Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVMJl AÐIÐ Þriðjudagur 11. aprfl 1961 Unnsteinn Stefánsson er þjóðkunnur maður fyrir hafrannsóknir sínar, og nú hefir hann ritað al- þýðlegt fræðslurit um hcifið, geysifróðlega bók, ekki hvað sízt fyrir fiskveiðiþjóð sem Islendinga. Þessi stórmerka bók fjallar um almenna haf- fræði og hafið umhverfis ísland, ALMEIMIMA BÓKAFÉLACIÐ Þá kynnu íslendingar að kalla mig landráöamann segir próf. Jón Helgason i viðtali við Hafnar- blaðið „4ktuelt“ um handritamálið JÖRGEN Jörgensen kennslu- málaráðherra hlær hjartan- lega í símann og segir síðan: — Maður má nú ekki trúa öllu, sem í blöðunum stend- ur.... en hringið aftur í næstu viku, á þriðjudag, eða kannski heldur á miðviku- daginn.... Viggo Kampmann forsætis ráðherra vill ekkert segja. Það liggur ekkert fyrir um það, að þetta mál skuli rætt innan ríkisstjórnarinnar hið fyrsta.... Rektor Hafnarháskóla, Carl Iversen prófessor, vill ekki heldur láta neitt uppi. — En, segir hann, ég geri nú ráð fyrir því, að háskólinn verði spurður, ef.... f — ★ — Á þessa lund hófst grein eftir Kai Digens, sem birtist í Kaup- mannahafnarblaðinu Aktuelt sl. sunnudag og fjalLaði um íslenzku handritin og fregnir þær, sem gengið hafa að undanfömu, að verði nú innan tíðar afhent ís- lendingum. Höfundurinn á m. a. stutt samtal vð próf. Jón Helga- son forstöðumann Árna Magnús- ar safnsins og samstarfsfólk hans af þessu tilefni — en Jón telur sig ekki geta látið uppi skoð anir sínar í sambandi við mögu- iega afhendingu handritanna, þar sem hann hljóti að komast í klípu, hverju sem hann svari spurningu blaðamannsins um þetta. — Hér á eftir verður rak- ið nokkuð úr þessari grein, ís- ienskum lesendum til fróðleiks. • „Ómetanleg“ rit Yfirvöldin eru þögul eins og gröfin, en það kemur ekki í veg fyrir, að nú er enn á ný mjög um það rætt, hvar sá einstæði menningarfjársjóður, sem ís- lenzku handritin eru, skuli geymd í framtíðinni — í Kaup- mannahöfn eins og nú er, eða í Reykjavík, segir í upphafi grein arinnar, í framhaldi af því, sem tilfært var hér að framan. — Þrálátur orðrómur telur nefni- lega, að menntamálaráðherrann ætli inman skamms að leggja fyrir Þjóðþingið lagafrumvarp um það, að handritin verði nú loks, eftir margra ára togstreitu, afhent íslendingum. Síðan er í stuttum kafla rætt almennt um handritin, samningu þeirra og gildi, en höfundur kall- ar þau „ómetanleg", — og drep- ið á nokkrar þekktustu sögurn- ar, svo sem Völsungasögu, Njáls sögu, Sturlungu, og fleiri, svo og önnur rit — predikanir bænir, eignaskrár kirkna og ýmis skjöl. Og síðan segir: „Saman gefa þau (handritin) mynd af fortíð, sem ella væri móðu hulin, „óþekkt“. -----Þá er lauslega rakið, hvem- ig handritin komust til Danmerk ur og hvemig mikið af þeim fór forgörðum, bæði vegna kæruleys is yfirvaldanna og vegna óhappa (svo sem þegar skip, hlaðið skinn bókum og öðrum ritum, sökk á lelð til Hafnar. — Og þá segir greinarhöfundur: Heiðurinn af því, að tekizt hef- ir að varðveita svo mikið af hand rtunum, að Kaupmannahöfn er nú aðalsetuæsstaður allra nor- rænna rannsókna, á Árni Magn- ússon, sem varð prófessor við Hafnarháskóla árið 1701. — Árni stundaði um margra ára skeið kerfisbundna sofnun handrita, sem enn vom eftir á íslandi, og enda þótt allmikið eyðilegðist í brunanum í Kaupmannahöfn 1728, er þó langmestur hluti þeirra handrita, sem nú eru í Danmörku, í safni hans. Þau eru geymd í háskólastofnun þeirri, sem ber nafn hans, í „latiniser- uðu“ formi: „Det arnamagnæ- anske“. • „Því get ég ekki svarað’’ Forstöðumaður stofnunarinnar er nú prófessor dr. phil. Jón Helgason, fæddur íslendingur, er orðið hefir sem heimamaður í Kaupmannahöfn, segir greinar- höfundur og getur þess, að víð- tækt rannsóknarstarf sé unnið undir stjóm hans — 11 rit hafa verið gefin út á sl. ári, byggð á hinum fomu handritum, og margt sé í undirbúningi. — Hver er skoðun yðar á mögulegri