Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 12
12 ' MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. aprfl 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jóhannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UZ YíWi* R RÆÐA MACMILLANS ÆÐA sú, sem Harold^" Macmillan forsætisráð- herra Breta flutti s.l. laugar- dag vestur í Massaschusetts í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli. í ræðu þess- ari ræddi forsætisráðherra mjög hreinskilnislega og opinskátt um samvinnu vest rænna þjóða á sviði land- varna og efnahagsmála. Meg- in niðurstaða hans var sú, í sambandi við varnarmálin að skapa yrði öryggi í heim- inum með heiðarlegri afvopn un, sem tryggð væri með raunhæfu eftirliti. En meðan verið væri að ná samkomu- lagi um afvopnun yrðu lýð- ræðisþjóðirnar að vera sam einaðar og efla einingu sína, sem mest þær mættu um hverskonar varnarráðstafan- ir. — Atlantshafsbandalagið yrði að treysta og víkka starfssvið þess. Hlutverk þess væri ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis. Víðtæk efnahagsleg samvinna aðild arríkja þess væri mjög þýð- ingarmikil. Macmillan lagði áherzlu á nauðsyn þess fyrir Evrópu að náin samvinna tækist milli hinna tveggja fríverzlunar- bandalaga álfunnar. Álitið er að Macmillan hafi kynnt Kenhedy Banda- ríkjaforseta efni þessarar ræðu áður en hann flutti hana. En þeir hafa undan- farið ræðst við um heims- stjórnmálin með það fyrst og fremst í huga að samhæfa stefnu Bretlands og Banda- ríkjanna í hinum þýðingar- mestu málum. Hinn frjálsi heimur hlýtur að fagna þeirri hiklausu og viturlegu stefnu, sem kemur fram í þessari ræðu hins brezka forsætisráðherra. Kjami hennar er sá, að eining frjálsra þjóða sé lífs- nauðsynleg til þess í senn að tryggja heimsfriðinn og leggja grundvöll að áfram- haldandi þróun og uppbygg- ingu í heiminum. Stefna sér eignarskipulagsins og ein- staklingsfrelsisins verður að sækja á, eða að verða að öðrum kosti undir í átökun- um við heimskommúnism- ann, sagði Macmillan. ALVÖRUÞRUNG'N AÐVÖRUN ¥»AÐ hlýtur einnig að vera * öllum frelsisunnendum fagnaðarefni að leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna eru sammála í öllum höfuð- dráttum um afstöðuna til hinna þýðingarmestu mála Þessi tvö öndvegisríki vest ræns lýðræðis gera sér ljósa þá hættu, sem í því fælist fyrir allan hinn vestræna heim, ef samvinnu þeirra væri áfátt. Heimsókn Kenne- dys Bandaríkjaforseta til De Gaulle Frakklandsforseta á þessu vori, mun einnig eiga sinn þátt í því að treysta einingu vestrænna þjóða og gera Atlantshafsbandalagið færara um það en nokkru sinni fyrr, að standa trúan vörð um heimsfriðinn. Ræða Macmillan er einnig alvöruþrungin aðvörun til Rússa og Kínverja, sem ^ vinna ósleitilega að því tak- marki að hneppa gervallt mannkyn í þrældómsviðjar hins alþjóðlega kommúnisma. Hinn frjálsi heimur veit hvaðan á sig stendur veðrið. Eining vestrænna þjóða mun fara vaxandi. Friður og far- sæld verður ekki tryggð með því að stinga höfðinu í sand inn og látast ekki sjá hætt- urnar, heldur með hinu að gera sér þær ljósar, og gera raunhæfar ráðstafanir til þess að afstýra þeim. Þannig var nmhorfs í her-berginu eftir sprenginguna, sem varS bæjarstjóranum aff bana. Lögrelgumenn huga að verksummerkjum. Ofgamenn drepa frelsishetju Flestir íbúar Evian fylgclu bæjarstjóra sinum til grafai STYTTRA ÞING EN AFKASTA- MEIRA CTARFSTÍMI síðasta Al- ^ þingis var um það bil tveimur mánuðum styttri en flestra þeirra þinga, sem háð voru á valdatímabiíi vinstri stjórnarinnar. Þrátt fyrir það afkastaði þetta þing margföldu starfi samanbor- ið við þau þing. Fjárlög voru afgreidd fyrir