Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 11. aprfl 1961 MORVUyBLAÐ 19 13 ★ SJÖTTI almenni starfsfræðslu- dagurinn í Beykjavík var sL sunnudag í Iðnskólanum. Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, skipu- lagði daginn í samráði við f jölda foryst'umanna í atvinnulífi og fræðslumálum. Þór Sandholt skólastjóri lánaði Iðnskólann end urgjaldslaust eins og að undan- förnu. Nemendur úr sjötta bekk Verzlunarskóla íslands aðstoðuðu við uppsetningu starfsheita. Starfsfræðsludagurinn hófst með þvi að Kennaraskólakórinn söng undir stjórn Guðmundar Matthíassonar en síðan flutti Að- alsteinn Eiríksson ávarp. Sagði hann m.a.: „Það liggur í augum Flugfreyjustarfið er freistandi eins og skipjómfrúarstaðan fyrr á árum. Hér eru nokkrar stúlkur að fræðast um starfið af Ásdísi Alexandersdóttur, flugfreyju. Yfir 2000 unglingar sóttu starfsfræðsludaginn Á föstudagskv. flutti Verzlun- arsparisjóðurinn úr húsjnu í Hafnarstræti 1 og í Banka- stræti 5, þar sepv opnaður var á laugard. Verzlunarbanki ís- lands. Ljósm. Mbl. ÓI. K. Mag., tók þessa mynd af aðal- gjaldkeranum, Björgúlfi Bach man, er hann var að bera út peningakassana í lögreglu- vernd. Verzlunarbanki leys- ir Verzlunarsparisjóð- inn af hólmi Varðveizla gamalla verzlunarbóka uppi að mál sem þetta getur ekki verið til lengdar mál einstaks bæjarfélags né áhuga- og baráttu- mál eins eða fárra manna. Þetta er mál þjóðarinnar allrar, sem hún hlýtur að láta til sín taka m. a. með því að gera hiklaust ráð fyrir því, að fræðsluyfirvöld landsins vinni að þvi í góðri og náinni samvinnu við forystu- menn atvnnuveganna og ráða- menn atvinnumála í landinu að koma starfsfræðslunni í fast og skipulegt horf. Fræðsla um atvinnumál Það er fullkomið ósamræmi í því fólgið og stefnir gegn þjóðar- hag að ætla nær öllum börnum Þetta er því óafsakanlegra, sem við búum við víðtækt fræðslu- kerfi sem rúmar innan marka laga og námsskrár möguleika til slíkrar fræðslu. Hér stendur að- eins á framkvæmdinni einni sam- an, en hún verður hins vegar að vera leidd af þekkingu og þjálfun bæði þeirra, sem stýra starfs- fræðslumálum og vinna eiga að sjálfri starfsfræðslunni. Á ^ okkar mælikvarða verjum við íslendingar ekki svo litlu fé til fræðslumála. Á árinu 1960 var varið til sameiginlegra skóla ríkis og sveitafélaga um 150 millj. úr ríkissjóði og um 50 millj. úr sveita- og bæjarsjóðum eða alls tvö hundruð milljónum króna“. VERZLUNARBANKI íslands hf. tók til starfa á laugardaginn. Hann tekur við öllum skuldbind- ingum og viðskiptum Verzlunar- sparisjóðsins, sem lagður var nið ur um leið og bankinn var opn- aður. Sama starfslið mun vinna í bankanum og áður var í spari- sjóðnum. 1 Eins og kunnugt er var Verzl- unarsparisjóðurinn til húsa á ihorni Vesturgötu og Hafnarstræt is, en hinn nýi banki verður í Bankastræti 5, í húsi Skóverzl- unar Lárusar G. Lúðvígssonar. Flutningar tókust vel og ör- Ugglega, og má til marks um það geta þess, að opið var í spari- ejóðnum á föstudagskvöldið að venju, en opnað aftur í bankan- um um morguninn í nýjum húsa kynnum. 1 E. hád. á laugardag var síðasti fundur Verzlunarsparisjóðsins ihaldinn. Fundarstjóri var Ólafur Þorgrímsson, hrl, en fundarritari Hrafn Þórisson, fulltrúL Form. Bparisjóðsstjórnar, Egill Gutt- ©rmsson, stórkaupmaður, las skýrslu um starfsemi sjóðsins, em enn hefur mjög aukizt á síð- asta ári. Heildarinnstæður námu um seinustu árslok 170,9 millj. króna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, las reikninga spari- sjósins. Varðveizla gamalla verzlunar- bóka Samþykkt var tillaga frá etjórn sparisjóðsins, sem hjóðaði svo: • Lokafundur Verzlunarspari sjóðsins haldinn 8. apríl 1961, samþykkir að verja allt að kr. 60 þús. til þess að safna saman gömlum verzlunarbókum víðs- vegar um Iandið og bjarga þeim ffrá tortímingu. Verði samráð ihaft við þjóðskjalavörð og Menntamálaráðuneytið um varð- veizlu bókanna og framkvæmd söfnunarinnar. í fundarlok kvöddu sér hljóðs þeir Friðrik Magnússon, stór- kaupm., og Kristján G, Gíslason, stórkaupm. og þökkuðu stjórn sparisjósins fyrir vel unnin störf. Að loknum fundi hafði banka- stjómin móttóku fyrir gesti í til- efni af opnun bankans. Búmerang á Akranesi AKRANESI, 10. apríl. — Nú er það gamanleikurinn Búmerang, sem Leikfélag Akraness frumsýn ir nk. fimmtudag. Hann er í þrem ur þáttum eftir Karin Jakobsen, og hefur ekki verið sýndur á ís- landi fyrr. Leikarar eru sex