Morgunblaðið - 09.04.1961, Side 12

Morgunblaðið - 09.04.1961, Side 12
12 MORGVNBlAÐtB Sunnudagur 9. aprfl 1961 Utg.: H.l. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KJARABÆTUR EFTIR RAUNHÆF- UM LEIÐUM eldhúsdagsumræðunum,<$* * sem fóru fram rétt fyrir páska, komst Magnús Jóns- son, alþingismaður, m. a. þannig að orði í ræðu sinni, að meginstefnan í þjóðmál- um á hverjum tíma hlyti að vera sú, að búa öllum al- menningi sem bezt lífskjör, en án aukinna framleiðslu- verðmæta yrðu lífskjörin ekki bætt. „Það er auðvitað hægt“, sagði Magnús Jóns- son, „með hinu mikla sam- takaafli verkalýðshreyfingar- innar að knýja fram kaup- hækkanir, en séu þær ekki ákvarðaðar með hliðsjón af greiðslugetu framleiðsluat- vinnuveganna, þá munu þær enga verr hitta en launþega sjálfa“. Þetta er sú grundvallar- staðreynd, sem hvorki við Islendingar né aðrar þjóðir getum gengið fram hjá. Á hana verður aldrei of mikil áherzla lögð eða of oft á hana bent. En því miður höf- um við íslendingar ekki við- urkennt þessa staðreynd á undanförnum árum. Þess vegna fór sem fór. Kaup- hækkanir voru knúðar fram án minnsta tillits til þess, hvort framleiðslan gat undir þeim risið. ★ Það sem nú skiptir mestu máli, er að könnuð verði til fullnustu öll úrræði til þess að bæta kjörin með raun- hæfum aðgerðum. Það er þýðingarlaust að leggja byrðar á framleiðeluna, sem hún ekki getur borið. Nú verður að fara nýjar leiðir til þess að auka kaupmátt launanna og bæta þar með aðstöðu fólksins. Það er einmitt megin- stefna núverandi ríkisstjórn- ar að skapa heilbrigðan efna- hagsgrundvöll og þar með möguleika á þeirri fram- leiðeluaukningu, sem ein get- ur tryggt kauphækkanir, sem orðið geta launþegum raun- veruleg kjarabót. Á þessu ríkir nú vaxandi skilningur. Það sýna úrslit kosninga í fjölmörgum verka lýðssamtökum á þessum vetri. STARFSFRÆÐSL- AN MERKILEG NÝJUNG ¥ dag verður 6. almenni starfsfræðsludagurinn hald- inn hér í Reykjavík. Verður hann með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þó verða að þessu sinni veittar upplýs- ingar um fleiri starfsgreinar en áður hefur tíðkazt. Starfsfræðslan er merkileg nýjung, sem verðskuldar fyllsta stuðning og athygli almennings. Tilgangur henn- ar er að auðvelda æskunni að velja sér lífsstarf við hæfi hvers einstaks og jafn- framt að glæða áhuga henn- ar á þátttöku í aðalbjarg- ræðisvegum þjóðarinnar. Islenzkt atvinnu- og at- hafnalíf verður stöðugt fjöl- þættara og fjölbreyttara. — Þjóðinni fjölgar og unga fólk ið, sem stendur frammi fyrir þeim vanda að velja sér lífs- starf á stöðugt fleiri kosta völ. En það þarfnast margs- konar fræðslu og upplýsinga um hinar einstöku atvinnu- greinar og þörf þjóðarinnar fyrir starfskrafta þess. •— Starfsfræðslunni er ætlað að veita þessar upplýsingar og verða æskunni og þjóðfélag- inu til gagns. Á sl. ári var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsálykt unar, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því, að starfs- fræðsla verði tekin upp í skólum landsins. Hefur þessi tillaga þegar verið fram- kvæmd þannig, að starfs- fræðsla hefur verið tekin upp í námsskrá skólanna. — Má gera ráð fyrir að á næst- unni verði hafizt handa um hana innan þeirra, eins og tíðkazt hefur um langt skeið í flestum eð«a öllum ná- grannalöndum okkar. — Er það vel farið. VERZLUNAR- BANKI ÍSLANDS l/'erzlunarbanki íslands hf. * hefur nú tekið til starfa og flutt úr hinum gömlu húsakynnum Verzlunarspari- sjóðins í ný og glæsileg húsa kynni. Hlutafé bankans er FYRIR nokkrum dögum birt- ist hér í blaðinu grein, þýdd úr