Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 24
Engin sjóflug- vél hér lengur 1 GÆR flaug Sæfaxi, katalína- flugbátur Flugfélags íslands sína •íðustu ferð og verður þá engin •jóflugvél í gangi framar á ís- landi. Átti Sœfaxi að fara til tsafjarðar en varð að snúa við vegna veðurs. Er þetta síðasta •jóflugvélin sem íslendjngar eiga, en bún hefur ekki leyfi til að fljúga lengur. Viðhald á slík- um flugvélum hefur reynzt ákaf- lega dýrt og auk þess er ekki lengur hægt að fá framlengt Cugleyfi fyrir sjóflugvélar til farþegaflugs, þær eru nú aðeins notaðar til hernaðarþarfa. 1 Katalímuflugvélarnar hafa haft á hendj merkt hlutverk í flug- •ögu íslands. Fyrsta flugvélin var Pétur gamli, sem kallaður var. Þegar hann var keyptur, flaug örn Johmson honum heim ©g var það fyrsta flugferðin sem íslenzkur flugmaður stjórnaði yfir Atlantshafið. Einnig var fyrsta millilanda- flugið með farþega og póst á ís- lenzkrj flugvél farið á honum árið 1945, en það sumar voru farnar þrjár flugferðir héðan til Skotlands og Danmerkur. Mynd þessa tók Pétur Thomsen í ferðalagi um páskana. Frá ferðinni segir nanar a blaðsiðu 10. En þessi mynd synir endalok . hennar — ein brúin yfir Múlakvísl á kafi í krapi og vatni. Bíllinn festist og brotnaði. Sforlslneðslu- dogurínn í dug Sjötti almenni starfsfræðsiu- dagurinn verður haldinn í Iðn skólanum í dag. Húsið er op- ið milli kl. 14—17 ©g veittar verða upplýsingar um 120 starfsgreinar, skóla og vinnu staði. Sjö vinnustaðir verða heimsóttir og auk þess sýnd- ar fræðslumyndir í kvik- myndasal Austurbæjarbama- skólans kl. 14,30 og 16,30. Böra undir 12 ára aldri munu I ekki eiga etrindi í skólann. ■ Andspyrnan nösunum á var mest þeim — segja skipsntenn á Agli Skallagrímssyni U M kl. 2 e. h. í gær kom togarinn Egill Skallagríms- son hingað til Reykjavíkur úr hinni sögufrægu söluferð sinni til Bretlands, hinni fyrstu er íslenzkur togari fór eftir að samkomulagið náðist um lausn fiskveiðideilunnar. • Engin óþægindi Skipsmenn létu vel yfir þess- ari Englandsför. Við urðum ekki fyrir neinum óþægindum, og þó Beint úr Suöurgöfu í Tjarnargötu . • Rannsóknarlögreglumenn voru á stjái langt fram eftir nóttu aðfaranótt laugardags- ins. Lögreglumenn komu að mannlausri einkabifreið inni í húsagarði við hækistöð kommúnista í Tjarnargötu. Það var kl. um hálf eitt í fyrri nótt að lögreglan fékk um það til kynningu, að bíl sem kona virtist aka, hefði verið ekið utan í leigu bíl vestur á Meium. Hún hafði ætlað að komast undan, en leigu bílstjórinn veitti bílnum eftirför um götur þar í hverfinu. Siðan hafði eltingarleikurinn borist upp á Sólvaliagötu, og virtist sem kon an ætlaði að aka um Sólvallagöt una og niður í bæinn. í stað þess að beygja niður Garðastrætið hafði hún haldið förinni áfram, beint niður allbrattann Kirkju- garðsstíginn og beint af augum í gegnum grindverkið og niður snarbratta brekkuna milli Suður götu og Tjarnargötu. Bíllinn hafði brotið grindverk og girðingu milli húslóða. Er hún loks staðnæmd ist í garðinum hjá húsi kommún- ista, Tjarnargötu 20, hafði kona og maður sem með henni í bíln um var snarað sér út og hurfu þau í náttmyrkrinu. Það var ekki fyrr en í gær- morgun að þau komu í leitirnar. Þau höfðu ekki meiðst neitt. Stúlkan kvaðst hafa ekið bílnum en hún hafði