Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. aprfl 1961 ■ . ■' : ÆíífiWíftWí Í:::;;;::::!'- : ■ . : •ÍÍW/" ■ llllllllllllís; LENGX var búið að hlakka til páskanna, því þá átti ■ fyrsta veiðiferð ársins að ■ hefjast. Búið var að yfirlíta i öll veiðarfæri og kaupa allt, sem nauðsynlega þurfti til ferðarinnar. Menn voru í sól skinsskapi er þeir lögðu af stað á skírdagsmorgni í blind hríð og hélst sú veðrátta I alla leið austur í Vík í Mýr- dal, þar sem komið var eftir | 10 kist. akstur í hríð og [ hálku og öðrum vandræðum. j Menn voru vondaufir um j að ennþá væri nokkuð mat- j arkyns á borðum, en sá kvíði : var ástæðulaus, því tekið j var á móti okkur af einstakri i alúð og gestrisni. Næsta morgun er risið var úr rekkju blasti við okkur hið fegursta veður og hugsuðum j við okkur fljóta yfirferð yfir Mýrdalssand til Kirkjubæj-1 arklausturs, en sú von brást, j því á okkur réðst Vetur \ konungur í öllu sínu veldi með frosti og skafhríð, svo ferðin yfir Mýrdalssand breyttist úr ca. 1 klst. akstri í 6 klst. þrotlausan barning; en bifreið okkar var sterk og j traust og brauzt í gegnum ’ alla farartálma. Loksins var nú sandurinn Múlakvísl æffir yfir veg og brú, jafnvel mjólkurbíllinn varff aff gefast upp, en hann er þó sérstaklega byggffur fyrir ófærff. VEIÐIFÖR Á PÁSKUM að baki og nú rofaði til svo menn héldu vonglaðir áfram, þó færð væri oft þung og moka þyrfti skafla. En svo bregðast krosstré sem önnur herðatré, eins og maðurinn sagði, því þegar komið var að nýbýlinu Múla, tjáði bóndinn okkur að Múlakvísl hefði brotizt fram og flæddi yfir brú og veg, svo leiðin væri með öllu ófær, en menn brostu góðlátlega og hugsuðu með sér, að verra en yfír Mýrdalssand gæti það varla orðið. Var því bóndi kvadd- ur og þakkað fyrir upplýs- ingarnar. Var slegið í og ákveðið að láta ekki Múla- kvísl stöðva ferðina. Eftir stuttan akstur, mest fyrir utan veg, því stórir skaflar lokuðu víða veginum, svo okkur reyndist ofraun að moka okkur í gegn, komum við að brúnni — en þar sást bara engin brú. Múlakvísl æddi yfir allt saman með krapa og ís og óhemju vatns- flaumi, svo þar sáum við sæng okkar útbreidda og draum okkar um veiði að engu orðinn. Snérum við því til baka og báðumst gisting- ar í Múla, sem var auðsótt mál hjá því ágætis fólki. Ekki batnaði útlitið um nóttina því nú gerði einnig hörku gadd með 17° frosti, svo vötn og ár fylltust af krapa og ís. Daginn eftir var sú ákvörð un tekin að snúa heim á leið, þó hálfgerður uggur væri í mönnum vegna ó- færðar og kulda. Stönzuðum við næst á Flögu, til þess að taka benzín og notaði þá einn ferðafélaganna tækifær- ið til þess að hringja heim. Varð dóttir hans fyrir svör- um og spurði í sakleysi sínu: líka, Þeir ráðlögðu okkur að ferðinni reyndir og traustir ferðalangar. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en komið var að okkar gamla óvini, Múla- kvísl, en þá var vatn svo mikið sígið, að ákveðið var, að brjótast yfir. Fyrstu tveir bílarnir komust slysalaust, svo við lögðum óhræddir út för frá Vík: Haukur Jacobsen, Friffþjófur Óskarsson, Þor- valdur Jónsson og Gunnar Tómasson. Myndirnar tók P. Thomsen. „Pabbi, hvað hefur þú veitt marga?“ Eftir þessa spurningu var okkur öllum lokið, og hétum því, að hringja ekki oftar heim. Er ekið hafði verið góðan spöl í áttina að Vík, sáum við hvar bílalest mjakaðist hægt og sígandi í áttina til okkar, og er við komum nær sáum við hvar tveir Weapon-bílar voru að erf- iða við að draga þann þriðja út úr snjóskafli, þar sem hann hafði fest sig illilega. Tókum við nú menn þessa tali og tjáðu þeir okkur, að óðs manns æði væri að leggja einir yfir sandinn. — Þótti okkur nú illt í efni, að vera stöðvaðir á heimleið í vatnselginn, en óheppnin snúa við og hafa samflot við þá austur aftur. Tókum við því boði, því þarna voru á elti okkur og lentum við í festu og brutum þar hjöru- liðskross. Var nú hafizt handa af mikilli hjálpsemi, að ná okkur upp úr ófærð- inni, sem og tókst eftir tölu- vert erfiði. Bauðst nú einn bílstjórinn til þess að hjálpa okkur austur að Klaustri og var því boði tekið með fegins hendi og þar var bíllinn skil- inn eftir til viðgerðar. En það má teljast lán I ó- láni að svona skyldi fara, því þar með fáum við ástæðu til þess að fara aftur austur að veiða. Pétur Thomsen. /i : 8 1 blindhríð á Mvrdalssandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.