Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 3
 Þriðjudagur 11. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ ★ UM HELGINA kom Laxá í höfn í Reykjavík eftir 45 daga útivist, hafði farið til Kúbu með saltfiskfarm og komið aftur með 800 lestir af 6ykri og 200 kassa af rommi, «em verið var að skipa upp, er fréttamaður blaðsins og ljósmyndari áttu leið niður að höfn í gær. Þetta var önnur ferð skipsins til Kúbu í vetur og sennilega sú síðasta í bráð. Jón Axelsson, 1. stýrimaður stóð við lestina, sem sykur- sekkirnir komu upp úr, merkt ir INRÁ, sem sýnir að þarna er um þjóðnýtta framlqiðslu að ræða. Hann var heima í *íðustu ferð, en hafði farið méð skipinu í fyrri Kúbuferð ina í janúarmánuði. Örn Ingi- mundarson, „háseti í dag“, eins og hann orðaði það var þar einnig á vakt. Hann var 2. stýrimaður í síðustu ferð. Við röbbuðum um stund við þá félaga um Kúbu og sigl- ingar þangað. Þeir eru ekki térlega hrifnir af að sigla þangað, 18—19 daga sigling hvora leið og aðeins nokkrir dagar í höfn, komið við í Santiago di Cuba fyrst og síð an í Havana. Um borð er að- eins 11 manna áhöfn og helm- Skipað upp sykri frá Kúbu. Allir sekkirnir eru merktir INRA, sem sýnir að hann er fram- leiddur í þjóðnýttu fyrirtækL Islenzkir sjö- menn á Kúbu ingurinn alltaf á vakt svo þar er lítið við að vera. Þeir létu þau oxð falla að sjómenn kæmu alls staðar í hafnarborg ir, sem væru hver annarri lík ar, en gæfust fá tækifæri til að sjá nokkuð meira af lönd- unum. Verkamannabústaðir hálfbyggðir Örn kvaðst þó hafa fengið tækifæri til að sjá meira af Kúbu í þessari seinni ferð. Þar væri býsna fallegt. Og þar gætti greinilega mikilla amerískra áhrifa frá fyrri tíð. En allt er nú orðið gífur- lega dýrt í verzlunum og mik- ill vöruskortur þar. Rakvéla- blöð og sápa fást t. d. ekki, og alveg er orðið byggingarefnis laust. Upphaflega byrjaði Castro t. d. að byggja ný há- hýsi, sem áttu að verða verka manna bústaðir. En nú standa þessar byggingar hálfklárað- ar og hafa gert lengi, því ekki er nokkurt sement að fá í landinu. Þeir Kúbumenn sem skips- mennirnir töluðu við, létu ekkert illa af Castro sjálfum, en lá illt orð til „óþjóðalýðs- ins“, sem hann hefði í kring- um sig, einkum Argentínu- mannsins Guerara banka- stjóra. Þeir virtust ekkert hræddir að láta skoðun sína í ljós við útlendinga. Sægur af vopnuðum mönnum Örn sagði, að hvarvetna væri sægur af vopnuðum mönnum, en í hvaða erindum þeir væru vissu menn ekki. Þeir virtust fylgjast með, en ekki væri beinn hervörður. Aldrei hefðu verið neinar hömlur á ferðafrelsi skip- verja, aðeins skoðuð vegabréf þeirra þegar þeir lágu úti á fljótinu. 4 allri strandlengj- unni að Havana eru byssur, var verið að koma þeim fyrir um það leyti sem Laxá var þar í fyrra skiptið. Og við innsiglinguna er gamall kast- ali frá 1570 þar sem er her- vörður. Fjölmörg rússnesk skip lágu í höfninni í Havana og var verið að skipa upp úr þeim skriðdrekum herbílum o. fl. Eins kvaðst örn nokkr- um sinnum hafa horft sér til skemmtunar á þegar verið var að þjálfa fólk í hernaðar- kúnstum á bílastæðum í borg- inni. Þar marseruðu alls kon- ar fólk, unglingar og gamlar konur. Annars var þeim sagt, að Castrostjórnin hefði snjalla aðferð til að halda her. Atvinnurekendur verða að greiða kaup starfsmanna sinna, sem kallaðir eru í her- inn, og halda því svo áfram án þess að vita hvort starfs- mennirnir eru lífs eða liðnir. Þó búið sé að vísa Banda- ríkjamönnum úr landi á Kúbu, virðist fólk telja það sjálfsagt að allir útlendingar séu