Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; ÚR VIÐJUM TELPURNAR sippuðu í Mið- bæjarskólaportinu, drengirn- ir voru í eltingarleik. Þau voru ærslafengin og áhyggju- laus. Þegar ég gekk upp stig- ann upp á efri hæðina, steypt ist krakkakösin yfir mig eins og fallvatn. Það var nýbúið að hringja út og börnunum lá á að komast út í sólskinið og góða veðrið. Á efri hæðinni var íin kennslukonan að skipa krökkunum í raðir. Þau voru óþolin og hoppuðu til og frá, en að lokum varð röðin bein, og hún gekk skipulega eftir ganginum og niður stig- ann, en splundraðist við and- dyrið. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 tíming innan skamms, ef ekki verður gripið til skjótra og rót- tækra aðgerða. Þrátt 'fyrir verulégan herstyrk Castros á landi, eru varnir hans gegn smáárásum úr lofti og frá sjó mjög gloppóttar. Hingað til Shefir hann ekki sýnt, ag flug- Iher hans sé einu sinni fær um að hindra vopna- og birgðaflutn inga til fjandmarinaliðsins í Escambray — og strandlengja Kúbu er meiri en svo (yfir 3.000 km). að menn Castros megni að gæta hennar til nokk- urrar hlítar. — Nú, á þessari stundu, eru vopn send til skæru- liða á Kúbu, bæði með flugvél- um og á sjó, — og hafa jafnvel verið gerðar árásir frá sjó á stövar í landi. Þannig komst t. d. vopnaður hraðbátur uppreisnar tnanna inn í höfnina í Santiago de Cuba í morgunsárið hinn 13. marz, skaut nokkrum skotum a Texaco-olíuhreinsunarstöðina þar sem Castro hafði tekið eign arnámi, — og komst undan óskaddaður. • FYLGI ALMENNINGS Uppreisnarmenn treysta á fylgi almennings á Kúbu, þegar til kastanna kemur — og það traust er raunar meginatriði hernaðaráætlunar þeirra. Þess vegna er ætlunin, að bráða- birgða-ríkisstjórn uppreisnar- inanna taki sér bólfestu á Kúbu •jálfri eins fljótt og auðið er. Sú stjórn mun láta það verða eitt fyrsta verk að reyna að fá viðurkenningu sem flestra er- lendra rikisstjórna. Einkum vænta forustumennirnir aðstoð- *r og viðurkenningar hið fyrsta frá ýmsum Suður-Ameríkuríkj- nm, og Bandaríkjunum — þótt þar nyrðra sé þeir ekkj eins viss- ir í sinni sök. En í teiknistofunni ríkti mikil alvara. Þar var 1-C að ganga frá prófteikningum sínum. — Við erum hætt að hafa sérstök teiknipróf á vorin, sagði Jón E. Guðmundsson, teiknikennari. f staðinn ganga börnin frá myndunum sem þau hafa gert yfir vetur- inn, og setja þær í sérstakar möppur. Síðan förum við í gegnum möppurnar og gefum einkunnir eftir þeim. ★ Aðal erindið að Jaessu sinn! var að líta á 90 myndir, serri sýndar verða í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í næstu vikm Verður sýningin opnuð n.k; þriðjudag kl. 2 af Jónasi B Jónssyni, fræðslustjóra. — Myndirnar sem sýnda verða eru yfir 90, sagði Jó: E. Guðmundsson, eftir um 9' nemendur úr Miðbæjarbarn skólanum. Eins og þér sjái eru það bæði myndir málaða: með vatnslitum, japönsku: litum, olíukrít, tússmyndir 0| límkvoðu- og litarduftsmynd-] ir. Þær eru unnar með fingr unum undir músik, aðalleg í 10 ára bekkjunum. Við fórum í gegnum hlað; af myndum, stórum og smá- um. Kenndi þar margra grasa svo sem uppstillingar allsko ar, tröllamyndir, krakka myndir, landslagsmyndir o, fantasíur. f DAG og næstu sunnudaga koma hundruð reykvískra barna í kirkjurnar á fermingardegi sín- um. Vonglöðum hug horfir þessi fagri hópur fram. Lífið er lokk- andi, og ekki sízt það frelsi, sem unglingurinn hyggur framundan, frjálsræði til margs, sem barni er bannað. Þetta munum vér öll, þótt mörg ár séu frá fermingu liðin. Manninum er meðsköpuð þrá til að njóta frelsis. Horfðu á hvítvoðunginn, sem unir og hjal- ar í hvílu sinni. En óðara grætur hann og hrín, spyrnir á móti og sparkar, þegar vefja á hann föt- um, sem fjötra. Þessi þrá fylgir manninum meðan hann er heil- brigður, hún er rík með ungl- ingnum á mörkum bernsku og æsku. „Þú mátt ekki“, hefir ómað honum í eyrum frá fyrstu bernsku, og nú sér hann við sér blasa leiðina að fullu frelsi, eða frjálsræði, en glögg mörk á því tvennu, frelsi og frjálsræði, greinir hann ekki. Það gera naumast þeir, sem eldri eru. En hvers vegna verður frelsið mörg um að fjötrum? Vegna þess, að menn gæta ekki þess, að haldist ekki frelsið í hendur við hollustu og hlýðni við æðri hugsjón, fell- ir það fjötra á manninn, verður honum böl én ekki bléssun. Frelsi, túlkað sem frjálsræði aðeins til að gera það, sem geðþótti býður og girndin