ekki ökuleyfi. Hún kvaðst einnig hafa ekið bílnum er hann lenti í árekstrinum vestur á Melum. karlarnir hafi verið með smáveg- is hróp og köll er við vorum að leggjast upp að/ þá var það vafa- laust meira í nösunum á þeim, en að um óvild í okkar garð væri að ræða. Þessa mynd af hinni fyrstu löndun íslenzks togara í Bretlandi, eftir lausn fiskveiði- deilunnar drógu skipsmenn á Agli, upp fyrir blaðamanni Mbl. er fór um borð Egil Skallagríms son úti á ytri höfn í gærdag. Skipstjórinn Gunnar Hjálmars sön staðfesti þessa frásögn skips- manna sinna með því að segja, að löndunin og söluferðin öll hefði gengið með ósköp venju- legum hætti. Þeir á Agli voru í fyrra um þetta leyti árs í Grims by. • Ánægðir Skipsmenn voru mjög ánægðir með sinn hlut úr þessari veiði- og söluferð togarans. Skipshundurinn Kátur, sem er eftirlæti allra skipsmanna á tog- aranum, virtist mjög feginn þvi að vera kominn heim af sjónum. Hann stóð við lunninguna og ýlfraði af tilhlökkun meðan tog- arinn seig hægt upp að bryggj- unni, þar sem allmargt manna var fyrir. Stœkkun á írafossstöðinni Á FUNDI stjórnar Sogsvirkjun- arinnar í fyrradag var samþykkt að veita heimild til að hefja út- boð á vélum til stækkunar á íra- fossstöðinni. Jakob Guðjónsen, rafmagnsstjóri, tjáði blaðinu í gær, að þar með væri að hefjast undirbúningur að verkinu. Eftir að tilboð hefðu fengizt, þyrfti að útvega fjármagn og að því búnu væri hægt að ákveða virkj unina. Stækkunin við írafoss verður 15.500 kw stöð og er írafoss þá fullvirkjaður. En Ljósafossvirkj unina má enn stækka. Er gert ráð fyrir að virkjunin þyrfti að Akranesi, laugardag SKIPVERJAR á vélbátnum Ásbirni fengu sl. miðvikudag tveggja metra langa hnísu í þorskanet sín norður í Forum. Þennan sama dag fengu þeir einnig 15 rauðmaga í netin. vera tilbúin haustið 1963 og er kostnaðaráætlunin um stækkun- ina eins og er 64 millj. króna. íslandsmót í körfuknattleik ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- leik hefst í dag. Er mikil þátt- taka í mótinu og ljóst að körfu- knattleikurinn hefur aldrei ver- ið jafn almennt iðkaður og nú. Til mótsins senda 8 félög lið sín og eru keppnisflokkarnir sam- tals 30. Alls verða leikir móts- ins 50 talsins. ^ f dag fara fram fyrstu leikir mótsins. Eru það fimm leikir f yngri flokkunum og fara þeir léikir fram í íþróttahúsi Háskól- ans. Annað kvöld verða fyrstu leikirnir að Hálogalandi. Þá keppa KR og Ármarin B í 2. fl. karla og þá fer fram fyrsti leikur meistaraflokkanna. Mætast IKF og Stúdentar. Rieder keppir v/ð ísl-skíðamenn í dag SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur efn- ir til móts við Skíðaskálann í Hveradölum í dag og hefst það kl. 3 e.h. Mót þetta er haldið í tilefni af dvöl hins austurríska skíðamanns Ottó Rieder hér á landi og mun hann vera meðal keppenda. Ottó Rieder hefur eins og kunnugt er dvalið við æfing- ar í Skíðaskálanum og hafa flest ir beztu skíðamenn landsins dvalið þar í boði veitingarmanna og æft með honum. Keppendur á mótinu auk Rieders eru um 20 frá Reykja- vík, ísafirði og Siglufirði. Akur- eyringum var einnig boðið, en þeir gátu ekki komið. Keppt verður í svigi, en að keppninni lokinn verður sýning á skíðastökki. Skíðalyftan verð- ur í gangi allan daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.