Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl' 1961 Réttarhöldin í máli Eichmanns í DAG heíjast í Jerúsalem í ís- rael réttarhöld í máli Adolfs Eioh manns, nazistaforingjans sem sakaður er um beina hlutdeild í lífláti nær sex milljóna Gyðinga (Það líður því senn að lokum fangelsisvistar hans — og þar með kann einnig að ljúka jarð- vist hans.) Aðfaranótt miðvikudags sl. var Eichmann fluttur með ítrustu leynd frá dvalarstað sínum, skamt frá Haifa, til hinnar nýju byggingar ,,Beit Ha’am“ í Jerú- salem, þar sem réttarhöldin fara fram. Áhorfendur að réttarhöldunt- um verða um það bil eitt þúsund — fultrúar stjórna hinna ýmsu ríkja, diplómatar og blaðamenn, sem verða á sjötta hundrað, eða fleiri en nokkru sinni fyrr hafa verið viðstaddir réttarhöld. Líklegt er talið, að réttarhöld- in muni standa yfir í þrjá til fjóra mánuði. Allan þann tíma fær Eichmann ekki að stíga fseti á aðra staði, en hinn skothelda klefa sinn í réttarhöldunum vist arveru sína, sem er einhvers staðar á leyndum stað í bygging unni, og leynigöngin þar í milli. Og þegar réttarhöldunum er lok ið vænta menn þess að leið Eich manns liggi beinustu leið í gálg- ann. ★ Síðan á laugardag hafa vopn- aðir hermenn skipzt á að sitja vörð í skothelda klefanum i rétt arsalnum, til þess að varna því, að eitri verði laumað þar inn. Göngunum milli klefanna tveggja er haldið svo stranglega leyndum að jafnvel verðir eru fluttir þar um með bundið fyrir augu. Byggingin „Beit Ha’am" er sem fyrr segir nýreist og verður fyrst tekin í notkun með réttar- höldunum. Síðustu daga hefur nærliggjandi götum verið lokað með þriggja metra háu stálneti. Og þegar er rökkva tekur er kveikt á öflugum ljóskösturum, sem fílelfdir lögregluþjónar standa vörð um hundruðum sam- an. Hinn þýzki verjandi Eich- manns, Dr. Robert Servatíus hef ur nú lagt síðustu hönd á undir- búning varnarinnar. Vænta menn þess, að hann hefji mál sitt með þvi að draga í efa rétt- mæti réttarhaldanna á þeim for- sendum, að Eichmann hafi verið rænt í Argentínu og fluttur nauð ugur til fsrael. Verður þá vænt- anlega meðal fyrstu vitnanna, flugmaðurinn, sem flaug vélinni, sem Eichmann var fluttur með til ísrael. í svari ákærandans, Gideons Hausener verður þá eflaust vís- aS til hins brezka réttarfars, þar sem segir, að rétturinn hafi ekki leyfi til þess að fetta fingur út í það hvernig sakborningur sé fyrir réttinn kominn — þegar hann er einu siimi kominn þang atS. Ennfremur getur ákærandinn vísað til hæstaréttar dóms. sem hefjast í dag felldur var I Bandaríkjunum áT- ið 1952 þar sem kveðið er svo á að það hafi engin áhrif á lög- mæti dómsins, þótt sakborning- ur hafi verið fluttur fyrir rétt- inn með valdi. ★ Sem fyrr segir, hefur Eich- mann verið fluttur til Jerúsalem frá Haifa, en þar hefur hann ver ið í öflugu haldi, síðan hann kom frá Argentínu í maí síðastliðn- um. , Sum ísrael-blöðin halda því fram, að Eichmann hafi verið gefið svefnlyf í mat sínum á þriðjudagskvöldið og fluttuir sofandi með brynvörðum sjúkra vagni á aðfaranótt miðvikudags sl. Hafi iseknir setið við hlið hans alla leiðina. Segja blöðin, að Eich mann hafi verið ákaflega tauga óstyrkur og örvæntingarfullur síðustu dagana og menn því ótt- azt að hann reyndi að flýja eða svipta sig lífi. Lögreglan og yfir- völdin neita að segja nokkuð um flutninginn, svo að þessar um- sagnir blaðanna verða ekki sann aðar. Til þessa hafa yfirvöldin í fs- rael með öllu neitað að gera upp- skátt hvar Eichmann væri geymdur. Menn vissu aðeins að hann væri í öflugu varðhaldi ein hversstaðar skamt frá Haifa. Nú hefur hins vegar verið skýrt frá því, að hann hafi verið geymdur í gömlu vígi nærri þorpinu Djalameh, sem er um 10 km. ut- an við Haifa. Hefur vígið nú feng ið nfnið Iyar, en það er heiti Gyðinga á maí-mánuði. Mál Eichmanns er viðamesta mál, sem yfirvöld fsraels hafa haft með höndum. Þegar hann var fluttur til ísraels í maí sl. var mönnum ljóst, að hann yrSi ekki