verið þar. Þeir fóru svo með hann út á Hurbeylundebakken við Silke- borg. Mér fjnnst svo fallegt að hann skyldi einmitt deyja þar segir Sólveig. Því eftir að við þrjú yngstu systkinin fæddumst og pabbi sótti mömmu á fæð- ingardeildina í Aarhus, þá stanz aði hann alltaf þama, dró hana með sér út úr bílnum og sagði: Sjáðu hvað hér er dásamlegt! Og svo var þetta staðurinn, þar sem hann átti eftir að deyja Ég öfundaffi hann Morguninn eftir fengum við að vita að hann hefði fundizt látinn við vegabrúnina. Hann hafði allt af sagt okkur krökkunum, að þeg ar fólk dæi, þá færi það til himna. Allir grétu, og mér fannst ég verða að gera það líka, en það; var ekki laust við að ég öfundaði hann af því að vera kominn tii himna. Ég man að þeir sem komu tií baka til að taka hann, voru þrír fílefldir karlmenn. Pabbi hafði. alltaf lagt ríka áherzlu á það við okkur að aldrei ætti að beita ofur efli, og mér fannst þetta svo ó- réttlátt að ég skrifaði á servíéttu „Þrír á móti einum“. Þennan titil notaði síra Sigumfeldt í Árósum á bók, sem hann skrifaði um pabba. En ég hefi aldrei viljað það, veit að bókin yrði lesin Sólveig Munk meira af forvitni en áhuga á efn inu. f mínum augum var pabbi allt af stóri drengurinn, sem ætíð hafði tíma til að leika við okkur,- Aldrei var sagt að hann væri að skrifa og mætti ekki vera að því að tala við okkur. Við kölluðum hann t.d. „Grimme far“ og þá greip hann okkur, lagði okkur á gamla kistu og kitlaði okkur, og það þótti okkur stórkostlega gam an. Þegar hann heyrði fótatak barna á loftinu fyrir framan vinnustofuna sína, átti hann það til að smella krók fyrir hurðina hjá sér. En við lærðum þá bara að læðast á sokkaleistunum. Og við vorum aldrei rekin út, ef við komumst inn. Þá var bara glens og gaman og okkur strítt. Kannski var það þessvegna, sem fólki þótti vænt um hann. Hann kunni að meta allt og var svo léttur. T.d. er sagan um það þegar biskupinn kom í eftirlitsferð, því hann vildi sam- eina tvær sóknir og láta pabba hafa þær. Pabbi vildi það ekki, og fór með biskupnum í öku- ferð um sóknina. Hann ók út í hvern afkima og margoft sömu hringina, en kom bara ekki eins að veginum tvisvar, og biskup- inn sannfærðist um að sóknin hans væri meira en nægilega stór fyrir hann. Fkkjan hefur prestsetriff — Og hvað nú með prestsetr- ið? — Ríkið á það, en mamma hef ur ábúðarrétt á meðan hún lifir. Við förum þangað á sumrin. Þangað streymir fólk, til að sjá prestsetur Kaj Munks, stundum um 1000 á dag. Það tínir jarðar- berin okkar af trjánum, rær í bátnum okkar og gægist inn um gluggana og segir: — Nú, er það ekki meira en þetta! Pabbi var aldrei efnaður og lifði fábreyttu lífi. En okkur þykir vænt um að allt þetta fólk skuli koma. Fyrir tveimur árum spurði Poli- tiken unglinga hver væri þekkt- asti maður Danmörku og 80% svöruðu Kaj Munk. Það hefur líka glatt mig ósegjanlega að sjá og heyra hve margir þekkja hann hér á íslandi og hafa bæk- urnar hans í skápum sínum. Einnig í Washington. í bókasafn inu þar eru 570 bókmenntakort sem vísa í bækur eftir hann, greinar um hann o. s. frv. Að lokum segir Sólveig okk- ur, að eiginlega sé það ekki í anda föður hennar að hún sé blaðamaður. Honum hafi ekki verið sérlega vel við blaðamenn. Hún er búin að starfa við blaða mennsku í 4 ár, sL tvö ár við B.T. Hin systir hennar er gift í Bandaríkjunum, biræðurnir tveir lesa guðfræði og einn, „og hann er okkar beztur“, er ekki andlega heill, segir hún. — E. Pá. Hvotsótt leiðrétting í SAMBANDI við frétt um kvilla og pestir í blaðinu í gær óskast tekið fram að skýringin á sjúk- dómunum í blaðinu er ekki úr skýrslu frá borgarlækni, enda mun þar eitthvað málum bland- að um einn sjúkdóminn, hvot- sótt. Hvotsótt er myositis epi- demica eða vöðvabólga, sem or- sakast af sérstakri vírustegund, og var í blaðinu í gær blandað saman við annan sjúkdóm. 