krefst, hefir orðið háskasamlegt mörg- um ungum manni. Ég veit ekki hvort nokkurs þarf fremur að gæta í siðgæðisuppeldi en þessa. Þú átt kröfu á frjálsræði, en Listsýning Vatnslitamynd eftir Sigríði Vigfúsdóttur, 14 ára. Mynd ina nefnir hún „Blóm“. — Jón E. Guðmundsson læt- ur börnin sjálf gefa mynd- unum heiti. — Barnamyndlistin er merki leg, sagði teiknikennarinn. Börnunum dettur ótrúlega margt í hug. Ég legg áherzlu á að börnin vinni frjálst og óhindrað. Til dæmis læt ég þau mála beint með penslinum, þegar þau eru að vinna með vatnslitum, en ekki teikna blýantsmyndir fyrst. Sum ná alveg ótrúlega góðum árangri. Sjáið þér hvað er mikill drungi yfir þessari mynd, það liggur við maður verði hálf myrkfæl- inn. Hún er af kirkjugarði. EKKI TIL SÖLU Við spjölluðum á víð og myndirnar og músik-teikni- kennsluna, sem Jón telur mjög gagnlega. — Ég vil taka það fram að lokum, sagði hann, að allar þessar myndir eru unnar x teiknitímunum. Þær eru það skemmtilegar og vel unnar, að ég býst við að marga fýsi að festa kaup á þeim en því miður verður engin mynd á sýningunni'til sölu. — Hg. Tröll nefnist ein af sýningarm.vndunum, máluð af Sigríði Sigurðardóttir, 14 límkvoðu og litardufti. frjálsræðið getur orðið upp- spretta ógæfu þinnar, hlýðni og hollusta við æðra lögmál ea einstaklingsgeðþótta þinn setur ekki frjálsræði þínu og freiai skorður. „Elskaðu Guð og gerðu síðan hvað sem þú girnist", sagði heil. Ágústínus. Elskaðu Guð, gefðu hollustu hjarta þíns hinu æðsta, gefðu sjálfan þig lífshugsjón Krists, hugsjón hans um mann- elsku, hreinleika, heiður, æru og sæmd, eins og visindamaður gef- ur sig sannleikanum og listamað urinn fegurðinni, og gerðu síðan, frjáls og óháður, hvað sem hugur þinn girnist. Eins og einstaklingnum fer svo fer og þjóðfélagi, sem við lýðræðisskipulag býr, ef hollusta og hlýðni haldast ekki í hendur við frjálsræðið. Þetta gleymist víða, og því stendur lýðræðið höllum fæti og gallar þess hafð- ir mjög á orði. í ískyggilegum mæli túlka menn lýðræðið sem réttindi aðeins, en gleyma skyld- unum, sem frelsi, en gleyma hollustu og hlýðni. Menn miða við það, hvað hægt er að hagn- ast af ríkinu, en gleyma skyld- um við samfélagið. En þegar svo er komið, að einstaklingsgeð- þóttinn virðir ekki þjóðarhag, menn heimta frjálsræði og fyr- irlíta hollustu, þá er tími ein- ræðis kominn og það hróppars Þú tilheyrir ríkinu, æðsta hug- sjón þín á að vera að lifa og deyja fyrir það, sem einstakl- ingur átt þú ekki tilverurétt. Þannig standa andstæðurnar hvor gegn annarri: Annars vegai einræðið, sem leggur alla áherzlu á hlýðni og sviptir einstakling- inn frelsi, hins vegar lýðræði á þeim villigötum, að það leggui einhliða áherslu á frelsi, en hafn- ar hlýðninni. Vér þekkjum þetta í þjóðfé- lagi voru. Skefjalaus hagsmuna- togstreita þeirra, sem vinnu selja, og hinna, sem vinnu þiggja, full- komin lítilsvirðing á lögmálum samfélagsins, algert skeytingar- leysi um annað en vafasama hagsmuni líðandi stundar, — þetta er að sliga þjóðfélagið, svo að enginn veit, hvað fyrir dyrum kann að vera. En hvað má bjarga? Hvorki einstaklingi — ungum eða gömlum — né þjóðarheild færir frelsið blessun, ef hlýðni og hollusta við æðra lögmál en eigin geðþótta halda ekki um tauminn. Og hér er það, að krist indómurinn á að koma til bjarg- ar. Með ■ samfélagskenningu sinni og bræðralagshugsjón setur hann frjálsræði einstaklingsins skorð- ur, bæði í einkamálum hans og þjóðlífi, kennir honum að fæi-a frjálsræði sitt sem fórn á altari æðri mgrkmiða, þegar nauðsyn krefur, kennir hdnum að hið fulla frelsi vinnur hann aðeins að svo miklu leyti sem hann lærir að lifa sem ábyrgur með- limur samfélagsins. Engin lífsskoðun, engin heim- speki, ekkert trúkerfi á að vera manninum önnur eins hvöt til að lifa þannig, og kristindómurinn. Og sú blessaða hátíð, sem fyrir skemmstu er liðin, gefur öllu þessu sterkari, traustari grund- völl. Kristin ódauðleikatrú kenn ir oss að skilja, að mannverurn- ar mætast sem fjölskyldumeð- limir, sem margir trúa, að eigi langa, sameiginlega fortíð að baki, og áreiðanlega eiga óra- langa sameiginlega framtíð fyrir höndum út yfir gröf og dauða, — Guð einn veit, hve langt fram í ókomna tíð. Notaðu frelsið sem einstakl- ingur og þjóðfélagsborgari í samræmi við þetta, — og þá mun frelsið færa þér blessun. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.