New York Herald Tribune, sem fjallaði um myndun væntanlegrar útlagastjórnar Kúbu og undirbúning þess að bola Fidel Catro úr valda stóli. — Hér á eftir fer laus- legur útdráttur úr annarri grein, er birtist í hinu virta fréttatímariti „U.S. News & World Report“ hinn 27. marz sl., en þar greinir nokkru nánar frá undirbúningi hern- aðaraðgerða til þess að frelsa Kúbu úr klóm Castros — og reynt er að varpa nokkru Ijósi á „vígstöðuna“ í vænt- anlegum átökum. □ □ n Undirbúningur þess að hefja hernaðaraðgerðir til að steypa Fidel Castro af stóli en nú kom- inn á lokastig, utan Kúbu. Her manna, er flúið hafa ríki Castros, hefir nú stundað heræfingar reglulega um það bil ár — og er reiðubúinn að berjast, segir í upphafi greinarinnar. (Það ber að hafa í huga, að hún er skrifuð í Miami á Floridaskaga, en segja má, að þar séu nokkurs konar aðalstöðvar andstæðinga Castros utan Kúbu). — Síðan segir áfram í greininni, sem er allmikið stytt hér í þýðingu og endursögð: • DAGUR BYLTINGARINN- AR? , Ekkert bendir til þess, að hinn afdrifaríki dagur hafi enn verið ákveðinn, enda veltur á- kvörðun um ,,dag gagnbyltingar innar“ á ýmsum stjórnmálaleg um, jafnt sem hernaðarlegum nú 10,2 millj. kr. og hefur bankaráð hans ákveðið að bjóða út aukið hlutafé að upphæð 2 millj. kr. næstu daga. V erzlunarsparisjóðurinn, sem hinn nýi Verzlunar- banki hefur nú leyst af hólmi, var eins og kunnugt er stofnaður í ársbyrjun 1956. Undir forystu dugandi manna og við almennaii skilning verzlunarmanna og margra annarra á hlutverki hans, tók Sparisjóðurinn skjótum þroska. Hann var í árslok 1958 orðinn stærsti sparisjóður landsins. Hinn nýi Verzlunarbanki íslands er alger einkabanki. Hið opinbera hefur hvorki lagt honum til stofnfé né rekstrarfé. Hann mun inna af höndum mikið og gagn- legt starf í þágu verzlunar og viðskipta í landinu. Á starf- semi hans í framtíðinni eru miklar vonir byggðar. aðstæðum. En flest bendir til þess, að skjótt verði að láta til skarar skríða, ef hafa skal erindi sem erfiði. Hernaðarlegur máttur and- stæðinga Castros hefir vaxið verulega að undanförnu. Dag nokkurn fyrir skömmu, eða hinn 13. marz, voru 243 kúbanskir sjálfboðaliðar fluttir á bílum frá Miami, en áfangastaður þeirra var æfingabúðir — einhvers staðar á Karíba-svæðinu. Fimm hundruð aðrir, sem látið höfðu skrá sig til herþjónustu, biðu ferðar á sömu slóðir — og enn aðrir streymdu til aðalstöðva hinna svonenfdu ,,Lýðræðissinn uðu byltingarsamtaka" til þess að láta skrá sig í uppreisnarher- inn. • Þrjú atriði Næsta dag dró loks til sam- komulags með stjórnmálaleiðtog um útlægra Kúbumanna, sem um tveggja ára skeig höfðu starf að hver í sínu horni, ef svo mætti segja. (Frá þessu samkomulagi var skýrt í greininni, sem birt- ist í Mbl. á dögunum.) — Ástæð- urnar til þess, að þessir menn gerðu nú loks með sér eins kon- ar bandalag felast einkum í eftirgreindum þrem atriðum, sem ekki var lengur unnt að loka augunum fyrir: 1) Castro er nú sem óðast að tryggja og efla völd sín — eink- um með vaxandi vopnasending- um frá kommúnistaríkjum í Evrópu og með því að kalla æ fleiri til herþjónustu. Auk þess er nú verið að fullgera níu flug- velli á Kúbu, þannig að þar geta sovézkar orrustuþotur og léttar sprengjuflugvélar lent. 2) Enda þótt skemmdarverka- mönnum takist stöðugt að gera Castro lífið leitt ( hinn 14. marz sprengdu þeir t. d. í loft upp tvö stjórnarfyrirtæki í Havana), valda menn hans þeim æ meiri erfiðleikum og gera ,,starfið“ hættulegra með hverjum degin- um sem líður. 