Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 1
18. árgangur 80. tbl. — Þriðjudagur 11. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkfalli lokið í Hull, en Grimsbv-menn haröir Ekki rætt við Welch íyrr en krafa um löndunarbann er felld niður Hull, 10. apríL 1»AÐ var skyndilega tilkynnt hér í Hull í dag, að verkfalli togaramanna í borginni væri lokið og myndu þeir þrjátíu togarar, sem stöðvazt höfðu ■igla út til veiða hið bráð- asta. Þessi ákvörðun Hull- manna virðist hafa komið verkfallsmönnum í Grimsby á óvart. I Grimsby heldur verkfall- tnu áfram og er engan bilbug að finna á Dennis Welch og verkfallsmönnum hans. » Togaraeigendur í Grimsby hafa tilkynnt Welch að þeir muni ekki einu sinni ræða deilumálið við hann fyrr en hann hefur fellt niður þá kröfu að fisklandanir íslend- inga verði stöðvaðar. Segjast togaraeigendur alls ekki vera aðilar að neinu löndun- arbanni á íslendinga. Fisk- landanir þeirra fari eftir milliríkjasamningum, sem togaraeigendur hafi lagt Framh. á bls. 23. 212 fórust meö Dara á Persaflda BREZKA farþegaskipið Dara sökk í dag á Persaflóa á 60 feta dýpi. Skipið var orðið útbrunnið flak. Verkfallinu haldiö streitu FRÉTTARITARl Mbl. í Grimsby símaði seint í gær- kvöldi að um 90 brezkir tog- arar lægju nú stöðvaðir í höfninni þar. Hann sagði, að nú væri orðinn skortur á fiski á markaðnum og verðið færi hækkandi. Hann segir, að fiskkaup- menn í borginni hafi gert fyrirspurnir um það, hvort Islendingar gætu haldið éfram að landa fiski í Grims- by til að bæta úr fiskskort- Inum. Ekki kom til neinna átaka í Grimsby, þegar íslenzki togar- inn Þorkell máni sigldi öllum á óvart inn á höfnina. Fréttaritarinn segir að engan bilbug sé að finna hvorki á tog- araeigendum né sjómönnum. — Togaraeigendur hafi nú til- kynnt Dennis Welch og öðrum foringjum sjómanna, að þeir vilji ekkert frekar við þá tala, fyrr en verkfalli sé aflýst og skipin farin að sigla út. Welch og Harker, foringi vélstjóra, segjast ákveðnari en nokkru sinni fyrr að halda verkfallinu til streitu. Verkfallsmennirnir hafa hvergi fengið aðstoð hjá neinni stétt. Hafnarverlcamenn munu ekki ganga í lið með þeim. Umboðsmaður skipafélags- ins tilkynnir í dag að 212 manns að minnsta kosti hafi farizt í þessu gífurlega sjó- tjóni. Um 560 manns hafði verið bjargað. Hann tók þó fram að bú- ast mætti við að tala dauðra væri hærri. — Líklega yrði aldrei hægt að fá nákvæma tölu þeirra. Það er talið að slys þetta sé, hvað mannskaða viðvík- ur, í tölu tíu mestu sjóslysa siglmgasögunnar. Fór úr höfn undan fárviðri Enn er ekki vitað með vissu af hvaða sökum kviknaði í Dara, sem er 5000 tonn að stærð. Skip- EITT ægilegasta sjóslys sög- unnar varð á laugardaginn austur á Persafióa. Þar kvikn aði í brezka 5000 tonna far- þegaskipinu Dara, sem var með nærri 800 manns inan- borðs. Síðustu fregnir herma að 212 manns að minnsta kosti hafi farizt. Hér birtist fyrsta myndin af skipinu tekin úr flugvél og leggur reykinn upp af því. í gær sökk Dara á 60 feta dýpi. ið hafði verið í höfn í bænum Dubai í Oman, þegar ljóst varð að fárviðri var að skella á. Var Kampmann til Færeyja Kaupmannahöfn, 10. aprfl, (Frá Páli Jónssyni) , ÞAÐ var tilkynnt í dag, að Kampmann forsætisráðherra ætl aði að íara tli Færeyja í júlí n.k. Vafalaust stendur þessi för hans að einhverju leyti í sambandi við landhelgissamninga Breta og Islendinga. Hafa Færeyingar bæði áhuga fyrir því að samn- ingum við Breta um færeyska fiskveiðilögsögu verði breytt til samræmis við þá íslenzku Framh. á bls. 23. 120 þús. í verk- falii í Danmörku Eiehmann-réttar- liöldin hef jast JERÚSALEM, 10. apríl. (Reuter). Á morgun hefjast í Jerúsalem réttarhöld yfir SS-foringjanum Adolf Eichmann, sem talinn er bera sök á morðum milljóna Gyð- inga í Evrópu á valdadögum naz- ista. (Sjá grein á bls. 10). J 1 J £ | J | l Á MIÐNÆTTI í nótt átti að hefjast stórverkfall í Dan- mörku. Mun það þegar frá byrjun ná til 120 þúsund manns, þ. e. um 30 þús. starfs- manna við flutningatæki og hafnarvinnu og um 90 þús. starfsmanna málmiðnaðarins. Frá byrjun mun langmest bera á vinnustöðvun flutninga verkamanna, því að siglingar og vöruflutningar á landi munu stöðvast. Hluti leigubíl- stjóra í Kaupmannahöfn tekur þátt í verkfallinu, en strætis- vagnaferðum verður haldið uppi. Alvarlegustu áhrif verkfalls ins í fyrstu lotu eru að fram- kvæmdaáætlun Grænlands verður frestað um eitt ár. Ef verkfallið stendur t.d. út þenn an mánuð þýðir það að ekki verður hægt að koma bygg- ingavörum til Grænlands. Að vísu er heimilt að halda á- fram siglingum skipa græn- lenzka verzlunarfélagsins, en þau eru svo lítil, að þau anna ekki að flytja nema örlítið brot af varningnum til Græn- lands. Mestan hluta varnings- ins átti að flytja með Ieigu- skipum sem stöðvast nú. Er þá ekki um annað að ræða en að bíða í eitt ár, þangað til siglingaleiðin opnast á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.