hafður í venjulegum fanga búðum, þar sem hann gæti haft samband við aðra fanga t.d. með merkjamáli. Því var ákveðið að velja honum stað í einu hinna svokölluðu Taggart-vígja, sem Bretar' reistu á sínum tíma. Eru ein sextíu slík vígi víðs vegar í fs rael. Þau eru flest eins og sér- stök velvarin borg, sem næsta útilokað er að ráðast til inngöngu í með nokkrum árangri . Taggart-vígið, sem Eichmann var geymdur í, stendur á lítilli hæð, þar sem sér yfir fagran og frjósaman dal. Fanginn fékk þó ekki að njóta hins fagra útsýnis. Hann var hafður í klefa inni í miðri „borginni“ og fékk ekki daglega að njóta sólar og úti- veru í garði þar fyrir utan. Þar gat að líta hvítt strik samskonar og þau sem tíðkuðust í fangabúð um nazista í styrjöldinni og dauðarefsing lá við að ganga yf- ir. Eiohmann var ekki leyft að fara út fyrir þessi hvítu strik, Dr Robert Servatius, verjandi Eiclunanns sökum þess að þá mátti sjá hann í sjónauka utan frá víginu, ★ Allt hefur verið gert til þess að varna því að Eichmann yrði allur áður en réttarhöldin hæf- ust. Hundruðum saman stóðu hermenn vörð í víginu og við klefa hans, sem var stór og bjart ur. Að honum var um maraar Gideon Hausner, hinn opinberi ákærandi stáldyr að fara. f klefanum var fátt húsgagna — járnrúm með góðri dýnu, borð og stóll, auk stóls fangavarðar, sem dvaldist inni hjá honum dag og nótt. Þess utan voru þrír verðir við klefa- dyrnar. Enginn þeirra var vopn- aður en allir höfðu þeir nægilega krafta í kögglum til þess að slá Eichmann niður á andartaki, ef hann gerði tilraun til flótta. Enginn þessara manna mátti ræða við Eichmann. Fyrstu vik- urnar reyndi hann oft og tíðum að rjúfa þögnina spyrja þá og segja þeim eitt og annað, en þögn in varð ekki rofin — Hann varð að segja það steininum . Það var því ef til vill engin furða þótt Eichmann reyndist fús til að tala, þegar byrjað var að yfirheyra hann. Hann talaði og talaði, sagði frá, játaði, út- skýrði og afsakaði .Allt var það ritað niður á fjögur þúsund fólíó arkir, sem hann síðan skrifaði undir. En svo voru lagðar fyrir hann skýrslur og sönnunargögn um aðild hans að fundunum skömmu fyrir Wannessráðstefn- una 1942 — og þá þagnaði Eich- mann. Til þessa virtist hann hafa ver- ið þeirrar skoðunar, að hann gæti skotið sér undan ábyrgð með því að segjast hafa unnið samkvæmt skipunum annarra — að hann hefði aðeins verið „eitt tannhjól í gífurlegri morðvél". Virðist hann jafnvel hafa búizt við fremur vægilegri meðferð sökum þess ijóss, sem hann hefði brugðið yfir hina óhugnanlegu Moshe Landau, forseti hæstaréttar ísraels sögu nazistastjórnarinnar t Þýzkalandi. En sennilega varð Eichhmann ljóst, að mál hans stóð mun verr en hann hafði ætlað og þá byrj- aði þrek hans að bila. ★ Verjandi Eichmanns, sem hafði hótað að hætta við vörnina nema hann fengi að ræða við sakborninginn, fékk nú það leyfi og færði skjólstæðingi sínum enn ógnlegri fréttir. Israelsþing hafði þá fyrir skömmu samþykkt að dauðarefsing — henging — skyldi liggja við stríðsglæpum og öðrum glæpum gegn mann- kyninu — en frá 1953 hefur dauðarefsing ekki tíðkazt í ísra el. Síðan þetta Var hefur Eich- mann rætt daglega við Servatíus fulltrúa hans Dieter Weuchten- berg eða einkaritara Servatíusar. Lisu Gade, en ávallt aðskilur þau þykkur glerveggur. Þau hafa skýrt frá því, að Eichmann hafi fengið hvert taugaáfallið á fæt- ur öðru, þrátt fyrir ágæta með- ferð í fangelsinu. Hafi hann grát ið og beðið þau að reyna að flýta málinu eins og unnt væri —. hann héldi ekki út öllu lengur. Þegar ákveðið var að fresta rétt arhöldunum, en • þau áttu upp- haflega að hefjast 15. marz sh. jókst örvænting hans að miklum mun. Hann hætti að lesa og varð sljórri og sljórri með hverjum degi .Síðustu dagana áður en hann var fluttur til Jerúsalem Framh. á bls. 15 Nýjasta myndin af Eichmann. Tekin í klefa hans í Taggart-víginu rétt áður en hann var fluttur til Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.