Bandaríkjamenn, og héldu gjarnan að íslending- arnir væru það. Almenn þjóðnýtng Það kom fyrir meðan Laxá var á Kúbu, að stolið var nokkrum Kúbudollurum af skipsmanni á götu. Eftir nokkra leit náðist í lögreglu- þjón, en lítill skóburstari hafði orðið vitni að þjófnað- inum. Þegar örn kom með lögreglumönnum á stöðina, gleymdi hann að skella bíl- hurðinni aftur á eftir sér, og þar eð viðstaddir héldu að hann væri Ameríkani, var hann rekinn með fyrirlitningu aftur út til að loka bílhurð- inni. En eftir að í ljós kom að hér var ekki um þjófnað á bandarískum dollurum frá Bandaríkjamanni að ræða, rættist úr málinu. Þjóðnýtingin á Kúbu er aug ljós hverjum gesti. öll pakk- hús við höfnina eru merkt Mambisas og á vörur er kom- ið merkið INRA, sem sýnir að um þjóðnýtta hluti sé að ræða. Eins má sjá á mörgum húsum í villuhverfunum miða á hurðum, sem sýna að búið sé að taka þessi hús eignar- námi. Mikið af fólki flýr jafnan frá Kúbu og er það einkum menntaða fólkið sem fer. Eru .svo mikil brögð að því, að læknar fá ekki að fara um borð í skip til sjúklinga, held- ur verða sjúklingamir að fara í land til þeirra. Við spurðum þá félaga að lokum hvort þeir hefðu ekki tekið neinar myndir á Kúbu. Þeir kváðust ekki hafa nennt að standa í því. Myndavélar voru innsiglaðar og skipstjóri hefði þurft að sækja um sér- stakt leyfi til að fá innsiglið brotið. Nýr bandarískur sendiherra AKVEÐIÐ er nú, hver hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi verður. Hefur útnefning hans nú verið staðfest bæði á ís- landi og í Bandarikjunum. 1 Hinn nýl sendiherra heitir James Kedzie Penfield. Hann er réttra 53 ára, fæddur 9. apríl 1908 i New York. Hann lauk prófi við Stanford University árið 1929, ©g 1 apríl 1930 gerðist hann starfsmaður utanríkisráðu- neytisins bandaríska. Á árunum 1930—1945 starfaði hann viða um heim, í Mexíkó, Kína, Man- cjúríu og Grænlandi. 1945 var hann skipaður deildarstjóri í þeirri deild utanríkisráðuneytis- ins, sem fjallar um Austurlanda- *nál, en 1948—1950 gegndi hann starfi í bandaríska sendiráðinu í Prag. 1950—1954 var hann í sendiráðinu í Lundúnum, 1954— 1956 í Vínarborg og 1956—1958 í Aþenu. Frá 1958 hefur hann starfað í Afríkumáladeild utan- ríkisráðuneytisins í Washington. Sendiherrann er kvæntur og á eina dóttur barna. Aflabrögð í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 10. apríl. — Afli handfærabáta hefur glæðzt undanfarið, og er algengt, að hver maður dragi fyrir eitt til tvö þúsund krónur á dag. Fjöldi smá báta stundar þessar veiðar héð- an, og bætast sífellt fleiri við. Hinir stærri f ærabátar, sem eru að veiðum við Suðausturland, hafa nú flutt sig og stunda veið- arnar héðan. Afli útilegubáta, sem netaveið- ar stunda, er enn tregur. — S.L. Kennedy leggur áherzlu á eflingu NATO Washington, 10. apríl KENNEDY forseti Bandaríkj- anna flutti í dag ræðu við upp- haf fundar hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Hann gerði þar ýtarlega grein fyrir skoðunum sínum í landavarnar- málum. Kennedy kvaðst vlija ítreka það sem Johnson varaforseti sagði í París á dögunum, að styrkja þyrfti bandalagið á sviði venjulegra vopna, því að banda lagið verður að geta varizt gegn 'harnaðanárás með vea\julegum vopnum án þess að þurfa að grípa til kjarnorkuvopna. Auk þess teljum við, sagði Kennedy, að NATO verði að halda áfram að hafa nægilegar birgðir kjarnorkuvopna til þess að geta varizt kjarnojrkuárás. Við vonumst til að geta tekið þátt í viðræðum við bandamenn okk- ar á næstunni um það hvernig haga skuli stjórn