Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1B Þriðjudagur 11. aprQ 1961 Starfsfrœðslan þáttur í skólakerfinu Ávarp Ceirs Hallgrímssonar borgarstjóra Nú á dögum blasir sú spurn ing við hverjum ein asta æskumanni þessa lands: ,,Hvað viltu verða“?, og þessi spurning krefst svars. Áður fyrr van það hins veg ar fremur undantekning, að æskumenn væru sér þessarar spurningar meðvitandi eða ættu þess kost að svara henni og velja á milli starfsgreina. Ástæður þessa voru þá hvortveggja í senn fátækt og fábreytni. Eff" saman hafa farið, að visu seinna hér á landi en ann arsstaðar, í kjölfar iðnbylting ar og tækniþróunnar, aukin verkaskipting og efnahagsleg ar framfarir. Um leið og bætt lífskjör hafa þannig skapað æskunni frelsi til starfsvals, þá hefur aukinn starfsgreinafjöldi skapað nauðsyn starfs- fræðslu. ★ Frá sjónarmiði einstak- lingsins er starfsvalið ein ör- Iagaríkasta ákvörðunin. Ófull nægð starfslöngun eða mistök í starfsvali verða til þess að maðurinn verður aldrei sæll, er aldrei sáttur við lífið og að byggja upp skólakerfi í landinu til að efla og bæta ál- menna menntun og menningu hinnar uppvaxandi kynslóð- ar, þá hlýtur það ekki síður jafnhliða að verða sérstaklega sniðið í þeim tilgangi að und- irbúa æskumanninn undir lífsstarfð. Starfsfræðsla hlýtur þann- ig að verða þáttur í skólakerfi landsins í framtíðinni. Geir Hallgrímsson tilveruna. Starfið er svo mik- ilvægur þáttur í lifi hvers manns, að lífshamingja hans getur oltið á þvi, að hann gegni því starfi, sem er í sam- ræmi við áhuga hans og hæfi- leika. Frá sjónarmiði þjóðfélags- ins skiptir auðvitað höfuð- máli, að hver einstaklingur njóti sín því að þá leggur hann mest af mörkum heild- inni til hagsbóta. Um leið og við leitumst við Bólusetning gegn mænuveiki Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá stjórn Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur. ÞAÐ HEFUR vakið almennan fögnuð, að mænusóttin, vágestur inn mikli, er nú loks á undan- haldi. Þessi gleðitíðindi ega þó aðeins við þar, sem bólusetning gegn veikinni er nógu almenn. Víða að berast fréttir um það, að þar sem mænusóttarbólusetning hefur náð til aUs þorra manna og hún endurtekin svo sem reglur segja fyrir um, hafi veikinnar ýmist ekki orðið vart eða þá mik ið minna en búast mætti við, ef ekki hefði verið bólusett. Al- ■þjóðaskýrslur sýna og að mænu- sóttartilfellum fækkar nú hægt en stöðugt í heiminum. Eins og kunnugt er þarf að bólusetja hvern einstakling fjór um sinnum, fyrst með eins mán- ar, síðan með eins árs millibili. Reynslan virðist benda til, að börn og unglngar, sem bólusett- ir hafa verið fjórum sinnum, fái vörn gegn veikinni í um 95% af tilfellunum, en fullorðnir, 20- 39 ára, í um 35%. Sé bólusett sjaldnar er vörnin minni. Síðan árið 1956 hefur bólusetn- ing gegn mænusótt farið fram hér í bæ ár hvert á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavík ur. Alls hafa um 145 þúsund bólu- setningar gegn mænusótt verið framkvæmdar á um 48 þúsund manns, en margir þeirra hafa enn ekki fengið fjórar bólusetn- ingar. Börn undir skólaskyldualdri eru bólusett eftir ákveðnum regl um í barnadeild heilsuverndar- stöðvarinnar, og böm og ungl- ingar hafa yfirleitt fengið loka bólusetningu sína í skólunum. Ástæða er til að hvetja alla aðra, 45 ára og yngri. sem enn Starfsfræðsla á að tengja æskumanninn í skóla og tóm stundum við atvinnulífið í landinu og gera þannig nám og tómstundir lífrænni og veita nýju blóði, beina nýjum kröftum til starfa við atvinnu vegi og menningarlíf lands- manna. Áttundi starfsfræðsludagur inn í Reykjavík (og sjötti al- menni starfsfræðsludagur- inn) verður haldinn í Iðnskól anum á morgun. Reynslan frá fyrri starfsfræðsludögum sýn ir að ekki þarf að hvetja æsku menn til að leita þar upplýs- inga, áður en þeir svara spum ingunni „Hvað viltu verða?