3) Þá hafa borizt uggvænleg- ar fréttir frá Escambray-svæð- inu á Kúbu, en það er eini stað urinn þar sem raunverulegar að gerðir gegn Castro hafa átt sér stað undanfárna mánuði. Fregn ir þaðan bera það með sér, að lið uppreisnarmanna þar eigi nú við erfiðleika að stríða. • ,,HER“ BORGARANNA Andstæðingar Castros utan Kúbu líta þannig á þessi atriði, að í þeim felist vísbending um það, að nú sé tími til kominn að láta sverfa til stáls. — Vitað er með vissu, að Castro hefir nú um 250 þúsundir manna undir vopnum. Þar eru raunar lítt æfðir varaliðsmenn í meirihluta — menn, sem vinna alls konar störf að deginum, en stunda heræfing- ar á kvöldin. — Og vopnabúr Castros er einnig allálitlegt. Hann hefi rnú yfir að ráða um 50 þúsund lestum af hinum marg- víslegustu vopnum frá komm- únista-blokkinni þar á meðal a. m. k. 100 rússneskum skriðdrek um, sem flestir eru af gerðinni T-34, en þá skriðdreka notuðu kommúnistaherirnir í Kóreu- styrjöldinni. Auk þess hefir Castro-herinn fengið fallbyssur, Þessi mynd var tekin í einni hinna leynilegu æfingastöðva Castroandstæðinga — „ein hvers staðar“ úti í Karíba,- hafinu. stórar og smáar, frá kommúnista ríkjunum og ýmis vopn önnur. Og meira er á leiðinni. Gegn þessum herstyrk hyggj- ast andstæðingar Castros tefla vel æfðum skæruliðasveitum, til þess að hefja styrjöldina — og síðan treysta þeir á, að „her“ borgaranna muni ganga í lið með þeim þegar á hólminn kemur. • ÚRSLITADAGURINN ’ Það er algert leyndarmál. hve margir Kúbumenn eru nú að heræfingum „einhvers staðar“ á Kariba-svæðinu. Castro hefir reyndar látið útvarpa því, að hér sé um að ræða 5—10 þúsund manns. Það eina, sem vitað er með vissu, er það, að síðan snemma í febrúar hafa um það bil 100 nýliðar verið fluttir dag- lega frá Miami til hinna leyni- legu stöðva. Það þýðir, að 3—4 þús. manns hafa bætzt í her andstæðinga Castros á undan- förnum vikum. Athugið, að greinin er skrifuð í marz.) — Hér er ekki aðeins um að ræða unga menn. Eldri menn með sérstakan lærdóm og kunnáttu að baki eru nú einnig teknir að fylgja þeim — þar á meðal eru læknar, stjórnmálamenn, ,,dipló matar" o. s. frv. Kúbumenn þeir, sem halda til umræddra stöðva, fara þangað alLslausir. Þegar þeir eru einu sinni komnir í aðal- æfingastöðvarnar, eiga þeir ekki þaðan afturkvæmt geta ekki einu sinni sagt fjölskyldum sín- um, hvar þeir eru. Þessum mönnum er kennt að bjarga sér eins og bezt gengur — í torfæru fjalllendi og í frum skógum. Þeir æfa sig í ná- vígi, skemmdarverkastarfsemi og öðru, er við kemur hernaði við þær sérstöku aðstæður, sem um er að ræða á Kúbu. Sérstaklega eru þeir æfðir í því, hvernig unnt er að gera vígfærar her- sveitir úr óæfðum borgurum. Sumir fá þjálfun sem fallhlífar- hermenn — til þess að slíkar sveitir geti verið til taks, þegar úrslitadagurinn rennur upp. • GLOPPÓTTAR VARNIR Flugher Castro-andstæðinga hefir yfir að ráða allmörgum sprengjuflugvélum af gerðinni B-26, svo og C-54 flutningavél um. Þessar flugvélar hafa undan farið m. a. verið notaðar til þess að flytja vopn og vistir til upp- reisnarliðanna í Escambray. — Hins vegar hafa borizt þau boð til Miami, að skæruliðarnir i Escambray fái nú engan veginn nægilega miklar vopnasending- ar, og að aðstaða þeirra sé að mörgu leyti slæm — enda er svæði það, sem skæruliðarnir hafast við á, engan veginn eins heppilegt eins og Castro-menn höfðu yfir að ráða, í Sierra Maestra, þegar þeir hófu baráttu sína gegn Batista á sínum tíma. — Margir hér í Miami telja, að yfir skæruliðasveitunum i Escrambray vofi nú alger tor- - Framh. á bls. 3 ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.