jól, merk lög- gjöf sett um lánamál sjávar- útvegs og landbúnaðar, fiskveiðideilan við Breta leyst með stórsigri hins ís- lenzka málstaðar, almanna- tryggingar efldar, skipan bankamála þjóðarinnar kom- ið í traustara og öruggara horf, löggjöf sett um launa- jafnrétti kvenna, opinber saksóknari lögfestur og þar með lagður grundvöllur að auknu réttaröryggi í land- inu og marvísleg önnur lög- EINS og frá hefir verið skýrt í fréttum, var bæj- arstjórinn í franska smá- bænum Evian, sem er við landamæri Sviss og Frakk lands, myrtur hinn 31. marz sl. — Snemma morg uns urðu tvær snarpar =<Cb^ö=^Q==«3=<Q=>«F^Ct^<P<Cb^Cr^Q=^<ys<Q; gjöf og þingsályktanir sam- ^ þykktar á sviði félagsmála, atvinnu- og heilbrigðismála. En sjórnarandstaðan, niður rifsbandalag Framsóknar og kommúnista, var ákaflega óánægt með þetta þing. Hún gerði allt sem hún gat til þess að torvelda störf þess og lengja það. Hvert tæki- færi var notað til þess að hindra lausn hinna þýðing- armestu mála. Eftir að þinginu lauk hafa svo Framsóknarmenn og kommúnistar fjölyrt um að það hafi verið „afkasta- minnsta þing“ síðari ára. Allt sýnir þetta úrræða- leysi og stefnuleysi stjórnar- andstöðunnar. Almenningur í landinu fagnar því að störf Alþingis hafa í vetur gengið greiðleg- ar en oft áður. Þjóðin þarfn- ast aukinnar festu í stjórn- arhætti sína. Núverandi ríkis stjórn hefur sýnt að hún hef- ur manndóm til þess að taka á þeim vandamálum, sem við er að etja og þorir að segja fólkinu sannleikann um eðli þeirra. sprengingar í og við heimili hans, og var það síðari sprengjan, sem grandaði hinum vinsæla bæjarstjóra Camille Blanc, sem á sínum tíma ávann sér mikinn heiður fyrir vasklega framgöngu í neðanjarðarhreyfingunni ” gegn Þjóðverjum á styrj- aldarárunum. ★ SEINNI SPRENGJAN Fyrri sprengjan sprakk fyrir utan húsið og eyðilagði m. a. bifreið bæjarstjórans. ^ Vaknaði hann við sprenging- una og hljóp inn í dagstof- Camille Blanc — fræg frelsishetja, vinsæll em- bættismaður. una til þess að hringja til lögreglunnar — en í sama mund sprakk önnur sprengja, sem komið hafði verið fyrir utan við glugga dagstofunn- ar. Særðist bæjarstjórinn svo mjög í sprengingu þessari, að hann lézt rétt í þann mund, er hann hafði verið fluttur í sjúkrahús. Kona hans, sem hafði komið í hum átt á eftir honum inn í dag- stofuna, slasaðist einnig tals- vert og liggur enn í sjúkra- húsi, en 12 ára sonur þeirra hjónanna, sem svaf annars staðar í húsinu, slapp ómeidd- ur. * MORÐ EKKI ÆTLTJNIN? Öfgamönnum þeim, sem hafa að kjörorði „Alsír franskt“, er kennt um ill- virki þetta, sem og fleiri sprengingar og skemmdar- verk, sem framin hafa verið bæði í Frakklandi og Alsír að undanförnu, einkum eftir að tilkynnt var, að fyrir- hugaðar væru viðræður franskra stjórnvalda og full- trúa útlagastjómar alsírskra uppreisnarmanna rnn vopna- hlé í Alsír — einmitt í Evian. — Fremur er þó talið ólík- legt, að ætlunin hafi verið að ráða bæjarstjórann af dögum, þar sem sprengjun- um var þannig fyrir komið, að það má kallast hrein til- viljun, að örmur þeirra skyldi verða Blanc að bana. Franska lögreglan hefir gert marg- víslegar ráðstafanir til að hafa hendur í hári hinna seku. ÍC HÓTUNARBRÉF Vikuna áður en ódæðis- verkið var framið höfðu bæj- arstjóranum borizt mörg hót unarbréf. Hann rak hótel í bænum, og aðrir hótelstjórar fengu einnig slík bréf, þar sem þeim var hótað hörðu vegna þeirrar „vesal- mennsku", er þeir hefðu sýnt með þvi að fallast á að hýsa þátttakendur í fyrr- greindri ráðstefnu. — í ein- um þessara bréfa hældust hinir nafnlausu sendendur yfir því að þeir hefðu vald- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.