“, — en það er von mín og ósik, að heimsókn þeirra í Iðnskól- ann á morgun megi leiða marga unga Reykvíkinga til gæfuríks framtíðarstarfs. hafa ekki verið bólusettir, eða ekki verið bólusettir fjórum sinn um gegn mænusótt, til að koma nú til bólusetningar í heilsuvernd arstöðinni. Bólusett verður að- eins þessa viku, kl. 8,30 til 19,00 daglega, nema laugardag kl. 8,30 til 12,00. Undanfarin ár hefur jafnan verið mjög mikil ös og þar af leiðandi talsverð bið síðustu dagana, sem bólusett hefur ver- ið, en aðra daga alls engin bið. Eru menn því eindregið hvattir til að mæta fyrri hluta vikunnar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að sama bóluefni og sami skammtur af því er notað við all ar fjórar bólusetningarnar. Bólusetningin kostar 20 krón- ur, sem greiðast á staðnum. Ferðafólk í Kerlingafjöllum. Kvöldvaka F.l. um Kerlingarfjöll og Arnarfell SÍÐUSTU kvöldvökur Ferðafé- lags fslands í vetur hafa fjallað um helztu ferðaleiðir félagsins, Þónsmörk og Kjöl, og verið ákaf- lega mikið sóttar. Síðasta kvöld- vakan á vetrinum er í kvöld og þá tekin fyrir Kerlingafjöllin og Amarfell. Mun Jón Eyþórsson, forseti félagsins, segja frá þess- um stöðum og sýna myndir það- an. Kvöldvakan hefst kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Á eftir verð- ur myndagetraun og dansað til kl. 12. Báðir þeir staðir, sem sagt verð ur frá í kvöld eru ákaflega falleg ir. í Kerlingafjöllum er skáli Ferðafélagsins, sem stækkaður var á sl. sumri og hefur aðsókn ferðamanna þangað farið mjögl vaxandi. Enda eru KerlingafjölL* in einhver sérkenilegasti fjalla- klasi fslands, með háreista tinda, jökla og hveri á litlum bletti. f Arnarfell er erfiðara að komast Þar er nokurs konar verndaður þjóðgarður frá náttúrunnar hendi, sem takmarkast af jöklum á þrjár hliðar og Þjórsá á eina, og undrast ferðamenn sérstak- lega þann mikla og sérstæða gróð ur sem þar er. • Lóan er komin Jökull Pétursson heyrði í lóu í nágrenni Reykjavíkur á annan páskadag og kvað: Þegar móa, hæð og hól hylur snjóa þakið, vonir þó um vor og sól vekur lóu kvakið. * Allt hvítt Skyldi lóunni okkar ekki hafa brugðið, er hún kom um i an langa veg og leit í þetta sinn þessa langþráðu strönd. Þar hefur hvergi séð í dökk- an díl, alls staðar hvít snjó- breiða. Það var einmitt á páskadag, sem Velvakandi stóð hátt á Mýrdalsjökli og horfði í góðu skyggni út yfir Suðurlandið. Allt var hvítt, svo langt sem augað eygði, langt inn í land- ið, hvít breiða yfir Þórsmörk-- inni og meira að segja Vest- mannaeyjar voru hvitar að sjá. Þetta er óvenjulega mikill snjór á þessum tíma árs. En við hér í kaupstöðum á Suðurlandi a. m. k. kunnum vel að meta það að fá snjó eftir að sól er komin hátt á loft, ekki sízt ef logn fylgir, eins og alla síðustu viku. Á fimmtudag í síðustu viku ók ég austur fyrir fjall. Og varla hefði ég séð fegurra veð ur á þessari leið. Sólskinið flæddi yfir þessa hreinu, mjallhvítu breiðu, sem var nægilega hörð til að glitra á hana við hverja ójöfnu og á hverjum hnjúk. Blæjalogn var og skíðaförin mynduðu greinileg mynstur í mjöllinni. Með allri leiðinni, alveg frá því komið var upp fyrir Sand skeið, voru bílar utan við veginn og skíðafólk í brekk- um og á gangi á jafnsléttu, Skólakrakkar voru þar sýni- lega í meirihluta og ærsluð- ust í snjónum, rjóð í framan af sólargeislunum og endur- skini þeirra frá snjónum. Uppi við Skíðaskálann notuðu þeir duglegri sér skíðalyftuna til að spara sér erfiðið. Og er komið var fram á Kambaibrún, blasti við Flóinn, líka þakinn þessari hreinn snjóbreiðu. En upp frá borholunum í Hveragerði streymdi gufumökkurinn frá fjórum öflugum borholum og myndaði alls kyns furðumíynd: ir á himininn. • Hverfur fljótt Reykvíkingar streymdu líka upp í Skíðaskála um helgina, En þá hafði snjórinn mikið minnkað, þó nægur væri enn, og skíðafærið ekki sem bezt. Sérstaklega var áberandi hv« mikið var af ungu fólki meS litla krakfea, ýmist á skíðum, sleðum eða bara bollaibökum, enda yndislegt veður. Sjálf- eagt hefur skíðamótið dregið marga að. En flestir telja það þó aðalatriðið að nota góða veðrið og fjallaloftið. Já, fjöl- margir feaupstaðabúar kunna vissulega vel að meta það að £á skíðasnjó, eftir að sól er komin nokkuð hátt á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.