Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVISBZ'AÐIÐ Þriðjudagur 11. april 1961 ■v Korrænn dagur á ftmmtudag A FIMMTUDAGINN verður Norrænn dagur hátíðlegur haldinn um öll Norðurlönd. Er þetta í fjórða sinn sem sérstakur dagur er helgaður almennri kynningu á nor- rænu samstarfi, að því er Magnús Gíslason, fram- kvæmdastjóri Norræna fé- lagsins, sagði fréttamönnum í gær. Fyrsti dagur Norðurlanda var haldinn 27. okt. 1936 og var þá í ráði að helga einn dag fimmta favert ár norrænni samvinnu á þennan hátt. Heimsstyrjöldin gerði þessar fyrirætlanir ófram- kvæmanlegar. Að styrjöldinni lokinni, var hugmyndin tekin upp að nýju og Norrænn dagur faaldin öðru sinni. Það var 29. sept 1951. Þrðji dagurinn var svo haldinn 30. okt. 1956. Ætlunin er að halda Dag Norðurlanda á fimm ára fresti framvegis. Sjónvarp frá fslandl. Megintilgangur dagsins er að vekja og auka áhuga almennings á Norðurlöndum á víðtæku og nánu samstarfi norrænu frænd- þjóðanna. í tilefni dagsins flytja allar norrænu útvarps og sjónvarps- stöðvarnar fjölbreytta dagskrá, m.a. verður kvikmyndum frá fs landi sjónvarpað um öll Norður- lönd. Á miðvikudagskvöldið 12. ap- ríl n.k. flytja þjóðhöfðingjar allra Norðurlanda ávörp í út- varpið. Þau verða flutt af hljóm böndum sámtímis frá öllum út- Á FUNDI bæjarráðs á föstudag var samþykkt að semja við einn af þeim aðilum sem boðið hafa í Hótel Heklu við Lækjartorg til niðurrifs, Sigurjón Kjartansson. Tvær kindur heimtast af fjalli Valda'stöðum 3. apríl. NÚ ÞESSA síðustu daga, fundust 2 kindur, á öðrum vetri, sem ekki höfðu komið fram í haust. Fundust þær neðst í svonefndum Blefkdial, eða á þeim slóðum. Fyrst er þeirra varð vart, náðist ekki nema önnur kindin. Talið er fullvíst, að eingandi þeirra sé Einar Ólafsson bóndi í Bæ í Kjós. Er mér sagt, að sú kindin sem náðist, sé allmikið aflögð, en þó ekki horuð. Að sjálfsögðu verður reynt að ná hinni kind- inni síðar. Hér er snjór yfir allt, en þó ekki mikill. Eru flestir vegir færir um sveitina. Veðrið hefur Verið bjart og skemmtilegt nú um Páskahelgina. Allmargt fólk hefir dvalið í Vindáshlíð nú um þessa helgi. — S*. G. Leikið í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 10. apríl. — Undanfarin kvöld hefur verið leikið héma leikritið „Leynimel- ur 13“. Aðsókn hefur verið mikil og undirtektir áhorfenda ágætar. Það, sem einkum vekur athygli við sýningu þessa, er að það er Fjáreigendafélag Neskaupstaðar, sem að henni stendur. Leggja fjáreigendur, sem eru hér orðnir allmargir, þar með góðan skerf til félagslífs í bænum. Stærstu hlutverkin fara þeir með Guðni Þorleifsson og Þorlákur Friðriks- son. Leikstjóri er Jóhann Jónsson. Allur ágóði af sýningunni rennur til félagsheimilisins. — S.L. Gunnar Knudsen fiðluleikari. varpsstöðvunum. Formenn Nor- rænu félaganna tala í útvarpið á fimmtudagskvöldið 13. apríl og verður þá gengizt fyrir fjöl- breyttri dagskrá, sem helguð verður Norrænni samvinnu. í Sjálfstæðishúsinu í tilefni dagsins efnír Norræna íélagið til hátíðahalda í Sjálf- stæðishúsinu á fimmtudagskvöld kl. 20,30. Þar flytur Bjami Bene- diktsson dómsmálaráðherra á- varp, Tómas Guðmundsson skáld Það á að fjarlægja húsið sem kunnugt er og er ætlunin að hús- ið verði horfið af sjónarsviðinu í síðasta lagi 1. ágúst n.k. en þó á ekki að hrófla við því fyrr en eftir þjóðhátíðina, til að va'da ekki óprýði á bænum. Fjójir aðilar buðu í húsið til n'ðurrUs. En ekki voru tilb .ó n há. Hæsta var frá Sigudúni Kjartanssyni, sem bauðst til að greiða kr. 21.450 og fjarlægja hús ið. Hótel Hekla er eitt af kunn- ustu stórhýsum bæjarins. Þar var hið fræga fyrirtæki Thom- sens á sínum tíma. En síðan 1943 hefur Reykjavíkurbær átt það og haft þar skriístofur. Bær- inn keypti húsið á uppboði. (Birt án ábyrgðar) Hæstu vluningar happdrættis Háskólans MÁNUDAGINN 10. apríl var dregið í 4. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1,050 vinningar að fjarhæð 1,960,000 krónur. Hæstu vinn- ingarnir komu upp á eftirtalin númer: 200,000 krónur komu á númer 14445. Eru það fjórðungsmiðar. Tveir fjórðungar voru seldir í Keflavik, einn á Akureyri og annar í Vestmannaeyjum. 100,000 krónur komu á númer 47334, sem eru hálfmiðar. Voru báðir hálfmiðamir seldir í um- boði Arndísar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10. 10,000 krónur: 858 4149 7661 9524 10957 11072 13748 14444 14446 20287 21795 23930 24194 31250 31441 35037 36223 39224 39332 40439 41178 50150 50263 53723 54251 57482 58265 59428. Auk þess voru dregnir út 90 vinningar með 5,000 krónum og 930 vinningar með 1,000 kr. les upp, Þjóðdansafélag Reykja- víkur sýnir norræna þjóðdansa og karlakórinn Fóstbræður syng ur undir stjórn Ragnars Björns- sonar. Þar koma einnig fram tveir erlendir gestir, Gunnar Knudsen fiðluleikari frá Osló og Axel Nielsen yfirkennari, sem flytur kveðju frá Danmörku. Kyxmir Ole Bull Gunnar Knudsen kemur hing- að sérstaklega á vegum Norræna félagsins í tilefni dagsins. Hann er vel þekktur fiðluleikari og fyr irlesari um öll Norðurlönd. og mun ferðast um milli félags- deilda Norræna félagsins hér á landi og kynna norska tónlist. í Sjálfstæðishúsinu mun Knudsen leika einleik á fiðlu og flytja er indi um Ole Bull, norskan fiðlu- leikara og tónsmið, sem lézt árið 1880 eftir nærri fimmtu ára frægðarför víða um heim. Sjálf- ur hefur Knudsen ferðast víða frá því hann kom fyrst fram sem fiðluleikari árið 1928, m.a. um Bandaríkin, þar sem hann var í þrjú ár skömmu eftir síðustu heimstyrjöld. Hann hefur lengi verið hljómsveitarstjóri í heima landi sínu, bæði í Stavanger og Osló. Árið 1944 vur Knudsen tek in fastur af Þjóðverjum og var síðan fangi, fyrst í „Gestapo- kjelleren" í Stavanger og síðan í Grini til stríðsloka. ★ Norræna félagið hér á landi er í mjög örum vexti. Árið 1956, þegar síðast var hér haldirin Nor- rænn dagur, voru félagsdeildir átta, en eru nú 22 með samtals 2,500 meðlimum, þar af um 1,000 í Reykjavík. En alls eru í félags- samtökunum á Norðurlöndum 130 þúsund meðlimir. Evrópufrímerki 1961 komið út HINN 29. marz 1961 komu full- trúar níu af nítján aðildarríkj- um Evrópusambands pósts og síma saman í London til þess að velja mynd á Evrópufrímerki það, sem mörg aðildarríkjanna munu gefa út á þessu ári. Valin var teikning eftir hol- lenzka listamanninn Theo Kur- pershock og sýnir hún nitján dúfur á flugi. Þá var og á sama fundi valið merki eða tákn íyrir sambandið og varð teikning eftir Bretann Michael Goaman fyrir valinu. Sýnir hún póstlúðra utan um stafina CEPT (skammstöfun sambandsins). Þau lönd, sem taka munu þátt í þessa árs Evrópuútgáfu munu hefja sölu merkjanna 18. Efri myndin er af frimerkinu, en sú neðri af merki Evrópu- sambands pósts og síma. september 1961, en þó er heim- ilt að gera það laugardaginn næsta á undan. (Póst- og síma- málastjórnin). Hótel Hekla hverfur KuUaski! f NA /5 hnitor X Snjiki 17 Siúrir K Þrumur , nu/uariw/ rrb nmo Hilaskit L '•* Lttqi SV 50hnutor * ÚÍi V.sraii ENN er lægðarsvæði, A-'tt og hlýindi suður á hafinu, en há- þrýstisvæði og kuldi norðan undan. T.d. er 10 st. hiti á veðurskipinu India, um 400 km suður af Vestmannaeyjum, en 19 st. frost norður í Scores- bysundi. Lægðarsvæðið þokast ofurhægt norður á bóginn, enda er komið A-hvassviðri á Stórhöfða. Hiti er þar 5 st., en norðaustanlands er 2—4 stiga frost. Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöidi SV-mið: Austan hvassviðri, 7 rigning með köflum. ■ SV-land: Vaxandi austanátt, 1 allhvass á morgun, skýjað. í Faxaflói og miðin: Austan i kaldi og síðar stinningskaldi, ,1 skýjað. I Breiðafjörður til Norður- f lands og miðin: Austan gola, l léttskýjað. Í NA-land, Austfirðir og mið- 7 in: Austan gola, skýjað. I SA-land og miðin: Austan- 1 átt, hvassviðri og rigning vest- | an til. I Fimm togarar í brezkum höfnum BLAÐIÐ hafði í gærkvöldi tal af Lofti Bjamasyni, formanni FÍB, og spurði hann um sölur íslenzkra togara í Bretlandi nú í vikunni. Loftur minnti á, að togara- eigendur í Bretlandi hefðu lagt rnikla áherzlu á það, að ekki sigldu allt of mörg íslenzk skip með afla sinn á brezkar hafnir fyrst um sinn. Beðið hefði verið um, að gætni yrði sýnd fyrst eft- ir að togararnir hæfu landanir og markaðurinn yrði ekki offyllt ur, því að það myndi hafa óheppi legar afleiðingar. Með tilliti til þessa ákvað FÍB að senda tvö skip í vikunni á hvora höfnina um sig, Grimsby og Hull. Til Grimsby Þorkel mána, sem átti að landa í gær, en komst ekki að vegna fjölda Góður afli AKUREYRI, 7/4. — Þrir bát- ar hafa róið frá Hauganesi und- anfarinn mánuð með net. Afli þeirra hefur verið mjög góður. Aflahæstur er nú Níels Jónsson, og hefur hann fengið um 200 skippund. Á bátunum eru 5—6 menn, og auk þess hefur hver bátur einn starfsmann í landi, en sjómennirnir gera sjálfir að aflanum, þegar í land kemur. Fiskur virðist vera mikill á mið- unum, en gæftir hafa verið stirð- ar. Bátamir róa aðallega út af Ólafsfirði. Hauganes er ungt og upp- rennandi þorp og stendur vestan Eyjafjarðar, skammt innan yið Árskógssand. — St. E. Sig. skipa í höfninni, og mun landa 1 dag, og Ágúst, sem landa mun á morgun. Til Hull Karlsefni, sem átti að landa í dag, en mun ekki geta landað fyrr en á morg- un vegna skipafjölda, og Harð- bak, sem átti að landa á morg- un, en ekki er vitað með vissu hvort af því getur orðið fyrr en á fimmtudag. öll eru þessi skip með góðan afla. Verðið hefur verið gott að undanförnu, en það gæti lækk- að eitthvað ef mikið framboð verður á fiski. Blaðið hefur frétt, að Víkingur hafi komið til Hull í gær og mundi landa þar í dag. Firmakeppni í Kópavogi T VÆ R umferðir hafa verið spilaðar í firmakeppni í bridge í Kópavogi og er staðan riú þessi: Vibro hf. (Jóhann Lúthers- son) 218 st., Skattsofan (Guð- mirndur Vernharðsson) 204, Bílaverkstæði Eymundar Aust- manns (Gylfi Gunnarsson) 203, Saltfiskverkunin hf. (Jón Her- mannsson) 201, Sparisjóðurinn (Björgvin Guðmundsson) 199, Trésmiðja Sigurðar Eilíassonar & Co. (Einar Eysteinsson) 196, Verzlunin Vogur (María Sigfús- dóttir) 196, Askur hf. (Knút Helland) 195 og Kópavogsapó- tek (Ólafur Friðbjárnarson) 193. — Næsta umferð verður spiluð miðvikudaginn 12. apríl kl. 20. Rjúpur off rauðmagi á Hoisósi Hofsósi, 6. apríL TÖLUVERÐ snjóalög eru orð in hérna, svo að ferðir mjólk- urbíla hafa verið tregar. í gær var hyrjað að ýta á veginum til Sauð'árkróks, og hlýtur þá að rakna úr. Sóknarprcsturinn okkar hefur haft nóg að gera um páskana. Hann þjónar sex kirkjum, og er auk þess kcnnari heima á Hólum. Rétt áður en hríðin byrjaði, varð mjög mikið vart við rjúp- ur í tvo til þrjá daga, en þær hurfu, þegar snjórinn kom. Sjósókn er að hefjast. Hrogn- kelsaveiði er töluverð, sérstak- lega rauðmagaveiði, og menn eru að byrja að draga fyrir grásleppu, en þorskveiði er litiL Þó hafa bátar frá Sauðárkróki farið í ágæta róðra hér inni 1 firðinum og fengið allt upp í 10 tonn. Loðna virðist gengin J fjörðinn. I dag er sólskin og blíðviðri. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.