afhendingu handrit- ritanna til íslendinga, prófess- or Helgason? spyr blaðamaður- inn. — Því get ég ekki með nokkru móti svarað. Ef ég segi þetta, kemst ég í klípu hér í háskól- anum, og ef ég segi hitt, þá get ég átt á hættu, að lándar mínir kalli mig landráðamann! — Eruð þér ánægðir með þær aðstæður, sem safnið á nú við að búa héma í hinum gamla „Proviantgárd"? — Já, aðstæðurnar eru nú góð- ar, þótt við vildum t.d gjarna hafa einum lestrarsal meira. í safninu eru 28000 bindi af hand- ritum, auk fjölda skjala og af- rita af skjölum. Verulegur hluti : * * * <■&'£****** t Íív'xjt»» <*í* -- ■ • : . I ''■.* ' . iy’ < *** ***&•< t»- ~ V "iyí.z-v. - >- Greinin tók yfir alla forsíðuna á öðru sunnudagsblaði „Aktuelt". þess er frá 17. öld, en elztu rit- in frá 12. öld. — Hvaða rit er nú verðmæt- ast? — Þetta er næstum allt jafn- verðmætt — og þó — „Möðru- vallabókin“ hérna, hún er eitt- hvert okkar bezta. Hún er frá 14. öld. Elzta ritið er þetta — og prófessorinn tekur nýja bók út úr hillu — predikun, eða réttara sagt brot úr predikun. Það er tvennt, sem alltaf vantar í þessi rit: Útgáfuár og höfun#arnafn. Það var ekki hégómagjarnt fólk- ið, sem skrifaði þau . . . — Mörg ritin eru í mjög slæmu ástandi? — Já, það hefir verið farið illa með margt, í kæruleysi, og eyði- legginglin er gífurleg. Fyrrum var líka ekki litið á sögurnar sem vísindalegt rannsóknarefni, * efni sjavarbotnsms * hafstrauma * lífskjör gróðurs og dýra í sjónum * sjávarhita og áhrif hans á lífverur hafsins * sjávarföll * sjógerðir og strauma í hafdjúp- unum * breytingar á ástandi sjávar á sein- ustu áratugum * o. fl. o. fl. Hafið er fögur og froðleg bók sem varðar alla íslendinga Bókaafgreiðsla AB er í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar heldur aðeins sem skemmtun —• en nóg um það. • Reyfarasögur Laxness — íslenzka skáldið Halldór Laxness segir frá því í sumum bókum sínum, að á hallæristím- um hafi íslendingar gefið börn- um sínum handrit til þess að japla á, og heýrzt hefur, að fólk hafi bætt skó sína með skinn- bókunum . . . — Já, maður hefir nú heyrt svo margt, og Laxness segir svo margar reyfarasögur. En að sjálf sögðu er það rétt, að mörg verð- mæt rit hafa verið eyðilögð vegna vanþekkingar. Hérna höf- um við t. d. Egils sögu, sem eitt sinn hefir verið stór bók, senni- lega með einum 80 skinnblöðum. Nú eru aðeins þrjú eftir. En það ber að minnast þess, að hver saga hefir verið til í mörgum útgáfum, þær hafa verið lesnar af allri þjóðinni. Vísindastarf okkar er m. a. í þvi fólgið að safna sam- an og gera samanburð á þess- um mismunandi útgáfum. • Kostnaðarsamt verk Auk rannsóknanna sjálfra, viimum við hér á stofnuninni einkum að tvennu: ijósmyndun hinna gömlu blaða og viðgerð á þeirn, segir prófessor Jón. —• Við ljósmyndun með útfjólublá- um geislum hefir okkur gefizt möguleiki til að ráða í skrift, sem annars væri ólæsileg — og þurr, molnandi blöð, sem við höfðum ekki þorað að hrófla við, af ótta við að þau yrðu að dufti, er nú unnt að bleyta upp og gera við, svo að þau má lesa á ný. Ljósmyndasaín okkar vex stöðugt, þótt hægt fari. Þá segir nokkuð frá kostnað- inum við þetta verk, þ. e. við- gerðir handritanna, sem er mjög mikil. Prófessor Jón segir blaða- manninum, að stofnunin hafi fengið 7150 d. kr. fjárveitingu tili næstu 7 ára „til þessa óhjákvæmi lega starfs, og það geta Brigitte Dall (sú, er sér um viðgerðirnar) og tveir samverkamenn hennar alls ekki látið nægja“, segir próf. Jón. — og heldur áfram: — Ef við hefðum ekki náð samstarfi við Konunglegu bókhlöðuna, veit ég ekki hvernig við ættum að geta gert þetta. Við þörfnumst mjög meiri peninga. 7150 krónur — það er alveg vonlaust. — Og frú Dall bætir því við, að nú þegar sé byrjað að nota fé það, sem ætlað er til næsta árs. — Á einum einasta degi notuðum við tíunda hluta hinnar árlegu fjár- veitingar! segir hún. Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.