þessara kjarn- orkuvopna í framtíðinni. Kennedy sagði að lausn yrði að finna á þessu vandamáli. Hins vegar lét hann ekkert í það skína hvort hann vildi að NATO færi sjálft með stjórn kjarnorkuvopn anna. Það yrði að ræða í samein- ingu á fundum Atlantshafsbanda lagsins. Kennedy lagði eins og Mac- millan áherzlu á það að auka bæri samstarfið milli NATO-ríkj anna. Það verður að vinna að skilningi milli pólitískra forustu manna landanna, sagði hann. STAKSTEINAR Þeir sömdu sjálfir um herinn fslendingum er það áreiðaifc. lega í fersku minni að vorið 1954 sameinuðust allir hinir svoköll- uðu vinstri flokkar um það á Al- þingi, að samþykkja þingsálykt- un þar sem lýst var yfir því á- formi þeirra, að láta varnarliðið, sem hér hefur dvalið á vegum varnarbandalags lýðræðisþjóð- anna, fara héðan. Síðan var vinstri stjórnin mynduð en hún hafði ekki setið nema um það bil eitt misseri að völdum, þegar hún samdi um það við Banda- ríkjamenn a® vamarliðið yrði hér áfram um óákveðinn tíma. Það fer þess vegna ekkert á milH mála að bæði Framsóknar- menn og kommúnistar, sem nú þykjast hafa mikinn áhuga fyr- ir brottför vamarliðsins, sömdn sjálfir um það á fyrsta valda- misseri vinstri stjórnarinnar að herinn skyldi vera hér áfram um óákveðinn tíma. Kommúnistar segjast að vísu hafa verið mót- fallnir þessum samningi. En þeir bera engu að síður fulla ábyrgð á honum, þar sem þeir sátu áfram í ríkisstjórn og hreyfðu hvorki legg né lið til andmæla gegn honum. Tíminn og brezkir togaramenn „Þegar nánar er aðgætt, geta brezkir togaramenn ekki veri® óánægðir með landhelgissamn- inginn".. Þannig kemst Tíminn m. a að orði í forystugrein sinni sl. sunnu dag. En ekki kemur þetta vel heim við staðreyndirnar. Hvað sem Tíminn segir vita allir að brezkir togaramenn eru sára ó- ánægðir með samkomulagið um lausn fiskveiðideilunnar. Þess vegna hafa þeir hafið mótmælaverkföil gegn fisk- löndunum íslendinga í Bretlandi og reynt að æsa upp til óvildar gegn okkur. En Tíminn þykist samt vita betur um afstöðu brezkra togara- sjómanna, en þeir sjálfir. Fram- sóknarmenn lemja höfðinu við steininn og segja að brezkir tog- aramenn geti ekki verið óánægð- ir með lausn fiskveiðideilunnar. Reyna að skapa stjórnmálaþreytu í ræðu þeirri, sem Matthías A. Mathiesen alþingismaður flutti í eldhúsumræðunum á Alþingi, rétt áður en Alþingi lauk, komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Ein su baráttuaðferð, sem kommúnistar víða um heim nota með góðum árangri fyrir upp- lausnarstefnu sina, er, að skapa stjórnmálaþreytu og þar af leið- andi afskiptaleysi almennings af stjórnmálum. í þeim efnum hafa þeir m. a. notað málþófstækni sína, samfara vísindalegum sál- fræðibrögðum og hefur þeim orðið furðu ágengt, svo sem heimskortið ber sannarlega með sér í dag. Það er því í alla staði rétt og skylt að aðvörun sé bor- in fram í áheyrn alþjóðar. Vissu- lega er málfrelsi og prentfrelsi einn af hyrningarsteinum lýð- ræðisins, og ekki munum við stuðningsmenn núverandi ríkis- stjórnar biðjast undan gagnrýni né óttast þá gagnrýni, sem hátt- virt stjórnarandstaða hefur fram að bera, svo burðug sem hún er. Eigi að síður skal þjóðin aðvör- úð. Barátta kommúnista, eðii þeirra og innræti er allsstaðar hið sama. Aðferðirnar aðeins dá- lítið mismunandi eftir aðstæð- um. Þjóð okkar er því nauðsyn- legt að halda vöku sinni. And- varaleysi og áhugaleysi um fram vindu þjóðmála, stjórnmála- þreyta, allt er þetta vant á mylla hins alþjóðlega kommúnisma“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.