20 ára — Frítt kaffi Veitingahúsið Laugavegi 28 b, sem átti 20 ára starfsafmæli fyr- ir nokkrum dögum, býður bæjar búum í því tilefni og meðan hús- rúm leyfir kaffi með rjómatertu kl. 3-—5 e. h. í dag (sunndaug). Þetta er vinsæll veitingastað- ur, sóttur af verzlunar- og skrif- stofufólki, iðnaðarmönnum og gestkomandj í bænum, og einnig má þarna oft sjá virðulega klerka og alþingismenn, svo að staðurinn getur kallast „kosmo- politan". Myndin hér að ofan sýnir einn vegg stofunnar, skreyttan með ljósmyndum eftir Rafn Hafn- fjörð. í GÆRMORGUN var frost um allt land. En hæðin yfir austanverðu landinu þokað- ist austur á bóginn, svo að þá var búizt við að hlýrri loftstraumur yrði kominn til landsins í dag. Lægðin suð- vestur 1 hafinu færðist hægt norðaustur eftir og með henni regnsvæðið, sem sést á kortinu. Ennþá er vetur vestan Atl- antshafsins. Var aðejns fjög- urra stiga hiti í New York í gærmorgun og 5 stiga í Was- hington. Þeim mun þykja kalt vor þar um slóðir. Veffriff um hádegi í gær: SV-mið: allhvass austan fyrst, stormur í nótt, skýjað. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamjð: A-kaldi og víðast léttskýjað í dag, allhvasst og skýjað í nótt. Breiðafjörður, Vestfirðir, Breiðafjarðarmið og Vestfjarðarmið: SA-gola og síðar kaldi, þykknar upp. Norðurland til Austfjarða og Norðurmið og NA-mið: Hæg- viðri og síðar SA-gola, létt- skýjað. SA-land, Austfjarða- mjð og SA-mið: Austan kaldi í dag, allhvass í nótt, þykknar upp. Þriðji bruninn á Akureyri & Akureyri, 8. apríl. KLUKKAN rúmlega 7 í morg- un kom upp eldur í Hressingar- skálanum á Akureyri. Hafði kviknað í út frá olíukyndingu. Slökkvilið Akureyrar kom þegar á vettvong og tókst að hindra útbreiðslu eldsins, en miklar skemmdir urðu af reyk. Mun þurfa að mála allt húsið upp og gera einhverjar fleiri lagfæí- ingar. Þetta er þriðji bruninn hér á Akureyri á þremur dög- um. — St. E. Sig. Jón Kjartansson forstjóri TÁR í GÆR var Jón Kjartansson skip aður forstjóri Tóbakseinkasöl- unnar og Áfengisverzlunarinn- ar frá 1. júní í sumar að telja og verða þessar tvær stofnanir þá um leið sameinaðar. Verða skrif stofurnar fluttar saman og á- herzla lögð á að spara í rekstrin- um. Jón Kjartansson hefur verið forstjóri Áfengisverzlunarinnar síðan 1. nóv. 1957, en hafði þá verið bæjarstjóri á Siglufirði í tæp níu ár. Blaðið átti i gær stutt símtal við hann. Sagði hann að hann teldi að af þessari sameiningu yrði talsverður spamaður og þá meiri í framtíðinni. Væri reikn- að með að það starísfólk, sem hægt verður að komast af án hér eftir, verði látið ganga íyrir til annarra starfa í ríkisstofnun- um. Þjónar drottins í síðasta sinn LEIKRITBÐ „Þjónar drottins" verður sýnt í síðasta sinn í dag. 15 sýningar hafa verið á leikrit- inu. Fékk 47) lestir í róðri Akranesi, laugardag. ALLIR bátar utan einn eru á sjó héðan í dag. Heildarafli bátanna í gær var 189 lestir. Aflahæstir voru Sigurður AK með 47 lestir, Höfrungur 19 lestir og Sigrúa 12 lestir. — Oddur. .... , I ^ Arekstur UM tvö leytið í gær varð árekst ur á gatnamótum Bjargarstíga og Bergstaðastrætis. Óku þar saman strætisvagn og fólksbílL Kona ók fólksbílnum og slasað- ist hún eitthvað. Var hún flutt á Slysavarðstofuna. Félagslíl Knattspyrnufél. Víkingur 1. og 2. flokkur Mjög áríðandi æfing í dag kl. 10. — Þjálfarinn._ Knattspymufélagiff Fram 3 fl. — Munið eftir æfingaleik- um við Val á þriðjudaginn 11/4 ’61 kL 7.30 e. h. á Fram vellinum. — Sjóslys Framh. af bls. 1 um hluta skipsins sem eldurinn hafði ekki enn læst sig í. Síðari fréttir herma þó, að skip stjórinn hafi stigið að nýju un» borð í skipið. Þegar neyðarskeyti voru send frá Dara heyrðust þau víða og nálæg skip hröðuðu ferð á slys- staðinn. Fyrstu skipin komu á staðinn í morgun. Þau voru norska olíuflutningaskipið Thora holm og enska olíuskipið Energy frá BP. Þau björguðu hluta afi skipbrotsmönnum og herma síð- ustu fréttir að Energy sé á leið inni til Bahrain með 150 skip- brotsmenn. < Þrjár brezkar freigátur, Lochi Rutven, Loch Fyne og Loch Alvia voru á æfingum innar á Persa- flóa. Hættu þær æfingum þegar I stað og skriðu á fullurn hraða austur eftir hafinu. Leitarflugvél ar lögðu af stað frá Aden. Enn er mjög erfitt að átta sig á ástandinu á slysstaðnum. Sen» betur fer voru skip ekki mjög langt undan. Þó er varla minnsti vafi á þvi, að atburður þessi er 1 tölu mestu sjóslysa sem orðið hafa. Útilokað er að Dara verði bjargað úr þessu, eða eldarnir slöktir og vafalaust mun tala þeirra sem farast í þessu slysi skipta tugum. Ef til vill verður aldrei hægt að fá upplýst ná- kvæmlega, hve margir farþegar voru um borð í skipinu, því að nákvæmar farþegaskrár eru ekki teknar af þeim sem ferðast á þil- f arL —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.