að meðtöldum leikstjóranum Þór- leifi Bjarnasyni. Fyrra verkefnið á þessu leikári var Þrír skálkar. — Formaður leikfélagsins er Alfreð Einarsson. — Oddur. in er í því að vinna að farsæld lands síns og þjóðar sinnar“. Mikil aðsókn , Alb sóttu starfsfræðsluna t Iðnskólanum 2031 og hafa þá alls sótt starfsfræðsludaga síðan í fyrravor 3707, en alls komu í fyrra 3546. Vafalaust notast starfsfraeðslan betur með því að hafa dagana fleiri og aðeins fyrir ákveðinn fjölda starfsgreina að hverju sinni. Hinsvegar er það meiri fyrirhöfn að undirbúa marga starfsfræðsludaga. Meðal gesta á starfsfræðslu- deginum var Bjami Benedikts- son, iðnaðarmálaráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Helgi Elíasson fræðslumálastjórL Gamall íslendiiig- ur í Danmörku látinn i Kjarnorkuöldin er framundan, svo að það er ekki undarlegt, þótt biðröð sé fyrir framan borðið hjá Þorbirni Sigurgeirs- syni prófessor. landsins að sitja á skólabekk frá 7—15 ára aldri og allt til 18 ára án bóklegrar og verklegrar fræðslu um atvinnumál og starfs- greinar þjóðfélagsins. Danskur rlthörundur tek- ur ísSendinga til bæna Kaupmannahöfn, 10. apríl (Frá Páli Jónssyni) RITHÖFUNDURINN Palle Laur- ing ritar í dag kjallaragrein í Berlingatíðindi, þar sem hann heldur því fram, að ekki sé hægt að afhenda íslenzku handritin •vegna hinna skýru ákvæða í erfðaskrá Árna Magnússonar. Telur hann að jafnvel þótt meiri hluti háskólaráðs samþykki af- hendinguna megi ekki afhenda þau gegn fyrirmælum erfðaskrár innar. Lauring spyr, hversvegna fs- lendingar krefjist ekki afhend- ingar handrita frá Svíþjóð og British Museum í London eða heimti yfirhöfuð öll íslenzk hand rit heim. Hanh telur að íslend- ingar þori ekki að bera fram slíka almenna kröfu af því að þeir viti að ekkert mark verði tekið á þeim. Paile Lauring telur að það geti haft óíyiirsjáanlegar afleiðingar fyrir mir.ja og menningarsögu Dsnmerkur ef handritin verði fengin íslendingum. Ef við segj- um já við íslendinga þá getum við ekki siagt nei við aðrar þjóð- ir. Við Danir eigum sjálfir sögu- legar minjagripi í öðrum lönd- um, en við vitum að maður fær ekki allt sem maður heimtar meö því einu að æpa. Ávarpi sínu lauk Aðalsteinn Ei- riksson með þessum orðum. „Áhugi hinna ungu, sem fræðsl unnar leita, og alúð hinna eldri, sem frœðsluna veita, hefur ekki farið fram hjá gestum starfs- fræðsludaganna. Þetta tvennt, áhugi og alúð lofar góðu, gefur fyrirheit um að góðs árangurs megi vænta. Meðan leitin og þráin til þjóð- nýtra starfa stýrir göngu ung- menna og þau njóta Ijúfrar leíð- sagnar eldri kynslóðar þá horfir rétt, þá stefnir þjóðlífið í sólar- átt. Þess ber að vænta að starfs- fræðslumál þjóðarinnar verði tekin föstum raunhæfum tökum nú þegar. Það er ósk mín til þeirra, sem ábyrgir eru í þessu máli að þeim megi auðnast að finna viturleg úrræði sem skila góðum árangri. Eitt þessara úrræða eru starfs- l'ræðsludagarnir. Það er ósk mín til þeirra, sem af áhuga og alúð hafa unnið að þessum málum megi auðnast að sjá árangur af starfi sínu og njóta þeirrar hamingju, sem fólg Kaupmannahöfn í apríl 1961. SKÚLI MAGNÚSSON, fyrv. gagnfræðasikólakennari í Ryom- gárd á Jótlandi, andaðist á skír- dag, 83 ára gamall. Réttu nafni hét hann Jón Skúli Björnsson. Hann var fæddur 30. september 1878 á Granastöðum í Kinn I Suður-Þingeyjarsýslu, sonur Björns Magnússonar og konu hans, Hólmfríðar Pétursdóttur frá Reykjahlíð. Skúli tók stúdentspróf I Reykjavík 1896, fór að því loknu til Kaupmannahafnar og mun aldrei hafa farið heim til íslands eftir það. Hann dvaldist þannig í Danmönku í meira en 60 ár. Skúli stundaði málanám við Kaupmannahafnarháskóla: þýzku, ensku og frönsku, en lauk ekki prófi. Hann fékkst um skeið við kennslu á Fjóni, varð kennari við gagnfræðaskólann í Ryom- gárd skömmu fyrir heimsstyrj- öldina fyrri, staTfaði þar, þangað til hann fékk lausn vegna aldurs og átti heima í þessu litla þorpi til dauðadags. Þótt Skúli hefði dvalið áratugL i Danmörku án þess að koma heim til íslands, talaði hann ís- lenzku ágætlega. Hann var sér- staklega vel gáfaður, frábær tungumálagarpur, kunni flest Evrópumálin og grúskaði meira að segja í sanskrít. M.a. samdi hann ungversk-danska orðabók, lauk við hana gkömmu áður en hann andaðist. Mun vera í ráði að gefa hana út. Hann var ágætis maður og átti marga vini, sem sakna hans. Hann var ókvæntur. Páll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.