Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. apríl 1961 MORGTJTSBLAÐIÐ 5 1 Fimmtugur er í dag Einar Farestveit, forstjóri hjá G. Helga son & Melsted. Hann dvelst er- lendis um þessar mundir. Á páskadag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Suðurgötu 89, Akranesi, og Helgi Ingólfsson, Brekkubraut 17, Akranesi. Á annan páskadag opinberuðu frúlofun sína, ungfrú Anna Þ. U. Ottesen, Bræðraborgarstíg 22 og Jón Björnsson stud. med. Reyni- mel 55 Klerkur kom til deyjandi manns og sagði: ■— Kæri vinur, veiztu hver það var, sem lét lífið til að frelsa þig? — Ó, faðir, faðir, hrópaði hinn deyjandi maður, er þetta rétti tíminn til þess að ráða gátur? Eg veit ekki ráð mitt. Eg veit það eitt: mitt vesala hjarta berst. Allt er kalt. Mér einum er heitt. Tii einskis báii ég verst. Eg hef þig, einasta, ástþráða mey, í allan dag ekki séð, en renni svo sól, að ég sjái þig ei, þráir sála mín dauðans beð. Ó, þú, ég elska þig, elska þig meir! en íslenzkt mál getur sagt, sterkt eins og þjáning þjakaðs, er deyr, og þungt eins og forlagamakt. Ó, þú, min, elskaða, hjarta mitt heitt reynir halda í stilli sér — En þúsund eiðar eru’ ekki neitt mót augnarennig frá þér. Hannes Hafstein: Astariá*ning ti (brot). Árið 1881 var hin frægal franska leikkona Sarah Bernl |hardt (1844—1923) á Ieikferð| um Ameriku og með hennii var meðal annarra blaðamað- |urinn Sam Davis, útgefandij |blaðanna „Carlsons-Appeal“| og „Examiner". Á kveðjustundinni faðmaðij ^Sarah hann að sér og kysstij hann. — Kossinn á vinstri kinn-J Jjina er handa „Carlsons-Appe-j al, sagði hún, en sá á hægrif |kinnina handa „Examiner“ ogj á mupjúnn handa yffur j sjálfum. Þessu svaraði Davis: — Já, en þér megið ekkij £>gleyma, að ég hef einnig veriðf Ifréttaritari ,Associated Press‘,j fsem er fulltrúi fyrir 380 dag-j * blöð. MENN 06 1= MALEFN!= ÞEIR, sem staddir voru í sam- komusalnum í höllinni Marien lyst, skammt fyrir norðan Helsingör í Danmörku, kvöld eitt fyrir skömmu, nutu þar ágætrar skemmtunar. Drengir frá uppeldisheimili í Hellebæk, settu þar á svið leikrit til ágóða fyrir 20 jafn- aldra sína og vini frá Tíbet, sem dvalið hafa í Danmörku um nokkurt skeið. Leiksýn- ingin heppnaðist prýðilega og áhorfendur voru frá sér numd ir. Leikritið, sem drengirnir settu á svið var gamanleikur- inn Pygmalion, eftir Bernard Shaw og vakti drengurinn, sem lék Elízu einna mesta at- hygli. Áhorfendur sýndu mikinn skilning á málefninu með því að leggja fram um 4000 danskra kr. sem renna óskipt- ar til drengjanna frá Tíbet, til þess að þeir geti dvalizt áfram í Danmörku og haldið áfram námi þar. Þegar leikritinu var lokið, sýndu drengirnir frá Tíbet þjóðdansa og komu fram í þjóðbúningum, sem þeir hafa annaðhvort haft með sér að heiman eða saumað sjálfir eftir komuna til Danmerkur. Vakti dans þeirra mikla hrifn ingu. Á myndinni sjást þeir þakka áhorfenaum góðar und irtektir. — Hve lengi hefurðu haft. þessa vinnukonu I —Ó, hér um bil þrjá eigin- menn. HINN enski stjórnmálamaðurf |Disraeli (1804—81), var eittl |sinn í opinberri hádegisverðarl veizlu, á þeim tímum er til-y % óveðurs dró milli Englandsl xog Rússlands. Til borðs hafðix fhann prinsessu nokkra, seml |var mjög þjóðernislega sinn-| uð. y Á meðan á máltíðinni stóðl |linnti hún ekki ásökunum á fjármálaráðherrann, en það|| ivar einmitt Disraeli, og end-l gaði mál sitt með því að spyrja:| — Eftir hverju erum viðf eiginlega að bíða? I Disraeli svaraði: x Eftir kartöflunum, yðar há-l> Itign. I Bókamarkaðurinn á mánudaginn bætist enn við fjölbreytt úrval gamallra góðra bóka á bókamarkað- inn. Bóksalafélag íslands Pólýfónkói inn Tónleíkar í Kristkirkju, Landakoti sunnudaginn 9., mánudag- inn 10., þriðjudaginn 11., föstudaginn 14. og sunnu- daginn 16. apríl kl. 9 e.h. Söngstjóri: Ingólfur Guðbrandsson Kinleikari : Haukur Guðlaugsson Framsögn : Lárus Pálsson Efnisskrá: D. Buxtehude — Mangificat í d-dúr með undirleik strokhljóðfæra og sembals. J. S. Bach. — Mótetta: Jesu meine Freud fyrir 5 radda kór án undirleiks. - Sálmaforleikur - Toccata og fúga — d-moll . Hugo Distler — Dauðadans fyrir blandaðan kór og tal. Aðgöngumiðar að tónleikunum sunnudaginn 16. apríl fást í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri. Þeir styrktarfélagar, sem ekki hafa fengið aðgöngumiða, eða þurfa að skipta á miðum, eru beðnir að snúa sér til verzlunarinnar. Tekið á móti nýjum styrktarfélögum á sama stað. Pólýfónkórinn ForstöBukonu vantar á barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands að Laugarási. — Allar upplýsingar á skrifstofu Rauðakross íslands frá kl. 1—5. Utanborðsmótor Johnson Sea Horse 10 hestafla, mjög lítið keyrður, ný yfirfarinn til sölu. — Upplýsingar að Suðurgötu 8 B (neðri hæð) milli kl. 6—8 næstu kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.